Morgunblaðið - 16.09.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 16.09.2005, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HJÓNIN Ingibjörg Jónsdóttir og Bergur G. Gíslason fögnuðu 70 ára brúðkaupsafmæli sínu, eða járnbrúð- kaupi, sl. miðvikudag, en þau giftu sig hinn 14. september árið 1935 heima hjá séra Bjarna Jónssyni við Lækj- argötu í Reykjavík. Tóku þau hjónin á móti gestum á heimili sínu við Laufásveg 14, en hús- ið byggðu þau skömmu eftir að þau giftu sig og hafa búið þar alla tíð. Voru þar mættir afkomendur þeirra hjóna ásamt mökum, en þau Ingi- björg og Bergur eiga fjórar núlifandi dætur, ellefu barnabörn, tuttugu og þrjú barnabarnabörn og þrjú barna- barnabarnabörn. Aðspurð hvern hún telji galdurinn að löngu og farsælu hjónabandi for- eldra sinna segir Ása, yngsta dóttir, þeirra hjóna, alla tíð hafa ríkt gagn- kvæm virðing í hjónabandinu, auk þess sem samheldni þeirra hafi verið mikil. Bergur G. Gíslason er fyrrverandi forstjóri Garðars Gíslasonar hf. Hann var einn af forystumönnum Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, í hartnær hálfa öld. Hann tók sæti í varastjórn félagsins í ársbyrjun 1953 og átti sæti í aðalstjórn 1963 til 1998. Í fremstu röð eru frá vinstri: Ingibjörg Sandholt, Dísa Anderiman Þórarinsdóttir, Bergur G. Gíslason, Ingibjörg Jónsdóttir Gíslason, Þórunn Lára Þórarinsdóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir. Miðröð frá vinstri: Þórarinn Jónasson, Eydís Dóra Sverrisdóttir, Atli Hrafn Bernburg, Bergljót Bergsdóttir, Ragnheiður Bergsdóttir, Ása Bergsdóttir, Þóra Bergsdóttir, Kristín Sandholt, Edda Þórarinsdóttir, Ragnheiður Gísladóttir, Linda Guðmundsdóttir, Bergur Sandholt. Aftasta röð frá vinstri: Ólafur Magnússon, Jón Gunnar Bernburg, Jón Svan Grétarsson, Gísli Gestsson, Ómar Sveinsson, Ingvar Vilhelmsson, Bergur Gíslason, Einar Freyr Hilmarsson. Fögnuðu járnbrúðkaupi á heimili sínu ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, tekur þátt í ráðstefn- unni Clinton Global Initiative sem Bill Clinton, fyrrum forseti Banda- ríkjanna, boðaði til. Í fréttatil- kynningu frá forsetaembættinu kemur fram að Clinton bauð Ólafi Ragnari að sækja ráðstefnuna. Auk þess að taka þátt í ráðstefn- unni mun forsetinn eiga fundi í New York með ýmsum sérfræð- ingum og áhrifafólki. Ráðstefnan hófst í gær og á dagskrá voru setningarávörp Bill Clintons, Jaques Chirac, Frakk- landsforseta, Tony Blairs, for- sætisráðherra Bretlands og Condoleezzu Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Fjöldi þjóð- arleiðtoga, forystumanna í alþjóða- samtökum, vísindum og við- skiptum sækja auk þess ráð- stefnuna. Það er hefð fyrir því að fyrrum Bandaríkjaforsetar nýti sér sam- bönd sín og orðspor til að beita sér fyrir ýmsum framfaramálum eftir að þeir láta af embætti. Óhætt er að segja að Clinton setur markið hátt. Á ráðstefnunni Clinton Global Initiative (Alþjóðlegt frum- kvæði Clintons) munu umræðurn- ar fyrst og fremst snúast um hvernig hægt sé að berjast gegn fátækt, stuðla að friði, draga úr gróðurhúsaáhrifum og hvernig bætt stjórnarfar og starf frum- kvöðla getur stuðlað að auknum hagvexti. Í viðtali við Financial Times var Clinton spurður að því hvort ætlun hans væri að skyggja á Heimsviðskiptaráðstefnuna í Davos, sem einnig er ætlað að stuðla að betri heimi. Clinton svar- aði að munurinn væri sá að hann segði fólki að ef það vildi bara ræða um hlutina þá ætti það ekki að koma á ráðstefnu hans. „Ef þú vilt ræða málin og öðlast