Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. INN ANL ANDSFLU G OG SAMKEPPNI FLUGFÉLAG íslands hf. hefur verið endurreist með sam- einingu á starfsemi innanlandsflugs Flugleiða hf. og Flugfélags Norðurlands hf. Nýja félagið mun fyrst og fremst fljúga innanlands en einnig annast takmarkað utanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli, þ.e. til Færeyja, Grænlands og Skotlands. Flugleiðir eiga 65% hlutafjár, en aðrir hlutir verða í eigu fimm einstaklinga á Akureyri. Innanlandsflugið hefur lengst af verið baggi á rekstri Flugleiða, þótt reksturinn hafi gengið betur undanfarna 18 mánuði. Starfsemin þann tíma var að miklu leyti aðskilin frá öðrum rekstri Flugleiða. Flugfélag íslands mun taka til starfa 1. júní næstkomandi, en 1. júlí falla niður öll sérleyfi á innanlandsleiðum. Öðrum flugfélögum, jafnt innlendum sem erlendum, sem hafa gilt flugrekstrarleyfi gefið út af landi innan Evrópusambandsins eða Evrópska efnahags- svæðisins, verður þá frjálst að fljúga til hvaða áfangastaðar sem er á íslandi. Ekkert erlent flugfélag hefur þó sýnt áhuga, enda ekki feitan gölt að flá vegna smæðar markaðarins. Ákveðið samstarf hefur verið með Flugfélagi Norðurlands og Flugleiðum um innanlandsflugið og hafa Flugleiðir átt 35% hlut í FN. Með sameiningunni má gera ráð fyrir að samkeppni muni minnka í innanlandsfluginu, a.m.k. fyrst í stað, þótt afnám sérleyfa veiti öðrum tækifæri til að keppa á þessum fámenna markaði. íslandsflug er tiltölulega stórt flugfélag miðað við íslenzkar aðstæður og mun vafalaust veita Flugfélgi íslands samkeppni, en hversu öflug hún verð- ur er ekki unnt að spá fyrir um. Markaðurinn hér innanlands er það lítill að trauðla má gera ráð fyrir að erlend flugfélög sjái sér hag í því að hasla sér völl hér. Því má gera ráð fyrir fákeppni í innanlandsflug- inu á næstu árum. Betra vegakerfi hefur þó breytt aðstæð- um á markaðnum undanfarin ár og verði fargjöld of há mun fólk ferðast meira með bílum, og veita flugfélögunum ákveð- ið aðhald með því. Samkeppnisstofnun hefur undanfarið fjallað um samruna fyrirtækja í skyldum eða sama rekstri og nægir þar að minna á aðfinnslur hennar, er Flugleiðir keyptu meirihlutann í Ferðaskrifstofu íslands hf. Þar setti stofnunin ákveðin skil- yrði fyrir rekstri fyrirtækjanna, sem Flugleiðir þurfa að sæta. Samkeppnisstofnun mun hafa fylgzt með samruna þessum nú og mun hafa 2ja mánaða frest til þess að segja álit sitt á honum. Þegar á allt þetta er litið er ljóst, að samkeppni verður mjög takmörkuð í farþegaflugi innanlands eins og reyndar á fleiri sviðum í þessu fámenna samfélagi. Og kannski verð- um við að horfast í augu við að öðruvísi geti það ekki verið. En þá er þeim mun meiri þörf á því, að neytendur, Samkeppn- isstofnun og önnur stjórnvöld veiti þeim fyrirtækjum sterkt aðhald, sem hafa slíka stöðu á markaðnum. ISLAND AN FIKNIEFNA ALDREI hafa fleiri unglingar komið í meðferð á sjúkra- húsið Vog vegna fíkniefnaneyzlu en á síðasta ári. For- ráðamenn Vogs hafa greint frá því að á síðasta ári hafi 179 unglingar yngri en 20 ára komið til meðferðar. Stór hluti þessa hóps notar ólögleg vímuefni í meiri mæli en áður hef- ur þekkzt og oft mörg