Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 41 MINNINGAR Jón söng og sönglist. Hann starfaði í kórum bæði í Vestmannaeyjum og á Selfossi. í Vestmannaeyjum gegndi hann formennsku um hríð, bæði í Samkór Vestmannaeyja og í Kirkju- kór Landakirkju. Nú er þessi indæli mágur minn allur og er hann sárt syrgður innan fjölskyldunnar. Sorgin er þó þyngst hjá eiginkonu hans, dætrum og barnabömum. Guð styrki þau. Blessuð sé minning góðs drengs. Gunnar Viðar Guðmundsson. Það var okkur mikið áfall þegar við fréttum að Jón frændi væri lát- inn, langt um aldur fram. Bernskuminningar okkar af Jóni eru tengdar glensi og taflmennsku. Jón var ávallt til í tuskið og vorum við bræðurnir oft að atast í honum. Það leið ekki sú fjölskylduveisla að okkur tækist ekki að æsa Jón upp í einhvem leik, eða þá honum okkur. Þegar flmm ára aldri var náð þótti Jóni mál til komið að kenna okkur mannganginn enda mikill áhugamað- ur um skák. Tók hann okkur í þjálfun af og til þegar fundum okkar bar saman eða þá að slegið var upp móti. Fjöltefli þar sem við tefldum á móti Jóni var til dæmis fastur liður í heim- sóknum okkar til Vestmannaeyja. Þegar við heimsóttum Jón til Eyja árið eftir Vestmannaeyjagosið, byij- aði hann á því að fara með okkur um Heimaey til þess að sýna okkur hvernig gosið hafði endurmótað eyna með sínum undramætti. Við fórum líka í siglingu með honum um Eyjarn- ar og skoðuðum þær jafnt utan sem innan. Sérstaklega voru hellamir minnisstæðir en við reyndum að sigla inn í þá flesta og var Jón óþreytandi í að láta undan óskum okkar. Þá fengum við yflrhalningu í helstu teg- undum sjófugla sem lifa við strendur landsins en sú fræðsla gleymdist fljótt enda fuglar ekki það sem er efst í huga strákpjakka. Ekki má gleyma spranginu en Jón lét okkur reyna þessa þjóðaríþrótt Eyjamanna þegar mamma og pabbi sáu ekki til. Þetta var ekki eina heimsókn okk- ar til Jóns I Eyjum, þvi þegar við komum til Vestmannaeyja til þess að æfa eða keppa í sundi var það fastur liður að heimsækja Jón og Sigrúnu og var þá ávallt tekið vel á móti okkur. Þótt Jón hafí verið búsettur úti á landi, fyrst í Vestmannaeyjum og sið- an á Selfossi, nánast frá því við mun- um eftir okkur fylgdist hann alltaf vel með okkur og hafði mikinn áhuga á því sem við vorum að gera. Þessi áhugi kom okkur báðum oft skemmti- lega á óvart eins og til dæmis þegar hvorum okkar fyrir sig barst fullur kassi af harðfíski til Bandaríkjanna þar sem við vorum í námi. í bréfi sem fylgdi sendingunni stóð eitthvað á þá leið að honum þætti rétt að minna okkur á fóstuijörðina og að við gætum látið ljúfar endurminningar að heiman streyma um hugarfylgsni okkar með- an við gæddum okkur á gómsætum harðflskinum. Jón skar ekki við nögl í þetta skiptið frekar en fyrri daginn en svo mikið var af harðflski í kössun- um að hann hefðu dugað handa heilli herdeild enda entist hann lengi vetrar. Ein af síðustu minningum okkar af Jóni var þegar við heimsóttum hann á spítalann eftir að veikindi hans urðu ljós. Þótt hann væri ný- kominn úr aðgerð var hann samur við sig og sló á létta strengi en það var öllum ljóst sem hann þekktu að veikindin sóttu mjög að honum. Minning okkar um Jón er af gef- andi og glaðværum manni. Það er með söknuði sem við kveðjum þig, kæri frændi. Þorsteinn Guðlaugur og Guðmundur Þór. Þegar ég yflrgaf vinnustað minn, síðdegis á mánudag, átti ég ekki á öðru von en að hitta starfsfélaga mína glaða og reifa að morgni næsta dags. Laust fýrir klukkan átta að morgni þriðjudags, þegar ég var að búast til brottfarar, hringdi síminn og mér var skýrt frá því að Jón Ragnar Þorsteinsson, héraðsdómari, hefði