Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rússar vara enn við stækkun NATO Prímakov hótar breyttri utanríkisstefnu, en Kohl segir að enginn utanaðkomandi geti beitt neitunarvaldi Reuter HÓPUR 5.000 uppreisnarmanna í Zaire fagnar eftir heræfingu. Hvatt til vopna- hlés í Zaire Bonn, Brussel, Moskvu. Reuter. JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði í gær að yrði aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins fjölgað án þess að til- lit yrði tekið til afstöðu Rússa gæti það leitt til „alvarlegra breytinga" á utanríkisstefnu rússneskra stjóm- valda. Prímakov sagði eftir að hafa ávarpað rússneska þingið fyrir lukt- um dyrum að stækkun NATO gæti farið á þijá vegu. Að hyggju ráð- herrans væri það versti kosturinn ef NATO yrði stækkað án tillits til Rússa og við því yrði að bregðast. „Undir þeim kringumstæðum yrð- um við að íhuga alvarlegar breyt- ingar, þar á meðal á því hvernig erlendum samskiptum er háttað," sagði hann. Best leist Prímakov á þann kost að NATO ákvæði að íjölga ekki aðildarríkjum, en hann sagði að sú niðurstaða væri „ólíkleg“. Þriðji kosturinn væri sá að Atl- antshafsbandalagið yrði stækkað, en heiðarleg tilraun gerð til að taka afstöðu Rússa með í reikninginn. „Að því stefnum við,“ sagði hann. „Það er einmitt til að ná því fram, sem við höfum hafíð viðræður og samninga við NATO.“ Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði í gær að ekkert ríki, sem ekki væri í NATO, gæti beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyr- ir fyrirhugaða stækkun bandalags- ins. „Hver sem vill getur gengið í NATO“ Kohl sagði á blaðamannafundi að ummæli Rússa um NATO hefðu oft og tíðum verið „fáránleg" og bætti við: „Enginn, og ég á við enginn, mun hafa neitunarvald um það hvaða ríki geti fengið inn- göngu,“ sagði kanslarinn. „Hver sem vill getur gengið í NATO.“ Fyrrverandi kommúnistaríki í Mið- og Austur-Evrópu hafa sótt fast að fá inngöngu í NATO. Talið er sennilegt að Pólveijar, Tékkar og Ungveijar séu fremstir í röðinni og Rúmenar og Slóvenar fylgi fast á hæla þeirra. Ákveðið hefur verið að tilkynna á sérstökum leiðtoga- fundi í Madrid í júlí hvaða ríkjum verði boðin aðild. Rússar hafa mótmælt stækkun- inni harkalega og segja öryggi landsins stefnt í voða. Talið er að stækkun NATO verði helsta um- ræðuefnið á fyrirhuguðum leiðtoga- fundi Bills Clintons Bandaríkjafor- seta og Borís Jeltsíns Rússlandsfor- seta, sem í gær var tilkynnt að yrði haldinn í Helsinki seinni hlut- ann í mars. Jacques Chirac, forseti Frakklands, lagði til á fundi með Jeltsín í Rússlandi á sunnudag að leiðtogafundur fímm ríkja, Banda- ríkjanna, Bretlands, Frakklands, Rússlands og Þýskalands, yrði hald- inn í París um stækkun NATO og til að leggja línurnar í öryggismál- um í Evrópu. Þeirri hugmynd hefur verið misjafnlega tekið og hafa nokkur aðildarríki NATO, sem ekki mundu sitja fundinn, hreyft mót- mælum. Tyrkir hóta að beita neitunarvaldi Embættismenn í NATO sögðu í gær að taka yrði alvarlega hótanir Tyrkja um að beita neitunarvaldi gegn stækkun bandalagsins vegna þess hvernig Evrópusambandið hefði farið með þá. Hins vegar væri um tvö óskyld mál að rseða. „Það þarf að senda bréfin á rétt heimilisfang," sagði einn heimildar- maður. „NATO getur ekki leyst vandamál ESB.“ Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sneri á fímmtudag aftur frá Tyrklandi þar sem hann átti tveggja daga viðræður við þarlenda ráða- menn. Var hann ekki í nokkrum vafa um að Tyrkjum væri alvara með hótun sinni um að beita neitun- arvaldi á fundinum í Madrid. Solana ræddi meðal annars við Suleyman Demirel, forseta Tyrk- lands, og Nedmettin Erbakan for- sætisráðherra og fékk að heyra sömu yfírlýsinguna á hveijum fund- inum á fætur öðrum: Tyrkir vildu að ESB tæki þá alvarlegar. Tyrkir vilja fá inngöngu í Evr- ópusambandið og vonast til að sér verði boðið til næsta leiðtogafundar ESB í Amsterdam líkt og fulltrúum 10 fyrrverandi kommúnistaríkja í Mið- og Austur-Evrópu, sem nú sækja það ákaft að fá inngöngu í sambandið. Finnst dyggum bandamönnum illa láunað Tyrkir eru æfír af bræði yfír því að svo virðist sem þessi ríki hafi troðið sér fram fyrir þá í röðinni, þótt þeir hafi verið dyggir banda- menn vestrænna ríkja undanfarna áratugi og hafí árum saman reynt að efla tengslin við ESB. ESB og Tyrkir gerðu með sér tollabandalag á síðasta ári, en pen- ingar til framkvæmdarinnar hafa ekki legið á lausu vegna andstöðu Grikkja, sem eiga í deilum við hina tyrknesku granna sína um ýmis mál í Eyjahafi og austanverðu Mið- jarðarhafi. Hans van Mierlo, utanríkisráð- herra Hollands, sagði á þriðjudag að Evrópa ætti í erfiðleikum með að taka Tyrkjum opnum örmum vegna ýmissa mála, allt frá mann- réttindabrotum til trúarbragða. Tyrkir eru flestir múslimar. Eftir þessi ummæli Mierlos kröfðust Tyrkir yfirlýsingar um að trúar- brögð þeirra myndu ekki standa í vegi fyrir aðild að ESB. Genf, Kinshasa, Nairobi, París. Reuter. DANIEL arap Moi, forseti Kenýa, hvatti í gær þau ríki, sem eru flækt í átökin í Zaire, til að láta staðar numið og skoraði á skæruliða í landinu til að hlíta þegar vopna- hléi. Moi sagði að héldu átökin áfram mundi ringulreið bresta á í Zaire og breiðast til nærliggjandi ríkja. Moi er formaður hóps Afríkuleið- toga, sem hafa tekið að sér að reyna að binda enda á átökin í Zaire og kom á varanlegum friði og stöðugleika á svæðinu. Afríku- leiðtogar hafa haldið tvo leiðtoga- fundi og í tvígang hefur ákalli þeirra um að hætta átökum í engu verið sinnt. Sadako Ogata, yfír maður flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, kom til Zaire á föstudag til viðræðna við yfírvöld í landinu. Átök hafa verið að ágerast í Zaire og eru mörg hundruð þúsund flóttamenn innlyksa á átakasvæð- inu. Uppreisnarmenn undir forustu tútsa hafa landsvæði og bæi í aust- urhluta Zaire á sínu valdi. Undan- farna daga hafa þeir sótt í vestur þrátt fyrir gagnsókn stjómarhers- ins, sem hófst 20. janúar. Herfor- ingjar í Kinshasa, höfuðborg Zaire, sögðu hins vegar í gær að þeir hefðu snúið vöm í sókn, náð tveim- ur bæjum og fellt fyölda skæruliða. Að sögn Femando Del Mundo, talsmanns flóttamannahjálpar SÞ, átti í gær að flytja brott með flugi allt starfslið