efni saman. Þessar staðreyndir sýna vel mikilvægi starfs á borð við það, sem Reykjavíkurborg, íslenzka ríkið og ECAD, Evrópsk- ar borgir gegn vímuefnum, eru nú að hrinda í framkvæmd. Markmið átaks þessara aðila er að ísland verði laust við ólögleg fíkniefni árið 2002. Ætlunin er að efla toll- og löggæzlu til þess að uppræta fíknefnasmygl og -sölu. Mikilvægasti þáttur verkefnisins er þó að öllum líkindum forvarnastarfið. Þótt meðferðarstofnan- ir á borð við Vog vinni ómetanlegt starf, er það í alltof mörgum tilfellum svo að þegar unglingur hefur einu sinni ánetjazt eiturlyfjum er hann horfinn inn í vítahring, sem reynist erfitt að rjúfa. Þess vegna skiptir gífurlegu máli að komast að rót vandans og útskýra afleiðingar eiturlyfja- neyzlu fyrir börnum og unglingum. Þar er hlutverk og ábyrgð foreldra langstærst. ísland er fyrsta landið, sem setur sér það markmið að útrýma fíkniefnum úr þjóðfélaginu. Vonandi tekst að nýta þá sérstöðu, sem íslenzkt samfélag nýtur enn að sumu leyti, til að ná betri árangri í baráttunni við fíkniefnin en náðst hefur annars staðar. NORÐURLOND OG ESB NORRÆN aðildarríki Evr- ópusambandsins hafa náð meiri árangri við að koma norrænum áherzlumálum á borð við umhverfismál, opna stjórn- sýslu, atvinnumál og neytendamál á dagskrá ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins en við var búizt í upphafi. Hins vegar skortir enn sem komið er á árangur í hinum raunverulegu stór- málum ráðstefnunnar, sem varða ekki sízt breytingar á stofnanauppbygg- ingu ESB og svokallaða sveigjanlega samrunaþróun. Þetta er í grófum dráttum niðurstaðan af ráðstefnu Norðurlandaráðs, sem haldin var í Kaupmannahöfn á fímmtudag. Aðal- samningamenn norrænu aðildarríkj- anna útskýrðu þar fyrir stjómmála- mönnum og blaðamönnum hvernig mál stæðu á ríkjaráðstefnunni. Boðað var til ráðstefnunnar til að fylgja eftir ráðstefnu Norðurlanda- ráðs, sem haldin var fyrir tæpu ári, en þar var rætt hver ættu að vera sameiginleg áherzlumál Norðurlanda á ríkjaráðstefnunni, sem þá stóð fyrir dymm. Á þeirri ráðstefnu komu fram mjög áþekkar áherzlur hjá öllum Norðurlöndunum — ekki aðeins ESB- ríkjunum þremur — í áðurnefndum málaflokkum, auk þess sem sérstök áherzla var lögð á stækkun Evrópu- sambandsins til austurs, ekki sízt með tilliti til óska Eystrasaltsríkjanna um aðild. Ekki norræn blokk, þrátt fyrir náið samráð Hins vegar var þá og er enn deilt um það að hversu miklu leyti norrænu aðildarríkin eigi að haga sér sem „blokk“ á ríkjaráðstefnunni, þ.e. hvort þau eigi að leggja fram sameig- inlegar tillögur og tala einni röddu eins og til dæmis Benelux-löndin hafa gert í ýmsum málum. Það hefur hins vegar orðið ofan á að Norðurlöndin hagi sér ekki eins og blokk, þótt þau hafi með sér náið samráð. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. I fyrsta lagi benda menn á að blokkir séu almennt ekki vel séðar í Evrópu- sambandinu. Gunnar Lund, aðal- samningamaður Svíþjóðar á ríkjaráð- stefnunni, segir að Benelux-löndin hafi lítið grætt á sameiginlegum til- löguflutningi sínum, því að eftir að gerð hafí verið grein fyrir sameig- inlegu tillögunum hafi hvert ríki útlis- tað sínar sérskoðanir og að lokum hafi allir fengið á tilfinninguna að þau væru hreint ekki sammála um neitt. Fyrir Norðurlöndin sé skynsam- legra að tala hvert fyrir sínum sjón- armiðum, sem séu hins vegar að mörgu leyti þau sömu. Þannig séu áhrifin af málflutningi þeirra meiri. í öðru lagi telja Norðurlöndin vara- samt að litið sé á þau sem blokk á sama hátt og í ýmsum öðrum alþjóða- stofnunum, þar sem Norðurlöndin hafa skipzt á um að skipa t.d. menn í nefndir og stjómir. Bent er á að nú, þegar stóru ríkin í ESB t'ala um að kannski sé ekki þörf á að hvert aðild- arríki eigi fulltrúa í framkvæmda- stjóminni, sé óheppilegt fyrir Norður- löndin að ýta undir hugmyndir um að þau geti skipzt á um framkvæmda- stjórnarmann. í þriðja lagi verða norrænu ríkin að gera bandalag við fleiri ríki til að ná sjónarmiðum sínum fram innan ESB. Svíþjóð og Danmörk hafa orð á sér fyrir að hafa eilífar efasemdir um nánari samruna og þau rök hafa heyrzt að ef Norðurlöndin mynduðu blokk myndu allir aðrir halda sig sem allra lengst frá henni af þessum sökum. í fjórða lagi hafa svo norrænu ESB-ríkin einfald- a.m.k. vikulega bækur sínar. til að bera saman Gluggi til áhrifa fyrir ísland og Noreg? Noregur og ísland, sem standa utan Evrópusambandsins en eiga mikilvægra hagsmuna að gæta, ekki sízt vegna hinna nánu tengsla við sambandið sem EES-samningurinn felur í sér, hafa gjarnan viljað líta á Norðurlandasamstarfið sem glugga til áhrifa á gang mála í ESB. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsókn- arflokksins og varaformaður Evrópu- nefndar Norðurlandaráðs, beindi þeirri spurningu til aðalsamninga- mannanna hvort vilji væri fyrir hendi að auka samráðið við Noreg og Island nú á lokaspretti ríkjaráðstefnunnar og taka aukið tillit til sjónarmiða land- anna. Niels Ersbell, hinn gamalreyndi aðalsamningamaður Danmerkur, svaraði því til að norrænu ESB-ríkin væru sér fullkomlega meðvituð um að norrænt samstarf takmarkaðist ekki við þau ein. Hann benti á að allmargir embættismannafundir hefðu verið haldnir, þar sem Noregur og ísland hefðu fengið upplýsingar um gang mála á ráðstefnunni og mikilvægt væri að löndin væru í góðu sambandi. Gunnar Lund bætti því við að bæði forsætisráðherrar og utanríkisráð- herrar Norðurlanda ræddu málefni ríkjaráðstefnunnar á fundum sínum. Einnig hefði verið haldinn sérstakur fundur með ráðuneytisstjórum frá Islandi og Noregi í Stokkhólmi, þar sem hlustað hefði verið á norsk og íslenzk sjónarmið. Lund sagðist gera ráð fyrir að fleiri slíkir fundir yrðu haldnir á lokaspretti ráðstefnunnar í vor. Árangmr í „borgara- vænum" málum Blokklr eru ekki vel séöar ÍESB lega ólíka hagsmuni og ólíka afstöðu til samrunaferlisins í ESB. Finnland vill til dæmis vera í innsta kjarna samstarfsins, en Svíþjóð og Danmörk vilja fara hægar á ýmsum sviðum. Afstaða ríkjanna til varnar- og örygg- ismála er líka ólík, enda skrifuðu Danir ekki upp á einu sameiginlegu tillöguna, sem norræn ríki hafa lagt fram á ríkjaráðstefnunni; tillögu Sví- þjóðar og Finnlands um aukið hlut- verk ESB í friðargæzlu og kreppu- stjórnun. Hvað sem þessu líður leggja aðal- samningamenn norrænu ríkjanna áherzlu á að samstarf þeirra sé náið og hnökralaust og að þeir hittist