Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Kínadagar í Perlunni 1.2Ö6 milljónir í 4 gjald- þrotum SKIPTUM er nýlega lokið í nokkr- um þrotabúum, þar sem tapaðar kröfur nema samtals um 1.266 milljónum króna króna. Sum málin eru komin nokkuð til ára sinna, til dæmis voru bú JL-hússins hf. og íslandslax hf. tekin til gjaldþrota- skipta árið 1989. KÍNADAGAR ’97 hófust í Perl- unni í gær, en þeir eru haldnir í tilefni af því að 25 ár eru liðin síðan stjórnmálasamband var tekið upp milli íslands og Kina. I gær var einmitt nýársdagur samkvæmt kínversku tímatali. Málþing var í gær um samskipti þjóðanna og síðdegis opnaði Björn Bjarnason menntamála- ráðherra vörusýningu með því að klippa á borða. Opið verður í Perlunni í dag og á morgun frá klukkan 10 til 18 og er aðgangur ókeypis. Þá býður veitingastað- urinn Perlan upp á kínverskan matseðil. Akvörðun um sameiningu innanlandsflugs Flugleiða og FN Samkeppnisstofnun skoðar samrunann SAMKEPPNISSTOFNUN hyggst gera athugun á því hvort samruni innanlandsdeildar Flugleiða og Flug- félags Norðurlands í Flugfélag Is- lands brjóti í bága við samkeppnislög á grundvelli lagagreinar þar sem flallað er um samruna fyrirtækja. Stofnuninni bárust gögn frá félögun- um áður en tiikynnt var opinberlega um samkomulagið. Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, segir að þama sé mark- aðsráðandi fyrirtæki að sameinast öðru fyrirtæki og því sé ástæða til þess að stofnunin taki málið til at- hugunar. Samkvæmt samkeppnislögum hefur Samkeppnisstofnun tvo mán- uði til þess að komast að niðurstöðu í málinu. Kemur ekki á óvart Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, sagði að tíðindin kæmu ek'ki á óvart. Langt væri síðan fregnir hefðu borist af því fyrst að Flugleiðir hygðust gera breytingar á sínum rekstri og að- skilja innanlandsfiugið frá milli- landafluginu. „Hvað framhaldið varðar verður að geta þess að íslandsflug hefur bæði verið í samvinnu og samkeppni við þessi félög. Við vorum í sam- keppni við Flugfélag Norðurlands, einkum á leigufiugsmarkaðnum. Fé- lögin hafa hins vegar ætíð hlaupið undir bagga hvort með öðru þegar þau hafa þurft að leigja flugvélar, kaupa varahluti eða viðhaldsþjónustu hvort hjá öðru. Við höfum verið í samkeppni við Flugleiðir, aðallega leiðum til Vestmannaeyja, Egilsstaða og ísafjarðar. Samvinna er með fé- lögunum á flugleiðinni Reykjavík- Hornaíjörður og Reykjavík-Sauðár- krókur og reyndar einnig að nokkru leyti á Vestmannaeyjaleiðinni. Nú er spurningin sú hvort einhvetjar breytingar verði þar á. Hugsanlegt er að fyrirkomulagið haldist óbreytt, þ.e. að félögin ýmist vinni saman eða keppi. Einnig er hugsanlegt að lín- umar skerpist og félögin vinni enn meira saman eða fari á hinn bóginn í harðari samkeppni," sagði Gunnar. Starfsmenn Islandsflugs eru 50- -60 talsins en verða hátt í 200 hjá Flugfélagi íslands. Velta íslands- flugs á síðasta ári var 550 millj. kr. og varð hagnaður af starfseminni. Gunnar sagði að íslandsflug væri mjög vel undir það búið að takast á við samkeppni frá jafn öflugu félagi og Flugfélagi íslands. íslandsflug hefur starfað í sex ár og á þeim tíma hefur flugflotinn stækkað. „Við höfum fengið eina flugvél á hverju ári síðan starfsemin hófst. Núna rekur félagið þrjár 19 manna Dornier vélar, eina 46 manna ATR vél og fær aðra 1. apríl næstkom- andi. Við erum því með mjög öflug- an og nýtískulegan flugflota sem hentar mjög vel í samstarfi en líka í samkeppni," sagði Gunnar. Flugmenn bíða eftir upplýsingum Fundur verður um þetta mál hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna 11. febrúar