Sameinuðu þjóðanna í austurhluta Zaire vegna frétta af sókn skæruliða. Rómversk-katólska dagblaðið La Croix, sem gefíð er út í Frakk- landi, sagði í gær að sérsveitir franska hersins hefðu verið sendar til átakasvæðisins í Zaire til að safna upplýsingum. Hermennimir væm úr 13. fallhlífarherdeild land- hersins. Sú deild hefði verið að störfum fyrir aftan víglínu íraka í Persaflóastríðinu og tekið þátt í öllum hernaðaraðgerðum Frakka í Afríku. Pierre Servent, talsmaður franska varnarmálaráðuneytisins, sagði að ekkert væri hæft í frétt blaðsins. Einu frönsku hermenn- irnir í Zaire væru þjóðvarðliðar, sem gættu franska sendiráðsins. Útsölumarkaður Borgartúni 20 ~JIC). febrúar Opið alia dagana einnig sunnudaga kl. ia-18 Ástandið innan rússneska hersins sagt „skelfilegt“ Varla treystandi fyr- ir kjamorkuvopnum Moskvu. Reuter. TVEIR æðstu yfírmenn rússneskra hermála, ígor Rodíonov vamarmála- ráðherra og Júrí Batúrín, ritari varn- armálaráðsins, lögðu ágreiningsmál sín á hilluna í gær og sameinuðust í lýsing- um sínum á „skelfi- legu“ ástandi rúss- neska hersins. Sagði Rodíonov, að svo illa væri fyrir honum kom- ið, að honum væri varla treystandi fyrir kjam- orkuvopnum og hafa hermálasérfræðingar á Vesturlöndum tekið undir það með honum. Þeir Batúrín og Rodíonov hafa deilt hart um umbætur inn- an heraflans en á sam- eiginlegum frétta- mannafundi í Moskvu í gær sagði sá fyrrnefndi, að ástandið í hemum væri orðið stóral- varlegt. „Ef þessu heldur áfram í tvö ár enn, munum við sitja uppi með skipalausan sjóher, flugvélalausan flugher og hergagnaiðnað, sem ekki getur smíðað nútímaleg vopn,“ sagði Batúrín. Þá hafði Interfax- fréttastofan eftir Rodí- onov í fyrradag, að kj arnorkuheraflinn væri að verða stjórn- laus en það var hann, sem gerði Rússland að stórveldi og hefur verið helsta tromp Rússa í samningaviðræðum stórveldanna. Sljórnlausar kjarnorku- eldflaugar „Þar er ekki lengur hægt að ábyrgjast ör- yggi stjórnkerfísins," sagði Rodíonov. „Við erum um það bil að missa tökin á kjamorkueldflaugun- um.“ Bætti hann við, að vegna fjár- skorts væri hann, vamarmálaráð- herrann, aðeins áhorfandi að hnign- un hersins. Á fréttamannafundinum í gær tók Rodíonov ekki jafn djúpt í ár- inni og sagði, að enn hefði herinn stjóm á stýrikerfunum og vitnaði í erlendar leyniþjónustuskýrslur þar sem ástandinu í rússneska kjarn- orkuheraflanum var hrósað. Umræður um ástandið í hernum hafa aukist í Rússlandi, meðal ann- ars vegna áætlana um stækkun Atlantshafsbandalagsins, NATO, en eins og staðan er nú, er samn- ingastaða Rússa veik. ímiklumvanda Erlendir hernaðarsérfræðingar segja, að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af rússneska kjamorku- vopnabúrinu, því stærsta í heimi. Er þá átt við stjórnkerfin, hvernig eldflauganna er gætt, viðhald og sjálft skotferlið. „Rússar hafa reynt að gera lítið úr þessu en það er ljóst, að þeir eiga í miklum vandræðum," sagði Christoph Bluth prófessor og sér- fræðingur við Reading-háskólann í Bretlandi. Rodíonov j j I i > I * I i l I i I í í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.