Sókn og vörn á ríkj aráðstefnunni Norrænum aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur tekizt að sækja fram á nokkrum sviðum á ríkjaráðstefnu ESB, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. Á öðrum sviðum eru Norðurlönd í vöm o g mörg af stærstu málunum á ríkjaráð- stefnunni eru enn óafgreidd. lagt til að kveðið verði fastar að orði í stofnsáttmála ESB um hagsmuni neytenda og vernd þeirra. Gunnar Lund lagði áherzlu á að þótt þessi árangur hefði náðst, væri sigur engan veginn í höfn. Nú yrði að gæta þess að tillögur íra um eftir- lætismál norrænu ríkjanna yrðu ekki útvatnaðar á lokaspretti ráðstefnunn- ar eða felldar burt í hrossakaupum. Norrænu ríkin hafa verið í sókn í umræðum um breytingar í fyrstu stoð Árangur Norðurlandanna í málefn- um, sem falla undir svokallaða fyrstu stoð Evrópusambandsins, hið yfir- þjóðlega samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála, er eins og áður sagði meiri en menn bjuggust við. Það var samdóma álit aðalsamninga- mannanna og annarra, sem til máls tóku á ráðstefnu Norðurlandaráðs, að mun betur hefði gengið að fá stuðning annarra landa við hinar nor- rænu áherzlur en vænzt hefði verið í upphafi. Það spilar líkast til inn í að vegna óánægju almennings í mörg- um aðildarríkjum með Evrópusam- bandið, sem hefur þótt of fjarlægt borgurunum, hafa ríkisstjórnirnar lagt aukna áherzlu á „borgaravæn" mál, sem Norðurlönd hafa einmitt sett á oddinn. Þessa sér mjög stað í samningsuppkastinu, sem írska ríkis- stjórnin lagði fram á leiðtogafundi ESB í Dublin í desember og hlaut samþykki sem umræðugrundvöllur, sem allir gætu sætt sig við. • Öll aðildarríki ESB nema Bretland styðja nú tillögur Danmerkur og Sví- þjóðar um að sérstökum atvinnumál- akafla verði bætt inn í stofnsáttmála ESB. Einnig eru flest ríki hlynnt því að félagsmálasáttmálinn verði felldur inn í stofnsáttmálann. • í umhverfísmálum fer írska upp- kastið nærri ýmsum tillögum norrænu ríkjanna, til dæmis um að sjálfbær þróun verði gerð að markmiði ESB, tekið verði tillit til umhverfíssjónar- miða við alla stefnumótun sambands- ins og að einstök ríki fái áfram að halda strangari umhverfisreglum en önnur, felist ekki í þeim viðskipta- hindranir. • Opnari stjórnsýsla Evr- ópusambandsins er einnig á dagskrá hjá írum. Þeir leggja til Stækkun ESB stuðningur við breytingar í A-Evrópu að settar verði reglur um aðgang al- mennings að skjölum stofnana Evr- ópusambandsins og að þegar ráðherr- aráðið tekur ákvarðanir um nýja lög- gjöf skuli bæði atkvæði einstakra ríkja og greinargerðir þeirra með at- kvæði sínu gerðar opinberar. Osenni- legt er þó að gengið verði jafnlangt á þessu sviði og norrænu ríkin vilja, enda ríkja aðrar stjórnsýsluhefðir sunnar í álfunni. • í írska uppkastinu er lögð áherzla á jafnrétti kvenna og karla og að tekið verði tillit til þess í öllum störf- um Evrópusambandsins. • í Dublin-plagginu er sömuleiðis Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. OLL Austur-Evrópuríkin, sem sækja um aðild að Evrópusam- bandinu, eiga að fá að hefja aðild- arsamninga samtimis, en síðan er viðbúið að löndin verði misfljót að uppfylla aðildarskilyrðin. Þetta sagði Gunnar