Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 95 06 09 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgi- seðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. Nýtt í Lyfju Nicorette Freshmint 210 stk. 20% afsláttur í september LÁTTU REYKLAUSA DRAUMINN RÆTAST AFSLÁTTURINN GILDIR AF FRESHMINT 210 STK. 2 MG og 4 MG. VILHJÁLMUR Guðmundsson hjá Útflutningsráði segir að við- skiptaráðstefnan sem haldin var í Tókýó á miðvikudag, í tengslum við heimsókn íslensku viðskipta- sendinefndarinnar, hafi heppnast afar vel. Með ráðstefnunni lauk heimsókn sendinefndarinnar til Japans. Að sögn Vilhjálms var við- skiptaráðstefnan hápunktur ferð- arinnar. Áður en hún hófst hittust fulltrúar íslenskra og japanskra fyrirtækja á fundum sem Útflutn- ingsráð hafði aðstoðað við að skipuleggja. Tilgangurinn með slíkum fundum er að stuðla að nýj- um viðskiptasamböndum eða treysta þau sem fyrir eru. „Út- gangspunkturinn er að við erum að hjálpa fyrirtækjum að komast í viðskiptasambönd erlendis. Við- skiptasendinefndir hafa ákveðið gildi, sérstaklega þegar ráðherra er með í för. Þær hjálpa stundum við að koma hlutum af stað og einnig við að ljúka samningum. Þá hefur það mikla þýðingu að ráð- herra sé viðstaddur undirritun samninga,“ sagði Vilhjálmur. Að- spurður sagði hann að reynsla væri fyrir því að heimsóknir við- skiptasendinefnda leiddu til nýrra viðskiptasamninga. Að fundunum loknum hófst ráð- stefna þar sem Davíð Oddsson, ut- anríkisráðherra, sem fór fyrir sendinefndinni, hélt ræðu sem og Hachiro Okonogi, annar af tveimur varaviðskiptaráðherrum Japans. Í sendinefndinni voru fulltrúar 25 fyrirtækja og samtaka, m.a. fisksölufyrirtækis, flugfélaga og ferðaþjónustufyrirtækis, svo nokk- ur dæmi séu nefnd. Næsta viðskiptasendinefnd fer til Póllands undir forystu Val- gerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í lok október og hafa þegar 14 fyrirtæki skráð sig til þátttöku. Morgunblaðið/Jónas Hallgrímsson Davíð Oddsson utanríkisráðherra skiptir á nafnspjöldum við forstjóra japanska fyrirtækisins Nichiro, eftir að hafa gefið honum Hávamál. Með Davíð var Júlíus Hafstein en Japansheimsókn utanríkisráðherra er nú lokið. Segir viðskiptaráðstefnu hafa heppnast vel Heimsókn viðskiptasendinefndar til Japans lokið KÓPAVOGSBÆR hefur auglýst til úthlutunar lóðir samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sem bæjarráð samþykkti 8. september síðastlið- inn. Um er að ræða 27 lóðir undir einbýlis-, rað- og parhús við Fróðaþing, Dalaþing, Dimmu- hvarf, Álaþing, Hafraþing, Háls- aþing, Gulaþing, Breiðahvarf og Boðaþing. Flatarmál lóðanna er allt frá 800 fermetrum upp í 3.000 fermetra. Byggingarrétti að lóðum við Dimmuhvarf, Breiðahvarf og Boðaþing er úthlutað með fyrir- vara um samþykkt deiliskipulag. Umsóknum skal skilað á skrif- stofu Bæjarskipulags Kópavogs, fyrir klukkan 15 þriðjudaginn 27. september næstkomandi, að því er fram kemur á vef Kópavogsbæjar. Þar segir einnig að þeir sem sóttu um byggingarrétt í fyrri áfanga Þinga í júní sl. þurfi að leggja fram nýja umsókn, en ekki er nauðsynlegt að henni fylgi skrif- leg staðfesting frá banka eða lána- stofnun um greiðsluhæfi og mögu- lega lánafyrirgreiðslu umsækjanda vegna fyrirhugaðrar húsbygg- ingar. Kópavogsbær auglýsir lóðir til úthlutunar í Þingahverfi FORSTÖÐUMENN hjá ríkinu eru samtals 222 talsins og hefur fækkað um þrjá frá árinu 2004. 172, eða 77%, eru karlar og 50, eða 23%, eru konur. Flestar konur eru forstöðumenn í menntamálaráðuneytinu, eða 19 talsins, 10 eru í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu og 8 í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Karlmenn eru einnig flestir for- stöðumenn í menntamálaráðuneyt- inu, eða 35 talsins, 33 í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 25 í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu og 20 í fjármálaráðuneyt- inu, en þar er einungis ein kona forstöðumaður. 23% forstöðu- manna hjá ríkinu konur GUNNAR Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segir Norðurlöndin munu styrkja framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna (SÞ). Fram- boðið sé sameig- inlegt og öll sendiráð Norður- landanna um all- an heim vinni að því að kynna það. „Það er tals- verður bakhjarl sem við höfum hjá öðrum Norð- urlandaþjóðum.