Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 51 DAGBÓK Sendum smokka til Afríku ÉG VEIT að þetta er ekkert venju- legt slagorð, „Sendum smokka til Afríku“. Aftur á móti skil ég ekki hvers vegna svo er. Undanfarna áratugi hafa reglu- bundið borist kvein og neyðaróp frá illa settum svæðum heimsins, og ætli þau séu ekki hvað algengust og sár- ust frá Afríku, þeirri fallegu heims- álfu með sínu góða fólki. Eitt sinn sveið manni þetta sárt, en svo dofnar maður. Það virðist vera svo, að neyðin sé óendanleg. Hung- ursneyðir eru reglubundnar, stund- um vegna uppskerubrests, stundum vegna styrjalda. Alnæmisfaraldurinn er skelfilegur. Svo, ef maður setur sig inn í dæmið, er jafnvel ekki alltaf lausn að senda matvæli, því ókeypis matvæli frá vesturlöndum taka lifibrauðið og sjálfsbjargarviðleitnina frá fjölmörg- um bændum í Afríku, sem geta þá ekki selt vörur sínar. Það sem er ofvaxið mínum skiln- ingi, er hvers vegna aldrei er minnst á getnaðarvarnir, og þá fyrst og fremst smokka, og áróður þeim tengdan. Ef smokkar eru notaðir rétt, eru þeir haldgóð vörn (og sú eina) gegn alnæminu. Ef fólk hefur aðgang að getnaðarvörnum getur það stjórnað stærð fjölskyldunnar, þannig hefur það færri munna að metta og þá meiri líkur á að börnin vaxi heilbrigð úr grasi. Fólk neyðist þá heldur ekki til að eignast eins mikinn sæg af börn- um, í þeirri von að eitthvert þeirra komist upp. Færri svangir munnar gætu jafnvel dregið úr líkum á óeirð- um. Ég veit að það eru ljón í veginum. Trúarbrögð og siðvenjur víða í Afríku gera umræðu um kynlíf og smokka að „tabúi“. En ef ekki er reynt að fræða fólk, ef fólki er ekki boðið upp á ókeypis smokka, þá er þetta enginn valkostur. Þá er eini valkosturinn barnamergð, alnæmi, og neyð. Setjið þið ykkur sjálf í þau spor, að búa við líf án getnaðarvarna og varna gegn alnæmi, er það hugguleg tilhugsun? Ég veit líka, að það dugar ekki að rétta fólki við dauðans dyr gúmmí. En, á þeim svæðum þar sem við á, og skipulag barneigna, og það að koma í veg fyrir alnæmi – ef það get- ur dregið úr framtíðarhörmungum, þá er það ábyrgðarhlutur að halda þessum valkosti frá fólki. Ef söfnun færi af stað, þar sem gef- inn væri kostur á að styðja dreifingu ókeypis smokka, og fræðsluherferð um gildi smokkanna, þá væru örugg- lega fleiri en ég sem gæfu höfð- inglega. Fróðlegt væri að heyra einhvern tímann fólk frá hjálparstofnunum tjá sig um þetta. Einnig, ef lesendur vita um svona herferð sem er í gangi á vegum einhverra samtaka í heim- inum, þá væri gott ef því væri komið á framfæri, hvar og hvernig hægt væri að leggja fram fé til stuðnings henn- ar. Ein 33 ára. Fréttablaðið í gámum ÉG er að vinna uppí Hólagarði og þar er ruslagámur fullur af Fréttablaðinu innpökkuðu og tilbúnu til dreifingar. Ætli þessi blöð séu inní upplagstöl- unum? Einn forvitinn. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó alla föstudaga kl. 14. Baðstofan er opin frá kl. 9–13 í dag. Sparikaffi kl. 15. Endurvekjum sönggleðina, syngjum saman við und- irleik Arngerðar alla föstudaga kl. 15.30 eftir bingó. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Sundferð kl. 10. Púttvöllur 10– 16. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, almenn handavinna, fótaaðgerð, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18 – 20 | Félagsstarfið er opið öllum. Kynning á hauststarfinu í dag kl. 14. Kaffi og nýbakað meðlæti. Ellen og Eyþór skemmta. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, föstu- dagur 16. sept. kl. 13–16. Handverks- klúbbur. Munsturgerð eða annað sem andinn innblæs. Leikfimi. Haukshús, mán. 19. sept. kl. 13–16. Ilmandi kerta- gerð í umsjón Vilborgar. Kaffiveit- ingar að hætti Álftnesinga. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld í Gjá- bakka kl. 20.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skráning hafin á námskeið í fram- sögn og stafgöngu. Allar upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 588 2111. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gleðigjafarnir Gullsmára. Eldri borg- arar safnast saman í Félagsheimilinu Gullsmára 13, Kópavogi, á föstudag kl. 14 (2) og syngja saman hress og fögur ljóð og lög. Stjórnandi Guð- mundur Magnússon. Kaffi og heima- bakað meðlæti fáanlegt. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 í Kirkjuhvoli, badminton kl. 13.10 í Mýri, bútasaumur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. rósamálun, umsjón Helga Vilmundardóttir. Kl. 10.30 létt ganga um Elliðaárdalinn. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 16 „Hjáverk í amstri daga“, opnuð list- munasýning Einars Árnasonar, m.a. syngur Gerðubergskórinn undir stjórn Kjartans Ólafssonar. Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður. Enn er hægt að bæta við fólki í smíðina. Kl. 13.30 er boccia og kaffi kl. 15. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, útskurður, baðþjónusta, fótaaðgerð (annan hvern föstudag), hárgreiðsla. Kl. 10 Pútt. Kl. 11 Spurt og spjallað. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30. Tré- skurður kl. 13. Brids kl. 13. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu – postulínsmáln- ing kl. 9–12. Böðun virka daga fyrir hádegi, hádegisverður. Bingó kl. 14, kaffi og meðlæti. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Ef þú vilt hitta fólk, spjalla yfir kaffi- bolla, fá þér hádegisverð, líta í dag- blöð, taka þátt í frjóu tómstunda- starfi þá kíktu við hjá okkur og skoðaðu haustdagskrána. Síminn okkar er 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug á morgun kl. 9.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30–14.30 sungið v/flygilinn. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kl. 14.30– 16 dansað í Aðalsal. Vesturgata 7 | Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sig- urgeirs. Daime-rjómaterta í kaffinu. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan og leirmótun kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, leirmótun kl. 13 og bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10 -12. Kaffi og spjall. Hallgrímskirkja | Opið hús fyrir aldr- aða alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. MENNING TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Kammertónleikar György Geiger (trompet) og Eva Maros (harpa) fluttu tónlist eftir ýmis tónskáld. Sunnudagur 11. september. MJÁ, mjá, mjá söng hörpuleikari á fyrstu tónleikum Tíbrárraðarinnar í Salnum í Kópavogi á sunnudags- kvöldið. Það hlýtur að vera sjaldgæft, a.m.k. man ég ekki eftir að hafa heyrt hörpuleikara mjálma fyrr en nú. Ég hef ekki heldur heyrt trompetleikara mjálma en það gerðist einnig á þess- um tónleikum. Þetta voru þau Eva Maros hörpuleikari og György Geig- er trompetleikari og fluttu þau Katt- ardúettinn sem aukalag, en hann er eftir Karel Bendl ef ég man rétt. Maros spilaði undurfallega á hörpuna og mjálmaði með, en Geiger mjálmaði í gegnum lúðurinn og var ótrúlegt hversu sannfærandi það hljómaði. Var dúettinn svo fyndinn að maður gat ekki varist hlátri. En ég er að byrja á öfuga end- anum. Kattardúettinn var síðastur; áður höfðu þau Geiger og Maros, sem bæði eru ungversk, flutt smáverk eft- ir allskonar