Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 29 AÐSEIVIDAR GREINAR Mísskílningur sjávar- útvegsráðherra ÞRIÐJUDAGINN 28. janúar síðastliðinn birti Morgunblaðið grein eftir Þorstein Pálsson sjávarút- vegsráðherra. í grein- inni heldur ráðherra því fram að veiðigjald myndi bijóta niður samkeppnisstöðu sjáv- arútvegsins og gera það að verkum að frumvinnsla færðist í stórauknum mæli út á sjó og fullvinnsla til útlanda. Að loknum útreikningum kemst hann síðan að þeirri niðurstöðu að veiðigjald, sem færði 5-6 milljarða frá útgerðinni, yrði til þess að fækka fiskvinnslustörf- um um 2.000. Veiðigjald eða atvinnuleysi Sú fullyrðing er á misskilningi byggð hjá ráðherra því að veiði- gjald myndi þvert á móti fjölga störfum í fiskvinnslu. Astæðan er þessi: Auknar aflatekjur endur- speglast í aukinni innlendri eftir- spum eftir vöru og þjónustu. Þeir aðilar, sem ekki em í samkeppni við erlenda aðila, geta mætt aukn- ingunni með verðhækkunum en samkeppnisgreinarnar geta það ekki án þess að missa í leiðinni hluta af afurðamörkuðum sínum. Af þessum sökum hækka þátta- tekjur þ.m.t. laun og rekstaraf- gangur minna í samkeppnisgrein- um en öðmm greinum og vinnuafl og fjár- magn streymir úr sam- keppnisgreinum yfir í hinar sem varðar em erlendri samkeppni. Þetta átti sér stað á ámnum 1983 til 1993. Heildaraflatekjur fiski- skipaflotans á föstu verði hækkuðu um 61,6%. Þáttatekjur, þ.m.t. laun og rekstr- arafgangur í hagkerf- inu í heild, hækkuðu um 33% umfram þátta- tekjur í fiskiðnaði. Á sama tíma fækkaði störfum í fiskvinnslu um rúm 1.700 og hlutdeild fískiðnaðar í vinnuafl- snotkun alls fór úr 8,9% í 6,6%. Þegar aflatekjur minnkuðu að nýju myndaðist atvinnuleysi því að fyrir- tækjum í samkeppnisgreinum hafði fækkað til muna. Hefði útgerðin greitt veiðigjald á þessum tíma og tekjunum varið til að greiða erlend- ar skuldir þjóðarbúsins hefði físk- vinnslustörfum ekki fækkað eins og raun varð á og atvinnuleysi væri enn nær óþekkt hér á landi. Trú á kraftaverk Fáir telja heppilegt að láta aukn- ar tekjur af nýtingu náttúmauð- linda ryðja samkeppnisgreinum úr vegi. Hagsagan sýnir nefnilega að hagvöxtur er hraðari ef hann er byggður á samkeppnisgreinunum en ekki nýtingn náttúmauðlinda. Talið er að það spretti m.a. af þeirri staðreynd að tækniframfarir sem og menntunarkröfur í samkeppnis- greinunum em hraðari og meiri en í öðmm greinum. Einnig er talið að hnignun samkeppnisgreinanna samhliða miklum og sveiflukennd- um tekjum af nýtingu náttúmauð- linda stuðli að atvinnuleysi og verð- bólgu. Lágt menntunarstig, litlar tækniframfarir, aukin verðbólga og atvinnuleysi em allt þættir sem halda þjóðartekjum á mann lægri en ella. Ráðherra skipar sér hins vegar í fámennann hóp sem trúir á Hagvöxtur er hraðari, segir Ingólfur Bender, ef hann er byggður á samkeppnisgreinunum en ekki nýtingu nátt- úruauðlinda. kraftaverk. Skoðun hans er sú að hagkerfið læknist líkt og fyrir kraftaverk og efnahagssveiflur sem uppmna eiga í sjávarútvegi heyri sögunni til. Svo er ekki. Þenslumerki og 5,5 milljarða tekjuauki Milli áranna 1995 og 1996 juk- ust heildartekjur útgerðarinnar um tæpa 5,5 milljarða króna eða um Ingólfur Bender tæp 8,5% á föstu verði. Gemm ráð fyrir að 1.800 milljónir hafí farið í viðbótarkostnað vegna olíu, veið- arfæra og annarra aðfanga og að útgerðin hafí greitt heilar 50 millj- ónir í tekju- og eignarskatt. Af- gangurinn, 3.650 m.kr., er hækkun þáttatekna útgerðarinnar milli ár- anna tveggja. Af þeirri fjárhæð fóm tæpar 1.960 milljónir í hækk- aðar launagreiðslur. Ætla má að 45% þeirrar hækkunar hafí mnnið beint til ríkisins í staðgreiðslu skatta. Að öllu saman lögðu má því gera ráð fýrir að um 930 millj- ónir af þessum 5,5 milljörðum hafí mnnið til ríkisins áður en þær fóm að veltast í hagkerfínu. Um og eftir mitt