látist að kvöldi mánudagsins. Við Jón Ragnar höfðum unnið saman frá því að ég tók við emb- ætti bæjarfógeta í Vestmannaeyjum í nóvember 1973, eða rúm tuttugu og þrjú ár. Hann útskrifaðist úr laga- deild Háskóla íslands haustið 1971 og fékk starf sem fulltrúi bæjarfóget- ans í Vestmannaeyjum frá 1. nóvem- ber 1971 og hafði því unnið við það embætti í tvö ár er ég kom þar til starfa. Hann var þar við störf er Heimaeyjargosið hófst, 23. janúar 1973, og kom það í hans hlut, ásamt Jóni Haukssyni, þáverandi aðalfull- trúa, að standa fyrir starfsemi emb- ættisins úti í Vestmannaeyjum á þeim tíma þegar höfuðstöðvar þess höfðu verið fluttar í Hafnarbúðir í Reykjavík. Það starf þekki ég ekki af eigin raun, en veit að það var ekki alltaf auðvelt og oft þurfti að taka ákvarðanir sem einhveijir voru ósáttir við og reyndi þá á staðfestu og kjark. Dómsmálaþáttur bæjarfógeta- embættisins varð fljótlega aðal- starfsvettvangur Jóns Ragnars og fórst honum það vel úr hendi. Fór svo að er lögum var breytt og skip- aðir voru sjálfstæðir héraðsdómarar við nokkur sýslumanns- og bæjarfóg- etaembætti á árinu 1982 var Jón Ragnar skipaður héraðsdómari í Vestmannaeyjum. Gegndi hann því starfl þar til hann, við réttarfars- breytinguna, sem tók gildi 1. júlí 1992, var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands um leið og ég tók þar við starfi dómstjóra. Dómstörf sín leysti Jón Ragnar af höndum með mikilli prýði, en eðli þeirra er oft og tíðum mjög mis- jafnt. Sum mál eru auðveld viðfangs en önnur geta verið mjög flókin og erfið úrlausnar. Aldrei veigraði Jón Ragnar sér við að takast á við hin erfiðustu mál, og stýrði réttarhöldum sínum með myndugleik. Þegar menn starfa saman svo lengi sem við Jón Ragnar höfum gert væri undarlegt ef okkur hefði ekki einhvem tímann greint á. Það kom reyndar fyrir og urðum við stundum ósáttir bæði hvað varðaði afgreiðslu dómsmála og um stjóm- sýslumálefni. En það er hjóm eitt þegar að leiðarlokum er komið, enda löngu að baki. Jón Ragnar var góður söngmaður eins og hann átti kyn til, en Þor- steinn Sveinsson faðir hans var um árabil formaður Þjóðleikhúskórsins. Jón tók mikinn þátt í störfum Sam- kórs Vestmannaeyja og Kirkjukórs Landakirkju og gegndi formennsku í báðum kórunum um skeið. Eftir að hann flutti til Selfoss 1992 tók hann einnig þátt í starfsemi kirkju- kórsins þar. Jón Ragnar veiktist sl. sumar og var þá frá vinnu um þriggja mánaða skeið og hafði síðan verið undir lækn- ishendi. Eftir aðgerð sem hann gekkst þá undir virtist hann vera á góðri bataleið þótt bæði honum og öðrum væri það ljóst að fullur bati væri ekki fenginn. Fyrirhugað var að hann gengist undir aðgerð að nýju og var hann að bíða þess að komast að þegar kallið kom. Bið- tíminn reyndist honum of langur. Jón Ragnar kvæntist 19. apríl 1976 Sigrúnu Bogadóttir snyrti- og fótaaðgerðafræðingi og gekk þá í foðurstað Svölu dóttur Sigrúnar frá fyrra hjónabandi, en á árinu 1983 eignuðust þau dótturina Höllu Dröfn sem var þeim báðum mikill gleði- gjafi. Þegar ég kveð þennan sam- starfsmann minn hinstu kveðju sendi ég þeim mæðgum hugheilar samúð- arkveðjur. Kristján Torfason. Við Jón Ragnar Þorsteinsson átt- um samleið lengi og við ótímabært andlát hans koma því margar minn- ingar upp í hugann og allar góðar, því Jón Ragnar var vandaður maður til orðs og æðis. Er þar fyrst til að taka að við vorum skólafélagar við Menntaskólann að Laugarvatni og reyndar herbergisfélagar síðasta árið fyrir stúdentspróf. Gekk það sam- býli vel, enda ekki við öðru að búast þar sem Jón var jafnlyndur maður og óáreitinn við aðra. Strax á skólaá- rum komu fram ýmsir af