Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGTLÍF | MATARKISTAN Við búum til okkar eigingrunnsósu,“ segir TinoNardini, yfirkokkur ogannar eigandi veitinga- hússins Ítalíu við Laugaveg 11. „Ég er fæddur og uppalinn í landi þar sem tómatar eru ódýrir og amman og mamman búa til tómatsósu eftir sinni eigin uppskrift að minnsta kosti einu sinni í viku. Reyndar er það svo að fjölskylda mín rak tvö hótel, annað við ströndina en hitt uppi í fjöllunum, þannig að ég er alinn upp á hóteli og kokkarnir sáu um matinn og amma lét fara vel um sig.“ Þvældist fyrir í eldhúsinu Tino var sendur á hótelskóla, þar sem hann lærði allt um hótelrekstur og matseld. „Pabbi sá til þess að ég kynntist öllu sem viðkom daglegum rekstri en ætli ég hafi ekki verið 16 eða 17 ára þegar ég fór að ergja kokkana og þvælast fyrir í eldhús- inu.“ Tino kynntist eiginkonu sinni Ragnhildi Valsdóttur árið 1979 í strandbænum Lignano og þau hófu búskap nokkrum árum síðar. Þau ráku veitingastað við ströndina, sem margir Íslendingar sóttu enda var þar töluð íslenska. „Þetta var stans- laus vinna í fimm mánuði á ári, 150 daga, þegar allt var fullt af ferða- mönnum en rólegra þegar fór að kólna,“ segir Tino. „Við fluttum til Ís- lands og hér erum við, ég, konan, tvö börn og hundurinn. Ég vann á ýms- um veitingastöðum í fyrstu til að læra tungumálið og kynnast hráefninu en nokkrum árum síðar keyptum við þrír Ítalir sem hér búa, ég, Fabio og Salvatore, þennan veitingastað en Salvatore ákvað nýlega að draga sig í hlé. Nú erum við tveir eigendur Fa- bio og ég og með okkur í eldhúsinu eru Ítalirnir Boris og Luciano.“ Úrval af grænmeti og kryddjurtum Tino minnist þess hvað það var erf- itt að nálgast gott hráefni fyrstu árin. Tómatar sáust sjaldan og krydd var bara til þurrkað eða í dufti. „Hugsið ykkur, ein paprika kostaði yfir hundrað krónur,“ segir hann. „Þetta er allt annað eftir að úrvalið varð meira og auðvelt að nálgast bæði grænmeti og ferskt krydd.“ Tino segist hafa átt auðvelt með að venjast veðráttunni sem við búum við. „Ég hef alltaf verið hrifinn af kulda enda vandist ég vetrinum í æsku þegar við fluttum á fjallahótelið eftir sumarið við ströndina,“ segir hann. „Skammdegið á vel við mig og jólahald á Íslandi er ólíkt því sem ég ólst upp við. Skemmtileg, hlýleg fjöl- skylduhátið við kertaljós.“ Matseðillinn hjá þeim á Ítalíu er af- ar fjölbreyttur og þar er að finna nokkra rétti sem hafa verið þar frá upphafi. Góð heimagerð tómatsósa er afar mikilvæg og Tino segir að þeir búi til sósuna úr 16 til 17 kílóum af niðursoðnum tómötum í hverri viku. „Heimagerð sósa er soðin niður úr ferskum tómötum,“ segir hann og hér kemur uppskriftin:  Ítölsk tómatsósa 3 kg tómatar 2 dl ólífuolía 3–4 hvítlauksrif 100 g tómatpuré salt, pipar kjötkraftur Skorið í tómatana og þeim dýft í heitt vatn í 3 mín. þar til hýðið losnar frá. Tómatarnir hakkaðir í hakkavél. Hvítlauksrifin hituð í potti í olífuolíu þar til þau taka lit en þau mega ekki brenna. Laukurinn fjarlægður úr olíu- nni. Hellið hökkuðu tómötunum út í pottinn, ásamt 100 g af tómatpuré.  Fylltir tómatar 2–4 stórir tómatar 50 g arborio-hrísgrjón salt, pipar Skorið ofan af tómötunum og tekið innan úr þeim og því blandað saman við ósoðin arborio-hrísgrjónin. Krydd- að áður en maukið fer aftur í tóm- atana. Bakað í 180ºC heitum ofni í 20 mín.  Tagliatelli-pasta 4–500 g tagliatelli-pasta, einn pakki 3 ausur af grunntómatsósu 10 blöð ferskt basil parmesanostur Best er að fylgja leiðbeiningunum á umbúðunum þegar pastað er soðið, þar sem suðan er mislöng eftir teg- undum. Soðið pasta sett í skál og tómatsósan hrærð út í. Basilblöðin rifin og stráð yfir ásamt rifnum par- mesanosti.  