Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 35 Skiptir hagkvæm fiskveiðistjórn engn máli? MIKIL umræða hefur átt sér stað að undanförnu um stjóm- un fiskveiða. Það er ánægjulegt að svo skuli vera, því að það er hagstætt fyrir sjáv- arútveginn að margir hafi áhuga á málefn- um hans. Það gerir þá kröfu til þeirra sem starfa innan sjávarút- vegsins að þeir skýri sitt mál eftir því sem tilefni er til. Ég mun gera hér að umtalsefni nokkur álitamál í þessu sam- bandi. Framsal aflaheimilda þær ekki horfa til bóta, aðeins til að ná ein- hverri sátt. Það er hlutverk stjórnmála- manna á hveijum tíma að ákveða fiskveiði- stjórnunarkerfi og þar hljóta mörg sjónarmið að koma til greina. Menn mega hins vegar ekki gefast upp við að hafa skynsemina að leiðarljósi. Óvissan er verst Sigurður Miklu máli skiptir Einarsson að hafa stöðugleika við stjómun fiskveiða. Atvinnu- greinin veltir tæpum 100 milljörð- um og skuldar yfir 100 milljarða. Sjávarútvegurinn er líka und- Það sem hefur sætt einna mestri gagnrýni í kvótakerfinu er framsal aflaheimilda innan ársins og sér- staklega að það skuli geta komið greiðsla fyrir þær. Við framsal aflaheimilda gegn greiðslu líta menn nær alltaf á þann sem er að leigja frá sér. Það gleymist oft að líta á þann sem er að leigja til sín en hann getur haft hag af því að leigja til sín veiðiheimildir. Þetta eru fijáls viðskipti og það er eng- inn neyddur til að leigja til sín veiðiheimildir sem hann sér sér ekki hag í að veiða með einhveijum hætti. Umræðan er líka þannig að þessi viðskipti séu svo umfangs- mikil að það er eins og sjávarútveg- urinn snúist ekki um annað. Sann- leikurinn er annar. Leiguviðskipti þar sem fégreiðsla kemur fyrir eru lítil. Kvótaviðskipti eru meira þannig að útgerðarmenn skiptast á heimildum eða flytja til innan sama fyrirtækis. Með frekari takmörkunum á framsali innan ársins tel ég að verulega yrði dregið úr hagkvæmni kvótakerfísins. Með framsali innan ársins leitast menn við að hagræða þannig í rekstrinum að þeir geri betur út. Það dregur úr líkum á því að menn þurfi að henda fiski eða stöðva útgerð ef þeir geta orð- ið sér úti um tegundir sem þá vant- ar. Þegar úthlutað var kvóta úr norsk-íslenska síldarstofninum var framsal ekki leyft og það ásamt öðru leiddi til þess að ekki tókst að veiða úthlutaðan kvóta. Mörg- um fínnst eðlilegt, að hægt sé að framselja milli skipa fyrirtækis innan ársins en þá er rétt að spurt sé, hvers þeir eigi að gjalda sem eiga aðeins einn bát. Hagkvæmt fiskveiðistj órnunar kerfi Það hlýtur að vera markmið við stjómun fiskveiða íslendinga að hafa sem hagkvæmast fiskveiði- stjórnunarkerfi. Það er staðreynd, að heildarskuldir íslensks sjávarút- vegs eru yfir 100 milljarðar og við erum í harðri samkeppni við sjávarútveg nágrannalandanna, sem er verulega ríkisstyrktur. Við höfum sennilega fundið kerfí, sem er mjög hagkvæmt, þótt ekki sé það gallalaust. Sátt um fiskveiði- stjórnun Það heyrist oft hjá þeim, sem gagnrýna núverandi kerfi um stjómun fiskveiða, að það þurfi að nást sátt um kerfið. í mínum huga er óskynsamlegt að sættast á að taka það út úr kerfinu sem er hagkvæmt. Menn geta ekki ætlast til þess að þeir sem eru á annarri skoðun, sjái ástæðu til þess að fallast á breytingar ef