Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ IMEYTENDUR Bolla, bolla BOLLUDAGURINN er í uppsigl- ingu og margir nota helgina til að baka. Það er mikið að gera hjá Jóhannesi Baldurssyni bakara- meistara hjá Breiðholtsbakaríi en hann byijaði í vikunni að baka fyr- ir bolludaginn. „Við byijuðum að baka á fimmtu- daginn og ætli bollurnar verði ekki um 10.000 sem við bökum að þessu sinni,“ segir hann. Jóhannes byijar að vinna klukkan tvö á nóttunni og aðfaranótt mánudagsins byija bakararnir á miðnætti að baka boll- ur. - Þið borðið náttúrulega bollur alla daga? „Nei, nei það er ekki mikið um bolluát á okkur sem stöndum í bollubakstrinum hér hjá Breiðholts- bakaríi." Fjórtán bollutegundir Jóhannes segir að bollutegund- imar þeirra séu um fjórtán talsins að þessu sinni. „Við erum með níu tegundir af gerdeigsbollum og fimm gerðir af vatnsdeigsbollum. Þetta eru sígildar ijómabollur, ófylltar bollur, rúsínubollur, bananabollur, mömmubollur, suðrænar bollur og Bessastaðabollur. Auk þess erum við í fyrsta skipti með sérstakar bamabollur sem eru þá aðeins minni en venjulegar boll- ur með súkkulaðifyllingu og skreyttar sérstaklega fyrir ungu kynslóðina." - Em viðskiptavinir farnir að taka forskot á sæluna og fá sér bollu? „Um leið og bollumar em settar fram fer fólk að kaupa þær. En örtröðin er mest á bolludaginn sjálf- an.“ Jóhannes gefur hér lesendum uppskrift að ávaxtabollum, vatns- deigsbollum og gerdeigsbollum. Ávaxtabollur 70 g sykur ___________55 g smjörlíki________ 40 g pressuger 620 g hveiti 280 g votn (kalt) 1 £92. salt á hnífsoddi 90 g kokteilber (rauó og græn) 60 g Síríus suðusúkkulaði, __________smátt saxað__________ 30 g súkkatteningar Allt hráefnið er sett í hrærivélar- skál og hnoðað vel saman í um fimm með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfa- fundi með Reykvíkingum á næstu vikum. Fundirnir verða sem hér segir: Fyrsti fundurinn verður haldinn mánudaginn 10. febrúar með íbúum Grafarvogshverfa. Hamra-, Folda-, Húsa-, Rima-, Borga-, Víkur- og Engjahverfi. Fundarstaður: Fjörgyn kl. 20.00. 2. fundur verður haldinn mánudaginn 24. febrúar með íbúum í Árbæjar-, Ártúnsholts- og Seláshverfi. Fundarstaður: Ársel kl. 20.00. 3. fundur verður haldinn fímmtudaginn 27. febrúar með íbúum í Laugarnes-, Lækja-, Teiga-, Langholts-, Sunda-, Heima- og Vogahverfi ásamt Skeifunni. Fundarstaður: Langholtsskóli kl. 20.00. 4. fundur verður haldinn mánudaginn 3. mars með íbúum Efra Breiðholts. Berg, Fell og Hólar. Fundarstaður: Gerðuberg kl. 20.00. 5. fundur verður haldinn mánudaginn 10. mars með íbúum Bakka, Stekkja, Skóga og Seljahverfis auk Suður-Mjóddar. Fundarstaður: Ölduselsskóli kl. 20.00. 6. fundur verður haldinn fimmtudaginn 13. mars með íbúum í Háaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða-, Fossvogs- og Múlahverfi. Fundarstaður: Réttarholtsskóli kl 20.00. 7. fundur verður haldinn mánudaginn 24. mars með íbúum í Túnum, Holtum, Norðurmýri og Hlíðum. Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00. 8. fundur verður haldinn mánudaginn 7. apríl með íbúum Vesturbæjar, Miðbæjar og Austurbæjar vestan Snorrabrautar. Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00. Á fundunum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. mínútur. Skipt í 20 bollur, sett á bökunarplötu með pappír og rakur klútur lagður yfír. Látið lyfta sér í 45 mínútur. Bakað við 180°C í 15 mínútur. Má borða þær ófylltar en smakkast vel með smjöri eða þeytt- um ijóma. Vatnsdeigsbollur meó rjómafyllingu ____________20 bollur__________ ___________300 g vatn__________ 150 g smjörlíki 150 g hveiti 4 egg _______hjartarsalt á hnífsoddi_____ Vatn og smjörlíki er soðið upp og hellt í hrærivélarskál. Hveiti og hjartarsalti er bætt út í og unnið létt með spaðanum. Eggjum er bætt út í einu og einu í senn og hrært vel á milli. Sprautað á bökun- arplötu sem þakin er með bökunar- pappír og setjið í 230°C heitan ofn sem síðan er strax lækkaður niður í 180°C. Bakið bollumar í um 35 mínútur. Fyllið með þeyttum ijóma og rabar- barasultu. Að síðustu eru 2 plötur af suðusúkkulaði bræddar yfír vatni og þeim smurt yfir bollumar. Morgunblaðið/Ásdls Gerdeigsbollur með sérrífyllingu 230 g hveiti ____________12 g sykur___________ __________sglt á hnífsoddi_______ ___________80 g smjörlíki________ __________20 g pressuger_________ _________75 g mjólk (köld)_______ ______________‘Aegg______________ ______5 g kgrdimommudropar_______ Allt sett í hrærivél með hnoðara og deigið hnoðað. Síðan er því skipt í 20 jafnar kúlur, þær hnoðaðar upp og látnar lyfta sér undir rökum klút í um 45 mín. Settar á bökunarplötu með bökunarpappír og bollurnar eru bakaðar í 230°C heitum ofni, helst blástursofni, í um 8-10 mín. Fyllíng: 750 g þeyttur rjómi 3 msk. dökkt sérrí {h dós af kokteilávöxtum Sérrí er blandað varlega saman við þeyttan ijóma og blöndunni sprautað í hring á annan helming bollunnar. Kokteilávextir eru settir í miðju hringsins. Að lokum er búin til sykurbráð með 100 grömmum af safa kokteilávaxtanna og flórsykri. Morgunblaðið/Ásdís Lesendur spyrja Helmingsverðmunur áhnetum LESANDI hringdi og sagðist hafa ætlað að kaupa pecanhnetur í böku, alls 200 grömm. Hann sá hnetumar í Hagkaup en fannst dýrt að þurfa að borga um 295 krónur fyrir 113 grömm eða alls um 590 krónur fyrir það sem þurfti í bökuna. Hanií lagði leið sína í Heilsuhúsið og þar kostuðu 200 grömm af pecanhnetum um 280 krónur. í hveiju liggur munurinn spyr hann. Svar: Lárus Óskarsson innkaupa- stjóri hjá Hagkaup segir að um gjör- ólíka vöru sé að ræða. „Við erum að selja stórar fyrsta flokks hnetur í loftskiptum umbúðum með ná- kvæmum upplýsingum um næringar- gildi. Auk þess em þær í hörðum dósum sem gera það að verkum að þær brotna ekki. Geymsluþolið er gjörólíkt. á hnetunum hjá Heilsuhús- inu og þær eru einnig af allt öðrum gæðum. Með því að bera saman hnet- urnar fer gæðamunurinn ekkert milli mála. Við seljum á hinn bóginn hnet- umar í harðri skel líka og þá eru þær miklu ódýrari í Hagkaup en Heilsuhúsinu. Hjá Heilsuhúsinu borga viðskiptavinir 237 krónur fyrir 250 grömm á meðan sama magn kostar 69 krónur í Hagkaupi." Mar- grét Kaldalóns verslunarstjóri hjá Heilsuhúsinu í Kringlunni segir að Pecanhneturnar komi til fyrirtækis- ins frá Bretlandi. Að hennar sögu koma hneturnar þaðan í lofttæmdum umbúðum og þeim er síðan vikulega pakkað hér heima í litla poka. Hörðu hnetumar segir hún hins- vegar að komi frá heildsala og þess- vegna sé það ekki í þeirra valdi að stjóma verðinu á þeim “, segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.