Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 43 siíkum störfum gegna að kunna að koma fram við hvern einstakling með virðingu og á þann hátt að þeim sem í hlut á geti liðið sem best hverju sinni. Þetta var Jónasi eiginlegt og því farnaðist honum vel í þessu starfi. í umræðum um menn og málefni var Jónas fastur fyrir og hafði mjög ákveðnar skoð- anir og hélt þeim fram af festu og þannig að eftir var tekið. Við finn- um það aftur á móti nú, þegar Jónas vinur okkar er allur að við nutum alltof fárra stunda með honum. Erfið veikindi hans urðu þess eðlilega valdandi að hann þurfti mikið að dvelja á sjúkrahúsi og á heimili sínu austur á Sel- fossi. Hann var hins vegar harður á því að koma til starfa um leið og þrek leyfði og lagði á það áherslu síðast þegar við töluðum saman fyrir nokkrum vikum. Það hafði hann gert áður, frekar af vilja en mætti og þá staðráðinn í að sigrast á sjúkdómi sínum. En eins og svo margir aðrir varð hann að játa sig sigraðan. Fyrir hönd Umferðarráðs og samstarfsmanna hans allra, bæði hér í Reykjavík og víðar um land þakka ég Jónasi fyrir samstarfið, fyrir vinsemd hans alla og giftudrjúg störf og þar með framlag hans til umferðar- öryggismála. Eiginkonu, börnum og öllum öðrum aðstandendum sendi ég hugheilar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Jónasar Magnússonarv Óli H. Þórðarson. Skammt er stórra högga á milli. Á stuttum tíma höfum við þurft að horfa á eftir tveimur góðum félög- um. Jónas gekk í okkar hóp vorið 1995. Var mikill fengur að honum, kominn var þar maður með víðtæka reynslu af ökukennslu. En fyrst og fremst samviskusamur og metnað- arfullur maður, bæði fyrir eigin hönd og þeirrar stofnunar sem við störfum hjá. Jónas gekk af einurð og fagmennsku til starfa við það vandasama starf sem prófdæming er, en tími okkar saman varð allt of stuttur. Illkynja sjúkdómur gerði fljótt vart við sig, sjúkdómur sem hafði að lokum yfirtökin. í gegnum það erfiðleikatímabil var áberandi hugarstyrkur og lífsþrek Jónasar, hann ætlaði að sigra í þessari bar- áttu og vinna með okkur áfram að eflingu ökunáms í landinu. En eng- inn spyr að leikslokum fyrr en upp er staðið. Jónas fékk frið frá þján- ingum sínum og þrátt fyrir allt verð- um við að sætta okkur við það, að þau örlög sem bíða okkar allra geta stundum verið líkn. Við eigum minninguna um góðan dreng og þökkum fyrir það um leið og við vottum fjölskyldu hans okkar inni- legustu samúð. Vinnufélagar í ökunáms- deild Umferðarráðs. Fyrir 17 árum kynnstist ég Jón- asi Magnússyni sem þá var fram- kvæmdastjóri Vörubifreiðastjóra- félagsins Mjölnis í Árnessýslu og ég tæknifræðingur hjá Vegagerð- inni á Selfossi. Síðan hafa leiðir okkar legið saman bæði í félag- störfum og einnig á öðrum vett- vangi. Minningin um glaðan dreng og góðan koma upp í hugann þeg- ar rifjuð eru upp samskipti okkar þennan hálfan annan áratug. Það er því með sorg og söknuði sem ég kveð Jónas Magnússon sem nú er kvaddur til annarra heima allt of fljótt. Þó hygg ég að Jónas hafi verið vel búinn undir sína hinstu för, betur en margur annar. Ég vil votta konu hans og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng lengi lifa. Þórhallur Ólafsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra og formaður Umferðarráðs. Rólegur, yfirvegaður - er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég minnist félaga míns og vinar Jónasar Magnússonar. Kunn- ingsskapur sem þróast upp í trausta vináttu verður dýrmætur, ekki síst þegar maður eldist, og nú er Jónas allur langt um aldur fram. Við Jónas urðum vinnufélagar 1973 og árið 1974 deildum við vinnuskúr ásamt öðrum í átta vikur á Þingvöllum. Það má segja að grunnur að vináttu okkar hafi verið lagður þar. Þó við Jónas breyttum báðir um starfsvettvang