þeim góðu eiginleikum er einkenndu Jón ætíð síðan, bæði í leik og starfi, og má þar til nefna góða kímnigáfu, vönduð vinnubrögð og sanngimi gagnvart mönnum og málefnum. Að loknu stúdentsprófí lögðum við báðir stund á lögfræði, og æxlaðist þannig til, að starfsvettvangur okkar beggja að prófí loknu varð við embætti bæjar- fógetans í Vestmannaeyjum og var það reyndar að minni tilstuðlan að Jón flutti til Eyja. Eins og Jón hafði áður verið góður skólafélagi þá reyndist hann góður samverkamaður og minnist ég sam- starfsins við Jón með miklu þakk- læti og eins eftir að ég hætti starfi hjá ríkinu. Jón hélt hins vegar áfram starfí í opinbera þágu og valdist þar fljótlega til ýmissa trúnaðarstarfa. Var hann skipaður héraðsdómari við embætti bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum 1982, var settur bæjar- fógeti um skeið og var síðan skipað- ur dómari við Héraðsdóm Suður- lands, þegar sá dómstóll var settur á stofn. Er þar nú skarð fyrir skildi því Jón var einkar farsæll dómari og mjög laginn við að draga fram aðalatriði hvers máls og fínna heppi- lega lausn og naut hann þar með- fæddrar réttsýni. Var enda afar fá- títt að hróflað væri við dómum Jóns væri þeim áfiýjað. Á sviði lögfræð- innar gerist það oft að menn verða sérfróðir í einni grein framar ann- arri. Jón Ragnar varð sérfræðingur á sviði opinberra mála, en þar er sérstök þörf á vandvirkni. Tel ég ^ óhætt að fullyrða að hann hafí verið orðinn einn helsti sérfræðingur landsins á þessu sviði og naut virð- ingar sem slíkur. En Jóni Ragnari var ýmislegt fleira til lista lagt en að sinna opin- berum embættisstörfum. Á sínum yngri árum var hann efnilegur íþróttamaður og þá var hann iiðtæk- ur skákmaður og greip í bridsspil á góðum stundum. Söngmaður var hann góður og hafði sungið í ýmsum kórum. Einnig veittist honum létt að setja saman vísu og gat kveðið dýrt, ef því var að skipta. Þá gat *■» hann verið lista eftirherma, þótt því væri nú lítið flíkað nema þá í þröng- um hópi góðra vina. í einkalífi sínu var Jón gæfumað- ur. Kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigrúnu A. Bogadóttur, árið 1976 og áttu þau tvær dætur. Naut Jón sín afar vel innan veggja heimilisins og var mikið ástríki með þeim hjónum. Á síðari timum varð það eitt mesta yndi Jóns að stunda ræktunarstörf og var frístundunum, einkum á sumrin, oftast varið með fjölskyldunni í sumarbústaðnum og ræddi hann oft um sælustundir sínar þar. Ótal sinnum var hann búinn að Ieggja hart að mér að koma í heim- sókn í bústaðinn og framkvæma vett- vangskönnun, en einhvern veginn hafði það aldrei komist í verk, þótt lofað væri koníakstári, ef af yrði, til þess að gera boðið gimilegra, en sjálfur var Jón mikill hófsemdarmað- ur á slíkar veigar. En úr þessu verð- um við bara að athuga saman hvort ekki er jafngróðursælt hinum megin og er ekki að efa að þar verður þú búinn að undirbúajarðveginn af þinni alkunnu nærfæmi. Að lokum viljum við Svala þakka þeim hjónum margar góðar samveru- stundir í gegnum tíðina og biðjum^* góðan guð að styrkja Sigrúnu og fjölskylduna í sorg þeirra og minnast þess að þar eru guðs vegir sem góð- ir menn fara. Jón Hauksson. • Fleiri minningargreinar um Jón RagnarÞorsteinsson bíða birt- ingar ogmunu birtast i blaðinu næstu daga. og grét ef tímar vom erfíðir. Þú varst alltaf til staðar og hjálpaðir mér að líta björtum augum áfram. En nú verð ég að hugsa að þú sért yflr mér og ég notast við orð þín til huggun- ar. Þú varst yfirleitt svo glöð og ánægð þó síðustu mánuðir hafi verið erfiðir, þá var stutt í grínið. Þú varst ein af mínum bestu vinkonum og það var svo auðvelt að tala við þig um allt. Ég man líka ef mig langaði í kjól fýrir árshátíð var hann saumaður á einni nóttu og allt gekk eins og í sögu. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman og þær lifa í minningunni. Ég vil líka þakka þér fyrir íjölskylduna sem þú bjóst mér því ég á enn mjög mikið þó ég hafí misst mjög mikið. Með ástar- og saknaðarkveðju, þín dóttir Sóley Huld. Elsku besta mamma mín. Þú trúir ekki hvað ég sakna þín mikið. Það varst þú sem varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda og ég man að ég gat alltaf leitað til þín ef eitthvað var að eins og til dæmis þegar ég lenti í ástarsorg, þá man ég að þú sagðir við mig. „Þetta er allt í lagi, mamma verður alltaf hjá þér,“ og þú stóðst við það, en núna ert þú farin í annan betri heim og ég ætla að vona að þér líði betur þar því að þú átt það svo innilega skilið, því þú ert sú yndislegasta kona sem ég hef kynnst og betri mömmu er aldrei hægt að fá. Mamma, ég vil að þú vitir að ég á aldrei eftir að gleyma þér og vona að þú sért alltaf hjá okkur og passir okkur. Mamma, ég vil segja takk fyrir að hafa verið þú og hafa fætt mig í heiminn. Ég elska þig, þín dóttir, Signý Hlíf. Elsku mamma. Ég sakna þín sárt en veit að þér líður betur núna. Þú varst alltaf traust og trygg og við gátum leitað til þín með allt og þú vildir allt fyrir okkur gera. Þú varst bæði mamma og vinkona. Þú varst kannski ekki fullkomin en allir hafa sína galla. Þínir gallar féllu í skugg- ann af lífsgleðinni. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Spá- maðurinn Kahlil Gibran). Elsku mamma mín, við höfum misst mikið en eigum flillt af minn- ingum til að hugga okkur við. Ég kveð þig núna sátt og leyfí þér að fara í friði. Þín dóttir, Dagný Hrund. Kæra Hrefna. Það er sárt að sjá á eftir þér hverfa burt. Okkar fyrstu kynni voru í bakgarðinum á Fögru- brekkunni og tókust með okkur góð kynni enda var mér strax tekið sem einum af fjölskyldunni og ávallt hafð- ur með í öllum áætlunum hennar. Ofarlega í huga eru þær fjölmörgu útilegur sem í var farið og í þeim var ávallt glatt á hjalla. Þú tókst alltaf afstöðu með mér í þeim málum sem upp komu. Ég veit að þú lífgar upp á þeim stað sem þú ert núna. Ég þakka þér fyrir öll árin og allar þær stundir sem ég átti með þér og fjölskyldunni. Þinn, Jón Berg. Mín kæra vinkona, hún Hrefna, er dáin, sorgarfregnin kom að morgni 1. febrúar. Þó vitað væri að hveiju stefndi kemur kallið alltaf jafn mik- ið á óvart, baráttunni við illvígan sjúkdóm er lokið. Minningarnar hrannast upp, vináttan orðin löng, allt frá því að við vorum ungar stúlk- ur. Betri vinkonu er ekki hægt að eignast, trausta og lífsglaða. Ekki má heldur gleyma fjölskyldunni hennar Hrefnu, eiginmanninum Áma, dætrunum Hafdísi, Sóleyju, Dagnýju og Signýju og þeirra fjöl- skyldum, sem á svo aðdáunarverðan hátt hafa staðið við hlið hennar í þessum erfiðu veikindum. Við ótímabært fráfall Hrefnu er ég þakklát fyrir að hafa kynnst henni og átt hana að vini. Ég dáist að því æðruleysi sem hún sýndi í veikindum sínum, mér er í því sambandi minnis- stæð síðasta heimsókn hennar til okkar Jóa, þá nýkomin af sjúkra- húsi eftir erfiða aðgerð. Hvað hún var hress og kát, þó eflaust hafi hún vitað að hveiju stefndi, þegar hún bað Jóa um að taka upp nikkuna og spila uppáhaldslagið sitt, „í bljúgri bæn“. Elsku Hrefna mín, vertu sæj að sinni. Takk fyrir allt. Elsku Ámi, dætur, tengdasynir, litlu ömmudren- gimir, allir ættingjar og vinir, við Jói biðjum Guð að styðja ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Kristín Sigurðardóttir. Ég kynntist Hrafnhildi fyrst fyrir rúmum 11 árum, ég þurfti þá á