Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 37 ■ sem ég sendi til SPRON stórar fjárhæðir frá reikningi í Hambros banka til að greiða reksturskostn- að vegna Friðar 2000, að ógleymd- um tugum milljóna vegna forseta- framboðs. Hinsvegar virðist allt annað en eðlilegir viðskiptahættir ráða ferðinni hjá sumum fulltrúum íslenskra banka. Meira virðist byggt á tilviljanakenndum for- dómum en eðlilegum bankavið- skiptum. Það er mjög ámælisvert að Seðlabanki íslands skuli reyna að réttlæta með rökleysu svo óeðli- lega viðskiptahætti sem hér við- gangast. í flestum ríkjum heims varðar það við lög að beita fólki misrétti og fordómum. I sumum tilfellum eru ströng viðurlög við slíku hátterni enda eru þetta brot á mannréttindum. Eg hélt að ís- land væri ekki enn það „banana- lýðveldi" að viðskiptahættir sem þessir gætu átt sér stað með stuðningi ríkisvaldsins. Til að bæta gráu ofan á svart slæst Seðlabankinn í hópinn með SPRON með því að fylla svar sitt útúrsnúningum í stað málefnar- legrar umfjöllunar. Þannig stað- festir Seðlabankinn að upplýsingar um að nafn mitt sé hvergi að finna á vanskilaskrá hafi verið veittar af ritara Samvinnunefndar banka og sparisjóða, sem hefur umsjón með lokanaskrá tékkareikninga og aðgang að vanskilaskrá. Ritarinn er jafnframt lögfræðingur í lög- fræðideild Seðlabankans segir bréfið sem síðan heldur áfram: „Bankaeftirlitið gefur engar upp- lýsingar úr vanskilaskrá þeirra stofnana sem það hefur eftirlit með“. Merkilegt, að mér skuli hafa verið gefið samband við þenn- an ágæta mann þegar beðið var um samband við „bankaeftirlitið“ eða skiptir það annars einhveiju máli hver í bankanum gaf mér þessar sjálfsögðu upplýsingar? Þá fara yfírmenn SPRON með hrein ósannindi í sínum málaflutn- ingi. Útibússtjórinn sem fýrir jól fullyrti að nafn mitt væri á van- skilaskrá, segir nú að hann hafi átt við „fortíð Ástþórs“. Virðist hér vera um að ræða óljósar trölla- söguminningar bankamannsins, þar sem hann sat enn á skólabekk meðan ég stundaði mín viðskipti hér um árið. Annars hefði hann vafalaust vitað sem rétt var að ég hef aldrei verið á vanskilaskrá fýrir misnotkun ávísanareikninga þótt ég hafi lent í íjárhagserfið- leikum og gjaldþroti fyrirtækis. Það er hinsvegar merkilegt að þessi „nákvæmi bankamaður“ hafi áður en málið fór í fjölmiðla látið hjá fara að svara ítrekuðum sím- bréfum þar sem krafíst var svara um þá vanskilaskrá er hann átti við. Skrípaleikurinn er svo kórónað- ur með fullyrðingu SPRON að „enginn utan sparisjóðsins nema Ástþór“ hafí vitað um stofnun reiknings nr. 2005 sem yfirmenn SPRON neituðu mér um prókúru á fleiri vikum eftir að ég hafði pantað nýjan reikning hjá starfs- fólki bankans og fengið uppgefið reikningsnúmerið. Þegar þessi staða kom upp var búið að dreifa víða um landið, meðal annars til banka og sparisjóða, skráningar- blöðum