Lund, aðalsamn- ingamaður Svía á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, en stækkun Evrópusambandsins bar mjög á góma á ráðstefnu Norðurlanda- ráðs í Kaupmannahöfn. Danski þingmaðurinn Ole Stavad, for- maður Evrópunefndar ráðsins, sagði það brýnt að nýju löndin yrðu tekin sem fyrst inn, því ann- ars væri hætta á að Evrópa missti af sögulegu tækifæri til að samein- ast. Þó fyrst og fremst hafi verið boðað til ríkjaráðstefnunnar svo leysa mætti vandamál, sem ekki tókst að leysa með Maastricht- sáttmálanum, hefur athyglin æ meir beinst að nauðsynlegum breytingum til að undirbúa stækk- un ESB úr fimmtán í 25-27 lönd. Nú liggur fyrir að aðildarviðræð- ur eiga að hefjast sex mánuðum eftir að milliríkjaráðstefnunni lýkur. Ole Stavad segir áríðandi að flýta stækkun sem mest, því þar með fái Austur-Evrópulöndin dyggan stuðning við umbætur þar. Fyrir Evrópu í heild ylgu traust tengsl við þessi lönd stöðug- leika í álfunni. Hverjir eiga að vera með? Niels Ersboll aðalsamninga- maður Dana á milliríkjaráðstefn- unni benti á að öll ESB-löndin ættu sér sérstakar óskir um hvaða lönd yrðu tekin inn fyrst. Þýska- land væri tengt Póllandi sérstök- um böndum og drægi taum Pól- veija, en Norðurlöndin væru sér- lega áhugasöm um aðild Eystra- saltslandanna þriggja og hugsuðu um hagsmuni þeirra. Því væri ESB. Fiestir bjuggust hins vegar við að þau yrðu í vörn í samningum um breytingar á annarri stoðinni, milli- ríkjasamstarfínu um utanríkis- og öryggismál. Þar yrðu Svíar og Finnar í erfíðri stöðu vegna þeirrar stefnu að standa utan hernaðarbandalaga og Danir vegna undanþágu sinnar frá varnarmálasamstarfinu. Raunin hef- ur aftur á móti orðið sú að tillaga Svía og Finna um að ESB taki að sér nýtt hlutverk við að gæta friðar og lægja ófriðaröldur hefur hlotið meiri meðbyr en vænzt var og endurspegla tillögur írlands áherzlur ríkjanna tveggja að talsverðu leyti. Antti Sierla, einn af samninga- mönnum Finnlands á ríkjaráðstefn- unni, segir að upphaflega hafi Svíþjóð og Finnland viljað sýna með tillög- unni að þau vildu leggja sitt af mörk- um til öryggismálasamstarfs ESB, án þess þó að fórna þeirri stefnu sinni að standa utan hernaðarbandalaga. Nú hafi þetta frumkvæði hins vegar skyndilega orðið til þess að ESB í heild geti tekið skref fram á við, enda séu friðargæzla og kreppustjórnun lykilorð í umræðum um öryggismál í Evrópu. Sænsk-fínnska tillagan kveður á um að hin sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefna ESB verði útvíkk- uð þannig að hún taki einnig til frið- argæzlu, beitingar hervalds til að koma á friði, kreppustjórnunar og björgunaraðgerða, en þetta eru hin svokölluðu Petersberg-verkefni, sem gert hefur verið ráð fyrir að Vestur- Evrópusambandið (VES) geti tekið að sér, í sumum tilfellum með því að fá lánuð bandarísk hergögn og fjar- skipta- og stjórnkerfi NATO. Svíar og Finnar leggja til að ESB geti tek- ið ákvarðanir um verkefni af þessu tagi og falið VES að framkvæma þau. Bakdyramegin að áhrifum á starfsemi NATO? brýnt að meðhöndla þau öll eins. Gunnar Lund undirstrikaði einnig áhuga Svía á að allir um- sækjendur fengju að hefja að- ildarumræðurnar samtimis. Þar með mætti koma í veg