Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ JÓNRAGNAR * ÞORS TEINSSON + Jón Ragnar Þorsteinsson fæddist á ísafirði 22. ágúst 1942. Hann lést á Selfossi 3. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Sveinsson, hdl., bæjarstjóri á Isafirði og síðar skrifstofustjóri hjá húsameistara rikis- ins í Reykjavík, f. 20. desember 1913, d. 6. ágúst 1981, og Þórunn Sveinsdótt- ir, húsfreyja, f. 6. janúar 1914, d. 16. júní 1969. Systkini Jóns Ragnars eru Pétrína Ólöf, f. 30. janúar 1941, Óskar Sveinn, f. 20. júni 1954, og Elísabet Ingiríður, f. 14. mars 1959. Hinn 19. apríl 1976 kvæntist Jón Ragnar eftirlifandi eigin- konu sinni Sigrúnu Önnu Boga- dóttur, snyrti- og fótaaðgerð- arfræðingi, f. 28. september 1943. Foreldrar hennar eru Bogi Einarsson, skipstjóri, f. 27.11. 1915, og kona hans Val- gerður Guðbjörnsdóttir, hús- freyja, f. 28.7.1922. Dætur Jóns Ragnars og Sigrúnar eru 1) Svala Mölier Jónsdóttir (kjör- dóttir Jóns), f. 18. apríl 1967, Bróðir minn er látinn, langt um aldur fram, svo ótímabært, svo óréttlátt, svo sárt. Það er oft erfítt að standa frammi fyrir staðreyndum lífsins og takast á við þær. Bilið milli lífs og dauða er sem eitt andar- r tak, á snöggu augabragði er allt sem var ekki lengur til. Það sem var í gær, kemur aldrei aftur. Það var aðeins rúmt ár á milli okkar systkin- anna. Saman áttum við okkar æsku- og unglingsár, umvafin ást og um- hyggju foreldra okkar og systranna á Hverfísgötunni, en þær voru fóstr- ur föður okkar. Fjórar ógiftar systur sem bjuggu saman alla tíð og pabbi, mamma og við systkinin vorum þeirra líf og yndi. Minning bemsku- börn: Viktor Krist- inn Atlason, f. 15. nóvember 1987, og Sigrún Vala Bald- ursdóttir, f. 21. jan- úar 1989. 2) Halla Dröfn Jónsdóttir, f. 20. ágúst 1982. Jón Ragnar varð stúdent frá Mennta- skólanum á Laugar- vatni 1964 og lög- fræðingur frá Há- skóla Islands 1971. Hann hóf störf hjá bæjarfógetanum i Vestmannaeyjum 1. nóvember 1971 og gegndi starfi aðalfulltrúa þar til hann var skipaður héraðsdómari í Vest- mannaeyjum 1. nóvember 1982. Settur bæjarfógeti í Vest- mannaeyjum 1. september 1985 - 1. maí 1987. Jón Ragnar var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands með aðsetur á Selfossi frá 1. júlí 1992 og gegndi því starfi til dauðadags. Jón Ragnar gegndi fjölmörgum félags- og trúnað- arstörfum og var virkur þátt- takandi í sönglifi heimabyggða sinna. Útför Jóns Ragnars fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. áranna er ljúf og við Jón vorum sam- rýnd systkini. Auðvitað rifumst við og flugumst á eins og stundum er systkina siður, en þó voru þær fleiri stundimar þar sem dundað var sam- an í leik, eða leiðst hönd í hönd um víðáttur heimsins sem að sjálfsögðu voru lítið annað en móamir í ná- grenni heimilisins. Á dimmum vetr- amóttum fannst lítilli myrkfælinni stúlku gott að geta skriðið upp í rúm til fóta hjá bróður, sem var svo hug- rakkur og aldrei hræddur við myrkr- ið og þá sofnaði litla sálin samstund- is vært og rótt. Það var ævintýri iik- ast að fá að gista hjá systrunum á Hverfisgötunni og eftir því leituðum við ætíð stíft. Þá var á stundum leg- MINNINGAR ið í gluggunum fram á kvöld og stjömurnar skoðaðar fram og til baka og við systkinin leidd í allan sannleika um leyndardóm himin- geimsins, eða það fannst okkur í það minnsta. í annan tíma var setið á dívaninum í stofunni og sungi