Friðar 2000 með áprentuð- um upplýsingum um þennan reikn- ing. En þá er nú margt skrítið í kýrhausnum, sérstaklega þegar um er að ræða bankastjóra og aðra slíka feita ketti kolkrabbans. Ef þér hr. viðskiptaráðherra eruð fulltrúi fólksins í landinu en ekki fulltrúi einhverra sérhags- muna, þá munuð þér vera mér sammála um að rík ástæða er til að þetta mál verði rannsakað af hálfu ráðuneytisins og reglugerðir um starfsemi banka og sparisjóða teknar til gaumgæfilegrar endur- skoðunar. Virðingarfyllst, Friður 2000, Ástþór Magnússon Móta- og viðburðaskrá hesta- mannafélaga LH1997 HESTAR Umsjón Valdimar Kristinsson LOKSINS, loksins voru fleyg orð sem viðhöfð voru í ritdómi um bók eftir Nóbelsskáldið forðum daga og eiga þau vel við nú þeg- ar móta- og viðburðaskrá hesta- manna kemur loks fyrir almenn- ingssjónir. Eins og málum er hátt- að í dag er hún í raun alltof seint á ferð því fjöldinn allur af ein- staklingum og fyrirtækjum er farinn að gera áætlanir út frá þessari skrá. Eðlilegt væri að skráin væri tilbúin til birtingar fyrir 15. nóvember ár hvert. Ur- bóta er þörf. Það er ekkert sem ekki liggur ljóst fyrir eða hægt er að taka ákvörðun um á þessum tíma sem kemur í veg fyrir að þetta sé hægt. Hér er fyrst og fremst um fyrirhyggjuleysi og slóðaskap hestamanna sjálfra að ræða. Ekki var það ætlunin að setjast hér í dómarasæti og til- taka nákvæmlega hverjir eru sökudólgar í þessu máli, líklegast eru þeir býsna margir. Hitt er staðreynd að hér þarf að gera bragarbót en það er meira um vert að einbeita sér að því að bæta en tína til einhveija til að skamma. Þeir taka það til sín sem eiga. En svo vikið sé að skránni sjálfri þá verður ekki betur séð en alltaf stækki skráin. Þar veld- ur ekki aðeins fjölgun viðburða heldur líka hitt að farið er að setja inn fleiri viðburði sem hafa verið við lýði um árabil. Fjórðungsmót á Vesturlandi og Islandsmót eru stærstu innlendu viðburðirnir en hæst ber heims- meistaramótið í Noregi í ágúst á erlendri grund. Þegar skráin er skoðuð má sjá að talsvert er um að mót rekist á enda hefur móta- nefnd fyrir löngu gefist upp á að raða mótum í þeim tilgangi að forða hagsmunaárekstrum. Febrúar og mars einkennast mest af vetrarmótum, apríl af firmakeppni. í maí eru íþróttamót- in allsráðandi og gæðingakeppni í lok mánaðarins. I júlí eru fæst mót yfir sumarið. Fyrsta mótið verður í dag í reiðhöllinni hjá Sörla í Hafnarfírði en botninn { mót ársins slá Andvaramenn á Kjóa- völlum fyrstu helgi í september. Febrúar 8. Sörli Grímutölt (opið mót) Sörlastöðum 15. Geysir Vetrarmót Gaddst.fl. 15. Gustur Vetrarleikar Glaðheimum 15. Andvari Vetrarleikar Kjóavöllum 22. Fákur Y etraruppákoma Víðivöllum 22. Hörður Árshátíðarmót Varmárbökkum 22.