dag- mömmu að halda fyrir sjö mánaða dóttur mína Hildi, ég sá fljótlega hvað ég hafði verið heppin þvi í betri höndum var vart hægt að hugsa sér að hafa barnið sitt. Hildur var svo þar í tæp fjögur ár og myndaðist ágætis kunningsskapur milli okkar og fjölskyldu hennar, þar sem dætur hennar pössuðu oft fyrir mig bömin mín. Síðar gerðist ég sjálf dagmóðir og Hrafnhildur byijaði sjálf aftur eftir nokkurt hlé. Við ásamt fjórum öðrum dagmæðrum vorum duglegar að hittast á róló tvisvar í viku og heima hjá hver annarri með bömin og leið vart sá dagur að við hefðum ekki samband eða hittumst. Var Hrafnhildar saknað mikið í hópnum í vetur. Veikindi hennar hafa verið erfið fyrir konu sem var eins lífsglöð og hress andlega. Alltaf mætti hún á allar samkomur og opin hús hjá Sam- tökum dagmæðra í Kópavogi meðan heilsan leyfði. Einnig tók hún mikinn þátt í félagsstarfinu og var um tíma í skemmtinefnd og heildsölunefnd fýrir félagið. Það er mikill söknuður hjá okkur öllum að vera búnar að missa slíka sómakonu. Ég vil votta Áma og íjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur frá mér og íjölskyldu minni, einnig frá Samtökum dag- mæðra í Kópavogi. Guð blessi minningu Hrafnhildar Sveinsdóttur. Ester Ásbjörnsdóttir. Kær vinkona okkar, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Hrefna eins og hún var alltaf kölluð, er dáin eftir erfiða bar- áttu, hann sigraði að lokum sá harði húsbóndi, dauðinn. í nóvember þegar mesta áfall okkar lífs kom er við misstum son okkar voru þau hjónin með þeim fyrstu sem komu til að styrkja okkur þó þrek Hrefnu væri þá mjög farið að dvína. Það er allt í lagi með mig, sagði hún. Nú heyrum við ekki framar gengið um dyrnar og Hrefnu kalla: „Halló, er ekki ein- hver heima?" Það var sárt þegar hún missti síða fallega hárið sem var svo stór hluti af henni en svo glöddumst við öll með henni þegar heilsan batn- aði og hárið óx aftur og allt leit betur út, en svo syrti aftur og nú var engin batavon. Allt verður öðruvísi en áður þegar vantar í flölskylduna. Við verðum að trúa því og hugga okkur við að þeir sem deyja eru ekki famir frá okkur heldur famir á undan okkur. Kæm vinir, nú er hafin ganga ykkar um dimman sorgardal þar sem* - hvert eitt skref framkallar sorg og tregafullar minningar um þann tíma þegar Hrefna lifði og allt lék í lyndi. Ykkur fínnst eflaust að þessir dimmu dagar taki aldrei enda. Senn mun vorið víkja burt kulda og dimmu og þess í stað mun birta og hlýna á ný. Vonandi verður einnig svo í hugum ykkar. Standið þétt saman, hug- hreystið hvert annað og hikið ekki við að leita huggunar og styrks hjá Guði vorum. Elsku Árni og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur frá fjölskyldunni Stekkum. Guðmundur og Margrét Helga. , Það var árið 1984 sem Hrafnhildur ‘ Sveinsdóttir eða Hrefna eins og hún var kölluð gekk í Rangæingafélagið í Reykjavík. Það kom fljótt í ljós að þar hafði félagið fengið góðan liðs- auka. Og stuttu síðar var hún kosin í skemmtinefnd þar sem hún vann ötullega að málefnum félagsins, með- al annars stýrði hún kaffíveitingum á spilakvöldum í Ármúlanum af festu og öryggi. Hún lét sig heldur aldrei vanta þegar eitthvað var um að vera og mætti þá oft með stóran hluta fjölskyldunnar. Nú síðast kom hún á aðventuskemmtun kórsins í desem-»'<* ber sl. þrátt fyrir að vera þá orðin fársjúk. Um leið og við þökkum Hrefnu samfylgdina og vel unnin störf viljum við votta Ámá, dætmm, tengdasyni og barnabömum okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd Rangæingafélagsins í Reykjavík, Martha Sverrisdóttir, ** formaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.