Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 29 UMRÆÐAN ÉG HLUSTAÐI nýlega á Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í fréttaviðtali í Ríkisútvarpinu þar sem hún lýsti áhyggjum sýnum yfir gengisþróun og hinu að nú þyrftu aðilar ferðageirans að sýna verðskrár fyrir næsta ár. Sökum áður- nefndrar gengisþróun- ar væri mikil hætta á að ferðamönnum myndi fækka á næsta ári. Erna lauk viðtal- inu með þeim orðum að nú væri lag að spýta í lófana og herða á markaðssetningar- maskínunni og þar liggur hundurinn graf- inn. Ég veit þó eitt sem líklegast fæstir lesendur vita að Erna og hennar góða fólk hjá SAF hafa sett saman ráðgjafar- og þekkingarhóp fyrir samtökin, nokkurs konar hug- myndabanka þangað sem SAF get- ur sótt ráðleggingar um markaðs- setningu á Netinu fyrir sig og félagsmenn sína. Málið er nefnilega að stjórnendur SAF gera sér grein fyrir því hvað Internetið skiptir miklu máli og átta sig jafnframt á þeirri staðreynd að þeir vita næsta lítið um þennan mið- il sem markaðstól og þurfa því góða sérfræðiráðgjöf. Í dag eru yfir 8.000.000.000 vefsíður skráðar inn á Google, mest notuðu leitarvél í heimi, og í hverjum mánuði eru skráð inn hundruð þúsunda síðna af aðilum sem allir eiga þá ósk heitasta að finnast á undan öllum hinum. Það er mjög algengur misskilningur að það eitt að opna vef tryggi árang- ur. Þegar vefurinn sé kominn í loftið þá sé þetta bara komið og nú streymi peningarnir í kassann. Þannig er það ekki og raunin er sú að yfir 95% vefja eru hreinlega ekki tilbúnir fyrir leitarvélarnar og eiga því aldrei möguleika í harðri sam- keppni Internetsins um olnboga- rými. Ísland á að geta náð algjörri sérstöðu hvað varðar sjáanleika á Internetinu og við eigum að geta rúllað upp andstæðingum í allri samkeppni þar. Þar leikur smæð landsins stórt hlutverk, hversu skjótt við getum brugðist við sökum stuttra boðleiða og það hversu auð- velt er að nálgast þá sem eru að sækja á netmiðin. Í júlí 2005 voru yfir 1.000.000 leitir gerðar með leit- arorðunum „family vacation“ á leit- arvélum Internetsins og í Stóra-Bretlandi var leitað hartnær 600.000 sinnum eftir „luxury holidays“ á leitarvélum byggðum á Yahoo. Ísland kom hvergi upp. Annað dæmi sem stendur okkur kannski enn nær er „adventure vaca- tion.“ Eftir þessu var leitað nær 200.000 sinnum og líkt og í fyrri dæmum kom Ís- land hvergi upp. Svona mætti lengi telja, ekkert fyrirtæki eða stofnun frá Íslandi var að keppa um hylli þessara aðila og við því hvergi sjáanleg með alla okkar þjónustu og vilja til góðra verka. Samkvæmt nýlegum könnunum Global Market Insite (GMI), sem World Travel Organization birti, bóka 22% Breta allar ferðir sínar á Netinu og í flestum löndum heims- ins ræður Netið ákvörðunum hjá meira en 60% einstaklinga þegar spurt er hvaða þáttur ráði mestu þegar ákvörðun um ferðalög er tek- in. Þvert gegn því sem halda mætti eru ferðavefir eins og Expedia og Travelocity ekki ráðandi þegar bók- anir í gegnum Netið eru ann- arsvegar, heldur svæðabundnir miðlar. Þetta á sérstaklega við um Evrópu. Tökum aðeins heims- markað Netsins saman í tölum. Allt eru þetta tilvitnanir í kannanir gerðar af virtum fyrirtækjum eins og Nilsen/NetRatings, GMI, Hit- Wise og eMarketer svo eitthvað sé nefnt. Nýlegar kannanir sýna að æ fleiri snúa sér til Internetsins í leit sinni af áfangastöðum eða yfir 60%. Samkvæmt nýlegri könnun Barclay- card Business nota 28% af við- skiptavinum þeirra Internetið til að bóka allar ferðir, þar er flug með hæsta hlutafallið eða 77%. Þetta er 11% hækkun frá 2003 og gisting er með 73%. Á síðasta ári ákváðu