Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVONA engan nirfilsgang loksins þegar maður fær sitt stóra tækifæri í lífinu. Dagvist barna breytir niðurgreiðslum og rekstrarstyrkjum Styrkir til dagmædra og einkarekinna leikskóla auknir DAGVIST barna hefur samþykkt breytingar á reglum um niður- greiðslur og rekstrarstyrki til dagmæðra og einka- og foreldra- rekinna leikskóla í Reykjavík. Árni Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Dagvistar barna, gerði grein fyrir breytingunum á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn en með þeim er fjárstuðningur borgar til þessara aðila aukinn og samræmdur. í fyrsta lagi var ákveðið að niðurgreiðslur til dagmæðra vegna barna hjóna og sambúðar- fólks yrðu 8.000 krónur fyrir öll börn í 8-9 stunda vistun. Áður var greitt mismikið niður eftir aldri barna og þannig voru 6.000 krónur greiddar vegna barna þriggja ára og yngri en 9.000 krónur fyrir eldri börn. Rekstrarstyrkir til hjóna eða sambúðarfólks vegna barna á einka- eða foreldrareknum leik- skólum hafa einnig verið sam- ræmdir og verða greiddar 16.000 krónur vegna allra barna. Áður voru 12.000 krónur greiddar vegna barna, þriggja ára og yngri. Loks hefur verið ákveðið að systkinaafsláttur sem veittur er gildi einnig fyrir börn sem eru í vistun skemur en 6 stundir á dag. Breytingar á fyrirkomulagi niðurgreiðslna og rekstrarstyrkja taka gildi 1. júlí nk. en ný regla um systkinaafslátt tekur gildi 1. mars. Kostnaður vegna breyting- anna í ár er áætlaður 8,7 milljón- ir króna en í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 1997 voru 10 milljónir króna veittar til þessara verkefna. Gunnar Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, sagði að minnihlutinn fagnaði breytingunum en taldi jafnframt rétt að ganga lengra og stefna að því að hækka stofnstyrki til einkarekinna leikskóla og taka upp heimagreiðslur. Siglufirði. FYRSTA loðnan á þessu ári barst til Siglufjarðar nú í vik- unni er Hákon ÞH 250 landaði þar 1.100 tonnum afþokka- legri loðnu. Bræðsla hófst þá Loðna til Siglufjarðar Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir um kvöldið og var von á Húna- röst RE 560 og Bjarna Ólafs- syni AK 70 til Siglufjarðar í kjölfar Hákons. Hafís hefur gert skipunum erfitt fyrir. Nýr sendiherra Ungverja á íslandi Ungverjaland á heima í hópi vestrænna þjóða Istvan Mohacsi NÝR sendiherra Ung- verja á íslandi með aðsetur í Stokk- hólmi er dr. Istvan Mo- hacsi. Hann færði Olafi Ragnari Grímssyni trúnað- arbréf sitt í gær og átti við- ræður við Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, Ólaf G. Einarsson, forseta Al- þingis, og fleiri íslenzka ráðamenn. Sendiherrann veitti Morgunblaðinu viðtal áður en hann hélt á fund nefndra ráðamanna. Hann var spurður um hvað viðræður hans við þá myndu snúast. „Það sem mér þykir mest um vert að eiga viðræður um við íslenzka ráðamenn er tilvonandi aðild Ung- veijalands að Atlantshafs- bandalaginu. Þar sem ís- land er aðili að NATO mun ís- lenzki utanríkisráðherrann verða á leiðtogafundi NATO í sumar, þar sem til stendur að taka ákvörðun um við hvaða ríki, sem sækjast eftir aðild, verða hafnar aðildarvið- ræður og hvenær þær myndu hefj- ast. Ég vona að Island muni lýsa stuðningi við aðild Ungveijalands á fundinum. Ég vil koma því skýrt á fram- færi, að Ungveijaland hefur að okkar mati nú þegar uppfyllt sett skilyrði fyrir aðild að bandalaginu. Heima í Ungveijalandi gengur reyndar sá brandari, að Ungveija- land hafi ekki gengið til liðs við NATO, en NATO hafi gengið til liðs við Ungveijaland. Tilefni þessa er, að NATO hefur þónokkur um- svif í Ungveijalandi. Þar er m.a. staðsett birgðamiðstöð