Morgunblaðið - 16.09.2005, Side 25

Morgunblaðið - 16.09.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 25 DAGLEGT LÍF 52 .87 0 k r Dal.is Eldshöfða 16 Sími: 616 9606 Opið 12 - 16          BESTA VERÐIÐ? Klassík Laugardagur 17.sept D A N S L E I K U R Danshljómsveitin GUÐNI Gunnarsson fékk það skemmtilega verkefni fyrr á þessu ári að veita lífsráðgjöf ekki ómerk- ara fyrirbæri en sjálfri ofurhetjunni Súperman. „Vinur minn Gil Adler réði mig til starfsins en hann er framleiðandi að myndinni Superman returns sem sýnd verður á næsta ári. Gil þekkir til verka minna og veit að ég er upphafsmaður og stofn- andi kaðlajóga (Rope yoga) í heim- inum og að ég hef leiðbeint í þeim fræðum í mörg ár. Þess vegna þótti honum ég tilvalinn til að sjá um and- lega velferð aðalleikarans Brandon Routh, meðan á tökum myndarinnar stóð.“ Stígur beint til himna Brandon Routh, sem leikur Súp- erman í þessari mynd, er ungur og alls óreyndur leikari. „Ég fór með honum til Ástralíu í janúar þar sem tökur fóru meðal annars fram, og ég var líka með hann í einkaþjálfun í þrjá mánuði úti í Los Angeles. Það er nokkuð ljóst að þegar myndin fer í sýningu þá mun hann stíga beint til himna eins og við köllum það þegar kvikmyndastjarna verður til. Og það er mikið álag að verða stjarna í þessum kvikmyndaheimi. Mitt hlut- verk er meðal annars að búa Brand- on undir allt það andlega álag og áreiti sem því fylgir. Þetta er mjög ljúfur og indæll drengur og það þarf sterk bein til að standa undir vel- gengni á þessu sviði og því þótti ráð- legt að veita honum andlega ráðgjöf og koma á sem bestu tilfinningalegu jafnvægi svo hann gæti unnið sem best úr þeim frama sem hann mun öðlast.“ Kjarninn er miðja líkamans Guðni segir að Brandon hafi sann- arlega fengið mikla ráðgjöf í líkams- ræktinni, því hann þurfti að byggja upp mikinn vöðvamassa fyrir þetta hlutverk. „Í svona hlutverki þar sem heilmikið reynir á líkamann, þá þarf hann að vera í góðu flæði. Kaðlajóga var talið hafa best áhrif á kviðinn, sem er jú miðja líkamans, svo hann hefði fullkomið vald á skrokknum.“ Guðni segir kaðlajóga ganga út á umbyltingu kjarnans. „Kjarninn er þá svæðið í kringum naflastrenginn, eða miðja líkamans. Með því að þróa með sér tengingu við kviðinn, þá styrkist öll tilvist hans, melting og úrvinnsla og þar af leiðandi orka og flæði. Þetta snýst líka um að vera vakandi í tilvist sinni og geta brugð- ist við aðstæðum hverju sinni. Kaðlajóga gengur meðal annars út á slökun og einbeitingu og sjö skrefa kerfi til að vakna til vitundar.“ Kvik flugskot framundan Tökur á myndinni Superman re- turns standa enn yfir og Steven Barton, þjálfari á vegum Guðna, sér núna um þjálfun Brandons. „Ég er í sambandi við hann og veiti ráð bæði um næringu og hugmyndafræði. En ég tek við þjálfun Brandons í Los Angeles í lok þessa mánaðar og verð með hann í nokkrar vikur til að und- irbúa hann fyrir svokölluð flugskot, en þar kemur kaðlajóga aftur inn, því hann þarf að vera mjög kvikur og hverfull í þeim tökum.“ Guðni segir það hafa verið merki- lega reynslu að vinna innan kvik- myndageirans í Ameríku. „Þetta er mjög sérstakur heimur og hverfull og það er oft stutt í átök.“  VERKEFNI | Guðni Gunnarsson veitti óreyndum leikara lífsráðgjöf Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðni fékk það verkefni að veita leikaranum Brandon Routh andlega leið- sögn og undirbúa hann fyrir þann frama sem hann á í vændum. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Nú um helgina verður Guðni með opið námskeið (workshop) í Maður Lifandi í Borgartúni um kaðlajóga. Námskeiðið hefst í kvöld kl. 19:00 og verður áfram haldið á laug- ardag og sunnudag. www.ropeyoga.is www.ropeyoga.com. www.fullyalivecoaching.com Guðni Gunnarsson er upphafsmaður kaðlajóga sem gengur meðal annars út á slökun og einbeitingu og sjö skrefa kerfi til að vakna til vitundar. Súperman þarf að vera í afar góðu jafnvægi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.