þá hélst gott sam- band á milli okkar, hann ökukenn- ari, ég kaupmaður. Þá naut ég þess að hann gat unnið fyrir mig í nokk- ur ár í tvær vikur hvern vetur með- an við hjónin fórum í vetrarfrí. Þar kom vel fram hversu traustur og nákvæmur Jónas var. Á hveiju sumri um árabil höfum við þrír fé- lagar farið í veiðiferð og þá í Rang- árþing. Þessar veiðiferðir hafa verið einstaklega skemmtilegar, gist í veiðihúsi veiðifélags Rangæinga á bökkum Eystri-Rangár, grillað og veitt. Síðasta sumar breyttum við um og komu þá konur okkar með, þetta var án efa okkar besta ferð, veðrið og fjallahringurinn skartaði sínu fegursta. Þessi síðasta ferð svo og þær fyrri verða ógleymanlegar. Fyrir þetta og svo ótalmargt annað vil ég nú að leiðarlokum þakka mínum góða vini og félaga Jónasi Magnússyni; að vera í návist hans og að eiga við hann orðastað mun ég geyma með mér. Lalla mín, Sesselja, Jóna Bára og fjölskyldur, við Helga sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur, megi minningin um góðan mann vera ykkur styrkur á erfiðri stundu. Guð blessi minningu Jónasar Magnússonar. Gunnar B. Guðmundsson. Kveðja frá Stangaveiði- félagi Selfoss Sl. sunnudag barst okkur sú harmafregn að félagi okkar Jónas Magnússon hefði látist þá um nótt- ina eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Jónas var virkur félagi í Stanga- veiðifélagi Selfoss um langt árabil og starfaði sl. átta ár sem gjald- keri félagsins og skilaði því starfi með miklum sóma, eins og öllum öðrum störfum sem hann tók að sér fyrir félagið. Jónas var góður félagi og hrókur alls fagnaðar, hvort heldur var á árbakkanum eða við störf á vett- vangi félagsins. Nú þegar sól hækkar á lofti og veiðimenn fara að skipuleggja næsta veiðitímabil rijfast upp margar góðar minningar frá liðn- um árum. Af mörgu væri að taka en of langt yrði hér upp að telja. Ekki verður þó látið hjá líða að minnast á eitt af skemmtilegri verkum stjórnarinnar, að opna Olf- usá fyrir stangaveiði á vorin. Var þá oft glatt á hjalla. Jónasar verð- ur sárt saknað við þá athöfn í vor. Einnig ber að minnast margra góðra samverustunda á þingum Landssambands stangaveiðifélaga í Munaðarnesi. Góðan dreng kveðjum við félag- arnir með sárum söknuði. Eigin- konu og fjölskyldu sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. + Ásgerður Guð- mundsdóttir var fædd í Vindási 8. október 1909. Hún lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágústína Matthíasdóttir og Guðmundur Guð- mundsson. Ásgerður giftist Elberg Guðmunds- syni, f. 10.12. 1901, d. 1.1. 1987. Þau eignuðust tíu börn. Börn þeirra sem komust til full- orðinsára: Guðmundur Hinrik, d. 1983, Ragnheiður, Jón, Þor- valdur, Ágúst, Halldóra, Ragn- ar og Elínborg. Barnabörn eru 29, barnabarnabörn eru 38. Útför Ásgerðar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðja frá börnum Hinn 28. janúar sl. lést móðir okkar, Ásgerður Guðmundsdóttir, á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Hún var fædd í Vindási. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ágústína Matthías- dóttir og Guðmundur Guðmundsson sem búsett voru í Vindási. Þegar móðir okkar var ung að aldri lést faðir hennar. Eftir það ólst hún upp hjá móður sinni ásamt systkinum sínum. Fyrstu búskaparárin voru þau í Vindási en síðar á Kvía- bryggju. Æskuárin mótuðust fljótt af vinnu og fór mamma ung að árum í vist á sumrin við bamapöss- un og önnur heimilisstörf. Mamma ólst upp á heimili þar sem fjárráð voru ekki mikil en þeim mun meira af hjartahlýju og mótaðist hún af betri hafnaraðstöðu frá náttúrunnar hendi. Foreldrar okkar fluttu í Grundarfjörð 1942. Árið 1945 fluttu þau i hús sitt nýbyggt á Grundargötu 23 þar sem þau bjuggu saman alla tíð síðan. Faðir okkar lést 1987, eftir það bjó mamma á