næstkomandi. Kristján Egilsson, formaður félagsins, segir að viðbrögðin séu fremur lítil á þessu stigi málsins því nú sé beðið eftir nánari upplýsingum um það. „Ég á von á því að við fáum mun gleggri upplýsingar um þetta eftir helgina en það er ljóst að þessi fram- vinda hefur áhrif á nokkurn fjölda okkar félagsmanna. Stéttarfélagið I er til þess að gæta hagsmuna þeirra og það munum við gera. Menn hafa náttúrulega áhyggjur af sinni af- komu í sambandi við þetta,“ sagði Kristján. Þóra Sen, framkvæmdastjóri Flugfreyjufélags íslands, sagði að viðbragða félagsins væri að vænta á næstu dögum. j íslandslax - 509 milljónir Bú fiskeldisstöðvarinnar íslands- lax hf. í Grindavík var tekið til skipta í nóvember árið 1989. Veð- kröfur í búið námu tæpum 470 milljónum króna og forgangskröfur rúmlega 12,1 milljón og greiddust þessar kröfur að fullu. Almennar kröfur námu hins vegar tæpum 560 milljónum króna og upp í þær gat þrotabúið greitt tæplega 51 milljón, eða um 9%. Eftir standa því 509 milljónir króna, sem ekki verða greiddar. Atlantsflug - 327 milljónir Félag í meirihlutaeigu útgefenda DV tekur við útgáfu Alþýðublaðsins Úrslitatilraun til að tryggja útgáfu blaðsins SKRIFAÐ undir samning um útgáfu Alþýðublaðsins í gær. Til vinstri á myndinni eru Þröstur Ólafsson og Sighvatur Björgvins- son fulltrúar Alþýðuflokksins og Alprents en til hægri eru Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson fulltrúar Alþýðublaðsútgáf- unnar og Fijálsrar fjölmiðlunar. Skiptum lauk í búi Atlantsflugs hf. í síðasta mánuði, íjórum árum eftir að búið var tekið til gjaldþrota- skipta. Forgangskröfur í búið námu samtals rúmum 47,2 milljónum króna og af þeim greiddust aðeins 2,3%, eða rúmlega ein milljón. Upp í almennar kröfur greiddist ekki neitt, en þær námu tæplega 271 milljón. Eftir standa því um 327 milljónir króna, sem ekki verða greiddar. JL-húsið - 314,5 milljónir Tæp átta ár liðu frá því að skipta- ráðandinn í Reykjavík kvað upp úrskurð um að bú JL-hússins skyldi tekið til gjaldþrotaskipta og þar til skiptum lauk. Samkvæmt úthlutun- argerð úr þrotabúinu greiddust tæplega 4,9 milljónir upp í lýstar forgangskröfur, sem námu rúmlega 6,4 milljónum og fengust því rúm- lega 76% af forgangskröfum greiddar. Ekkert greiddist hins veg- ar upp í lýstar almennar kröfur, að fjárhæð tæplega 313 milljónir króna. Eftir standa því 314,5 milljónir króna, sem ekki verða greiddar. Kjötbúðin Borg - 116 milljónir í síðasta mánuði lauk skiptum í þrotabúi vegna einkafirmans Kjöt- búðarinnar Borgar á Laugavegi. Allar veðkröfur greiddust, samtals rúmar 19 milljónir og forgangskröf- ur einnig, en þær námu rúmri millj- ón. Upp í samþykktar almennar kröfur, sem námu tæplega 178 milljónum króna, gi-eiddust rúmlega 62 milljónir króna, eða rúm 35%. Eftir standa því um 116 milljónir króna, sem ekki verða greiddar. ALÞÝÐUBLAÐSÚTGÁFAN ehf. sem er í meirihlutaeigu Fijálsrar fjölmiðlunar hf. hefur tekið að sér útgáfu Alþýðublaðsins í níu mán- uði, frá næsta mánudegi að telja. Samningur félagsins við Alþýðu- flokkinn og Alprent hf. sem gefíð hefur út Alþýðublaðið, var undirrit- aður í gær. Markmið samningsaðila er að gera úrslitatilraun til að tryggja útgáfugrundvöll Alþýðu- blaðsins. Alþýðublaðsútgáfan ehf. er í meirihlutaeigu Frjálsrar fjölmiðlun- ar hf. sem gefur út DV og á þátt í útgáfu ýmissa annara blaða eins og Degi-Tímanum og Viðskipta- blaðinu, en einnig eru menn úr for- ystu Alþýðuflokksins meðal hlut- hafa. Stjóm félagsins skipa Sveinn R. Eyjólfsson, Eyjólfur Sveinsson og Sighvatur Björgvinsson formað- ur Alþýðuflokksins. Alþýðublaðsút- gáfan er gamalt félag sem tók að sér útgáfu Alþýðublaðsins með samningi við Alþýðuflokkinn fyrir 25 árum, í formannstíð Gylfa Þ. Gíslasonar. Félagið var þá í eigu sömu aðila og nú. „Stóð það sam- starf í tvö ár, frá mars 1972 til mars 1974, og þótti þetta tímabil einkennast af góðu gengi blaðsins og vandræðalausum rekstri," segir í fréttatilkynningu um útgáfusamn- inginn nú. Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri DV segir að á undanfömu virðist hafa komið fram mikill áhugi á að halda áfram útgáfu Alþýðublaðsins. „Við höfum áhuga á að gera úrslita- tilraun til að gefa blaðið út,“ segir Eyjólfur. Leggur hann áherslu á að þetta sé tilraun sem gerð verði upp í lok ársins. Ef hún heppnist muni aðrir fjölmiðlar sem tengjast Fijálsri fjölmiðlun njóta góðs af vegna samnýtingar tækja, starfs- fólks og fleiri atriða. Jafnframt tel- ur hann þetta líklegustu leiðina til að tryggja áframhaldandi útgáfu Alþýðublaðsins. Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, segir að fram- haldið eftir 10. nóvember, þegar þessum samningi ljúki, fari eftir því hvemig blaðið gangi. „Við getum þá kallað blaðið til okkar aftur og staðið í sömu spomm og nú. En ef vel gengur þá verður haldið áfram með útgáfuna í þessu formi,“ segir hann. Styður Alþýðuflokkinn í samkomulaginu sem gert var í gær felst m.a. að fylgt verði svip- aðri ritstjórnarstefnu og verið hefur í Alþýðublaðinu, þar sem lögð er áhersla á beinskeytta og gagnrýna fréttastefnu og pólitíska greiningu þjóðfélagslegra álitamála í anda jafnaðarstefnunnar, segir í fréttatil- kynningu. Ritstjóri verður ráðinn í samráði við Alþýðuflokkinn og verður gengið frá ráðningu hans á næstu dögum. Spurður að því hvor aðilinn muni ráða ritstjómarstefnu segir Eyjólfur að það muni ritstjór- inn augljóslega gera og vitnar að öðru leyti í það sem fram kemur hér að framan um ritstjómarstefnu blaðsins. Sighvatur svarar sömu spurningu með því að vísa til þess að í samningnum væri bundið að blaðið styðji áfram stefnu Alþýðu- flokksins. Síðan verði ráðinn rit- stjóri sem menn treysti til að fram- fylgja því. Að sögn Eyjólfs tekur Alþýðu- blaðsútgáfan að sér rekstur Alþýðu- blaðsins flokknum að kostnaðar- lausu. Fær útgáfan afnot af tækjum og aðstöðu fyrri útgáfu, annarri en j húsnæði. Blaðið flytur í Brautar- holt 1 um helgina en ísafoldarprent- * smiðja sem prentað hefur blaðið og j prentar áfram er í sömu húsa- lengju. Sighvatur og Eyjólfur búast við að starfsfólk Alþýðublaðsins muni halda áfram, fyrir utan rit- stjórann. Sæmundur Guðvinsson hefur ritstýrt blaðinu síðustu vik- urnar. Á of fáum höndum Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Alþýðuflokksins, fagnar i því að Alþýðublaðið komi áfram út og telur samninginn við Alþýðu- blaðsútgáfuna ehf. ásættanlega niðurstöðu. Hann segist þó ekki geta leynt þeim skoðunum sínum að fjölmiðlar væru komnir á of fáar hendur hér á landi. Fijáls fjölmiðlun, sem á meiri- hlutann í Alþýðublaðsútgáfunni, . gefur út tvö önnur dagblöð og á hluti í ýmsum útgáfufyrirtækjum og tengist auk þess Stöð 2 eignar- j böndum. „Við göngum til samninga * við sjálfsætt félag, Alþýðublaðsút- gáfuna ehf., sem gaf út Álþýðublað- ið um tveggja ára skeið þegar ég var annar ritstjóra þess,“ segir Sig- hvatur þegar hann er spurður að því hvort samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlun hefði valdið honum áhyggjum við þessa samninga. „Ég i get því dæmt um það af eigin reynslu að það samstarf gekk af- | skaplega vel og ég ef enga trú á örðu en að þetta gangi vel núna,“ segir hann. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.