Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 51 BRÉF TIL BLAÐSINS Upprifjun á samþykkt Alþingis frá 7. maí 1993 Frá Sigvrði Magnússyni: ALÞINGI ályktar að heimila ríkis- stjórninni að fullgilda fyrir íslands hönd rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar sem gerð- ur var í New York 9. maí 1992. Þessi ályktun var samþykkt á Al- þingi _ 7. maí 1993. Árið áður, 12. júní 1992, Sigurður hafði Eiður Magnússon Guðnason, þá- verandi umhverfisráðherra, undir- ritað samninginn fyrir íslands hönd í Ríó de Janeiró. Upphaf samnings- ins hljóðar svo: Aðilar að samningi þessum eru þeir sem viðurkenna að breytingar á loftslagi jarðarinnar og skaðleg áhrif þeirra séu sameig- inlegt viðfangsefni mannkyns. Þetta eru inngangsorð samningsins, honum er svo skipt í 25 greinar. „Skuldbindingar" er fyrirsögn 4. greinar. 1. tölulið- ur hljóðar svo: Með hliðsjón af sam- eiginlegum en ólíkum skuldbinding- um og sérstakri forgangsröðun þró- unarverkefna einstakra ríkja og svæða, markmiðum þeirra og kring- umstæðum, skulu allir aðilar: (Liður ,,i“) stuðla að og vinna saman að menntun, þjálfun og meðvitund al- mennings varðandi loftslagsbreyt- ingar og ýta undir sem víðtækasta þátttöku í þessu ferli. þ.m.t. félaga- samtaka. Eg leyfi mér spyrja við- komandi stjórnvöld. Var Islending- um kynnt sú hætta sem stafar af úrgangsefnum frá álveri og annarri mengandi stóriðju? Hafa þeir fengið þá fræðslu og þjálfun, sem getið er í 6. gr. samningsins og eru þeir meðvitaðir um áhrif mengunarinnar og þeirra loftslagsbreytinga sem henni fylgja? „Fyrirvarar“ er fyrirsögn 24 greinar samn- ingsins. Þar segir: Enga fyrirvara má gera við samninginn. Skjalið er greinilegt og ljóst við hvað er átt. Ef kíkt er á framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar frá 1995 varð- andi rammasamning um loftslags- breytingar. Þar hljóðar einn kaflinn svo: „Það er álit ríkisstjórnarinnar að skuldbindingar um takmörkun útstreymis gróðurhúsaloftegunda eigi ekki að koma í veg fyrir að reist verði ný stóriðjufyrirtæki í landinu, ef þau vilja nýta sér hinar hreinu orkulindir landsins, jafnvel þótt fýrirtækin noti kol eða koks sem hráefni og auki útstreymi gróð- urhúsalofttegunda vegna þess. Þó vill ríkisstjórnin leggja áherslu á að ávallt verði nýtt besta fáanleg tækni í nýjum stóriðjuverum, sem kunna að verða reist á Islandi á næstu árum, svo útstreymi gróður- húsaloftegunda vegna hráefnis- notkunar eða iðnferla verði eins lágt og tæknilega er mögulegt." Þessi kafli er ekki í samræmi við rammasamning Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar. Þessi framkvæmdaáætlun er ekki til þess fallin að samþykktir Alþingis verði teknar trúanlegar af umheiminum. í framhaldi að þessu er þarft að rifja upp hluta úr fréttaþættinum „Að utan“, 29. janúar sl. þar var rætt um loftmengun í heiminum og kom meðal annars fram að 165 þjóðir hafa samþykkt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Einnig kom þar fram að nú stendur yfir í