IFOR-frið- arsveitanna í Bosníu. Að öllu gamni slepptu; það er algjört grundvallaratriði í utanrík- isstefnu Ungveijalands, að fá aðild bæði að NATO og Evrópusamband- inu sem fyrst. Við teljum okkur eiga heima í félagsskap vestrænna þjóða, þar séu náttúruleg heim- kynni ungversku þjóðarinnar, sem jámtjaldið klauf okkur frá í fjöru- tíu ár. Við leggjum áherzlu á að fá fulla aðild að NATO, með öllum réttind- um og skyldum sem því fylgja. Við verðum að fá öryggistiyggingar þær sem felast í 5. grein Atlants- hafssáttmálans. Ekki svo að skilja, að okkur finnist okkur ógnað úr nokkurri átt, eins og er. Um það snýst málið ekki. Kjami þessa máls er sá, að við höfum slæma reynslu af ólýðræðislegum banda- lögum. Við gerum okkur fulla grein fyrir áhyggjum Rússa af stækkun NATO, en við teljum hana einnig þeim í hag. Stækkuninni er alls ekki beint gegn þeim. Hún mun auka stöðugleika og tryggja frið í Evrópu, það er allra hagur. Við bindum vonir við að NATO muni takast að komast að sam- komulagi við Rússa um stækkunina áður en leiðtogafundurinn hefst í sumar. Þannig væri bezt að henni staðið. En Rússar verða að skilja, að þeir hafa ekkert neitunarvald í þessu máli. Við vonum að ísland muni leggja sitt lóð á vogarskálamar á fundin- um til að styðja við NATO-aðiId Ungveijalands. Við vonumst til að geta gengið til liðs við bandalagið fyrir 50 ára afinæli þess eftir rúm tvö ár. En við sækjumst einnig eftir aðild að Evrópusambandinu. Mér skilst að Islendingar uni hag sínum ► Istvan Mohacsi er fæddur í Ungveijalandi árið 1948 og er hagfræðingur að mennt. Hann hóf feril sinn í utanríkisþjón- ustu Ungverjalands 1974 og starfaði m.a. við sendiráðin i London og Washington áður en hann var í árslok 1996 skipaður sendiherra lands síns í Sviþjóð og á íslandi. Mohacsi er kvæntur og á tvö börn. vel utan þess og séu sáttir við aðild- ina að Evrópska efnahagssvæðinu, þó ég hafi líka heyrt, að þessi af- staða sé ekki einhlít meðal ís- lenzkra stjómmálamanna. Aðstæð- ur landa okkar em það ólíkar, að þetta er vel skiljanlegt." - Hvað um tengsl íslands og Ungveijalands? „Af landfræðilegum og söguleg- um ástæðum em viðskiptatengsl landa okkar ekki mjög umfangs- mikil. En tengsl landanna almennt em að aukast. Ferðamannastraum- ur er í vexti, og verið er að vinna að því að íslendingar miðli okkur af kunnáttu sinni í virkjun jarðhita, sem einnig er að finna í Ungveija- landi. Hvað varðar menningartengsl em þau mest á sviði klassískrar tónlistar. í því sambandi má nefna, að hér á landi hefur hin svokallaða Kodaly-aðferð verið notuð við tón- listarkennslu bama, en hún er nefnd eftir ungverskum höfundi sínum. Hér starfa einnig nokkrir ungverskir tónlistarmenn. Við í sendiráðinu í Stokkhólmi emm um þessar mundir að undirbúa heim- sóknir ungversks tónlistarfólks til íslands í sumar, bæði kórsöngvara og hljóm- sveita. Ennfremur má benda á, að fljótlega er von á ungverska landsliðinu í handbolta hingað." - Hvað um tengsl Ungverja við næstu nágranna sína, Slóvakíu og Rúmeníu? „Hvað varðar ástandið í Slóvakíu sérstaklega er þar um hrein og klár brot þarlendra stjómvalda á samningi ríkjanna um réttindi þjóð- emisminnihlutahópa að ræða. Við bindum aftur á móti vonir við nýju ríkisstjómina í Rúmeníu. Þar búa um tvær milljónir Ungveija, sem hafa lengi þurft að búa við ofríki stjómvalda, en með nýju nágranna- samningum ríkjanna eiga réttindi þeirra að vera tryggð á fullnægj- andi hátt. Það er því engin ástæða til að segja að vandamál vegna minnihlutahópa skerði á nokkum hátt aðildarhæfni okkar að NATO.“ Höfum þegar uppfyllt skil- yrði fyrir IMATO-aðild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.