tímun- um saman íslensk ættjarðarlög. Við vorum ekki ýkja há í loftinu þegar við kunnum öll helstu sönglög þess tíma og við notuðum gjarnan rign- ingardaga til að kyija lögin aftur og aftur, annað stjómaði með söng- sprota í hendi og hitt hélt uppi söngn- um og að sjálfsögðu var skipt um hlutverk eftir því sem um samdist hvetju sinni. Þegar bróðir fór í sveit í Fljótshlíðina eitt sumarið, fékk syst- ir að heimsækja hann og átti að vera í eina viku, en vikan teygði sig yfir allt sumarið fyrir einstaka velvild ábúenda og það þótti okkur systkin- um gott, hann var kúasmalinn og ég var hjálparkokkurinn innan dyra. Við fengum þannig að upplifa ævin- týri sveitalífsins saman, eins og flest annað, og það var svo sannarlega ævintýri fyrir okkur borgarbörnin og dýrmæt reynsla fyrir lífíð. Á ungl- ingsárunum var bróðir í fótbolta, að sjálfsögðu í Val, og þá reyndi systir að þykjast halda með Fram til þess að andæfa bróður, en í hjarta sínu hélt hún auðvitað með Val, liðinu hans Jóns, þótt hún fengist aldrei til að viðurkenna það. Já, unglingsárin liðu ótrúlega hratt og þótt áhugamál- in væru af ólíkum toga hjá okkur, þá var samheldnin í huga og hjarta sú sama. Við fýlgdumst alltaf vel hvort með öðru. Á þeim árum bætt- ust líka í systkinahópinn lítill bróðir og systir og við urðum allt í einu fjög- ur systkinin. Það var okkur Jóni mik- ið gleðiefni að eignast lítil systkin og alla tíð hefur systkinahópurinn haldið þétt saman í sorg og gleði og við verið hvert öðru mikill styrkur í líf- inu. Svo komu manndómsárin. Eg minnist þess, að þegar ég kom heim með minn útvalda í fyrsta skipti, kveið ég því mest að Jón, sem var að eðlisfari meinstríðinn, myndi nú láta eitthvað fjúka sem systir hans kærði sig ekki um. En Jón tók atburðinum með mikilli alvöru og með þeim verðandi mágum tókst strax góð og einlæg vinátta sem alla tíð einkenndist af gagnkvæmri virð- ingu og tiltrú. Þegar ég eignaðist bömin mín fóru þau ekki varhluta af umhyggju og aðdáun bróður míns. Hann fylgdist með þeim og gladdist yfír áföngum í lífí þeirra, stoltur eins og væru þau hans eigin börn. Jón bróðir var hamingjusamur í sínu einkalífí. Hann eignaðist góða konu sem ætíð stóð við hlið hans og veitti honum þá lífsfyllingu sem við öll viljum eignast. Það var einstak- lega fallegt samband á milli þeirra hjóna sem einkenndist af ástúð og gagnkvæmri virðingu. Jón kunni að meta konu sína að verðleikum og hann veitti henni mikinn styrk og stuðning í lífínu. Sigrún Anna Boga- dóttir og Jón gengu í hjónaband 19. apríl 1976 og eiga því 20 ára far- sælt hjónaband að baki. Með Sigrúnu fylgdi inn í hjónabandið lítil 9 ára gömul stúlka, Svala, fædd Möller, sem Jón gekk þegar í föður stað. Hún á nú tvö börn sem alla tíð hafa verið mikil afaböm og yndi hans og augasteinar. Jón og Sigrún eignuð- ust saman dótturina Höllu Dröfn sem nú sér á eftir sínum ástríka föður aðeins 14 ára gömul. Með þeim feðg- inum var fallegt og einstakt sam- band. Þau áttu sér sameiginlegt áhugamál, sem var söngurinn. Hann söng í kirkjukórnum og hún í barna- og unglingakómum. Það var stoltur faðir sem fylgdist með stúlkunni sinni syngja hvort heldur var einsöng eða í hópnum. Nú er þessum kafla í lífí okkar lokið. Jón bróðir er horf- inn og lífíð verður aldrei samt aftur. En sorgartárin eru líka gleðitár þeg- ar hugsað er til þeirra góðu minninga sem við geymum í hjörtum