Genf alþjóðleg ráðstefna þar sem ræddar eru tillögur um að draga enn frekar úr losun (C02) koldíoxíðs og annarri loftmengun. Frá og með árinu 2000 verði gerður lögbindandi samningur þar sem bannað er með lögum að valda meiri loftmengun en samningurinn kveður á um. Ekk- ert ríki gæti þá skotið sér undan að hlíta alþjóðasamningum um að draga úr loftmengun. Ýmsar tillögur hafa komið fram á ráðstefnunni um hertar aðgerðir. Meðal annars að sérstakur mengunarkvóti verði sett- ur á hvert ríki og kvótinn verði miðaður við íbúafjölda ríkisins. Víð- tækur stuðningur er meðal aðildar- ríkja Evrópusambandsins um hertar aðgerðir gegn loftmengun. Enn fremur var sagt að stærstu iðnfyrir- tæki þessara rílqa væru farin að miða mengun sína við alþjóða sam- þykktir. í framhaldi af þessari frétt væri ljúft að heyra frá iðnaðarráðuneyt- inu um hvaða áætlun liggi fyrir til að bæta rafdreifikerfi á Austurland þannig að iðnfyrirtæki geti knúið tól sín og tæki með ódýru rafmagni og lagt niður alla dísilvélakeyrslu. Hæstvirtur iðnaðarráðherra fullyrti í ræðu á Alþingi, og sýnt var í sjón- varpsfréttum 5.2. þ.m., að laun hjá ísal væru 40% hærri en hjá öðrum iðnfyrirtækjum hér á landi. En það gleymdist að geta þess þá um leið að íslenskur iðnaður og íslensk heimili borga niður raforkuverð til stóriðjunnar. Hæstvirtur iðnaðar- ráðherra upplýsi þjóðina um hvaða verð Landsvirkjun fær fyrir hveija kílóvattstund, sem seld er til stór- iðju! Það er vafalaust hægt að hækka laun iðnverkafólks og fisk- verkafólks á íslandi um 40% njóti íslensk iðnfýrirtæki, bændur og sjávarútvegsfyrirtæki sambæri- legra kjara og ísal, svo sem tolla og skattaívilnana og fái aðföng nið- urgreidd í stórum stíl. SIGURÐUR MAGNÚSSON, f.v. yfirrafmagnseftirlitsmaður, Skólavörðustíg 16a. INNRÖMMUN |j SERTILBOÐ Álrammar: 18x24 cm 300 kr. 20x25 cm 400 kr. 24x30 cm 650 kr. 30x40 cm 750 kr. 40x50 cm 980 kr. 50x70 cm 1.980 kr. i / SERTILBOÐ Trérammar: 13x18 cm 300 kr. 18x24 cm 350 kr. Á SERTILBOÐ Plaggöt: 40x60 cm 400 kr. 56x71 cm 500 kr. 60x90 cm 600 kr. L 1 Innrammaðir speglar á sértilboði RAMMA INNRÖMMUN L 15% afsláttur af öllum vörum og innrömmun MIÐSTOÐIN SIGTÚNM0 - SÍMI 511 1616 T S A L A 6.-13 febrúar CQ <x U Œ Islenski dansflokkurinn: Hátíöarfrumsýning á La Cabina 26 og Ein eftir Jochen Ulrich i Borgar- leikhúsinu á Valentínusardaginn 14. febrúar nk. kl. 20:00. Eftir frumsýninguna er gestum boöið til veislu meö léttum veitingum og smá- réttum meö suörænu ivafi, framreiddum af franska matargerðarsnillingnum Matthíasi Jóhannssyni. Hljómsveitin Skárren ekkert skemmtir gestum og Egill Ólafsson syngur af hjartans lyst. Hljómsveitin Rússíbanar leikur fyrir dansi til kl. 2:00. Veislustjóri veröur Bryndís Schram. Aögöngumiðaveró er 3.700 kr. á frumsýninguna og veisluna. Mióar fást í miöasölu L.R. í síma 568-8000. Miöar á hátíöarkvöldiö veróa einungis seldir í forsölu fram aó manudeginum 10. febrúar n.k. Örfá sæti laus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.