Farfalle- pasta 3 ausur af grunntóm- atsósu 12 sólþurrkaðir tóm- atar, skornir í strimla 500 g tígrisrækjur tekn- ar í tvennt eða 20 stk. 2 hvítlauksrif aðeins steinselja Best er að fylgja leiðbeiningum á um- búðunum þegar pastað er soðið, þar sem suðan en mislöng eftir teg- undum. Soðið pasta sett í skál. Sól- þurrkuðu tómötunum, rækjunum og smátt saxaða hvítlauknum hrært út í. Saxaðri steinselju stráð yfir.  Pizza með klettasalati tilbúið pizzadeig mozzarella-ostur jómfrúarolía klettasalat parmesanostur tómatar Pizzadeigið flatt út. Mozzarella- osti stráð yf- ir. Bakað þar til deigið er ljósbrúnt. Olíu dreift yfir svo klettasalati ásamt parmesanosti, sem skorinn er í sneiðar með ostaskera. Niðurskornum tómötum dreift yfir.  TÓMATAR | Á Ítalíu eru tómatar ódýrir og ómissandi í alla hefðbundnu pasta- og spaghettíréttina Amma býr til tómatsósugrunninn Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Félagarnir Tino, Boris og Luciano sjá um matseldina á veitingahús- inu Ítalíu ásamt Fabio, sem var í fríi þegar myndin var tekin. Góð ítölsk máltíð hefst með nýbökuðu brauði. Tveir forréttir, tómatar fylltir með krydduðum arborio-hrís- grjónum og niðursneiddir tómatar með mozzarella-osti, olívuolíu og fersku basil. Tómatar og ítölsk mat- argerð fara vel saman og nú þegar uppskeran er í hámarki og safaríkir fullþroska tómatar eru fáanlegir á viðráðanlegu verði er ekki úr vegi að birgja sig upp af heima- tilbúinni grunnsósu úr tómötum og spreyta sig á ítölskum réttum Skyrbar hefur verið opnaður íSmáralind í þeim hlutaAdesso-kaffihússins sem snýr að Vetrargarðinum. Arnar Grant, vaxtarræktarfrömuður og fitnessmeistari, og Elís Árnason veitingamaður eiga heiðurinn að því að hafa sett saman úrval af ferskum skyrblöndum. Þær verða allar lagaðar á staðnum úr Smoot- hie-skyri frá KEA og úrvali af ferskum ávöxtum. Fyrir íþrótta- og líkamsrækt- arfólk býður nýi skyrbarinn upp á vinsælasta próteindrykk Banda- reiðslumeist- ara, og Þórhalls Arnórssonar framleiðslumeistara. Skyrbarinn í Smáralind verð- ur opinn á sama tíma og kaffihúsið Adesso eða frá kl. 10.30 á morgnana til 19.00 á kvöldin og til 18.00 um helgar. Daglegt líf falaðist hjá eigendunum eftir uppskriftum af tveimur skyr- drykkjum af nýja barnum sem var ekkert nema sjálfsagt. Áhuga- samir geta því spreytt sig á hollustunni heima, en þess má geta að hvor uppskrift er fyrir tvo.  SKYRBAR TENGLAR ................................................... www.adesso.is ríkjanna sem gengur undir heitinu Designer Whey. Í drykkina má fá ým- is bætiefni, svo sem kreatín, glútamín og aukaskammt af próteini svo eitthvað sé nefnt. Nýlega tóku nýir eig- endur við Adesso kaffihús- inu, en það er nú í eigu Elísar Árnasonar, matreiðslu- og kjöt- iðnaðarmeistara, sem jafnframt er framkvæmdastjóri kaffihússins, Eggerts Jónssonar konditormeist- ara, sem skipar m.a. landslið mat- Ávextir og skyr Pósedon með hindberjum og jarðarberjum Herkúles með vanilluskyri og ávöxtum  Herkúles 10 klakar 1 dós KEA vanilluskyr (stór) 1 banani 1 pera Allt sett í blandara og hrært.  Pósedon 10 klakar 1 dós KEA jarðarberjaskyr (stór) 50 g hindber 50 g jarðarber hnífsoddur kanill Allt sett í blandara og hrært. Saltið og piprið. Látið sjóða við lágan hita í um tvær klst. minnst. Tíu fersk basilblöð sett út í. Gott er að geyma sósuna í niðursuðuglösum.  Einfaldir forréttir 2–3 stórir tómatar 2–3 kúlur af mozzarella-osti jómfrúarolía salt, pipar ferskt basillauf Tómatarnir skorn- ir niður í sneiðar. Mozzarella-ostur skorinn í sneiðar og lagður yfir tómatana. Jómfrúarolíu hellt yfir. Basillauf rifin niður og stráð yfir. Ath.! Fersk basillauf má ekki skera eða klippa niður þá verða þau brún- leit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.