Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 53 IDAG Arnað heilla GULLBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 8. febrúar, eiga fímmtíu ára hjúskapar- afmæli hjónin María Konráðsdóttir og Guðjón H. Björnsson, garðyrkjumaður, Hveragerði og hjónin Stella Konráðsdóttir og Guðmundur Þ. Björnsson, mál- ari, Reykjavík. María og Stella sem eru systur og Guðjón og Guðmundur sem eru bræður voru gefín saman af Áma Sigurðssyni í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hjónin María og Guðjón eiga 5 börn, 16 barnabörn og 2 barnabarnabörn og hjónin Stella og Guð- mundur eiga 5 börn, 13 barnabörn og 1 bamabarnabam. BRIDS llmsjón Guómundur l’áll Arnarson MARGIR spilarar nota tvö- falt kerfi af yfirfærslum eftir opnun á einu og tveimur gröndum. Tilgangurinn er ekki augljós í fyrstu, en á þennan hátt er hægt að gera ýmsan gagnlegan greinar- mun á spilum svarhandar. Suður gefur; allir á hættu. Vest'ir Norður ♦ DG f KG1097 ♦ 7 ♦ 98762 Austur ♦ ♦ 532 f 10874 f Á86 IIIIH ♦ 432 ♦ KDG98 111111 ♦ 106 ♦ 103 DG54 Suður ♦ ÁK96 f D5 ♦ Á5432 + ÁK Vestur Norður Austur Suður - 2 grönd Pass 3 tíglar * Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass yfirfærsla í hjarta Þegar norður fer þá leið að yfirfæra í hjarta á þriðja þrepi og lyfta síðan í flögur, er hann að gefa makker und- ir fótinn með slemmu. Það má deila um það hvort norð- ur eigi fyrir slemmuáskorun með þessi spil, en aðferðin er góð. Ef norður hefði ein- ungis áhuga á geimsögn, myndi hann segja ijóra tígla, sem er einnig yfirfærsla í hjarta og síðan passa svarið á fjórum hjörtum. Sex hjörtu er afleitur samningur, en vinnst þó eins og legan er. Útspilið er tígulkóngur, sem suður drepur og tekur ÁK í laufi. Trompar síðan tígul í borði og lauf heima með drottn- ingu. Spilar svo trompi. Vestur gefur einu sinni, en tekur næst á hjartaás og spilar hátígli: Norður ♦ DG f GIO ♦ - ♦ 98 Vestur Austur ♦ 53 ♦ 10874 f 8 ♦ DG9 II ♦ 4 ♦ - ♦ - ♦ D Suður ♦ ÁK96 f - ♦ 54 ♦ - Þótt sagnhafí sé með íjóra efetu í spaðanum, hefur hann ekki samgang til að taka slag- ina. En það er í lagi, því aust- ur getur ekki valdað báða svörtu litina. í stöðunni að ofan spilar vestur tígii, sem norður trompar. Austur frest- ar vandanum með því að und- irtrompa, en lendir í þvingun í næsta slag þegar sagnhafi spilar síðasta hjartanu. GULLBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 8. febrúar eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Ruth Vita Gunnlaugsson, f. Hansen og Guðmundur Halldór Gunnlaugsson, fyrrverandi deildarsljóri hjá flug- málastjórn, Móavegi 11, Njarðvík. Þau eiga 3 börn, 9 barnabörn og 5 barnabarnabörn. Hjónin dvelja nú í Flórída, Bandaríkjunum. rrr|ÁRA afmæli. í dag, I Vrlaugardaginn 8. febrúar, er sjötugur Haf- steinn Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðju Jens Arnasonar, til heim- ilis í Miðleiti 7, Reykjavík. Eiginkona hans er Ingi- björg Jónsdóttir. Þau hjónin verða að heiman á afmælisdaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæ- listilkynningum og eða nafn ábyrgðíir- manns og sínianúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329 eða sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík HOGNIHREKKVISI Nxst höjdum u/Sokhuri/íS tálbtitur.'* STJÖRNUSPA * VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert metnaðargjarn og leggur mikið á þig til að ná settu marki. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú gerir meiriháttar innkaup jér í hag. Þú ert áhugasam- ur um ákveðið verkefni, en í kvöld gerir þú ættingja greiða. Naut (20. apríl - 20. maí) tpj^ Þú ert önnum kafinn þessa dagana og sækir kraft í úti- veru um helgar. Nú er tíminn að breyta til á heimilinu. Tvíburar (21.maí-20.júní) Dagurinn er þér að skapi og miklar líkur á að þú kynnist áhugaverðu fólki og skemmtir þér konunglega. Krabbi (21. júnl — 22. júlí) Þú ert kappsfullur um að koma hugmynd í fram- kvæmd og er það fremur útgeislun þín en sjálfstæði sem opnar nýjar dyr fyrir þér. Ljón (23.júll- 22. ágúst) Þér gengur vel í vinnunni en átt í erfiðleikum fjárhags- lega. Þú og ástvinur þinn þurfið að ná samkomulagi um sameiginlegt áhugamál. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú færð mikla ánægju af að sinna listrænu áhugamáli. Þó ættir þú að lyfta þér upp og skella þér út á lífið. Vog (23. sept. - 22. október) Lítill skoðanaágreiningur gæti orðið að stórmáli ef þú eða vinur þinn eruð of bráð- látir. Reyndu að sitja á þér. Sporódreki (23. okt. -21. nóvember) Vertu ekki of aðgangsharður við þína nánustu. Reyndu frekar að komast að sam- komulagi við þá. Bogmaóur (22. nóv. - 21.desember) Þér hættir til að sökkva þér í dagdrauma, sem hindra afköst þín. Reyndu að halda einbeitingunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til samningagerðar, en varaðu þig á smáa letrinu. Kvöldið verður erilsamt. Vatnsberi (20.janúar-18.febrúar) t$t, Eyddu ekki um efni fram þó þú farir í smáferðalag. Yfir- maður þinn er þér velviljaður um þessar mundir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þó þér gangi fjárhagslega ekki allt í haginn máttu vel við una f rómantíkinni. Kvöldverður við kertaljós er vel við hæfi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Hvaðfá þátttakendur út ^ úr slíkum námskeiðum? * Lœra að nýta sér orku til að lœkna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) ogleða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvœgi. Lœra að breyta hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, í staðinn fyrirað breyta henni til niðurrifs. *- Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Námskeið í Reykjavík I2.-I4.feb. 1. stig kvöldnámskeið 18.-20. feb. 2. stig kvöldnámskeið 22.-23.feb. I. stighelgarnámskeið Upplýsingar og skráning í síma 553 3934 kl. 10-12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. 1907-1997 Verkamannafélagið Hlíf sendir félagsmönnum sínum og velunnurum bestu kveðjur og þakkir fyrir gjafir og árnaðaróskir í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Þið gerðuð okkur afmælið ógleymanlegt. Megi framtíð ykkar vera björt og hamingjurík. Lifið heil! Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar. h f OPIÐ r laugardag . og sunnudag^kr" O * i kl. 11-17 Hagkvœm innkaup og fróbœr stemmina í Kolaportinu Um hverja helgi koma 20-30.000 gestir í Kolaportið til að gera hagkvæm innkaup og upplifa skemmtilega markaðsstemmningu. Mannlífið er fjörugt og hvergi betra tækifæri til að hitta kunningjana. Á matvælamarkaðinum er matvara á góðu verði og verðið á fatnaðinum, skartgripunum, leikföngunum og gjafavörunni slær út flestar útsölur. Ekki má gleyma kompudótinu sem svo gaman er að gramsa í og finna akkúrat það sem leitað hefur verið að í tuttugu ár og ljúka ferðinni svo í Kaffí Porti með gómsætri rjómabollu. KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.