þeir telja Ég fullyrði að þrátt fyrir að ýmislegt megi að kvótakerfinu fínna, segir Sigurður Einarsson, hafí það skilað okkur fram á við. irstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar og helsta gjaldeyrisuppsprettan. Einhveijum þætti eflaust nóg að þurfa að lifa í þeirri óvissu sem tíðarfar, aflabrögð, markaðs- ástand, gengismál og vaxtastig skapa þótt ekki bætist við duttl- ungar stjórnvalda á hveijum tíma. Stjórnendur í sjávarútvegi geta ekki tekið markvissar ákvarðanir því það er aldrei að vita hvort kerf- ið sem gildir í dag heldur velli á morgun eður ei. Ég tel því mjög mikilvægt að stjómvöld eyði sem mest óvissu og skapi þar með viðunandi skil- yrði í greininni. Slæmt væri til þess að hugsa að ef til vill kæmi að því að menn yrðu tilbúnir til þess að fóma einhveijum af kost- um kvótakerfisins fyrir stöðugleika og frið. Árangur núverandi kerfis Mér fínnst að margir þeirra sem gagnrýna kvótakerfið hafi ekki á takteinum neinar nothæfar tillög- ur. Ég tel að núverandi kerfi hafí skilað góðum árangri. Ég fullyrði að þrátt fyrir að ýmislegt megi að kerfinu finna hafi það skilað okkur fram á við. Við eram hægt og ró- lega að rétta úr kútnum. Það get- um við þakkað skynsamlegu fisk- veiðistjómunarkerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri ísfélags Vestmannaeyja hf. Amerískar fléttimottur. VIRKA Mörkimn 3, s. 568 7477. Skyndilausnir - guðs- gjöf eða peningaplokk ÞAÐ er stöðugt ver- ið að selja fólki nýjar skyndilausnir til að laga línurnar. Maga- baninn sem á að bræða af þér bumbuna á þrem mínútum á dag er til í ýmsum gerðum því þar sem fólk virð- ist gleypa við þessu, keppast framleiðendur glaðir við að finna nýjar „græjur“ til að selja saklausum auð- trúa neytendum. Bumbubaninn, hvaða nafni svo sem hann nefnist, getur ekki gefið þér þann englakropp sem kvikmyndastjömurnar í sjón- varpskynningunum lofa svo fagur- lega. Það er ekki hægt að fjarlægja líkamsfitu af einu ákveðnu svæði líkamans nema með því að leggj- ast undir hnífinn í fitusogsaðgerð. Ef við myndum brenna fitu af læram þegar við gerðum læraæf- ingar væra allir þeir sem tyggja tyggigúmmí grannir í andliti. Löngunin er eigi að síður fyrir hendi hjá svo ótal mörgum að „lag- færa“ ólöguleg fitusvæði, svo mik- il að óteljandi galdraleiðir standa þeim auðtrúa til boða: sérstakar nuddbuxur, gel sem galdrar fituna af á nóttunni, sérstakir nálast- ungu-eyrnalokkar, fitubrennslu- skóinnlegg, fitubrennslu-pillur, fitubrennslu-rafstraumur ofl. ofl. E.t.v. ein allra frumlegasta leiðin til að hafa fé af auðtrúa fólki var reynd í Bandaríkjunum fyrir nokkram áram og var sú að nota heimilisryksuguna til að soga fitu af líkamanum. Pakki með auka- hlutum sem átti að tengja við ryk- suguna og í víðar buxur með bandi í mitti og við hné. Ýmsar æfingar átti að gera, til að „losa um“ fit- una, og svo þegar ryksugan var sett í gang: Bingó! Allt sogaðist á brott. Spurningin er hvort leiðbein- ingar fylgdu um að losa alla fituna innan úr ryksugunni? En það er e.t.v. bara tímaspursmál hvenær okkur íslendingum standa þessi „hjálpar- tæki“ til boða í sjón- varpsverslununum! Fitan fer ekki af einum ákveðnum stað Að fjarlægja fitu af einum ákveðnum stað á líkamanum er ekki hægt vegna þess að fitan, hvar