tónskáld; Handel, Bach, Bartók, Tchaikovsky, Schubert, Telemann, Daquin og fleiri. Skemmst er frá því að segja að spilamennskan var í fremstu röð; trompetleikurinn var svo tær og hljómfagur að maður dáðist að. Air og tilbrigði eftir Handel voru snilldarlega leikin af Geiger, hröð tónahlaup voru afburða glæsileg og ekki var að heyra eina einustu feil- nótu. Svipaða sögu er að segja um annað á efnisskránni; túlkunin var einstaklega hrífandi, tilfinningarík og laus við alla tilgerð, auk þess sem hún var tæknilega fullkomin. Geri aðrir trompetleikarar betur. Ekki var hörpuleikurinn síðri; Maros lék nokkur einleiksverk, þ. á m. Clair de Lune eftir Debussy, sem venjulega er spilað á píanó. Túlk- unin var blæbrigðarík og fallega byggð upp, og tæknileg atriði voru á hreinu. Sérstaklega verður að nefna óvanalega útgáfu á Draumalandi Sig- fúsar Einarssonar sem boðið var upp á á tónleikunum. Geiger skreytti þar laglínuna með allskonar krúsidúllum og Maros söng á tímabili með óskól- aðri rödd. Atriðið var eins og þau tvö væru að spila fyrir vini sína í veislu heima hjá sér og kom það skemmti- lega út. Óneitanlega lofa tónleikarnir góðu um veturinn framundan í Salnum. Jónas Sen Mjá, mjá, mjá MYNDLIST Gallerí i8 Íslenskt dýrasafn ljósmyndir og myndband, Ólöf Nordal Til 15. október. Gallerí i8 er opið kl. 11– 17 miðvikudaga til föstudaga en 13–17 á laugardögum. ÓLÖF Nordal er einn þeirra mörgu íslensku myndlistarmanna sem rann- saka á persónulegan hátt íslenskan menningararf og skapa úr honum nýjan heim sem á erindi við samtím- ann. Þjóðsögur og fyrirbæri á mörk- um veruleika og skáldskapar hafa verið henni sérstaklega hugleikin, sbr. skúlptúra hennar af hvítum hröfnum. Nú hefur Ólöf leitað á náðir Náttúrufræðistofnunar Íslands og fengið að láni uppstoppaðar kynja- verur sem margir muna eflaust eftir að hafa séð í gamla Náttúrugripa- safninu í den, aumingja tvíhöfða lömbin, eitt með auga í miðju enni, sexfætta lambið, skoffínið og fleiri. Þessi uppstoppuðu dýr hefur hún ljósmyndað úti í náttúrunni, á mjúk- um mosaþembum, umlukt fögrum fjöllum á ljúfum að því er virðist haustdegi. Önnur myndröð sýnir hvítingjafugla á borð við fyrrnefnda hvíta hrafna, en hér má einnig finna m.a. hrossagauk og lunda. Fuglarnir virðast fljúga við allra fyrstu sýn en fljótt kemur lífleysi þeirra í ljós og að myndirnar eru samsettar, líflausa búkana ber við bláan himin brotinn upp með skýjum. Ólöf er hér á mörkum veruleika og skáldskapar, náttúru og menningar, lífs og dauða, hún leikur sér einnig með skrásetningu okkar á veru- leikanum eins og hún birtist á söfnum eins og náttúrugripasöfnum og í þjóð- sögum á borð við þær sem skrásetja sögu dýrsins sem sagt er vera skoffín, afkvæmi hunds og refs. Allt eru þetta viðfangsefni sem hafa verið lista- mönnum mjög hugleikin undanfarna áratugi og fleiri hafa fengist við en Ólöf er augljóslega vaxandi í list sinni og henni tekst að gera þessar myndir persónulegar, hugmyndafræðilega falla þær vel inn í ramma annarra verka hennar. Vansköpun dýranna minnir á skúlptúra þýska listamanns- ins Thomasar Grunfeld úr samsettum dýrum sem hann lætur atvinnumenn stoppa upp, svokölluð „misfits“; héra með andarfætur, strút með kýrhaus og svo vel gert að engu líkara er en um raunveruleg skrímsli sé að ræða. Staðsetning uppstoppaðra dýranna úti í náttúrunni minnir líka á verk eft- ir belgíska listamanninn Guillaume Bijl, en hann lét koma fyrir uppstopp- uðum máfum á ljósastaurum við höfnina í hollenskum hafnarbæ, þannig að erfitt var að sjá hvaða máf- ur var lifandi og hver uppstoppaður. Grunfeld og Bijl vísa hvor á sinn hátt til hollenskrar