-23. Léttir Vetrarleikar Akureyri 23. Mars Fél. á Rvíkursv. Æskulýðsdagur Reiðhöll Gusts 1. Sörli PON OPEN (opið) Sörlastöðum 15. Geysir Vetrarmót Gaddstaðaflötum 15. Sörli Vetrarleikar Sörlavöllum 15. Glaður Vetrarleikar Búðardal 15. Gustur Vetrarleikar (opnir) Glaðheimum 15. Andvari Vetrarleikar Kjóavöllum 21.-23. Fél. tamn.manna Sýning Reiðhöll Víðidal 22. Dreyri Töltkeppni (opin) Æðarodda 26. Gustur Dymbilvikureiðsýning Reiðhöll Gusts 27. Sörli Skírdagskaffi Sörlastöðum 29. Hörður Vetrarleikar Varmárbökkum 29. Sörli Páskam. Sörlavöllum 29.-31. Apríl Léttir Vormót í hestaíþr. Hlíðarholtsvelli 4. Sörli Innanfélagstölt Sörlastöðum 4.-6. Glaður Vestlenskir hestad. Reiðhöll Gusts 4.-6. Framhaldsskóla- mót í hestaíþróttum Reiðhöllin Víðidal 5. Fákur Vetraruppákoma Víðivöllum 11.-13. Fákur Reiðhallarsýning Reiðhöllin Víðidal 12. Gustur Vetrarleikar Glaðheimum 12. Sóti íþróttamót Mýrarkoti 18. Fákur Unghrossatamning Víðivöllum 19. Hörður Vetrarleikar Varmárbökkum 19. Sörli Hestad. Gaflarans Sörlastöðum 19. Snæfellingur Gæðingak. (opin) Stykkishólmi 19. Geysir Vetrarmót Gaddstaðaflötum 24. Kópur Firmakeppni Kirkjub.klaustri 24. Hörður Firmakeppni Varmárbökkum 24. Gustur Kaffisala kvennad. Glaðheimum 24. Fákur Firmakeppni Víðivöllum 26. Sóti Firmakeppni Mýrarkoti 26. Hörður Heimsókn í Fák. 26. Sörli Nýhestamót Sörlavöllum 26. Andvari Firmakeppni Kjóavöllum 26. Dreyri Stóðhestasýning Æðarodda 26. Sleipnir Firmakeppni Selfossi 26. Skuggi Firmakeppni Vindási 27. Maí Sörli Hróa Hattar mót(opið) Sörlavöllum 1. Dreyri Firmakeppni Æðarodda 1. Glaður íþróttamót Búðardal 1. Hörður Heimsókn í Gust 1. Snæfaxi Firmakeppni Þórshöfn 1. Smári Firmakeppni ? 3. Sörli Firmakeppni Sörlavöllum 4. Stóðhestastöðin Sýning Gunnarsholti 9.-10. Sleipnir Vormót íþróttadeildar Selfossi 9.-11. Fákur Reykjavíkurm. í hestaíþr.Víðivöllum 9.-11. Hörður Iþróttamót Varmárbökkum 10. Ljúfur Firmakeppni Reykjakoti 10. Máni Firmakeppni Mánagrund 10. Sóti Gæðingakeppni Mýrarkoti 10.-11. Andvari íþróttamót Kjóavöllum 10.-11. Geysir íþróttamót (opið) Gaddstaðaflötum 10.-11. Gustur íþróttakeppni Glaðheimum 17. Andvari Lullmót (gamla velli) Kjóavöllum 17. Dreyri Gæðingak. og úrt. FM’96Æðarodda 17. Hörður Hlégarðsreið 17.-19. Léttir Akureyrarmeistarm. Hlíðarholtsvelli 18. Hörður Kirkjureið í Mosfell 22.-25. Fákur Hvítasunnumót Víðivöllum 23.-24. Máni íþróttamót Mánagrund 23.-25. Sörli íþróttamót Sörlavöllum 24. Skuggi Gæðingakeppni Vindási 24. Hörður Kjötsúpureið á Kjalamesi 24.-25. Gustur Gæðingakeppni Glaðheimum 25. Faxi Úrtaka v. FM’97 Hvanneyri 25. Glaður Úrtaka FM’97 Búðardal 26. Gustur Firmakeppni Glaðheimum 27. Snæfellingur íþróttamót Grundarfirði 30.-31. Sörli Gæðingakeppni Sörlavöllum 31. Dreyri íþróttamót (opið) Æðarodda 31. Fákur Miðnæturtölt 31. Hringur Héraðaðsm. UMSE ogHringsholt 31. Blær UÍÖ í hestaíþr. Firmamót KLI Kirkjubólseyrum 31.5- Andvari 1.6. Gæðingakeppni ' Kjóavöllum 31.5- Léttir 1.6. Júní 6.