síðastliðið ár fóm menn að hafa áhyggjur af vaxandi þenslu í efnahagsstarfsemi hér á landi. Við þessu brást Seðla- bankinn með vaxtahækkunum sem leiddu til verri samkeppnisstöðu vegna aukins vaxtamunar milli ís- lands og samkeppnislandanna. Að mínu mati hefði ríkið betur tekið a.m.k. helmingi hærri fjárhæð en það gerði af þessari 5,5 milljarða aukningu aflatekna, með veiði- gjaldi eða öðmm hætti, og veitt þeirri fjárhæð út úr hagkerfinu til endurgreiðslu á erlendum skuldum. Með því hefði ekki einungis unnist Fallegar og vandaðar gjafavörur á frábæru verði Listhúsinu (gegnt Hótel Esju), sími 568 3750. lægra vaxtastig og minni vaxta- munur heldur einnig skapast minni þrýstingur á launahækkanir sem ógnar stöðu samkeppnisgreina um þessar mundir. Að lokum skal ráðherra og öðr- um á það bent að veiðigjald er ekki eina leiðin til að beina þeim hluta aukningar í aflatekjum út úr hagkerfínu sem þarf til að forða samkeppnisgreinunum frá hnign- un. Hún er hins vegar eflaust sú sem hefur minnsta sóun í för með sér. Auka má hlutdeild ríkisins í vaxandi aflatekjum með því að gera útgerðinni skylt að greiða fullan skatt af hagnaði sem mynd- ast við sölu kvóta, færa afskriftar- hlutfall kvótaeignar niður í núll og fella niður sjómannaafslátt. Líkt og með tekjur af veiðigjaldinu ætti að beina tekjuaukanum út úr hag- kerfinu í uppsveiflu. Meginatriðið er hins vegar að komið sé í veg fyrir að auknar aflatekjur kollvarpi samkeppnisgreinunum og rýri fremur en auki hagsæld þjóðarinn- ar. Höfundur er hagfræðingvr Samtaka iðnaðarins. Einföld lausn á flóknum málum H KERFISÞRÓUN HF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Hvalkjöt á disk- inn minn strax ÞAÐ ER krafa meg- inþorra Islendinga að heíja hvalveiðar strax og láta ekki fámenna kredduhópa, em eru fjármagnaðir af útlensk- um sérvitringum og eig- inhagsmunaseggjum, standa í veginum. Við eigum að njóta auðæfa hafsins eins og framast er unnt, fyrst var það hvalurinn og síðan þorskurinn, næst verður það nautið og lambið og áður en við vitum af erum við farin að lifa á loftinu einu. Ég tel að Hvalur hf., sem stundaði þessar veiðar undir ötulli forsjá öðlingsins Lofts Bjarna- sonar og síðan sonar hans, Kristj- Við eigum að njóta auðæfa hafsins, segir Skúli Einarsson, eins mfundurerfymmmatsveinn. Skúli Einarsson á milljónum árlega. Þessir öfgahópar ættu að snúa sér að arðbærri vinnu, frekar en að standa í mót- mælum og eyðileggja lífsafkomu fólks. Vil ég benda ferða- málaspekúlöntum á, að það var ekki hægt að telja þá útlendinga og Islendinga sem komu í rútum til að skoða hvalskurð og annað sem fylgdi. Það voru svo margar rútur stundum að það þurfti að bægja fólki frá. Það væri góð hugmynd að byggja þama fyrir ferðamenn veit- ingaaðstöðu o.þ.h. Það myndi verða vel sótt, svo ekki mundi það fæla ferðamennina frá. Það er nefnilega örugglega hægt að samhæfa ferða- þjónustu og hvalveiðar. og framast er unnt. áns, hafi verið stöndugt og gott fyrirtæki sem átti ekki skilið að undirstöðunum væri svipt svona undan því. Hvar eru þessir skóla- piltar sem komnir eru til vits og ára? Eins og margir vita hefur Hvalur hf. í gegnum tíðina aðstoðað marga pilta um atvinnu, svo þeir geti stundað skóla. Nú ættu þeir að launa greiðann og láta í sér heyra. Af eigin reynslu vil ég nefna dæmi að þegar bláhvalurinn var frið- aður fjölgaði honum svo mikið að það horfði til vandræða á miðunum. Hefur fólk gert sér í hugarlund hvað hvalurinn eyðileggur mikið af veið- arfærum á ári hveiju? Tjónið veltur rrrwin Aflaðu upplýsinga um heilsu og líkamsrækt. Því upplýstari sem þú ert, því betur gengur þér að aðlagast nýjum lifsstil. 5afnaóu 5 hollrádum og þú færó 1000 kr. afslátt af þriggja manaóa kortum i Mætti oq Gatorade brúsa oq duft frá Sól hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.