Morgunblaðið - 16.09.2005, Síða 47

Morgunblaðið - 16.09.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 47 LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri á gatna- mótum Rauðarárstígs og Skúla- götu hinn 14. september rétt fyrir kl. 13. Rauðri KIA-jeppabifreið var ekið norður Rauðarárstíg og beygt vestur Skúlagötu og lenti hún á grárri Toyota Landcruiser- jeppabifreið sem ekið var vestur Skúlagötu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um óhappið eru beðn- ir að hafa samband við umferð- ardeild lögreglunnar í Reykjavík í síma 4441130. Lýst eftir vitnum PÉTUR Björnsson, fyrrverandi for- stjóri og eigandi Vífilfells, hefur veitt Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, fimm milljóna króna styrk til verkefnis í V-Afríkuríkinu Gíneu- Bissá en samtökin eiga nú möguleika á því að beina styrkjum beint til af- markaðra verkefna sem gefur styrktaraðilum kleift að fylgjast bet- ur með í hvað fjármunirnir fara. Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir stuðning Péturs mikið gleðiefni en það er ekki á hverjum degi sem einstaklingar veita svo háa upphæð til góðgerðamála. „Pétur og fjölskylda hans hafa sýnt starfi UNICEF áhuga lengi og fylgst með verkefninu í Gíneu-Bissá um nokkurn tíma en fjárstuðn- ingnum frá Pétri verður varið til tví- þætts verkefnis. Annars vegar er tekið á vandamáli sem snýr að joð- skorti hjá konum og börnum og hins vegar á ólæsi og skorti á menntun. Það eru konur sem sjá um að fram- leiða saltið og bæta við það joði hálf- an daginn, hinn hluta dagsins eru þær í skóla. Þannig er því verið að út- vega þeim atvinnu og um leið að mennta þær.“ Pétur Björnsson, Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF, og Einar Benediktsson, stjórnarformaður á Íslandi, með poka af joðbættu salti. Fimm milljónir til Barnahjálpar Pétur Björnsson styrkir verkefni UNICEF í Gíneu-Bissá Í TILEFNI af ári eðlisfræðinnar verða haldnir fyrirlestrar á vegum Eðlisfræðifélags Íslands og Raun- vísindadeildar Háskólans í sal 1 í Háskólabíói á laugardögum. Fyr- irlestrarnir hefjast klukkan 14 og standa í 45–60 mínútur en á eftir gefst kostur á umræðum. Erindin eru ætluð almenningi og allir eru velkomnir. Fjórir fyrirlestrar voru haldnir í apríl og nú í haust verða flutt átta erindi. Fjallað er bæði um ýmsar grundvallarspurningar vísindanna og einnig um það sem efst er á baugi um þessar mundir í vís- indum og tækni. Á morgun, laugardaginn 17. september, kl. 14 heldur Hannes Jónsson fyrirlestur er nefnist Nanókerfi og orka: Þverrandi olíu- lindir ógna mannkyninu og ljóst er að þróa þarf nýja tækni til að afla orku – margir telja þessa þróun þó allt of hæga. Hvernig tengjast rannsóknir og hönnun á svoköll- uðum nanókerfum orkurann- sóknum? Dagskrá næstu fyrirlestra verð- ur sem hér segir: 24. sept. Sigríð- ur Valgeirsdóttir: Genaflögur: Að lesa genamengið með örflögu- tækni; 1. okt. Viðar Guðmundsson: Eðlisvísindi í tölvum; 8. okt. Brynj- ar Karlsson: Eðlisfræði í heilbrigð- isgeiranum: Frá Arkímedesi til öreinda; 15. okt. Guðmundur Egg- ertsson: Uppruni lífsins; 22. okt. Þorsteinn Þorsteinsson: Líf í geimnum?; 29. okt. Jakob Yngva- son: Kaldasta efnið: Enn ein upp- götvun Einsteins; 5. nóv. Lárus Thorlacius: Uppruni alheimsins. Fyrirlestrar á ári eðlis- fræðinnar Rangt nafn Nafn og starfstitill Hjálmars W. Hannessonar, sendiherra og fasta- fulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóð- unum, misritaðist í myndatexta með mynd af Hjálmari og Halldóri Ás- grímssyni forsætisráðherra á fundi Sameinuðu þjóðanna í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT TÍSKUDAGAR hófust í Kringlunni í gær og standa til 25. september, þar sem íslensk og alþjóðleg haust- tíska er kynnt. Hausttískan er komin í verslanir Kringlunnar og af því tilefni halda tískuverslanir tískudaga og stilla fram hausttískunni. Útskrift- arnemar Listaháskóla Íslands í fatahönnun sýna hvað framtíðin ber í skauti sér á sýningu á laug- ardag. Þá hefur Kringlan einnig gefið út 64 síðna tímarit fyrir gesti sína sem helgað er hausttískunni. Tískudagar í Kringlunni FYRSTA æðruleysis- messan í Dómkirkjunni eft- ir sumarfrí verður næst- komandi sunnudagskvöld klukkan 20. Þær eru haldn- ar einu sinni í mánuði, næstsíðasta sunnudag hvers mánaðar, alltaf klukkan 20. Æðruleysismessur eru tileinkaðar þeim sem hafa eignast nýja sýn til lífsins fyrir tilstilli sporakerfis AA-samtakanna. Í til- kynningu frá kirkjunni segir að þess- ar guðsþjónustur hafi gefið góða raun og verið afar vinsælar. Í messunum er leikin fjölbreytt tónlist og ræðu- menn koma úr ýmsum áttum. Auk dómkirkjuprestanna sr. Jakobs Ágústs Hjálm- arssonar og sr. Hjálmars Jónssonar munu sjá um messurnar sr. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgar- prestur, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir í Grafarvogi og sr. Karl V. Matthíasson sérþjónustuprestur á sviði áfengis- og fíkniefnamála. Einnig kemur Marinó Þorsteinsson sóknarnefndarformaður í Dóm- kirkjunni að starfinu. Tónlist er í umsjón Harðar Bragasonar. Fyrsta messan verður sem fyrr segir sunnudaginn 18. september klukkan 20.00. Messudagar fram að áramótum eru 18. september, 23. október, 20. nóvember og 18. desem- ber. Í messunni á sunnudaginn 18. september munu Hjálmar, Anna og Karl annast messuna ásamt Herði Bragasyni, söngkonunni Önnu Sig- ríði Helgadóttir og Guðfreður Jó- hannesson syngur lofsöng eftir Beethoven. Þá verður sögð reynslu- saga eða rætt um lífið og tilveruna á jákvæðum nótum. Allir eru vel- komnir. Æðruleysismessur í Dómkirkjunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.