fyrir póli- tískt reiptog um hveijir kæmust að í fyrstu umferð og hveijir þyrftu að bíða. Hins vegar væri ekki hægt að horfa framhjá því að löndin væru mjög misjafnlega á sig komin í efnahagslegu tilliti. Ljóst væri því að aðlögunartími landanna yrði misjafnlega langur og því yrði ekki hægt að víkja sér hjá því að meta á endanum hver kæmi með og þá hvenær. Sænski þingmaðurinn Berit Löfstedt sagði að andrúmsloftið í Svíþjóð væri njög jákvætt gagn- vart aðild Austur-Evrópuland- anna að ESB. Hins vegar gæti það breyst þegar það rynni upp fyrir kjósendum að stækkunin væri ekki ókeypis. engu að síður pólitísk áhrif. Það væri ekki óeðlilegt að þeir, sem legðu mik- ið af mörkum, færu á móti fram á einhver áhrif. Antti Sierla svaraði fyrirspurn Tómasar þannig að Finnar væru ekki að fara neina bakdyraleið; þeir færu einfaldlega um þær dyr, sem stæðu þeim opnar ef það þjónaði hagsmun- um þeirra. í samtali við Morgunblað- ið sagði hann að Finnar hefðu skiln- ing á áhyggjum íslands og Noregs og þær hefðu verið ræddar á norræn- um samráðsfundum. Þær væru hins vegar ástæðulausar. Það hefði aldrei verið ætlunin að Finnland eða Svíþjóð fengju meiri áhrif á gang mála í VES í gegnum aðild sína að ESB en ísland og Noregur hefðu í gegnum aðild sína að NATO. „Við sækjumst ekki eftir meiri áhrifum, en það væri þó ekki verra ef þau væru svipuð," sagði Si- erla. Falla Danir frá undanþágu í dómsmálum? í svokallaðri þriðju stoð Evrópu- sambandsins á sér stað milliríkjasam- starf um dóms-, lögreglu- og innan- ríkismál. Norrænu ESB-ríkin eru í grundvallaratriðum sammála um að efla þurfí þetta samstarf, í Ijósi vax- andi alþjóðavæðingar glæpastarfsemi og eiturlyfjasmygls. Þau eru hins vegar ekki að öllu leyti sammála um það hvemig fara skuii að. ________ Það gerir Dönum ekki sízt erfitt fyrir að þeir hafa und- anþágu frá stórum hluta þessa samstarfs og geta ekki tekið fullan þátt í því nema þjóðin samþykki í at- Áhyggjur ís- lands og Nor- egs af VES kvæðagreiðslu að fórna undanþág- unni. Margt bendir til að danska stjórnin sé einmitt með tillögur um slíkt í undirbúningi, en eigi þær að ná fram að ganga verður henni líka að takast að sannfæra almenning um að þátttaka í alþjóðlegu samstarfi gegn glæpastarfsemi sé mikilvægari en það „fullveldi" sem fylgir undan- þágunni. Finnland og Svíþjóð hafa til þessa verið heldur 'sveigjanlegri í afstöðu sinni en Danmörk og meðal annars ekki útilokað að hlutar af samstarfínu í þriðju stoðinni verði fluttir í þá fyrstu. Það þýðir með öðrum orðum að ekki þarf samhljóða samþykki allra aðildarríkja ESB fyrir öllum ákvörð- unum og hinar yfirþjóðlegu stofnanir ESB á borð við framkvæmdastjórnina og dómstólinn gegna auknu hlutverki í þessum málaflokki. fleiri ríki sammáia okkur, til dæmis Þýzkaland og Frakkland.