sem hún er á líkamanum, til- heyrir öllum líkaman- um, ekki aðeins vöðv- unum á einu svæði. Fita er hluti af hiteiningabankanum þínum, þar sem þú tekur út þegar þú æfir þolþjálfun. Það er auðvelt að Fita er hluti af hitaeiningabankanum þínum, segir Ágústa Johnson, þar sem þú tekur út þegar þú æfír þolþjálfun. skilja hversvegna fólk vill trúa því að hægt sé að fjarlægja fitu af ákveðnum stað á líkamanum, vöðva er jú hægt að byggja upp á vissum hlutum líkamans. En fita er ekki þannig; fita er eins og blóðið. Ef þú skerð þig á úlnlið, þá kemur ekki úlnliðsblóð, það kemur blóð. Fitan á lærunum er ekki lærafita, bara fita. Fitan á lærunum tilheyrir ekki lærunum. Eins og blóðið hreyfist fitan inn og út af svæðum svo hún sé til staðar fyrir þolþjálfun. Þegar þú æfir þolþjálfun, t.d. skokkar, segir fóturinn þinn ekki „sendið mér fótleggja-fitu“ Hann segir sendið mér fitu, einhvers konar fitu. Fitu er ekki hægt að nudda af. Það er ekki hægt að bræða hana af. Eina leiðin til að losna við fitu er að stunda þolþjálfun. Hvað þýðir eróbikk? Ef þú hefur stundað eróbikktíma hefur þú e.t.v. einkvem tíma upp- lifað það að oft fer mestur hluti ' tímans í að gera æfíngar fyrir ákveðna vöðvahópa, s.s. fótalyftur og uppsetur. Slíkur tími getur ekki kallast eróbikk því eróbikk þýðir loftháð og líkaminn vinnur ekki loftháð í styrktaræfíngum. Þegar þú liggur á gólfinu og gerir æfing- ar ertu ekki í eróbikk, ekki að vinna loftháð og því ekki að brenna ýkja mikilli fitu. Ef þú aftur á móti ert standandi og hreyfír þig, hoppar, gengur, stígur til og frá og dansar - hvaða nafni sem það nefnist - ertu í eróbikk. En til þess að um eróbikk-þjálfun sé að ræða þarf að hita allan líkamann upp í stað þess að ofþreyta einn ákveðinn • vöðvahóp. Góðir eróbikk-leiðbein- endur sjá til þess að a.m.k. 20 mínútum af tímanum sé varið í stöðuga hreyfingu til að minnka fitu og vinna svo á einstökum vöðvahópum til að móta og styrkja. Þær æfingar sem framkalla svo- kallaðan „bruna“ byggja upp vöð- vana á því svæði en brenna ekki fitunni á því svæði. Þú getur þann- ig bætt líkamslögun með því að leggja áherslu á ákv. svæði, þann- ig að nærliggjandi svæði virðast / smærri. Þú getur byggt upp stað- bundið en ekki grennt þig stað- bundið. Hvemig væri nú að breyta um stefnu, hætta að eyða fé í leitinni að hinni fullkomnu skyndilausn sem er ekki til, og byija að stunda reglulega þjálfun? Þjálfa þol og styrk og huga að jákvæðum breyt- ingum á matarvenjum. Þannig nærðu þeim árangri sem þú vilt ná. Höfundur er ACE-ráðgjafi i þyngdarstjórnun. Ágústa Johnson STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Domus Medica, s: 551 8519 ! c^hefur haldið fótum heitum ■1 og þurrum fró 1908 Stærðir 40-48 Ath.: 3 tegundir til, einnig nokkur pör í kvenstærðum Fyrir alla þá sem eru -Uti í kuldanum -í byggingavinnunni -í jeppanum -Á sleðanum -í vöruskemmunni -í útivinnu -Verktakar -Uti á bílaplani -Halda hita í allt að 40°c -Ekta náttúrugúmmí í sóla -Vatnsheldir -Laus kuldaeinangrandi sokkur -Auðvelt að komast í þá -Kanadísk gæðavara -Grófúr stamur sóli -Lokuð tunga (vatnstunga) -Hreint út sagt frábærir fyrir alia með kalda fætur V Opið í dag frá kl.10-14 Póstendum samdægurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.