Morgunblaðið - 16.09.2005, Side 16

Morgunblaðið - 16.09.2005, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÚR VERINU HEILDARAFLI íslenskra skipa í nýliðnum ágústmánuði var tæp 83.000 tonn sem er rúmlega 5.700 tonnum meiri afli en í ágústmánuði 2004 en þá veiddust ríflega 77.200 tonn. Milli ágústmánaða 2004 og 2005 dróst verðmæti fiskaflans sam- an, á föstu verði ársins 2003, um 6,2%. Það sem af er árinu 2005 hefur verðmæti fiskaflans, á föstu verði ársins 2003, dregist saman um 1,7% miðað við árið 2004 samkvæmt upp- lýsingum Hagstofunnar. Botnfiskafli var 36.300 tonn sam- anborið við tæp 38.000 tonn í ágúst- mánuði 2004 og dróst því saman um tæp 1.700 tonn. Þorskafli var tæp- lega 11.900 tonn en liðlega 13.600 tonn bárust á land í ágúst 2004 og er það samdráttur um 1.700 tonn. Af ýsu veiddust tæp 6.300 tonn en í fyrra nam aflinn 5.300 tonnum og er það aukning um tæp 1.000 tonn milli ára. Úthafskarfaafli var yfir 8.000 tonn í fyrra en í ágústmánuði í ár nam hann tæpum 3.000 tonnum og hefur því dregist saman um tæp 5.100 tonn. Flatfiskafli var rúm 1.600 tonn og dróst saman um ríflega 800 tonn frá ágústmánuði 2004. Grálúðu- aflinn nam ríflega 700 tonnum sem er tæpum 800 tonnum minni afli en í sama mánuði í fyrra. Afli uppsjávartegunda nam 42.900 tonnum, þar af nam síldarafli rúmum 38.600 tonnum og kolmunnaafli 4.000 tonnum. Í samanburði við afla ágúst- mánaðar 2004 er aukning í síldarafla rúm 18.700 tonn en kolmunnaaflinn dróst saman um ríflega 8.700 tonn. Skel- og krabbadýraafli var rúm 2.000 tonn samanborið við tæplega 4.200 tonna afla í ágúst 2004. Afla- samdráttur í rækju nam tæplega 1.700 tonnum milli ára. 1,4 milljónir tonna Heildarafli íslenskra skipa það sem af er árinu 2005 nemur 1.337.900 tonnum og er það tæplega 32.800 tonnum meiri afli en á sama tímabili ársins 2004. Botnfiskafli var tæp 337.700 tonn sem er um 7.100 tonna aukning frá fyrra ári. Þorskafli er hins vegar 10.600 tonnum minni en í fyrra. Flatfiskafli er rúmum 2.500 tonnum minni en uppsjávarafli jókst um tæp 43.900 tonn milli ára. Nemur aukningin í síldarafla 23.000 tonnum og aukning í loðnuafla var 77.700 tonn en kolmunnaafli dróst saman um tæp 57.100 tonn. Þá hefur skel- og krabbadýraafli dregist saman um rúm 15.600 tonn. Aflaheimildir vel nýttar Bráðabirgðatölur um nýtingu afla- marks aflamarkstegunda fiskveiði- ársins 2004/2005 sýna áþekkar nið- urstöður og árið á undan, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Talsvert aflamark í loðnu og úthafsrækju fell- ur niður ónýtt í lok fiskveiðiársins. Afli í grálúðu og ýmsum kolategund- um var líka minni en úthlutað afla- mark ársins. Eftirstöðvum afla- marks botnfisktegunda er að ákveðnu marki heimilt að breyta í aflamark annarra botnfisktegunda. Auk þess er heimilt að flytja afla- mark milli fiskveiðiára. Fyrir um- framaflamarkið var greitt með afla- marki í öðrum botnfisktegundum, t.d. var greitt með aflamarki í skráp- flúru. Í heildina voru raunar afla- heimildir ársins vel nýttar og er minna aflamark í botnfiski flutt til fiskveiðiársins 2005/2006 en oftast áður. Þorskafli á fiskveiðiárinu var ríf- lega 209.000 tonn, 4.000 tonn um- fram útgefnar aflaheimildir. Ýsuafli var 97.400 tonn, sem er 7.400 tonn umfram aflamarkið. Skýringin á um- framafla getur hvort tveggja í senn verið flutningur aflaheimilda frá fyrra fiskveiðiári eða flutningur milli tegunda. Ufsaafli var tæp 1.000 tonn umfram og af karfa veiddust tæp 4.000 tonn umfram útgefið aflamark. Fiskaflinn nokkru meiri en í fyrra LIÐSMENN samtaka græningja efndu til mótmæla við forsetahöllina í Buenos Aires, höf- uðborg Argentínu, í gær til að krefjast þess að hætt verði við áætlun um að selja og nýta náttúruverndarsvæði í Salta í norðanverðu landinu. Fólkið bar mörgæsagrímur en forseti landsins, Nestor Kirchner, hefur sjálfur lýst sér sem „mörgæs frá Patagóníu“ sem er heimahérað hans, syðst í landinu. Reuters Mörgæsir segja nei Peking. AP. | Viðræður sem miða að því að fá Norður-Kóreu til þess að falla frá kjarnorku- áætlun sinni hafa lítinn árangur borið. Stjórnvöld í Norður-Kóreu og Bandaríkjunum deildu í gær hart á fundinum í Peking, höfuðborg Kína, um þá kröfu Norður-Kóreumanna að fá aðstoð við að reisa svonefndan léttvatnskjarnaofn, sem stjórn- völd þar segjast ætla að nota til framleiðslu raf- magns. Bandaríkjamenn vilja fá tryggingu fyrir því að stjórn kommúnistaleiðtogans Kim Jong-Il í Pyongyang leggi á hilluna áætlanir um að smíða kjarnorkuvopn en norður-kóreskir ráðamenn hafa stært sig af því að eiga þegar slík vopn. Sex ríki, Bandaríkin, Norður-Kórea, Suður- Kórea, Japan, Rússland og Kína, taka þátt í við- ræðunum sem hafa staðið í tvo daga. Sagði Hyun Hak Bong, talsmaður Norður-Kóreu, að ósam- komulagið um kjarnaofninn hefði komið í veg fyrir að árangur næðist á fundinum, en hann stóð í eina og hálfa klukkustund. Rætt hefur verið um að veita Norður-Kóreu efnahagsaðstoð, Bandaríkin hafa heitið því að gera ekki árás á landið og Suður-Kóreumenn hafa boðið þeim ókeypis rafmagn, hætti þeir við framleiðslu kjarnavopna. „Það eru enn mikil ágreiningsefni óleyst í sum- um málum,“ sagði Liu Jianchao, utanríkisráð- herra Kína, eftir að fulltrúum á fundinum mis- tókst að finna málamiðlun. Viðræður um kjarnavopn ganga illa N-Kóreumenn neita að falla frá kjarnorkuáætlun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.