-7. Máni Gæðingak. og kappr. Hlíðarholtsvelli Mánaþing Mánagrund 6.-8. Léttir Frissa fríska leikar Akureyri 6.-8. Hörður Gæðingamót Varmárbökkum 6.-8. Fákur íþróttamót (opið) yíðivöllum 7. Gnýfari Firmakeppni Ólafsfírði 7. Léttfeti Félagsmót Flæðigerði 7. Hending Félagsmót Búðartúni 7. Trausti Gæðk. og Úrt. FM’97 Bjarnastaðavelli 7. Glaður Firmakeppni Búðardal 7.-8. Geysir Félagsm. og Héraðss. Gaddstaðaflötum 13.-15. Hornfirðingur Félagsmót/Kynbótas. Fornustekkum 13.-15. Hörður Riðið á Skógarhóla 14. Ljúfur Félagsmót Reykjakoti 14. Hringur Félagsmót Hringsholt 15. Þytur Firmakeppni Stóru-Ásgeirsá 18.-22. Funi/Léttir íþrm.gæðm. og kappr. Melgerðismelum 20.-21. Sindri Félagsmót Pétursey 20.-22. Hörður Mos open íþróttamót Varmárbökkum 21.-22. Hestamót Húnv. Húnaveri 21. Þytur Gæðingak og kappr. Krókstaðamelum 21. Svaði Félagsmót Hofsgerði 21. Þjálfí Firmakeppni Einarsstöðum 21. Gnýfari Innanfélagsmót Ólafsfírði 26.-29. Fjórðungsmót Vestlendinga Kaldármelum 28. Þráinn Félagsmót Grenivík 28.-29. Freyfaxi Félagsmót Stekkhólma Júlí 3.-4. Blær Æskulýðsdagar Kirkjubólseyrum 4.-5. Kópur Hestaþing Sólvöllum 4.-5. Glaður Hestaþing Nesodda 5. Blær Félagsmót Kirkjubólseyrum 5.-6. Feykir Félagsmót Eyjardal 9.-12. Freyfaxi Æskulýðsdagar Stekkhólma 12. Glófaxi Firmakeppni Skógarmelum 12.-13. Freyfaxi íþróttamót (opið) Stekkhólma 18.-20. íslandsmót í hestaíþróttum Vindheimamelum 18.-19. Stormur Félagsmót Söndum Dýraf. 19. Blakkur/Kinnsk. Gæðingak/kappreiðar Heiðarbæjarm. 25.-26. Snæfellingur Félagsmót Kaldármelum 26.-27. Sleipnir/Smári Mumeyrarmót Murneyri 26.-27. Léttir Hátíðisdagar hestaf. Melgerðismelum Ágúst 1.-3. Léttfeti/Stíg- Stórmót Vindheimamelum andi/Svaði 2.-3. Logi Hestaþing Hrísholti 4.-10. Heimsleikar á ísl. hestum Seljord Noregi 8.-10. Stórmót sunnlenskra hestamannaGaddstaðaflötum 9. Þytur/USVH íþróttamót Krókstaðamelum 9. Svaði Töltmót Hofsgerði 9. Hringur Bæjakeppni og fjölsk.d. Flötutungum 9.-10. Faxi Faxagleði Hvanneyri 9.-10. Þjálfí/Grani Félagsmót Einarsstöðum 15.-16. Skuggi íþróttamót (opið) Vindási 16. Trausti Vallamót Laugavatnsvöllum 16. Glæsir/Gnýf- Hestadagur Ólafsfírði ari/Svaði 16.-17. Dreyri íslandsbankam. (opið) Æðarodda 16.-17. Geisli/Goði Félagsmót Gilsárvelli 23. Þráinn Firmakeppni Grenivík 23. Funi Bæjakeppni Melgerðismelum 23.-24. Geysir Suðurlandsm.í hestaíþr. Gaddstaðaflötum 30. Hörður Lokasprettur Varmárbökkum September 6.-7. Andvari Metamót Kjóavöllum Mótanefnd LH vekur athygli á því og leggur áherslu á að farið sé eftir keppnisreglum LH og HIS á mótum samtakanna. Hins vegar er ljóst að ýmsar uppákomur leiða til frávika frá ströngum keppnisreglum og er ekkert við því að segja og er alfarið á valdi heimamanna. Til staðfestingar meta verða aðstæður að vera löglegar og keppnisreglum fylgt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.