Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 13 Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskólinn er á dvalar- heimilinu Hlíð kl. 11. á morg- un. Öll börn hjartanlega vel- komin. Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju syngur. Mun- ið kirkjubílana. Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Barna- og unglingakór Akureyrar syngur. Vænst er þátttöku fermingarbarna og ijölskyldna þeirra. Æskulýðsfundur í kap- ellunni kl. 17. Guðsþjónusta á Seli kl. 16, séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur messar. Biblíulestur í safnað- arheimili kl. 20.30 á mánu- dagskvöld. Mömmumorgunn frá kl. 10 til 12 á miðvikudag. Föstumessa sama dag kl. 20.30. Fyrirbænaþjónusta kl. 17.15 á fimmtudag. GLERÁRKIRKJA: Barna- samkoma verður í kirkjunni kl. 11. á morgun. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Messað verður kl. 14. Sr. Guðmundur Guð- mundsson héraðsprestur þjón- ar. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 17 á sunnudag. Kyrrðarstund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag, fyrirbænir og sakramenti. Samverunni lýkur með máls- verði í safnaðarsal. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kvöldvaka kl. 20.30 í kvöld, laugardagskvöld, með veiting- um og happdrætti. Hjónin Anne Gurine og Daníel Ósk- arsson eru gestir þessa helgi, þau voru í mörg ár yfirmenn Hjálpræðishersins á íslandi og Færeyjum en eru nú í forsvari fyrir Hjálpræðisherinn í Norð- ur-Noregi. Summudagaskóli verður á morgun kl. 11. Fjöl- skyldusamkoma kl. 17 sama dag. Heimilasambandið á mánudag kl. 16. Anne og Daníel munu syngja og tala á öllum þessum samkomum. HVITASUNNUKIRKJAN: Samkoma á morgun, sunnu- dag, kl. 14. Ræðumaður, Jó- hann Pálsson, stjórnandi Stella Sverrisdóttir. Bænastundir mánudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 6-7. Mikill og fjölbreyttur söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Vonar- línan, sími 462 1210, símsvari allan sólarhringinn með orð úr ritningunni sem gefa hugg- un og von. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrarlandsvegi 26: Messa kl. 18 á morgun, laugardag, kl. 11 á sunnudag, kl. 18.30 á sunnudag á heimsdegi sjúkra og kl. 18 á miðvikudag. SJÓNARHÆÐ: Sunnu- dagaskóli á morgun, sunnu- dag, kl. 13.30 í Lundarskóla. Almenn samkoma á Sjónar- hæð kl. 17. Ástjamarfundur mánudag kl. 18 á Sjónarhæð. Unglingafundur föstudag kl. 20.30 á Sjónarhæð. Allir eru velkomnir. LltLAHÚSIÐ VERSLIIN MED KRISllLEGAN VARNING Bækur Biblíur Barnaefui Kassettur Geislaplötur Opiðkl. 16-18 Sínii 462 4301 • Strandgiilu 13a • Akureyri AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Óvenjuhá sjávarstaða BÚIST er við óvenjuhárri sjávarstöðu á landinu á sunnudag og mánudag og segir Gunnar Jóhannesson verk- fræðingur á tæknideild Akureyrar- bæjar að full ástæða sé fyrir eigendur húsa sem lágt ligga, í hluta Innbæjar- ins og á Oddeyri, að vera á varðbergi. Gunnar sagði að sjávarstaða yrði óvenjuhá nokkrum sinnum á vetri, 2-3 sinnum og af og til hefði flætt inn í kjallara húsa á Oddeyri. „Okkur sýnist sem þetta muni ekki vera neitt meira en vant er við þessar aðstæð- ur, en við fylgjumst grannt með ástandinu en ef breyting verður á munum við bregðast við því,“ sagði Gunnar. Að leik í snjónum Þ AÐ eru ekki bara börnin sem síður dugleg við þá iðju og reynd- hafa gaman af því að velta sér ar láta oft öllum illum látum er í snjónum. Hross á húsi eru ekki þau komast út í gerði. Bæjarráð Akureyrar Vill jfirstjórn NI norður LA sýnir Vefarann mikla Ritgerðasamkeppni framhaldsskólanema BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur einhuga tekið undir hugmyndir nefndar sem umhverfisráðherra skipaði til að gera athugun á sam- einingu Náttúrurannsóknarstöðv- arinnar við Mývatn, embættis veiðistjóra, hreindýraráðs og Náttúrufræðistofnunar íslands. Nefndinni var einnig falið að kanna möguleika á flutningi yfir- stjórnar Náttúrufræðistofunar Is- lands til Akureyrar. Bæjarráð Akureyrar hvetur til þess að þess- ar hugmyndir verði samþykktar. Mótmæli við steypustöð Forsvarsmenn 17 fyrirtækja á Óseyri hafa harðlega mótmælt steypustöð og fyrirhugaðri mal- bikunarstöð sem er að rísa á lóð Arnarfells við Óseyri 8. Hvetja þeir bæjaryfirvöld til að veita ekki leyfi fyrir slíkri starfsemi í hverf- inu vegna þungaflutninga að og frá, rykmengunar og óþrifa sem slíkri starfsemi fylgir. Krafan fyrnd Á fundi bæjarráðs í gær kynnti bæjarstjóri bréf frá Ríkisendur- skoðun til Lánasýslu