Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRAR ÁSJÓIMUR KEiSARAIMS FYRIR mörgum árum var keis- ari nokkur, sem hafði svo ákaf- lega miklar mætur á fallegum nýjum fotum, að hann eyddi öllum peningum sínum í það að geta verið sem allra skrautklæddastur. Hann kærði sig ekki um dáta sína, og ekki hirti hann um leikhússkemmtanir né skemmtiakstur út í skóga, nema að- eins til að sýna nýju, fallegu fötin sín. Hann átti sér kjól fyrir hverja dags- stund, og eins og sagt er um konung: „Hann er í ráðinu,“ eins var um keisarann alltaf sama viðkvæðið: „Hann er í fataskápnum." I stóru borginni, þar sem hann hafði aðsetur sitt, var sérlega skemmtilegt, og komu þar margir útlendingar á degi hverjum. Og ein- hvern dag bar svo við, að þar komu tveir svikahrappar; þeir þóttust vera vefarar og kváðust kunna að vefa þann fegursta vefnað, sem hugsazt gæti. Það væri ekki aðeins litirnir og mynztrin á vefnaðinum, sem væri Við lestur sagna og ævintýra kemur ákveðin mynd af sögu- sviðinu óhjá- kvæmilega upp í huga lesandans, og sú mynd er sjálfsagt eins misjöfn og menn- irnir eru margir. svo óvenjufagurt, hvort um sig, held- ur fylgdi líka sú náttúra fötunum, sem úr honum væru saumuð, að þau yrðu ósýnileg hveijum þeim manni, sem óhæfur væri í embætti sínu eða ófyrirgefanlega heimskur. Hvernig sérð þú til dæmis fyrir þér sögusviðið í ævintýri H. C. Andersens um nýju fötin keis- arans? Fjórir myndlistarmenn gáfu ímyndunaraflinu lausan tauminn. „Já, það væru reyndar afbragðs- fót,“ hugsaði keisarinn. „Með því að vera í þeim gæti ég komizt fyrir, hverjir í ríki mínu eru nýtir menn og dugandi í embætti sínu, ég gæti þá þekkt vitsmunamennina frá heimsk- vn m ingjunum. Já, þess konar fataefni verða þeir undir eins að vefa handa mér.“ Og hann greiddi báðum svika- hröppunum mikið fé fyrirfram, til þess að þeir byrjuðu á verki sínu. Þeir settu líka upp tvo vefstóla og létu eins og þeir ynnu, en höfðu alls ekki neitt á vefstólunum. Þeir heimt- uðu óðum fínasta silkið og fegursta gull, en það létu þeir allt niður í sína eigin poka og ófu á tómum vefstólun- um og það langt fram á nætur. „Nú þætti mér gaman að vita, hvað þeim líður með fataefnið," hugsaði keisarinn, en einhvern veg- inn lagðist það ekki vel í hann, þegar hann hugsaði til þess, að sá, sem heimskur væri eða illa hæfur í emb- ætti sínu, gæti ekld séð það. Nú hélt hann reyndar, að hann þyrfti ekki neinu að kvíða um sjálfan sig, en hann viidi samt senda einhvem iyrst til að sjá, hvemig allt væri. Hvert mannsbam í borginni vissi, hvaða náttúra fylgdi vefnaðinum, og allir brunnu í skinninu af löngun til þess að sjá, hversu ónýtur eða heimskur nágranni sinn væri. „Ég held það sé bezt, að ég sendi minn gamla valinkunna ráðgjafa til vefaranna," hugsaði keisarinn. „Hann getur borið um, hvemig fata- efnið er áferðað, því hann hefur vit á því; hann er greindur maður, og eng- inn gegnir embætti sínu betur en hann gerir.“ Nú fór þessi gamli, skikkanlegi ráðgjafí inn í salinn, þar sem báðir svikahrapparnir sátu og ófu á tóma vefstólana. „Hvað er þetta?“ hugsaði ráðgjafmn gamli og glennti upp augun, „ég sé ekki nokkum hlut“. En ekki sagði hann það. Báðir svikahrapparnir beiddu hann að gera svo vel að koma nær og spurðu, hvort þetta væri ekki fallegt mynztur og fallegir litir. Bentu þeir svo á tóman vefstólinn, og veslings ráðgjafinn gamli hélt áfram að glenna upp augun, en gat ekki séð neitt, sem ekki var von, því þar var ekki neitt. „Drottinn minn!“ hugsaði hann, „skyldi ég vera heimskur? Það hef ég aldrei haldið, og það má eng- inn vita. Skyldi ég vera óhæfur til að vera í embætti mínu? Nei, það tekur engu tali, að ég segi frá því, að ég sjái ekki vefnaðinn." „Nú, nú, þér segið ekkert um það,“ sagði annar vefarinn. „O, það er gullfallegt, það er hreinasta afbragð," sagði ráðgjafínn gamli og horfði í gegnum gleraugun, „þvílíkt mynztur og þvílíkir litir! Já, ég skal segja keisaranum, að mér geðjist það sérlega vel.