Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ANNA BJÖRG ÓSKARSDÓTTIR + Anna Björg Óskarsdóttir, fæddist í Reykjavík 10. mars 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Óskar Jónas- son, kafari, f. 11. janúar 1898 í Reykjavík, d. 23. janúar 1971, og kona hans Margrét Björnsdóttir, f. 12. janúar 1897 á Brekku í Seylu- hreppi í Skagafirði, d. 27. maí 1988. Systkini Önnu Bjargar eru: 1) Ingveldur Vilborg, f. 4. júlí 1923, gift Steingrími Harry Thorsteinson og eiga þau sex börn. 2) Björn Andrés, f. 1. febr- úar 1925, kvæntur Lísbet S. Davíðsdóttur og eiga þau þrjá syni. 3) Gunnlaugur Briem, f. 28. febrúar 1930, kvæntur Erlu Guðmundsdóttur og eiga þau einn son. Einnig ólst upp hjá afa sínum og ömmu og varð kjör- dóttir þeirra Hulda, f. 12. júlí 1937, dóttir Önnu Bjargar og Gunnars P. Óskarssonar. Hún er tvígift, fyrri maður hennar var Gísli Ellert Sigurhansson, og eiga þau saman tvö börn, Valgerði, f. 7. janúar 1955, gift Gunnari E. Gunnarssyni, f. 14. júní 1953, þau eiga tvær dætur og einn dótturson, og Bolli, f. 14. febr- úar 1961, hann á eina dóttur. Seinni maður Huldu er Will H.K. Perry. Anna giftist 24. maí 1941 Kristjáni Júlíussyni, loft- skeytamanni, f. 22. febrúar 1918, d. 29. júlí 1974. Foreldrar Krisljáns voru Júl- íus Kr. Ólafsson, vél- stjóri, f. 4. júlí 1891, d. 30. maí 1983, og kona hans Elínborg Kristjánsdóttir, f. 30. september 1887, d. 6. nóvember 1965. Böm Önnu og Kristjáns em: 1) Óskar, Iögreglumaður, f. 18. mars 1948. Hann er kvæntur Emilíu B. Möller, f. 20. apríl 1950 og eiga þau þijár dætur; Ömu, f. 27. mars 1975, Önnu Margréti, f. 18. maí 1977, og Emilíu Björgu, f. 12. nóvember 1984. Unnusti Önnu Margrétar er Valdimar HUmarsson. 2) Guð- mundur Sveinn, f. 11. apríl 1954, hljóðtæknimaður. Kona hans er Sóley Gróa Einarsdóttir, f. 22. maí 1960. Böra þeirra em: Kristján, f. 28. október 1983, Einar Steinn, f. 18. mars 1985, Sóley Rós, f. 2. maí 1990, og Auður Lára, f. 9. maí 1993. Útför Önnu fór fram í kyrr- þey. Elsku Anna amma er dáin. Síð- asta árið sem hún lifði var henni erfitt, en hún kvartaði ekki og tók veikindum sínum af fullkomnu æðru- leysi. Ég vissi þó að það var henni mjög þungbært þegar hún gat ekki lengur unnið neitt með höndunum né heldur Iesið í bók. Hún hafði aldr- ei setið auðum höndum í lífinu. Amma og Kristján, maður hennar, byggðu sér hús á Kvisthaga 18, í félagi við bróður Kristjáns og hans konu og hafði amma átt þar heimili í 46 ár er hún lést. Þar ólu þau upp drengina sína og þar var tekið vel á móti fjölskyldu og vinum. Mínar fyrstu minningar um ömmu og Kristján eru þegar ég var að fara í heimsókn til þeirra á Kvisthagann með Margréti ömmu (móður Önnu). Mér þóttu þessar tvær ömmur mínar bestu konur sem ég gat hugsað mér 9g ég skírði fallegustu dúkkuna mína Önnu Margrét fyrir þær og seinna dóttur mína líka. Þegar Kristján varð bráðkvaddur aðeins 56 ára gamall varð það ömmu mikið áfall. Þau höfu alltaf verið mjög samrýmd og mikið ástríki milli þeirra. Kristján, sem var einstklega bamgóður og mikill mannvinur, lifði það ekki að sjá eigin sonarböm fæð- ast, en hann var mér og bróður mín- um