“ Gunnar Snorri bendir á að öryggisráðið sé æðsta stofnun SÞ og ávallt sérstök vigt og áhersla lögð á það meðal Norð- urlandaþjóðanna. „Það er samræm- ing í þessu og fólki í öðrum utanrík- isþjónustum er beitt fyrir vagninn líka,“ segir Gunnar. Kostnaðar- áætlun vegna baráttu Íslands fyrir að ná kjöri og vegna setu í ráðinu hljóðar upp á um 600 milljónir króna sem dreifist á sex ára tímabil, eða frá 2005–2010. „Það má sjálfsagt fara yfir og endurskoða einhverja kostnaðarliði og sjá hvort það megi ekki gera þetta með eitthvað ódýr- ari hætti,“ segir Gunnar. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Ríkisútvarpið að það kæmi í hlut nýs utanríkisráðherra að taka ákvörðun um hvort við myndum standa við fyrri ákvörðun um að sækjast eftir sæti í örygg- isráðinu. Geir H. Haarde, verðandi utanríkisráðherra, segist ekki ætla að ræða þetta mál fyrr en hann hef- ur tekið við starfi utanríkisráðherra. Norðurlöndin styrkja framboðið Gunnar Snorri Gunnarsson BREYTINGAR verða hjá utanrík- isþjónustunni í nóvember þegar Magnús Gústafsson, forstjóri Ice- landic USA, mun taka við starfi að- alræðismanns í New York. Hannes Heimisson sem gegnt hefur stöðu aðalræðismanns mun þá fara til Finnlands og taka við starfi sendi- herra við sendiráð Íslands. Breytingar hjá utanríkis- þjónustunni GÖNG undir Berufjörð er sá jarð- gangakostur á Austurlandi sem hag- kvæmastur er miðað við tilteknar forsendur. Göng á milli Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarðar og Seyðis- fjarðar eru meðal bestu kosta í jarð- gangagerð á Austurlandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um mat á samfélagsáhrifum og arðsemi jarð- gangatenginga á Austurlandi, sem kynnt var í gær á aðalfundi Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi. Skýrslan var unnin af Rannsókn- arstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) fyrir SSA. Tilgangurinn var að meta jarðgangakosti eftir aðferð- um sem RHA hefur þróað, þar sem litið er til arðsemi og samfélags- áhrifa og gerð ákveðin tilraun til for- gangsröðunar. Setur fyrirvara við forsendur Forsendur matsins eru m.a. stytt- ing vegalengda í kílómetrum, spá um dagsumferð, stofnkostnaður með vöxtum og núvirtur ábati og arð- semi. Auknu umferðaröryggi, teng- ingu atvinnu- og búsvæða og byggðaþróun voru gefnar einkunnir og einnig lagðar til grundvallar mat- inu. Skýrsluhöfundar gefa sér að þeir jarðgangakostir sem athugaðir eru verði tilbúnir árið 2014. Soffía Lárusdóttir, formaður SSA, sagði í gær að hún setti ákveðna fyr- irvara við forsendur í skýrslunni. „Það hefur verið mikið í umræðunni að tengja saman þéttbýlisstaðina á Mið-Austurlandi og það kemur á óvart að stærstu þéttbýliskjarnarnir þar eru ekki tengdir inn í forsendur matsins. Það er því ýmislegt varð- andi einkunnagjöfina um áhrif ganga á byggðaþróun og tengingu svæða sem kemur á óvart.“ Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri í Djúpavogshreppi, sagði þá niðurstöðu skýrslunnar að göng undir Berufjörð væri besti jarðgangakosturinn á Austurlandi koma nokkuð á óvart. „Þetta snýr auðvitað ekki eingöngu að okkur Djúpavogsmönnum, heldur einnig að þeim sem myndu nota þennan veg og þetta styttir leiðir á milli svæða og landshluta. Við erum í þjóðleið í dag og höldum áfram að vera það. Við værum ekkert að koma út úr þokunni með þessu.“ Björn Hafþór segir SSA hafa beðið eftir skýrslunni og samgöngunefnd SSA muni taka hana til umfjöllunar í dag. „Þá skýr- ist væntanlega hvort menn gleypa þessar upplýsingar eða kjósa að halda sínum byggðarlögum sterkar inni í umræðunni, eins og verið hefur og kannski óþarflega mikið að margra mati.“ Jarðgöng undir Berufjörð eru talin besti kosturinn Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Einar Már Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar í Norðausturkjördæmi, Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, og Kjartan Ólafsson hjá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri skeggræða niðurstöðurnar. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.