okkar. Ég bið Guð að styrkja Sigrúnu, dætumar og litlu bömin og gefa þeim gott líf hjúpað minningunni um ástríkan eiginmann og föður. í trú um glaðan endurfund kveð ég þig, elsku bróðir, Guð geymi þig. Petrína Ólöf Þorsteinsdóttir. Látinn er Jón Ragnar Þorsteins- son, mágur minn, á Selfossi. Lát hans bar brátt að, þótt ekki gengi hann heill til skógar. Jón fékk krans- æðastífiu í ágúst síðastliðnum. Ekki reyndist gerlegt að víkka stíflaðar æðar í janúar og því stóð til að skera hann upp í maí næstkomandi. Ekki entist Jóni líf til þess að bíða af sér biðlistann eftir aðgerð. Það er með söknuði að ég kveð góðan dreng. Margt rifjast upp frá liðnum ámm, bæði gleði- og sorg- arstundir sem ekki verða rifjaðar upp hér. Milli okkar Jóns hafa ætíð verið góð vináttutengsl þar sem gagn- kvæm virðing ríkti. Jón átti það til að vera meinstríðinn þótt ætíð væri það græskulaust. Hann var maður orðhagur og gat vel brugðið fyrir sig ferskeytlunni ef svo bar undir. Hann var gleðimaður á gleðistund, unni söng og fögrum tónum, hafði gaman af kappræðum og gagnkvæmum orðaskiptum, gaf sig hvergi ef svo bar undir en ætíð var stutt í grínið. Jón var mikill fagmaður á sínu sviði og tók starf sitt alvarlega. Hon- um var það mikið kappsmál að þar bæri hvergi skugga á. Þetta kom glögglega í ljós þegar starfið barst í tal. Jón var réttsýnn með afbrigðum og hafði ríka réttlætiskennd. Jón starfaði lengst af í Vest- mannaeyjum eða um það bil tuttugu ár. Jóni leið vel í Eyjum og tengdist þeim traustum böndum sem og því fólki sem honum var samferða þar. Fegurð eyjanna og fuglalíf hafði sterk áhrif á hann. Þetta kom ber- lega í ljós þegar við heimsóttum hann stuttu eftir gosið í Heimaey. Þá var hann óþreytandi að fara með okkur um allt og sýndi með miklu stolti staði, fugla og sagði sögur eins og hann ætti þetta allt saman, slíkur Vestmannaeyingur var hann orðinn. Það var því með vissum söknuði sem hann fór frá Vest- mannaeyjum er starfsvettvangur hans breyttist og hann varð dómari við Héraðsdóm Suðurlands með að- setur á Selfossi. Þótt aðsetursskiptin væru honum á margan hátt erfíð var hann flótur að aðlagast lífinu á Selfossi og aðstæðum þar. Þar kom til hans ljúfa lund og einstök aðlög- unarhæfni. Það kom fram í sam- tölum okkar nú í haust að honum líkaði vel mannlífið á Selfossi. Þess- um rólynda manni þótti gott að hafa skarkala höfuðborgarinnar í hæfilegri fjarlægð. Jón var mikill fjölskyldumaður og leið best í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu og í sumarbústað þeirra hjóna í Biskupstungum. Hann bar hag konu sinnar og dætra mjög fyr- ir bijósti og litlu afabömin tvö áttu í honum einstakt skjól og elsku, enda var hann með afbrigðum barngóður maður. Jón var félagslyndur maður að eðlisfari og átti auðvelt með að um- gangast fólk, hann starfaði í Frímúr- arareglunni bæði í Vestmannaeyjum og á Selfossi og sat í stjórn Norræna félagsins í Vestmannaeyjum í mörg ár. Eins og fram hefur komið unni HRAFNHILDUR SVEINSDÓTTIR + Hrafnhildur Sveinsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 22. mars 1943. Hún lést á Landspítalanum i Reykjavík 1. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Jóhannsdóttir. f. 14.8. 1904, d. 8.5. 1972, og Sveinn Jónasson f. 9.7 1902, d. 26.12. 1981. Systkini Hrafnhildar eru: Guðfinna, búsett á Eyrar- bakka, Sigurður, búsettur í Hafnarfirði, Jóhann Bergur, búsettur í Keflavík, Nína, d. 30.6. 