sem besti afi. Þegar frá leið vildi amma fara út á vinnumarkað. Það var þó ekki hlaupið að því fyrir konu, sem hafði um langt skeið helgað heimili og fjöl- skyldu starfskrafta sína, þrátt fyrir hæfileika á mörgum sviðum. Þegar henni bauðst starf sem þema á skip- um Eimskipafélagsins tók hún því fegins hendi. Hún var í 14 ár á sjón: um og sigldi til fjölmargra landa. í stuttum fríum í erlendri höfn var það alltaf hennar fyrsta verk að komast í síma og hringja heim til þess að fá fréttir af sínu fólki. Hún notaði líka tímann til að skoða sig um, eins og kostur var, fór á söfn og reyndi að fræðast um land og þjóð. Hún var alveg einstaklega gjaf- mild, var alltaf að færa fjölskyldu sinni gjafír. Allt vom það fallegir og vandaðir hlutir, sem hún hafði annað hvort keypt eða búið til sjálf. Hún var listakona í höndunum. Allt sem hún gerði var svo vel gert að ekki var hægt að gera betur. Engin lítil stelpa átti flottari dúkkuföt en þau sem amma pijónaði á dúkkuna mína, alveg heilan klæðaskáp. Amma fylgdist vel með allri sinni fjölskyldu og gladdist yfir hveijum áfanga í lífi okkar. Henni þótti gam- an að fá fréttir af yngsta fólkinu og hló innilega að skemmtilegum tils- vörum og uppátækjum þeirra og hún fagnaði ungu mönnunum sem voru að tengjast fjölskyldunni. Hún heim- sótti okkur austur á Stokkseyri í síð- asta sinn í byijun janúar sl., þá þrot- in af kröftum, en glöð og jákvæð eins og alltaf. Hún hafði ákveðið að hún vildi koma í afmælið mitt og einnig langaði hana að vera fyrsti gesturinn í íbúð sem nafna hennar var að eignast á Selfossi. Tveimur dögum áður en hún dó sat ég hjá henni og talaði við hana. Hún var sátt við Guð og menn og þess fullviss að hún væri á leið til endurfunda við Kristján sinn. Ég kveð hana nú með orðunum sem ég kvaddi hana með þá: Vertu bless elsku amma og Guð geymi þig. Þín, Valgerður. Lækkar lifdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjðl, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Hjördís Andrésdóttir) Fallin er frá móðursystir mín, Anna Björg Óskarsdóttir. Anna var um margt eftirminnileg kona. Hún var glæsileg, frekar hávaxin, tíguleg og alla tíð mjög grönn. Fasið fijáls- legt og hún var létt í spori. Hún var ákveðin að eðlisfari og staðföst í skoðunum. Réttlætiskennd og samúð með þeim sem minna mega sín var virkur þáttur í fari hennar. Þann 24. maí 1941 giftist Anna eiginmanni sínum, Kristjáni Júlíus- syni, og eignuðust þau tvo syni, Ósk- ar og Guðmund. Fyrir átti Anna dótturina Huldu, sem alin var upp af foreldrum Önnu. Yfír öllum samvistum þeirra hjóna hvíldi einstök samstaða og ástúð. Heimilið var óvenju glæsilegt þar sem handbragð og listfengi Önnu umvafði hvem hlut. Hún hafði yndi af hannyrðum og saumaskap og nutu böm, barnabörn og aðrir þess í gjöfum hennar. Maður fylltist lotn- ingu yfír vandvirkni hennar og natni. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt var unnið af mikilli nákvæmni. Anna helgaði líf sitt fjölskyldu sinni. En sorgin kvaddi dyra og var það henni mikið áfall þegar Kristján maður hennar varð bráðkvaddur á MIIUIUINGAR heimili þeirra árið 1974. „Hann Kristján bíður mín hinum megin og ég hlakka til endurfundanna," var haft eftir Önnu í fjölskylduboði eitt sinn. Eftir lát Kristjáns sýndi Anna bæði kjark og dugnað þegar hún réð sig sem þernu á millilandaskip. Við það urðu mikil umskipti í lífí henn- ar. Þrátt fyrir fjarveruna sem óhjá- kvæmilega fylgdi starfinu, þá naut hún þess að heimili barnanna stóðu henni ævinlega opin, þar sem hún gat notið samvista við börn, tengda- böm og bamaböm. Hún kunni svo sannarlega að meta bömin sín og fjölskyldur þeirra og var ætíð reiðu- búin að rétta hjálparhönd og sýna umhyggju og dugnað. Allt til síðasta dags hélt Anna andlegri reisn sinni. Hún var þakklát fyrir lífíð og trúin veitti henni þann styrk sem hún þurfti til að takast á við veikindi sín. Þótt skilnaður við ástvini sé ætíð sár má það vera til huggunar böm- um, tengdabömum, bamabömum og öllum ættingjum að nú hefur hún verið leyst þrautunum frá og er far- in til fundar við manninn sem hún unni svo heitt. Megi algóður Guð blessa minningu Önnu Bjargar Óskarsdóttur. Birgitta Thorsteinson. Elskuleg amma mín hefur yfírgef- ið þennan heim. Það er skrítið að hugsa til þess að Anna amma sé ekki lengur með okkur, og að við fáum ekki að njóta fleiri samvista með henni. En það sem situr eftir eru minningar og þær em ófáar. Eftir að afí dó árið 1974, hóf amma störf sem þerna á skipi og vann við það í Ijöldamörg ár. Eitt af því fyrsta sem ég man eftir í mínu lífi eru hamingjustundimar er við fórum að sækja ömmu niður á höfn eftir langa túra, en jafnframt söknuðurinn er hún var á leið út á sjó. Þá sá maður fram á nokkrar vikur eða jafnvel mánuð, og engin Anna amma. Eftir að amma hætti á sjónum átti hún eftir að eyða miklum tíma heima hjá okkur í Lækjarásn- um. Amma var þannig að hún vildi alltaf hafa eitthvað í höndunum, hvort sem það voru pijónar, handa- vinna ýmiskonar eða eitthvað annað. Allt annað en að sitja auðum hönd- um. Amma gaf sér ætíð góðan tíma til að dunda við barnabömin sín. Hún var alltaf til í að taka eitt spil og ætíð var stutt í hláturinn. Amma var afar umhyggjusöm og bar hag sinna nánustu fyrir bijósti. Á köldum vetrum er ég kom heim úr skólanum og amma var heima þá fann hún fljótlega ef mér var kalt á höndunum. Þá nuddaði hún hendum- ar þar til mér varð hlýtt. Áður en ég vissi af, var hún búin að pijóna handa mér lopavettlinga, en hún prjónaði marga slíka á lífsleiðinni. Amma var mjög trúuð og kenndi mér ýmislegt um lífið og tilveruna. Hún sagði mér einnig sögur af sjálfri mér þegar ég var lítil og við hlógum saman á eftir. Ásamt hinum mikla kærleik sem amma bjó yfir hafði hún einstaklega góða nærvem og sér- stakt lag á að koma manni í gott skap með góðvild sinni og hlýju. Eg er ævinlega þakklát fyrir allar þær stundir sem ég fékk að njóta með Önnu ömmu. En nú er hún kom- in til afa og ég veit að henni líður vel. Blessun sé minningin um ömmu mína. Anna Margét Óskarsdóttir. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 JÓHANNA KRISTÍN EINARSDÓTTIR - I + Jóhanna Kristín Einarsdótt- ir fæddist í Landakoti í Sandgerði 13. ágúst 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 20. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvalsneskirkju 25. janúar — í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hún Jóhanna mín er dáin. Ætt- menni og vinir fylgdu henni til graf- ar í Hvalsneskirkju laugardaginn 25. janúar sl. Ég fór með aðstoð sonar míns. Það var suðvestan éljagangur og mjög hvasst í hryðjunum. Við leiddumst niður þrepin að gömlu kirkjunni hans Hallgríms Pétursson- ar. Kannski hefur líka stundum verið hvasst hjá honum, þegar hann gekk þessa braut á sínum tíma. Við sett- umst á aftasta bekk. Élin buldu á kirkjunni og vindurinn myndaði flautuhljóð, eins og undirspil. Prest- urinn kom og gekk inn gólfíð og kom sér fyrir við altarið og ávarpaði okk- ur. Veðrið breyttist þá skyndilega og sólin flæddi um kirkjuna. Þetta voru dæmigerð éljaskil, eins og þau gerast við suðurströndina. Og er líf okkar ekki einmitt svona; skin og skúrir. Ég er hér að kveðja vinkonu mína, Jóhönnu Kristínu Einarsdóttur í Sandgerði. Kynni okkar byijuðu fyr- ir mörgum árum, þegar ég fór að búa í Sandgerði. Þau hjón, Jóhanna og Jóhann Eyjólfsson, eiginmaður hennar, voru vinir Baldvins Júlísson- ar, mannsins míns, frá því þau voru | böm í skóla. Vinátta þeirra slitnaði [ aldrei. Það var sama hvar við Bald- I vin áttum heima, alltaf komu þau í ' heimsókn, okkur til mikillar gleði. Þegar árin liðu svo fóru þau að koma með bamabömin, sem einnig urðu okkar vinir. Bjartasta minningin í huga mínum frá kynnum og samveru okkar Bald- vins við þau Jóhönnu og Jóhann er I Jónsmessunóttin þegar við bjuggum ^ í Hamarshjáleigu í Flóa. Þá sátum við alla nóttina við eldhúsborðið og töluðum saman um lífíð og tilveruna. Horfðum á sólina setjast og vorhúm- ið læðast yfir íjöllin. Og fyrr en varði kom sólin aftur upp. Það var kominn dagur. Eftir að við hjónin fluttum að Selfossi gafst meira tími til ferða- • laga, ineðal annars til vina okkar í ; Sandgerði. Þangað fórum við margar í ferðir. Alltaf var nóg að tala um, | ekki síst liðin ár. Eftir að ég varð ’ ein fyrir tæpum sex árum hefur vin- t átta mín við Jóhönnu og Jóhann í ? Sandgerði engu að síður verið \ óbreytt. Fyrir það er ég þakklát, j enda hefur það gefíð mér mikið. Nú er tjaldið fallið. Ég vænti hins 4 vegar endurfunda síðar — á eilífri í Jónsmessunótt. Það er mín bón hér \ að síðustu, um leið og ég votta eftir- 1 lifandi eiginmanni, Jóhanni Eyjólfs- | syni, og öðrum ættingum samúð * mína. Margrét Ólafsdóttir, Selfossi. ( eftír þínym éskum úr vídhaldsfdu efní »------------------------------------< Smíöum einnig: Rennihurðir • Renniglugga • Fellihurðir Glugga • Útihurðir* Skjólveggi o.fl. Höfum tekið við umboði á hinum geysivinsælu og vönduðu Slettwall reyrhúsgögnum. Sýning um helgina - Opið frá kl. 13-17 SIÐUSTU DAGAR UTSOLUNNAR Jakkar fró kr. 3.000 til kr. 7.000 Buxur frá kr. 1.800 til kr. 4.800 Blússur frá kr. 1.500 til kr. 4.800 Pils frákr. 1.500 til kr. 4.800 Peysur frá kr. 1.000 til kr. 2.800 Auk þess frakkar, úlpur og kjólar. Opið á laugardögum frá kl. 10-16 inraarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfiröi • Sími 565 1147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.