tæp- lega 4.000.000 Bandaríkjamanna að nota Internetið til að ákveða hvert átti að ferðast þegar bókað var með skemmri fyrirvara en einni viku. Líklega notuðu þeir leitarfrasa eins og „family vacation“, „vacation package“ , „honeymoon vacation“, „ski vacation“, „adventure vacation“ eða „golf vacation“ svo eitthvað sé nefnt. Samtals voru „vacation“- tengdar leitir yfir 2.000.000 í einum leitargrunni í júlí sl. og það má leiða að því sterkar líkur að í heildina, miðað við markaðshlutdeild þessara leitarvéla, séu leitir eftir áðurnefnd- um frösum um 4.000.000 í hverjum mánuði. Og hvar er Ísland? Hvergi. Með þessu stutta innleggi get ég fullyrt að við erum langt frá því að gera nóg og að með réttri að- ferðafræði, nýtingu á stuttum boð- leiðum og útrásarkrafti landans, getur Ísland náð sterkri stöðu undir þessum leitarfrösum og öðrum. Ís- land kemur til dæmis hvergi við sögu þegar leitarorðið „Vacation“ er notað en eftir því er leitað meira en 5.000.000 sinnum í hverjum mánuði. Við getum fellt heilu skógana til að gefa út allskyns rit og bæklinga og flogið fram og aftur um allan heim- inn til að rápa um risastór sýning- arsvæði. Árangurinn af slíku starfi mun aldrei ná nema broti af því sem Netið getur fært okkur með réttu átaki. Um leið og við finnum vax- andi mátt Internetsins og nýtum okkur krafta þess, náum við firna- sterkri stöðu í alþjóðasamkeppni þar sem stærðin skiptir ekki máli, heldur þekkingin. Íslensk ferðaþjónusta og Internetið Kristjan Már Hauksson fjallar um tölvunotkun ’Um leið og við finnumvaxandi mátt Internets- ins og nýtum okkur krafta þess, náum við firnasterkri stöðu í al- þjóðasamkeppni þar sem stærðin skiptir ekki máli, heldur þekkingin.‘ Kristjan Már Hauksson Höfundur er Internet- markaðsfræðingur. ÞESSU svaraði samgöngu- ráðherra í viðtali á Stöð 2 þann 1. september sl. þegar þáttastjórnandi spurði hver væri besti kosturinn ef flugvöllur í Vatns- mýri yrði að víkja. Það er útilokað að undirritaður sé að finna upp þessi orð. Auðvelt er að spila þáttinn „Ísland í dag“ á visir.is og hlusta þar á ráð- herrann, ég bý ekki til þessi orð. Ráðherrann hefur uppi stóryrði í minn garð í grein í Morg- unblaðinu í fyrradag. Það er ástæða til þess að útskýra fyrir Álftnesingum og les- endum Morgunblaðs- ins í hverju svar mitt við spurningu þátta- stjórnenda var fólgið í þættinum „Í bítið“ á Stöð 2 þann 2. sept- ember sl. sem ráð- herra gerir að um- talsefni í grein í Mogga þann 14. sept- ember sl. Þáttastjórnandinn spurði um viðbrögð mín við yf- irlýsingu samgönguráðherra um flugvöll á Álftanesi. Mitt svar var: „Hann á að segja af sér og fá sér aðra vinnu“. Þetta hefði ég ekki sagt ef einhver ann- ar en samgönguráðherra hefði við- haft þessi orð, sem eru fyrirsögn þessa pistils. Svona orð af munni ráðherra samgöngumála ganga ekki í dag, þegar horft er til for- sögu málsins á Álftanesi. En þannig háttaði til á Álftanesi á árunum 1960 til 1971 að algert byggingarbann var, vegna skoð- unar á möguleikum þess að á nes- inu yrði byggður flugvöllur. Ég tel að ekkert byggðarlag hafi lent í slíkum hremmingum nokkurn tíma á Íslandi. Sem sagt, íbúum og hreppsyfirvöldum þá var haldið í gíslingu þess máls og var sá far- vegur allur með ólíkindum og þá- verandi stjórnvöldum til mikils vansa. Það var síðan Hannibal Valdimarsson heitinn, þá ráðherra, sem skrifaði hreppsnefnd bréf, sennilega á árinu 1972 um að hér yrði ekki byggður flug- völlur. Öll slík áform væru út af borðinu. Það var reyndar gert eftir að nokkrir framsýnir þingmenn allra flokka, með Matthías Mathiesen í farabroddi, fluttu þingsályktunartillögu