1990, Jónas, búsettur í Mosfellsbæ, og Sveinn Víking- ur, búsettur í Keflavík. Hinn 1. janúar 1969 giftist Hrafn- hildur eftirlifandi eiginmanni sínum, Árna Guðmanns- syni, f. 30.5. 1942. Börn þeirra eru Sóley Huld, f. 1.12. 1973, Dagný Hrund, f. 3.10. 1977, og Signý Hlíf. f. 25.5. 1980. Fyrir átti Hrafnhildur dótturina Ragnhildi Hafdísi Guðmunds- dóttur, f. 28.12. 1966, maki hennar er Páll Þórarinsson og eiga þau þijá unga syni. Útför Hrafnhildar hefur far- ið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hún litla systir mín, Hrefna eins og hún var kölluð sem var yngst í sjö systkinahópnum, er að leggja upp í ferðina, sem bíður okkar allra frá því að við lítum fyrsta ljós þessa heims. Við hugsum ekki mikið um þessa ■*í ferð framan af ævi, en með auknum þroska förum við að velta því fyrir okkur hvernig það muni verða að hverfa héðan af jörðinni og fara til fundar við drottin vorn, sem hefur gefið okkur lífið. Við kynnumst móðurástinni og föðurástinni við okkar fyrstu skynjun í lífínu. Síðar fáum við tækifæri til að kynnast þeirri ást, sem okkur öll dreymir um, að eignast góðan lífsförunaut og draumurinn um afkvæmi til að ala önn fyrir og elska er rík í hugum flestra foreldra og allt þetta fékk hún litla systir uppfyllt í sínu lífi. Dæturnar fjórar, sem verið hafa gleðigjafar foreldra sinna, hafa not- ið ríkulegs skilnings og athygli þeirra beggja í uppvexti sínum og ætíð átt vísan stuðning við góð áhugamál sín enda voru mæðgurnar miklir félagar. En það voru ekki aðeins dæturnar, sem notið hafa umönnunar og hins milda viðmóts, því margur strákastubburinn og stelpuhnokkinn hefur fengið sín fyrstu kynni af lífinu utan móður- faðmsins, hjá Hrefnu, sem um ára- bil tók að sér daggæslu ungbarna á heimili sínu, fyrir útivinnandi mæð- ur. Þar naut hún einnig aðstoðar dætranna, sem tóku virkan þátt í móðurhlutverkinu með henni, enda höfðu þær góða fyrirmynd í móður sinni, sem komst í gott samband við yngsta fólkið sem virtist kunna vel við sig í Fögrubrekkunni, þótt hin eiginlega mamma væri hvergi nærri. Hún systir mín hafði lag á því, sem okkur hinum tekst ekki alltaf að tileinka okkur, en það var að rækta barnið í sér þótt hún yrði fullorðin, en í hraðaróti daganna yfírsést okk- ur oft að reyna að nálgast þennan ágæta eiginleika, sem gæti orðið okkur sjálfum og öðrum til góðs. Það koma upp í hugann minningar frá bemskuárunum, þegar fjölskyld- an bjó undir Eyjafjöllum og æsku- hljómar margra systkina ómuðu um kyrrláta sveit, tún og bala, móa og sanda, þar sem hver nýr dagur bjó yfír óræðum atburðum ævintýranna, þar sem fjallkragamynstrið fríða og eyperlur yst í hafí mynduðu ram- mann um síbreytilega fegurðina í sveitinni. Ég tel það til forréttinda þeirra sem fengið hafa að alast upp í fjörugum systkinahópi í sal náttúr- utilbrigða þar sem útsærinn baðar sandgráa strönd árið um kring með nýju og nýju hljómfalli, þar sem fjall- þil og fossar, jöklar og eldfjöll, eru greypt í myndina. Hún systir mín var þriggja ára þegar foreldrar okkar fluttu yfír sundið frá Vestmannaeyj- um, að Efri-Rotum í V-Eyjafjalla- hreppi, og hófu að yrkja jörðina. Þar undi Hrefna sér vel og átti hún hlýj- ar minningar frá uppvaxtarárunum í sveitinni þar sem hún mundi best eftir sér. Hún bar einnig sterkar taugar til fæðingarstaðar síns, Vest- mannaeyja, sem heilluðu mikið á