Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar tillögur Vinnuveitendasambandsins um fyrirtækjasamninga Ráðgjafi stéttarfélag- anna í samninganefnd VINNUVEITENDASAMBANDIÐ lagði til á fundi með forystumönnum Rafiðnaðarsambandsins, Samiðnar og Landssambands verslunarmanna í gær að einn fulltrúi frá stéttarfélögunum verði í samninganefnd starfsmanna sem semja í fyrir- tækjasamningum. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagðist telja að með þessari tillögu hefði VSÍ komið verulega til móts við sjón- armið stéttarfélaganna. „Við leggjum til að á þessum samningstíma verði samninganefnd starfsmanna heimilt að kalla til einn ráðgjafa frá stéttarfélögunum sem taki þátt í viðræðum við vinnuveitandann. Þessi aðili getur þess vegna verið í forsvari fyrir samninganefnd- inni, en við viljum að ábyrgðin og frumkvæðið verði eftir sem áður á vinnustað," sagði Þórarinn. Stéttarfélögin hafa lagt mikla áherslu á að stétt- arfélögin taki beinan þátt í gerð fyrirtækjasamn- inga. Þórarinn sagði að vinnuveitendur hefðu talið að það væri nægilegt að samninganefnd starfs- manna hefði samráð við stéttarfélagið utan funda og þannig þyrfti það að vera í framtíðinni, en VSÍ væri tilbúið til að fallast á þetta fyrirkomulag til að byija með. Kaflinn um trúnaðarmenn eftir Finnbjöm Hermannsson, starfandi formaður Trésmiðafélags Reykjayíkur og fulltrúi Samiðnar í viðræðunum við VSÍ, sagði að félögin myndu skoða þessar tillögur næstu daga og svara þeim á næsta fundi nk. miðvikudag. Hann sagði að enn væri talsvert mikil vinna eftir við að ganga frá ramma að fyrirtækjasamningum þó að samkomu- lag tækist um aðkomu stéttarfélaganna. Enn væri ekki búið að ræða til hlítar hvaða þættir kjaramála ættu að tilheyra fyrirtækjasamningum. Vinnuveitendur hefðu mestan áhuga á að semja um sveigjanlegri vinnutíma, en stéttarfélögin vildu einnig ræða um launalið slíkra samninga. Finn- björn sagði ennfremur að trúnaðarmannakafli þessara samninga væri ófrágenginn, en hann væri afar mikilvægur að mati félaganna. Enginn fulltrúi Verkamannasambandsins eða Iðju, landssambands iðnverkafólks, sat fundinn í gær, en Þórarinn V. sagðist samt ekki líta svo á að þessi landssambönd hefðu slitið viðræðum við VSI um þetta mál. Aðalskipulag Reykjavíkur fyrir árin 1996-2016 Miklabraut í stokk frá Engihlíð í TILLÖGUM að breyttu Aðal- skipulagi Reykjavíkur 1996- 2016 er gert ráð fyrir að Mikla- braut verði grafin niður í stokk frá Engihlíð að Miklatorgi. Áætlaður kostnaður er um 500 milljónir. Hið nýja skipulag var kynnt í gær og að sögn forsvars- manna Reykjavíkurborgar er þar lögð sérstök áhersla á um- hverfismál. í ENDURSKOÐUÐU Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er gert ráð fyrir að Miklabraut verði lögð í stokk frá Engihlíð að Miklatorgi. Hnéskel gekk úr skorðum ÝMISLEGT hefur gengið úr skorðum í ófærðinni í höfuðborginni undan- farna daga. Nokkuð hefur verið um að fólk leiti til slysadeildar vegna meiðsla sem það hefur hlotið við að falla í hálku. Vegfarandi féll í austurborg- inni í fyrradag og gat ekki stigið í annan fótinn. Kallað var á sjúkrabíl, en þegar hann kom á vettvang átt- aði sjúkraflutningamaður sig á að hnéskel vegfarandans hafði gengið úr skorðum. Hann gerði sér lítið fyr- ir, skellti henni á sinn stað og að því