á alþingi 1969 um að á Álftanesi yrði fólk- vangur. Þessu erindi var vísað til ríkis- stjórnar, sem ákvað málalyktir. Þess vegna erum við, ég og fleiri Álft- nesingar, móðgaðir þegar núverandi sam- gönguráðherra kann ekki söguna betur en raun ber vitni. Hann ber á borð fyrir alþjóð í sjónvarpi að Álftanes sé valkostur um flug- vallarstæði á höfuðborgarsvæðinu. Álftnesingar í dag hafa sterkar taugar til þess ágæta fólks, sem bjó hér á nesinu á þessu sér- kennilega tímabili á árum áður. Það er vissulega svolítið sér- stakt, þegar ráðherra rifjar upp orðrétt sitt tal úr umræddum þætti þann 1. september sl., að hann skuli ekki hafa eftir fyr- irsögn þessarar greinar. Dæmi hver sem vill. Það er mín skoðun að höfuðborgin eigi skyld- um að gegna, flugvöllurinn á að vera áfram í Vatnsmýrinni. „Besti kosturinn er Álftanes“ Guðmundur G. Gunnarsson gerir athugasemdir við ummæli samgönguráðherra Guðmundur G. Gunnarsson ’Þess vegna er-um við, ég og fleiri Álftnes- ingar, móðgaðir þegar núverandi samgöngu- ráðherra kann ekki söguna bet- ur en raun ber vitni.‘ Höfundur er bæjarstjóri á Álftanesi. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is AÐ UNDANFÖRNU hafa stjórn- málamenn sem bjóða ætla fram í borgarstjórnarkosningum á næsta ári keppst um að lofa hver geti verið fyrstur til að fjarlægja flugvöllinn úr hjarta höfuðborgarinnar. Þessi um- ræða vekur furðu mína sem fyrr og margra annarra, en ætla má að flest- ir stuðningsmenn flugvallarins hafi verið úr stuðningsliði Sjálfstæð- isflokksins. Þeir skipta þúsundum og þangað til nýlega taldi ég sjálfan mig vera í þeim hópi, en sú afstaða mín hefur breyst og nú er atkvæði mitt til sölu. Ég vona einnig að aðrir sem áfram vilja eðlilegar flugsamgöngur til höfuðborgarinnar geri slíkt hið sama og endurskoði hvaða stjórn- málaafl þeir ætla að styðja í næstu borgarstjórnarkosningum. Karpið um flugvöllinn er löngu hætt að snúast um öryggi eða sam- göngur, þetta mál snýst um, eins og virðist vera allt í þjóðfélaginu um þessar mundir, peninga. Fæstir virðast gera sér grein fyrir umfangi sjúkraflugs til Reykjavík- urflugvallar. Það sem af er árinu hafa einkareknu flugfélögin flogið rúmlega 300 sjúkraflugferðir til Reykjavíkurflugvallar. Þá á eftir að telja allt sjúkraflug Landhelgisgæsl- unnar. Nú er orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar að verja 18 milljörðum króna til uppbyggingar nýs hátækni- sjúkrahúss af ágóða sölu Símans. Nú er stóra spurningin: Hvar á að reisa sjúkrahúsið? Ef flugvöllurinn á að vera áfram í Vatnsmýrinni er engin spurning að mínu mati að sjúkra- húsið eigi að reisa á fyrirhuguðum stað á Landspítalalóðinni, meira að segja er auðveldlega hægt að tengja bráðamóttöku þess spítala við flug- völlinn. Ef flugvöllurinn á að víkja úr Reykjavík er sá staður hins vegar af- leitur fyrir sjúkrahúsið. Tekist hefur með furðugóðum árangri upp á síð- kastið að rústa allar vegasamgöngur að Landspítalanum, og staðsetning spítala framtíðarinnar þar mundi einungis nýtast íbúum næsta ná- grennis. Ef flugstarfsemi framtíð- arinnar á að flytjast til Keflavíkur væri eðlilegast að mínu mati að sjúkrahúsið risi í úthverfi Hafn- arfjarðar við álverið. Þensla höf- uðborgarsvæðisins er hvort sem er í þá áttina og vegasamgöngur þangað betri og fljótlegri en til miðborg- arinnar fyrir flesta íbúa höfuðborg- arsvæðisins, auk þess sem þolanleg tenging við landsbyggðina næðist í gegnum Keflavíkurflugvöll. SIGURÐUR ÁSGEIRSSON, Kaplaskjólsvegi 41, 107 Reykjavík. 101 sjúkrahús? Frá Sigurði Ásgeirssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.