góðviðrisdögum, þaðan sem þær sjást undan Eyjafjöllum. Það var því ekki erfítt val hjá henni systur minni seinna meir þegar hún hafði stofnað til fjölskyldu með manni sínum, þeg- ar teknar voru ákvarðanir um sumar- ferðalög því báðir þessir staðir tog- uðu mikið og hún sýndi mikla rækt- arsemi við rætur sínar. Rík umhyggja fyrir þeim sem hún þekkti og þurftu aðstoðar við, var einkennandi fyrir líf hennar og hún virtist alltaf hafa tíma fyrir aðra, þegar þannig stóð á, enda var Hrefna félagslynd kona og reyndi að leggja gott til málanna með störf- um sínum, m.a. hjá Rangæingafé- laginu í Reykjavík þar sem hún var félagi. Hrefna og Árni hafa í gegn- um árin verið mikill miðpunktur í fjölskyldutengslum okkar systkin- anna, en þau hafa lengst af verið búsett í Reykjavík og Kópavoginum og hjá þeim hittust hóparnir gjarnan við ýmis tilefni og þar voru málin rædd. Hrefna, sem hafði undan- gengin misseri gengist undir endur- teknar aðgerðir vegna erfiðs sjúk- dóms, sýndi aðdáunarvert æðruleysi í veikindum sínum og átti alltaf til bros og uppörvunarorð fyrir nær- stadda, þegar hún kom til sjálfrar sín á ný. En eftir ítrekaðar vonir um að tekist hefði að snúa á ógn- valdinn varð staðreyndin vonbrigði, vegna hins gangstæða. En drottinn, sem hefur gefið okkur lífið, er ávallt tilbúinn að taka okkur í faðm sinn á ný, þegar eyktarklukkan slær til himna og „gullvagninn", skilar börnum jarðar í hinn líknandi faðm hans. Allir þeir, sem reyndu að gera henni lífið léttara þegar nær dró endalokum baráttunnar, eiga miklar þakkir skilið og einnig er aðdáunar- vert hve hjúkrunarfólk lagði sig fram með sína mildi og fag- mennsku. Ég vil þakka Árna, mági mínum, fyrir það sem hann gerði fyrir hana til að gera lífíð fallegra og léttbærara eftir að veikinda hennar varð vart og fyrir hans frá- bæru elju við að gera það sem þurfti fyrir hana, þegar mest á reyndi undir lokin. Við hjónin vottum Árna og dætr- unum djúpa samúð og biðjum þess að þeim gefist styrkur og huggun guðs í sorginni og ég veit að þær munu reyna að tileinka sér það besta sem þær fundu í fari hennar, til að taka með sér út í lífið til að miðla meðal samferðafólksins, henni til heiðurs og minningar. Systur minni þökkum við hjónin samfylgdina. Jóhann Bergur Sveinsson. Elsku mamma, amma og tengda- mamma. Það er mjög sárt að sjá á eftir þér. Við söknum þín mjög mik- ið. Þú varst mín besta vinkona og betri mömmu, ömmu og tengda- mömmu var varla hægt að hugsa sér. Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera. Það er skritið að geta ekki hringt til þín á hveijum degi til að heyra í þér hljóðið og spjalla við þig. Þú varst alltaf svo hress og lífsglöð, og stutt í grínið. En við huggum okkur við allar góðu minningamar um þig sem eru svo margar. Það voru ófáar útilegurnar sem voru farnar með ömmu og afa í Kópavog- inum og alltaf var jafn gaman. Við þökkum fyrir öll árin sem við áttum saman og vitum að þér líður vel núna þar sem þú ert. Við munum aldrei gleyma þér. Blessuð sé minn- ing þín. Ragnhildur Hafdís, Páll, Ingi Hrafn, Þórarinn Árni og Jón Guðmann. Elsku mamma. Nú ertu búin að kveðja okkur og haldin á vit nýrra ævintýra þar sem ég trúi að þér líði vel. Þó söknuðurinn sé mikill og erfiður hugga ég mig við allar góðu minning- arnar. Eg þarfnast þín í sorg minni þar sem ég lagðist alltaf á öxl þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.