þekkingu á þessum málaflokkum þannig að þú ákveður að gera eitthvað í mál- unum, þá skaltu koma. Því við munum koma og athuga hvað þú hefur gert,“ sagði Clinton. Forseti Íslands tekur þátt í ráðstefnu Clintons Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VEGFARENDUR um nýju Hring- brautina til austurs við Njarð- argötu hafa verið óöruggir um hvort þeir mega beygja til vinstri í átt að Sóleyjargötu og gömlu Hringbrautinni. Búið er að setja upp skilti um að Njarðargata sé lokuð milli Hringbrautar og Sól- eyjargötu en engu að síður eru beygjuljósin áfram virk og sýna reglulega að beygja megi til vinstri. Á meðan bíða ökumenn á vesturleið um Hringbrautina til einskis. Ekki verður opnað fyrir umferð á þennan hluta Njarðargötunnar fyrr en 10. október nk. Þangað til verða ökumenn á vesturleið að sýna biðlund og þeir á austurleið að vera vakandi, nema þá ef starfsmenn ljósadeildar borg- arinnar breyti stillingunni tíma- bundið. Frágangi vegna færslu Hring- brautar í heild sinni á að vera lok- ið um mánaðamótin október/ nóvember. Morgunblaðið/Júlíus Að beygja eða ekki beygja … FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöf- unartekna vaxi í ár um 3–4% eftir því hvaða útreikningsaðferð er not- uð, sem er svipuð aukning kaup- máttar og var á síðasta ári. Fjallað er um kaupmátt ráðstöfunar- tekna í nýju vefriti fjár- málaráðuneyt- isins. Þar kemur fram að tvær að- ferðir eru einkum til að reikna kaup- mátt, annars vegar eftir að- ferðum þjóð- hagsreikn- inga, en í því tilviki eru eignaútgjöld, t.a.m. vaxtaútgjöld vegna íbúðakaupa, dregin frá tekjum, og hins vegar eftir þrengri skilgreiningu skattgagna yfir fram- taldar tekjur. Kaupmátturinn hefur aukist sam- kvæmt báðum aðferðum síðustu ár- in, en þó ívið meira ef miðað er við framtaldar tekjur. Þannig var aukning kaupmáttar ráðstöfunar- tekna yfir 5% samkvæmt báðum mælingum árið 2003 og í fyrra var aukningin þrjú prósent samkvæmt aðferðum þjóðhagsreikninga og 4% samkvæmt upplýsingum í skatt- gögnum. Nánar í þjóðhagsáætlun Fjármálaráðuneytið segir að bú- ist sé við svipaðri aukningu kaup- máttar í ár og á síðasta ári þrátt fyrir aukna verðbólgu, en nánar verði fjallað um þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna í nýrri þjóðhags- áætlun, sem birt verði með fjár- lagafrumvarpinu í byrjun október þegar þing kemur saman. Fjármálaráðuneytið Kaupmátt- ur ráðstöf- unartekna eykst um 3–4% í ár NÝR rafall Nesjavallavirkj- unar sem eykur afl hennar úr 90 MW í 120 MW var form- lega afhentur Orkuveitu Reykjavíkur í gær, um einum mánuði fyrr en upphaflega var áætlað. Starfsmenn Mitsubishi, framleiðanda raf- alsins, hafa undanfarið gert prófanir á honum og hafa þær gengið vel, að sögn Ingólfs Hrólfssonar, verkefnisstjóra hjá Orkuveitunni. Prófunum á rafalnum lýkur væntanlega um mánaðamótin og verður hann þá tekinn í fulla notkun. Að sögn Ingólfs var ákveðið að óska eftir að rafallinn yrði tilbúinn fyrr til að hægt yrði að slökkva tíma- bundið á eldri rafal sem þarfnast viðhalds. Gert ráð fyrir að virkjunin skili 120 MW frá og með 1. nóvember. Samið hefur verið við Norð- urál um kaup á allri þeirri orku sem nýi rafallinn skilar og eftir 1. nóvember munu um 75% af þeirri orku sem fram- leidd er á Nesjavöllum fara til stóriðjuvera. Áætlaður kostnaður vegna stækkunarinnar var um 2,5 milljarðar og segir Ingólfur að áætlunin hafi staðist. Nýr rafall Nesja- valla- virkjunar afhentur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.