ríkisins vegna kröfu um endurgreiðslu á bráðabirgðalánum Ríkissjóðs til Laxárvirkjunar frá árunum 1974 til 1975. Samkvæmt álitsgerð bæjarlögmanns er krafan á grund- velli fyrirliggjandi skuldabréfa fyrnd. VEFARINN mikli frá Kasmír eftir Halldór Laxness í leikgerð Halldórs E. Laxness og Trausta Ólafssonar verður settur upp hjá Leikfélagi Akur- eyrar í tilefni af 80 ára afmæli félags- ins. Bæði af því tilefni og einnig að 70 ár eru nú liðin frá því bókin kom fyrst út efna Leikfélag Akureyrar og bókaforlagið Vaka-Helgafell til rit- gerðarsamkeppni um Vefarann meðal nemenda í framhaldsskólum landsins. Skilafrestur í keppnina er 1. mars næstkomandi. Vefarinn mikli frá Kasmír er ein af fyrstu skáldsögum Halldórs Lax- ness og vakti miklar athygli þegar hún kom út. Vefarinn hefur ekki áður STJÓRN Hafnasamlags Norðurlands hefur samþykkt að taka tilboði Króla efh. í Kópavogi í flotbryggju. Bryggj- an sem er 5x20 metrar að stræð verð- ur sett niður við uppfyllinguna norðan Torfunefsbryggju á Akureyri. Guðmundur Sigurbjörnsson, hafn- arstjóri segir að bryggjan sé hugsuð fyrir farþegabáta skemmtiferðaskipa, sem í auknum mæli sækja til Akur- verið settur á svið og eru það því nokkur tímamót að Leikfélag Akur- eyrar skuli ráðast í þetta stórvirki. Æfingar á verkinu hefjast eftir helgi í Samkomuhúsinu, en verkið verður frumsýnt 11. aprfl á Renniverkstæð- inu, nýju leiksviði Leikfélags Akur- eyrar þar sem leikritið Undir berum himni var frumsýnt milli jóla og nýárs. Halldór E. Laxness leikstýrir, Finn- ur Amar Amarson er höfundur leik- myndar, Hulda Kristín Magnúsdóttir hannar búninga og Ingvar Björnsson lýsingu. Marta Nordal og Þorsteinn Bachmann fara með hlutverk Diljár og Steins Elliða og Hákon Wage Ieik- ur Ömólf. eyrar og til annarra nota. Tveir bátar geta legið við bryggjuna í einu. Dýpka þarf svæðið í kringum flot- bryggjuna og byggja skólagarð og er kostnaður við þær framkvæmdir og kaupin á bryggjunni samtals um 9 milljónir króna. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum fyrir 10. júní nk. en fyrsta skemmtiferðaskip sum- arsins er væntanlegt þann 11. júní. Flotbryggja keypt AKUREYRARBÆR BREYTING Á DEILISKIPULAGI GILJAHVERFIS í samræmi við ákvæði greina 4.4 og 4.4.1 í skipulagsreglugerð er hér með lýst eftir athugasemdumvið breytingartillögu að deiliskipulagi Giljahverfis, 3. og 5. áfanga. Lóðir við Skessugil og Urðargil hafa verið teknar til endurskoðunar. I tillögunni felst að í stað 60 íbúða í þremur 6-7 hæða fjölbýlishúsum við austanvert Skessugil, komi níu 2 hæða fjórbýlishús með samtals 36 íbúðum. í stað 49-50 rað- og parhúsaíbúða við Urðargil er gert ráð fýri 31 íbúð í par- og einbýlishúsum. Atvinnumálanefnd Akureyrar Styrkir til atvinnuþróunar á Akureyri Atvinnumálanefnd Akureyrar mun tvisvar á ári veita styrki til þróunar atvinnulífs á Akureyri. Hér með er auglýst eftir umsóknum um slíka styrki. Heildarupphæð til ráðstöfunar nú er 1.200.000 kr. en áætlað er að veita allt að 6 styrki að þessu sinni. Á svæði sunnan lóðar spennistöðvar Rafveitu Akureyrar, á mótum Borgarbrautar og Merkigils, er gert ráð fyrir stæði fyrir stóra bíla. Uppdráttur er sýnir breytingartillöguna, ásamt skipu- lagsskilmálum, liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til mánudagsins 10. mars 1997. Þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna, gert við hana athugasemdir fyrir kl. 16.00 sama dag og skilað þeim til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeir sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna breytinganna er bent á að gera athugasemdir við tillöguna innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykktir henni. Akureyrarbær mun taka afstöðu til tillögunnar og afgreiða að loknum auglýsingafresti. Skipulagsstjóri Akureyrar. Styrkurinn er ætlaður einstaklingum sem vinna að atvinnuskapandi verkefnum eða hafa hug á að stofna til eigin rekstrar. Einnig minni fyrirtækjum sem vilja efla þann rekstur sem fyrir er. Leitast skal við að verkefnin stuðli að nýsköpun, þróun, hagræðingu, markaðssetningu eða uppbyggingu í atvinnumálum Akureyrarbæjar. Styrkirtil einstakra verkefna geta numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmd hvers verkefnis. Hámarks styrkupphæð er 400.000 kr. og greiðist styrkurinn samkvæmt framgangi verkefnisins. Atvinnumálaskrifstofa Akureyrarbæjar hefur umsjón með styrkveitingunni og liggja eyðublöð frammi á skrifstofunni, Strandgötu 29, sími 462 1701. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.