Grundargötunni þar til hún flutti að Fella- skjóli, dvalarheimili aldraðra í Grundar- fírði, þar sem hún bjó síðan. Foreldrar okkar eignuðsut tíu börn, tvö þeirra létust í æsku og elsti bróðir okkar, Guðmundur Hin- rik, lést árið 1983. Mamma okkar var hin ötula húsmóðir sem sá um öll störf á heimilinu meðan pabbi stundaði störf utan heimilis bæði á sjó og í landi. Það var oft fjölmennt á Grundar- götu 23 hjá mömmu og pabba, og þau voru mörg verkin á stóru heim- ili. Það hefur oft verið erfitt á heim- ili verkamannsins að láta enda ná saman í heimilishaldi, en mamma gekk að þeim verkum með eljusemi og dugnaði. Hún var ákveðin og hreinskilin, hún var glaðvær og undi sér vel í stórum bamahópi þar sem hjarta- hlýja hennar naut sín best. Afkom- endur okkar syskinanna voru tíðir gestir á heimili foreldra okkar og var þeim ávallt fagnað með hlýhug og umhyggju. Þau minnast þess með þakklæti. Síðustu æviárin bjó mamma á Fellaskjóli, dvalarheimili aldraðra í Grundarfirði. Við viljum færa starfsfólki og íbúum heimilisins þakkir okkar fyrir umhyggju og félagsskap. Einnig þökkum við starfsfólki á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi hjartanlega fyrir umhyggju og hlýju síðustu daga hennar. Afkomendumir em margir sem kveðja mömmu í dag. Við kveðjum ástkæra mömmu, tengdamóður, ömmu og langömmu með þakklæti. Eftirfarandi ljóðlínur um íslensku konuna tengjast minningu okkar þegar við kveðjum góða móður. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ávallt er slqól þitt, þinn skjöldur og hlíf Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf. Og loks þegar móðir lðgð er í mold Þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var slgól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún hm'gur og sólin, hún rís. Og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og helgar sitt líf. (Ómar Þ. Ragnarsson) t Ástkær sonur okkar og bróðir, HRÓAR JÓHÖNNUSON, Álfaheiði 30, lést miðvikudaginn 5. febrúar. Foreldrar og systkini. ÁSGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR þvív Árið 1926 hófu mamma og faðir okkar Elberg Guðmundsson búskap á Kvíabryggju og bjuggu þar fram til ársins 1942. Fyrstu búskaparárin á Kvíabryggju mótuðust af því umhverfi sem þar var. Þéttbýlis- kjarni hafði myndast á Kvíabryggju þar sem stunduð var sjósókn og búskapur. Upp úr 1940 fór að myndast byggð í Grundarfirði þar sem betri skilyrði voru til sjósóknar vegna t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA BJÖRG ÓSKARSDÓTTIR, Kvisthaga 18, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. janúar sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 Óskar Kristjánsson, Emilía B. Möller, Guðmundur Sveinn Kristjánsson, Sóley G. Einarsdóttir, Hulda Óskarsdóttir Perry, Will H.K. Perry og barnabörn. t JÓNA KRISTJANA JÓNSDÓTTIR frá Hnífsdal, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardag- inn 25. janúar síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey eins og hún hafði lagt fyrir um. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, t Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar og bróður, HERMANNS BJÖRNSSONAR, Bakkahlíð 15, Akureyri, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahúss Akur- eyrar eða Minningarsjóð heimahlynn- ingar á Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins. Lfsa Björk Sigurðardóttir, Hulda Sif og Berglind Hermannsdætur, Hulda Baldvinsdóttir, Sigurður Gestsson og systkini. Guðmundur H. Halldórsson. t Móðir mín og amma okkar, KRISTÍN S. JÓNSDÓTTIR, Furulundi 6, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 5. febrúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Helga Sigurðardóttir, Kristfn Sigurðardóttir, Haukur Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.