“ „Nú, það þykir okkur vænt um að heyra," sögðu báðir vefararnir og tjáðu honum nú, hvað litirnir hétu og nafnið jafnframt á þessa frábrigði- lega mynztri. Ráðgjafinn gamli tók vel eftir, til þess að geta munað það orðrétt, þegar hann kæmi heim aftur til keisarans, - enda varð honum ekki skotaskuld úr þvi. Nú heimtuðu svikahrapparnir meirí peninga og meira silki og gull til vefnaðarins, og stungu þeir því öllu í sína eigin vasa. Á vefstólinn kom ekki hætishót af því, en þeir héldu áfram að vefa á tómum vefstólunum. Keisarinn sendi nú bráðum aftur annan skikkanlegan embættis- mann til að líta eftir, hvað vefnaðin- um liði og hvort fataefnið væri ekki bráðum búið. En það fór fyrír hon- um á sömu leið og fyrri ráðgjafanum, hann horfði og horfði, en af því að ekki var neitt nema tómir vefstólarn- ir, þá gat hann ekki heldur séð nokkra vitund. „Er það ekki fallegur vefnaður að tarna?“ sögðu báðir svikahrapparnir og sýndu honum og útskýrðu fyrir honum mynztrið, sem ekkert var. „Heimskur er ég ekki,“ hugsaði maðurinn, „það er þá heldur hitt, að ég er óhæfur til að vera í þessu mínu góða embætti. Það þykir mér nú nokkuð skrítið, en á því má maður ekki láta bera.“ Hældi hann svo vefnaðinum, sem hann ekki sá, og vottaði vefurunum gleði sína yfír því, hvað litirnir væru fallegir og mynzr- ið prýðilegt. „Já, það er ljómandi gull,“ sagði hann við keisarann. Kurhurínn í tappanum Korkur gegnir mikilvægu hlutverki þegar vín er annars vegar. Steingrímur Sigur- geirsson segir að án korks væru ekki til nein gæðavín en jafnframt megi í flestum tilvikum kenna korkinum um skemmd vín. FLESTIR velta korknum er lokar vínflöskunni ekki sér- staklega fyrir sér. Hann er dreginn úr með tappatogara og honum síðan hent. Þrátt fyrir það er korktappinn einn þeirra mörgu þátta er ráða gæðum vínsins og raunar einn veikasti hlekkurinn því að þegar vín er „skemmtÖ er sökudólgurinn í langflestum tilvik- um korkurinn. Korkurinn er ekki bara tappi heldur forsenda þess að hægt sé að gera há- gæðavín. Vissulega hafa verið gerðar tilraunir með alls konar skrúfutappa og tappa úr gerviefnum, sem valda ekki skemmdum á víninu, og gegna hlutverki sínu jafnvel ef ekki bet- ur en korktappar í mörgum tilvik- um. Þegar um gæðavín er að ræða, vín sem geyma þarf árum saman, getur ekkert komið í stað korks. An hans væru ekki til nein kampavín, árgangspúrtvín eða eð- alvín frá Bordeaux og Bourgogne líkt og við þekkjum þau. Korkur- inn er líka öryggisventill. Allir betri framleiðendur merkja tappa sína og þvi segir tappinn til um hvaðan vínið kemur jafnvel þótt flöskumiðinn sé ónýtur eða hafi verið skipt út. Korkurinn er einnig hið full- komna innsigli fyrir vínið og notk- un hans má rekja allt aftur til forn- Grikkja og Rómverja. Hann leyfir víninu að þroskast á sama tíma og hann verndar það fyrir utanað- komandi áhrifum, lofti og ljósi. Með hnignun Rómar- veldis glataðist þekk- ingin á korki og það var ekki fyrr en í Frakklandi í byrjun átjándu aldar að hann var upp- götvaður á ný í tengslum við þróun á kampavíni. Korkur er náttúruleg afurð, unnin úr berki korktrésins, eik- arafbrigði er á latínu nefnist Quercus Suber, og er Portúgal langmikilvægasti ræktandi korks með um helming af heimsmark- aðnum og um 70% af framleiðslu korks fyrir víntappa. Einungis um 15% af heildarframleiðslu á korki í heiminum eru notuð í víntappa en þeir eru eftir sem áður langverð- mætasta afurðin og standa á bak við um helming af tekjum kork- framleiðenda. Börkurinn er íyrst skorinn af trjánum er þau ná tuttugu til þrjá- tíu ára aldri og síðan á níu ára fresti. Undir ytri berkinum er innri börkur er gerir að verkum að tréð bíður ekki skaða þótt börkurinn sé skafinn af. Aldrei eru hins vegar meira en tveir þriðju hlutar af berkinum fjarlægðir í einu. Kork- urinn verður betri eftir því sem trén eldast og ef allt er með felldu á ekki að nota kork í tappa fyrr en í þriðja til fjórða skipti, sem tréð er skafið. Börkurinn er síðan þurrkað- ur og að því búnu soðinn til að fjar- lægja tannín, er gætu haft áhrif á bragð, og til að drepa örverur. Að því búnu er hann þurrkaður á ný og loks eru bestu bútamir valdir úr. KarkskemmcHr Vandaðir víntappar eru langir og unnir úr heilum stykkjum, sum- ir eru allt að 6 sm langir. Ódýrari SæJkerinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.