búnu fékk vegfarandinn far heim. Hanes-hjónin ná samkomulagi Fara sjálf- viljug fyr- ir 1. mars CONNIE Jean Hanes og maður hennar, Donald, undirrituðu í gær yfirlýsingu hjá Útlendinga- eftirlitinu um að þau færu sjálf- viljug af landi brott fyrir 1. mars. Hjónin eru vegabréfslaus og er þeim nauðugur einn kost- ur að snúa aftur til Bandaríkj- anna. Jóhann Jóhannsson yfirmað- ur Útlendingaeftirlitsins kveðst gera ráð fyrir að bandan'ska sendiráðið mundi verða Hanes- hjónunum innan handar um skilríki til að komast til Banda- ríkjanna. Hann kvað sér ekki vera ljóst hvað biði þeirra þar, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins má búast við að þau sæti ákærum þar í landi sökum ólög- mætra afskipta af forræði Kelly Helton yfir Zenith Elaine, dótt- urdóttur Connie. Refsing fyrir slíkt er mun vægari en ef þau væru ákærð fyrir bamsrán eins og gert var ráð fyrir í upphafí. Fjölskylduharmleik lokið Jóhann kveðst gera ráð fyrir að það sé hjónunum til máls- bóta ytra að fara af fúsum og fijálsum vilja, en að öðrum kosti hefðu þau átt yfír höfði sér brottvísun eða framsal. „Meðan þessi yfírlýsing Han- es-hjónanna stendur, halda menn að sér höndum með aðrar aðgerðir og við munum gefa þeim kost á að vinna í samræmi við fyrirheit þeirra. Þessi lausn náðist með vinsemd og virðingu á báða bóga og mér fínnst ósköp ánægjulegt ef þessum íjölskylduharmleik getur lokið með þessum hætti, og þannig að íslensk yfírvöld þurfi ekki að hafa frekari afskipti af mál- inu,“ segir hann. Sextán ára gamall sonur Connie, sem dvalist hefur hjá þeim hérlendis, mun ekki snúa til Bandaríkjanna með þeim og veitti Útlendingaeftirlitið hon- um dvalarleyfí fyrir nokkrum dögum. Hann mun að sögn Jó- hanns stunda áfram nám sitt hérlendis og sitja í skjóli trú- arsamfélags mormóna hérlend- is, Kirkju Jesú Krists síðari daga heilögu. Samkomulag um að Reykjavíkurborg annist nemendur Miðskóla Bætt hljóð- og loftmengun við Miklubraut „ Við viljum bæta úr hljóð- og loftmengun við Miklubraut með því að setja götuna í stokk frá Engihlíðað Miklatorgi,“ segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar. „En við erum einnig að kanna hvort stokkur- inn verði lengdur og lagður frá Reykjahlíð að Miklatorgi." Guðrún sagði að vilji væri til að bæta ástandið við Miklu- brautina án þess að borgin keypti upp húseignir. „Besta leiðin væri að fækka einkabílum en umferð þeirra í borginni er eins og í 300 þúsund manna borg í nágrannalöndunum," sagði hún. Framkvæmdin greiðir ekki fyrir umferð „Það er alveg ljóst að þessi framkvæmd verður ekki til að greiða fyrir umferð en það bæt- ir úr loft- og hljóðmengun og tekur mið af þeim umhverfis- sjónarmiðum sem við viljum fyigja.“ ■ Nýttaðalskipulag/14 Kennt áfram í sama húsnæði REYKJAVÍKURBORG náði í gær samkomulagi við leigusala Miðskóla um að hann leigi borginni húsnæði skólans, að því tilskildu að skólinn rifti gildandi húsaleigusamningi. Kennarar skólans samþykktu jafn- framt að hefja störf hjá Reykjavíkur- borg við kennslu þeirra bama sem eru í skólanum til vors. Gerður Óskarsdóttir fræðslustjóri segir að henni fínnist trúlegt að skól- inn rifti samningnum, en þá sé um leið ljóst að Miðskóli sé búinn að leggja upp laupana. Vinna við samn- ingamál verði innt af hendi um helg- ina og hún geri sér