Morgunblaðið - 16.09.2005, Side 20

Morgunblaðið - 16.09.2005, Side 20
Hrunamannaafréttur | Fjallmenn hafa smalað Hrunamannaafrétt nú í vikunni og verða réttir í dag. Smalamennska gekk að mörgu leyti vel þó misjafnlega hafi viðrað. Fé hefur fækkað á liðnum árum, er nú um 2.000 talsins en var í eina tíð 10 til 12 þúsund. Fé kom fallegt og vænt af fjalli að sögn. Vélaborg í Reykjavík gaf Hreppa- og Skeiðamönnum öryggisvesti áður en lagt var í smalamennsku, sem þykir til mikilla bóta, þannig sjást þeir vel í hauströkkrinu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Fé kom fallegt og vænt af fjalli Fjallmenn Akureyri | Höfuðborgin | Austurland | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is A-Húnavatnssýsla | Mikið fjör er fram- undan í Austur-Húnavatnssýslu því um helgina verða stóðsmölum í Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Gestir eiga þess kost að slást í för með gangnamönnum á eyðidalnum Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri. Hægt er að leigja hesta hjá heimamönnum eða mæta með eigin hross. Stóðhross verða rekin til byggða á laugardag og verður lagt af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal kl. 10. Veitingar verða seldar við Kirkjuskarðsrétt, en þaðan verður svo riðið í Skrapatungurétt, eina myndarlegustu stóðrétt landsins. Nýtt embætti hefur verið búið til í kringum við- burð þennan, ferðamannafjallkóngur, en titilinn ber Valgarður Hilmarsson forseti bæjarstjórnar Blönduóss. Sér hann um far- arstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóð- smöluninni. Grillveisla verður í reiðhöllinni á Blöndu- ósi á laugardagskvöld, en væntanlegir þátt- takendur þurfa að panta fyrir hádegi í dag. Réttardansleikur verður svo á Hótel Blönduósi um kvöldið. Réttarhöld í Skrapatungurétt hefjast kl. 11 á sunnudagsmorgun. Bændur ganga í sundur hross sín og reka þau svo í lok dags til síns heima. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Ævintýri í Skrapatungurétt gámum til Hafnarfjarðar sjóleiðis og flutt þaðan með flutningaskipinu Jaxlinum til Vopnafjarðar. Jóhannes á nokkrar jarðir í Vopnafirði auk Sunnudals, en megnið af dalnum tileyrir jörðinni. Sunnudalurinn er einkar ÁeyðijörðinniSunnudal í botniVopnafjarðar er Jóhannes Kristinsson flug- stjóri í Lúxemborg að byggja 160 fermetra bjálkahús. Allt timbur var keypt frá Lettlandi og flutt með u.þ.b. fjörutíu fallegur og eru þar m.a. minjar um dómhring þar sem var eitt af þingum þjóðveldistímans og hugs- anlega eru þarna miklar menjar í jörðu að sögn heimamanna. Það hefur þó ekki verið rannsakað fram til þessa. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Digrir bjálkar Myndarlegt timburhús er að rísa í Sunnudalnum inn af Vopnafirði. Byggt í Sunnudal Einar Kolbeinssonvar við smala-mennsku á Svart- árdalsfjalli: Reka fé og réttum ná, ríða frjáls um grundir, meðal þessa alls ég á, yndislegar stundir. Og meira: Þegar nautnum legg ég lið, lít ég til þess besta, og hvað er betra að kætast við, en konur, vín og hesta? Ekki voru alltaf skriffæri við höndina: Gott að yrkja í Grófum var, þó gleymskan ylli „krísum“, og nú er milli þúfna þar, þónokkuð af vísum. En Einar er ekki viss um að það hafi komið að sök: Einar hann gat á þeim stað ort og gleymt með hraði, en það reynist auðvitað ekki nokkur skaði. Yndislegt í göngum pebl@mbl.is Ísafjörður| Óvíst er hvenær hafist verður handa við byggingu nýs sýningar- og um- sýsluhúsnæðis Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Nýtt og full- komið geymsluhúsnæði safnsins var tekið í notkun í sumar og var af því tilefni opnuð þar sýningin „Af norskum rótum“. Síðari áfangi nýbyggingarinnar verður sýningarhúsnæði, að hluta til úr gleri, og sagði Jón Sigurpálsson safnvörður við vef Bæjarins besta á Ísafirði að nú væri unnið að fjármögnun verkefnisins. Leitað að fjármagni í nýbyggingu Morgunblaðið/Ómar Austurland | Sala lambakjöts frá Austur- landi á netinu, undir vörumerkinu Aust- urlamb, er nú í undirbúningi þriðja árið í röð. Slátrað er á Húsavík og sendir á annan tug býla á Austurlandi lömb til sölu gegn- um www.austurlamb.is. Farið verður að af- greiða pantanir um næstu mánaðamót. Lambakjöt á netinu Hornafjörður | Búið er að skipa starfshóp vegna framkvæmda í Sveitarfélaginu Hornafirði í tengslum við fyrirhugað ung- lingalandsmót sem haldið verður á Horna- firði 2007. Gert er ráð fyrir að þessi starfs- hópur greini þörf og geri tillögu um uppbyggingu mannvirkja í tengslum við landsmót sem síðar verður tekin fyrir í bæjarráði og bæjarstjórn í tengslum við fjárhagsáætlun. Í hópnum verður m.a. rætt um möguleika á uppbyggingu tjald- stæða, sundlaugar, frjálsíþróttaaðstöðu, fótboltavalla o.fl. Starfshópurinn mun taka til starfa í næstu viku. Starfshópur vegna ung- lingalandsmóts ♦♦♦                

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.