“ Norrænu smáríkin vilja ógjarnan fórna áhrifum Enn sem komið er liggja engar áþreifanlegar tillögur um breytingar á stofnunum Evrópusambandsins fyr- ir ríkjaráðstefnunni. Hins vegar gera flestir sér ljóst að gera verður ákvarð- anatöku innan stofnananna skilvirk- ari, eigi að vera hægt að fjölga aðild- arríkjunum um tíu eða fleiri. í þessu sambandi er einkum þrennt til um- ræðu. í fyrsta lagi að áhrif aðildarríkj- anna í ráðherraráðinu verði í meira samræmi við manníjölda þeirra en nú, annaðhvort með því að atkvæða- vægi verði breytt eða að tekinn verði upp svokallaður „tvöfaldur meiri- hluti“, að á bak við sérhveija ákvörð- un verði bæði að vera tilskilinn meiri- hluti aðildarríkja og meirihluti íbúa- fjölda. Norðurlöndin eru andvíg flest- um breytingum á þessu sviði, enda teljast þau öll til smáríkja, sem vilja ógjarnan fóma þeim áhrifum, sem þau njóta í dag. Danir hafa þó ekki útilokað að beita megi tvöföldum meirihluta. Á ráðstefnunni í Kaup- mannahöfn heyrðist sú gagnrýni að þessi afstaða gengi gegn áherzlu nor- rænu aðildarríkjanna á stækkun bandalagsins til austurs. í öðru lagi er rætt um að fækka í _________ framkvæmdastjórninni, jafnvel þannig að ríkin skiptist á um að eiga full- trúa í henni. Gunnar Lund sagðist ekki hafa trú á að þessar hugmyndir yrðu að veruleika; hins vegar kæmi til greina að endurskipuleggja starf framkvæmdastjórnarinnar til að gera hana skilvirkari. í þriðja lagi er rætt um að fjölga málaflokkum, þar sem taka má ákvarðanir í ráðherraráðinu með auknum meirihluta I stað samhljóða samþykkis. Norrænu aðildarríkin eru einna helzt tilbúin að samþykkja breytingar á þessu sviði. Lund segir þó að ekki komi til greina að sam- þykkja róttækar tillögur um að t.d. öll löggjöf verði samþykkt með aukn- um meirihluta. Fara verði yfir mála- flokkana einn af öðrum og ná sam- komulagi um hvar skuli breyta ákvarðanatökunni. Sveigjanleiki með samþykki allra Þessi tillaga hefur tæplega orðið til að auka samstöðu Norðurlandanna í öryggismálum. Noregur og ísland, sem eiga aukaaðild að VES, hafa al- varlegar efasemdir um hana og í báðum ríkjum hefur komið fram það sjónarmið að Finnland og Svíþjóð, sem standa utan ailra hemaðarbanda- laga, þar á meðal NATO og VES, séu með henni að reyna að tryggja sér pólitísk áhrif á aðgerðir VES — sem er ekki bara varnarmálaarmur ESB, heldur á líka að heita Evrópustoð NATO. Norskir og íslenzkir ráðamenn eru algerlega mótfallnir því að VES taki við fýrirmælum frá ESB og glati þannig sjálfstæði sínu í raun. Margir telja að slíkt hefði í för með sér að Finnland og Svíþjóð gætu öðlazt meiri áhrif á Evrópustoð Atlantshafsbanda- lagsins, án þess þó að vera í bandalag- inu, en stofnríki NATO á borð við ísland og Noreg. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði á ráð- stefnunni hvort Finnland og Svíþjóð gætu ekki fundið sér einfaldari leið til að hafa áhrif á starfsemi NATO en þessa bakdyraleið. Gunnar Lund brást við með því að frábiðja sér „samsæriskenningar" af þessu tagi. Málið væri harla einfalt; ESB þyrfti að axla meiri ábyrgð í friðargæzlu og kreppustjórnun en hingað til. Svíar og Finnar væru og yrðu áfram aðeins áheyrnaraðilar að VES, en þeir gætu lagt sitt af mörkum við friðargæzlu. „Það er því aðeins sanngjarnt að við höfum fulla innsýn í störf VES og möguleika til að hafa áhrif,“ sagði Lund. í samtali við Morgunblaðið tók Lund nokkuð dýpra í árinni og sagði að sum ríki legðu lítið sem ekkert af mörkum til friðargæziu, en hefðu Hagsmuna íslands og Noregs varðandi Schengen verði gætt Einn af þeim möguleikum, sem eru til