vonir um að kennsla hefjist að nýju á mánudag með óbreyttum hætti, undir stjóm borgarinnar. Miðskólinn liðin tíð Þorkell Steinar Ellertsson, for- maður skólastjómar, segir að þessi ákvörðun Reykjavíkurborgar hafí ekki borist stjóminni formlega og ákvörðun um riftun leigusamnings verði ekki tekin fyrr en svo verði. „Skyndilega virðist vera kominn skriður á mál sem hefur lengi snúist um sjálft sig. Við munum greiða fyrir því að skólinn geti starfað áfram með eðlilegum hætti, þ.e. að börnin fái að ljúka sínu skólaári án þess að sæta hnjaski og umtali. Miðskólinn sem slíkur er þar með genginn á vit sinna feðra,“ segir hann og kveðst gera ráð fyrir að þessi breyting verði í næstu viku. Skólinn eigi einhveijar eigpiir upp í skuldir. Kennarar skólans inntu ekki kennslu af hendi í fyrradag og mættu ekki til viðtala við foreldra í gær, eins og gert var ráð fyrir, að sögn Braga Jósepssonar forstöðumanns Miðskóla. „Kennaramir ákváðu að beita þessum þrýstingi því að þeir höfðu ekki fengið greidd laun að fullu, en ég ræddi sjálfur við foreldr- ana og vona að þessi mál verði frá- gengin á mánudag," segir hann. í skólanum eru 25 böm og hafa for- eldrar greitt 12 þúsund krónur á mánuði fyrir hvert bam, en 16 þús- und fyrir böm búsett í öðrum sveitar- félögum. Gerður segir að Reykjavíkurborg geti ekki innheimt skólagjöld eða efniskostnað, enda sé það andstætt lögum, en hins vegar geti borgin tekið gjald fyrir þá viðveru sem sé umfram lögboðna kennslu eins og gert sé í sk. heilsdagsskólum. Reykjavíkurborg ekki ábyrg Reykjavíkurborg sagði skólanum upp húsnæði í Miðbæjarskóla í fyrra- vor, vegna þess að nýrri Fræðslumið- stöð Reykjavíkur var ætlaður sá stað- ur. Eftir nokkra leit fann Miðskóli húsnæði í Skógahlíð sem tekið var á leigu og hefur hluti af reglubundnum styrk borgarinnar verið eymamerkt- ur húsaleigunni, um 190 þúsund krónur á mánuði. Gera þurfti tals- verðar breytingar á húsnæðinu til að það hentaði kennslu og nam kostnaður við þær um 8 milljónum króna. Borgin samþykkti að greiða helminginn af þeim kostnaði. Gerður segir að Miðskóli hafí frá því borgin tók yfír umsjón grunn- skóla, fengið nákvæmlega jafnháa upphæð frá Reykjavíkurborg og ríkið greiddi honum. „Áður fyrr styrktu ríki og borg skólann og eftir að borgin tók alveg við, hélst sú fjárveiting óbreytt að viðbættum hlut ríkisins. Seinasta sumar fékk skólinn einnig 4 milljón- ir til að gera upp húsnæði sitt í Skóg- arhlíð, auk þess sem borgin lét af hendi ýmis húsgögn endurgjalds- laust. Þá hefur borgin alfarið greitt húsaleiguna og kostnað við notkun á íþróttahúsi Vals fyrir Miðskóla. Einnig hefur borgin greitt ákveðna upphæð í rekstur og laun og nam sú upphæð tæpum þremur milljónum króna í fyrra,“ segir hún. Gerður neitar því að sú ákvörðun borgar að segja skólanum upp hús- næði í Miðbæjarskóla og kostnaður sem af því hlaust, skýri slæma fjár- hagsstöðu skólans. I Morgunblaðinu í gær kom fram hjá Þorkatli Steinari að tíu daga dráttur á styrk frá Reykjavíkurborg skýrði tafir á launagreiðslum, en að sögn Gerðar varð einungis tveggja daga bið á greiðslu, sem stafað hafí af veikindum þess starfsmanns Fræðslumiðstöðvar sem fer með málið. Því hafí skólinn fengið þetta fé í seinasta lagi 2. febrúar sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.