Morgunblaðið - 08.02.1997, Page 14

Morgunblaðið - 08.02.1997, Page 14
14 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í ENDURSKOÐUÐU Aðalskipulagi er gert ráð fyrir minni uppbyggingu á aðalgatnakerfi borgarinnar vestan Sæbrautar - Reykjanesbrautar en eldri skipulagsáætlanir hafa gert. > _________________________________________________________ Ahersla lögð á umhverfismál í endurskoðuðu Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 Hætt við mislæg gatna- mót við Kringlumýrar- braut og Miklubraut Borgaryfírvöld hafa samþykkt að sækja um heimild til skipulagsstjómar ríkisins til að auglýsa endurskoðað Aðalskipulag Reykja- víkur 1996-2016. Tillögumar verða kynntar fýrir borgarbúum í sex vikur og að þeim loknum er veittur tveggj a vikna frestur til að skila inn athugasemdum. MISLÆG gatnamót á mótum Miklubrautar - Skeiðarvogs og Réttar- holtsvegar, eru meðal helstu umferðarmannvirkja, sem áætlað er að rísi samkvæmt tillög- um að endurskoðuðu Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Fram kemur að hætt er við mislæg gatna- mót við Miklubraut - Kringlumýr- arbraut. Stærsta verkefnið er brú yfir Kleppsvík, milli Sæbrautar og Gufuneshöfða. „Við ákváðum að vera með nýjar áherslur og nýja framtíðarsýn og hafa umhverfís- málin að leiðarljósi," segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulags- nefndar. „Við teljum að gott umhverfi sé besta framlag okkar til komandi kynslóða,“ sagði Guðrún. „Við höf- um skrifað undir Ríó-samkomulagið og skuldbundið okkur til að sinna umhverfismálum, loft- og hljóð- mengun og skila landinu okkar jafn- góðu og við tókum við því. Þetta er erfitt en við viljum freista þess að setja þessa stefnu fram.“ Guðrún nefndi sem dæmi fyrirhugaðan stokk á Miklubraut, þar sem mikið hefur verið kvartað undan loft- og hljóðmengun en talið er að 4% íbúða í borginni búi við hjóðstyrk sem er fyrir ofan ásættanleg mörk. Sagði hún að á sama hátt hafi verið tekin ákvörðun um að falla frá mislægum gatnamótum við Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Ekki þörf fyrir Fossvogsbraut „Ég vil einnig nefna að í þessari framtíðarsýn leggjum við niður Hlíðarfót en það er gata sem hefur verið inni á skipulagi á undanförn- um áratugum," sagði hún. „Við vilj- um ekki leggja hana en með því getum við friðað Fossvogsbakkana, sem eru náttúruperlur, auk þess sem tengslin milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar verða ekki eyðilögð. Það skiptir verulegu máli að okkar mati þegar skolpmálin verða komin í lag og Nauthólsvíkin verður aftur hæf til sjóbaða. Við höfum því ekki þörf fyrir Fossvogsbrautina en þar sem þetta er skipulag til ársins 2016, þá er þar gert ráð fyrir spor- bundinni almenningsumferð með sporvagni eða einteinungi." Ákvörðunin um að fella niður Hlíð- arfót og Fossvogsbraut hefur í för með sér að endurskoða verður deili- skipulag Reykjavíkurflugvallar en gert er ráð fyrir væntanlegri flug- stöðvarbyggingu við Hlíðarfót. Vegna landfræðilegra aðstæðna er talið heppilegt að gera mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar, Skeiðarvogs og Réttarholtsvegar. Ennfremur verður gert ráð fyrir göngum fyrir hjólandi og gangandi umferð við gatnamótin. Aðrar framkvæmdir eru breikkun Vestur- landsvegar, Miklubrautar og Sæ- brautar, undirgöng á Miklubraut við Norðurmýri, þar sem íbúða- byggð er næst götunni og að Hring- braut við Landspítalann verði færð í átt að Umferðarmiðstöðinni. Ekki verður þrengt að helgunarsvæðum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar vegna mögulegra umbóta á gatnamótunum í framtíðinni. Lagt er til að mislæg gatnamót verði við Sundabraut til móts við Áburðarverksmiðjuna, á gatnamót- unum við Vesturlandsveg - Halls- veg, á gatnamótunum við Breið- holtsbraut - Suðurlandsveg, á Suð- urlandsvegi við Norðlingaholt, á gatnamótunum við Selásbraut - Norðlingaholt og á Suðurlandsvegi við Hólmsheiði. Þverun við Kleppsvík Stærsta verkefnið í aðalgatna- kerfinu er þverun Kleppsvíkur milli Sæbrautar og Gufuneshöfða til að ná betri tengslum milli Grafarvogs og Borgarholtshverfa við vestur- hluta borgarinnar. Undirbúningur er á frumstigi, það er gagnaöflun og hönnun á mögulegri veglínu en ekki hefur enn verið ákveðið hvort um brú eða botngöng verður að ræða. Aðalóvissan er um heppilega staðsetningu fyrir tengingu við Sæbraut en austan Kleppsvíkur verður landtaka á sorpfyllingu í Gufunesi. Áætlað er að fram- kvæmdir hefjist eftir 3-4 ár. Leirvogur friðaður Frá Gufunesi er gert ráð fyrir teng- ingu yfir í Geldinganes um Eiðsvík en áhersla er lögð á að gerð verði flutninga- og iðnaðarhöfn í Eiðsvík og hefur athafnahverfið á Geldinga- nesi verið stækkað miðað við fyrri tillögur. „Við ákváðum að flytja aðalumferðina inn á Geldinganesið, svo hægt yrði að friða Leirvoginn," sagði Guðrún. „Við höfum ákveðið að taka Geldinganesið frá til síðari nota og þá verður hægt að taka ákvörðun um hvort þar verði at- vinnu- eða íbúðasvæði en nú er meiri áhersla lögð á atvinnusvæði. Það er gífurleg ásókn í atvinnu- svæði í borginni og við erum stöð- ugt að úthluta en við höfum þurft að vísa þeim sem leitað hafa eftir stórum lóðum í önnur sveitarfélög." Borgaryfirvöld hafa samþykkt að sækja um leyfi til skipulags- stjórnar ríkisins til að auglýsa end- urskoðað Aðalskipulag Reykjavíkur 1996-2016. Skipulagið verður kynnt fyrir borgarbúum í sex vik- ur. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Borgarskipulagsins við Borgartún og í Ráðhúsinu og boðað verður til almennra funda með borgarbúum. Að sex vikum liðnum er veittur tveggja vikna frestur til að skila inn athugasemdum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.