skoðunar á ríkjaráðstefnunni, er að fella Schengen-samninginn um afnám vegabréfaskoðunar á innri landamærum inn í sjálfan stofnsátt- mála ESB, en það hefur til þessa ekki verið framkvæmanlegt vegna andstöðu Breta. Gunnar Lund segir hins vegar að verði ákvæði um sveigj- anlega samrunaþróun sett inn í stofn- sáttmálann, geri það Bretum kleift að standa áfram utan Schengen-sam- starfsins þótt það verði gert hluti af Evrópusambandinu. Lund segir að hins vegar megi ekki fyrir nokkra muni spilla sam- starfssamningum íslands og Noregs við Schengen-ríkin, sem nýlega hafí verið skrifað undir og tryggi viðhald norræna vegabréfasambandsins. „Við umræður á ríkjaráðstefn- unni hafa öll norrænu aðild- arríkin gert það að skilyrði að ekkert verði gert, sem hafi neikvæðar afleiðingar fyrir ísland og Noreg og möguleika þeirra á að taka Schengen „svelgt" InníESB? þátt í þessu samstarfí," segir Lund. „Við höfum gert það algerlega ljóst að við getum ekki fallizt á að Scheng- en-samningurinn verði felldur inn í stofnsáttmála ESB án þess að trygg- ing fáist fyrir því að það hafí engar neikvæðar afleiðingar fyrir þá lausn, sem nú hefur sem betur fer tekizt að semja um.“ Niels Ersboll segir að t.d. Þýzka- land taki undir að tryggja verði að Schengen-samstarfinu verði ekki spillt. „Við verðum að fara afar var- lega,“ segir hann. „Norrænu aðildar- ríkin segja að eigi slíkt að eiga sér stað, verði það að gerast án þess að það skaði Noreg og ísland. Þar eru Umræður um breytingar á stofn- unum ESB tengjast hugmyndum um sveigjanlega samrunaþróun, sem hafa fengið byr undir báða vængi á ríkjar- áðstefnunni undanfarið og gera ráð fyrir að hópur aðildarríkja geti haldið áfram á samrunabrautinni þótt ein- *- hver riki séu ekki reiðubúin til að fylgja honum eftir. Norðurlöndin eru öll í einhveijum mæli reiðubúin að fallast á sveigjan- leika innan Evrópusambandsins. Þau eru einnig öll þeirrar skoðunar að sveigjanleiki megi ekki leiða til þess að til verði einhvers konar fýrsta og önnur deild aðildarríkja eða „harður kjarni“ og jaðarsvæði. Svíþjóð og Danmörk telja að öll aðildarríkin, líka þau, sem ekki hyggist taka þátt í auknu samstarfí, verði að samþykkja ákvörðun um slíkt. Afstaða Finnlands er meira á reiki, sennilega vegna þess að Finnar hyggjast vera í „harða kjarnanum" og hafa ekki sömu áhyggjur af því að vera hafðir útund- •* an og Danir og Svíar. Niels Ersboll segir að menn séu byijaðir að átta sig á því á ríkjaráðstefn- unni að ekki gangi annað _____ en öll ríkin hafí ákveðin áhrif þegar teknar séu ákvarðanir um aukið samstarf, til þess að hagsmuna þeirra sé gætt. Þetta sé ein af röksemdunum fyrir því að fækka ekki í framkvæmda- stjórninni. Framkvæmdastjórn, sem sé samsett af ríkisborgurum allra aðildarríkjanna, sé líklegri til að taka tillit til hagsmuna allra við mótun til- lagna um aukið samstarf en fram- kvæmdastjóm, þar sem aðeins sætu menn frá sumum aðildarríkjum en ekki öðrum. Sama eigi við um Evrópu- þingið; það sé ekki framkvæmanlegt að aðeins þingmenn frá þeim ríkjum, sem taka þátt í auknu samstarfí á einhveijum sviðum, taki þátt í ákvörð- unum sem snerta það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.