og belgískrar menn- ingar rétt eins og Ólöf til íslenskrar en öll eiga þau sameiginlegt að fjalla um söfnun og um skrásetningu veru- leikans. Í bók sinni „Les mots et les choses“ fjallar Michel Foucault um náttúrufræðina og hvernig á sautjándu öld urðu ákveðin kafla- skipti í skrásetningu hennar. Hann segir frá Aldrovandi sem á 16. öld skrifaði um höggorma og dreka, en í bók hans eru allar upplýsingar jafn- gildar. Útliti og háttalagi dýra er lýst í sömu andrá og goðsögum um dýrin eða hvernig hátta beri matreiðslu þeirra. Á sautjándu öld kemur síðan fram ákveðin skipting milli hins vís- indalega og þess mýtólógíska, skipt- ing sem enn er við lýði. Undantekn- ing er þó kannski netið, en þegar flett er upp á netinu í dag kemur aftur upp heimur Aldrovandis þar sem enginn greinarmunur er gerður milli veru- leika og skáldskapar. Skoffín Ólafar Nordal er hluti af þessum heimi þar sem vísindaleg skrásetning birtist í uppstoppun dýrsins en uppstoppunin byggist á goðsögu, sögu um skoffín, afkvæmi hunds og refs. Vísindin og goðsagan haldast þarna hönd í hönd en það er einmitt þetta handaband sem er rauði þráðurinn í verkum hennar. Það má túlka það sem svo að þrátt fyrir vís- indalegar framfarir sé heimur skáld- skaparins, goðsögunnar og hins ómögulega ávallt hluti af veröld okk- ar, rétt eins og ómögulegt er að úti- loka drauma úr vitundinni. Ljós- myndirnar af lömbunum sem bera goðsögulega titla undirstrika þetta enn frekar en þar vinnur Ólöf listavel með birtu og liti svo að erfitt er fyrir áhorfandann að sjá hvað er raunveru- legt, jafnvel sólarljósið virðist plat. Myndirnar af skoffíninu og lömb- unum eru það sterkar, bæði húm- orískar og óþægilegar eins og Ólafar er vandi, að erfitt er að keppa við þær. Þannig virka hvítingjafuglarnir ekki eins sterkt á áhorfandann og verið gæti og myndband í kjallara gæti án efa notið sín betur. Hvítingj- arnir bjóða upp á dreymna og ljóð- ræna upplifun og kalla fram hugleið- ingar um mörk lífs og dauða, en hin dýrin kallast frekar á við söfn, skrá- setningu og fríksýningar. Hin passífa, útafliggjandi stelling fuglanna er annars eðlis en uppstilltar stellingar skoffínsins og lambanna og ef til vill væri spennandi að sjá sýningu sem hefði fugla að meginþema, en Ólöf hefur einnig unnið með sögur um hvíta hrafna og geirfuglinn. Í heildina er þetta flott sýning hjá listakonunni, marglaga og eftirminnileg eins og allt sem frá henni kemur. Ragna Sigurðardóttir Á mörkum lífs og dauða Morgunblaðið/Kristinn „Í heildina er þetta flott sýning hjá listakonunni, marglaga og eftir- minnileg eins og allt sem frá henni kemur.“ SÝNING Einars Árnasonar, Hjáverk í amstri daga, verður opnuð í Boganum í dag kl. 16. Á sýningunni er að finna klippi- myndir, uppfinningar og teikn- ingar eftir Einar sem lést í fyrra. Einar hóf ungur að gera klippimyndir fyrir systkin og seinna að gera hinar ýmsu upp- finningar til að auðvelda störfin. Með vasahnífnum einum tálgaði Einar smáhluti úr tré og dýra- hornum. Þá eru til teikningar eftir hann, einkum skopmyndir, sem fanga tiltekin augnablik eða draga fram einkenni í fari vina hans og samferðamanna. Einar Árnason er fæddur 30. nóvember 1924 í Neshjáleigu í Loðmundarfirði. Sýningin stendur til 6. nóv- ember og er opin virka daga kl. 11–17, miðvikud. kl. 11–21 og um helgar kl. 13–16. Sigríður Ólafsdóttir myndlistarkona sá um uppsetningu sýningarinnar. Næsta sýning í Boganum verður opnuð föstudaginn 11. nóvember og sýnir Sólveig Eg- gerz Pétursdóttir nýjar vatns- litamyndir. Verk Einars í Boganum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.