Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 38
-38 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Mynd 1. Fjöldl IuiihIIt.iLi 1ÖS1 1001/02 1982/93 1993/94 199495 199S/9C 199&97 FtstwsiSiir Mynd 2. Sklptlng kvótans 100 90 60 70 60 90 1 1 ram ■ j4T.aaj 145,771 147,521 |45,11| 1 1 J I ■ 1 I™1 1 I ■ 1. ■ 1981 1881782 1882/83 1083)94 1994,/86 1985796 1886)97 Fistí\4Í6iár Hver á kvótann? Agnar Helgason Gísli Pálsson LANDSMENN deila nú ákaft um sjávarútvegsmál, m.a. kvótakerfið. Að þessu ^.sinni hafa almanna- hagsmunir, réttlætis- sjónarmið og siðferði- leg rök fengið aukið vægi. Stjórnvöld hafa ekki gefið þessum málum gaum sem skyldi, en ýmislegt bendir til að ekki verði hjá því komist að taka þau á dagskrá af fullri alvöru - ekki síst auk- inn byggðavanda, brottkast afla, svo- nefnt „kvótabrask" og samþjöppun aflaheimilda. Hér skal lítillega hugað að spurningunum um skiptingu kvótans og hvað það merkir að „eiga“ kvóta. Við höfum ' áður greint frá útreikningum er varða skiptingu aflaheimilda frá upphafi kvótakerfisins 1984 til 1994 (sjá greinar okkar á þessum vettvangi frá 13. maí 1993 og 8. janúar 1994). í þeim útreikningum, sem hér er fjallað um og byggðir eru á gögnum Fiskistofu, er bætt við þremur fiskveiðiárum tii að kanna nánar hver þróunin hefur orðið allt frá því að lögin frá 1990 um stjórn fiskveiða tóku gildi. Ástæða er til að huga sérstaklega að þeim breytingum sem orðið hafa í kjölfar laganna frá 1990, en þá voru gerðar a.m.k. tvær mikilvægar breytingar á kvótakerfinu. Sex til ajtíu tonna bátum, sem áður veiddu samkvæmt banndagakerfi, var út- hlutaður kvóti og kvótar urðu fram- seljanlegir. Áhrif laganna frá 1990 Handhöfum aflaheimilda er hér til einföldunar (eins og í fyrri út- reikningum okkar) skipt í Qóra flokka: „dvergar" eru þeir sem fara með 0 til 0,1% af botnfiskkvóta við- komandi árs, „litlir“ fara með 0,1 til 0,3%, „stórir" 0,3 til 1% og „risar“ meira en 1%. Mynd 1 sýnir „ .breytingar á fjölda handhafa botn- fiskkvóta frá 1991 til 1997. Eins og fram kemur á myndinni hefur handhöfum kvóta fækkað um 39%, eða úr 1155 í 706. Á því sjö ára tímabili sem hér er miðað við hafa að meðaltali um 70 handhafar kvóta dottið út úr kvótakerfinu á ári hveiju og langflestir þeirra koma > úr röðum þeirra sem minni eru. Önnur leið til að kanna vægi Hér er ekki aðeins um siðferðileg gildi að ræða, segja Agnar Helgason og Gísli Pálsson, heldur einnig beinharða fjármuni. hópanna fjögurra er að bera saman hlutdeild þeirra í þeim heildarbotn- fiskkvóta sem úthlutað er hveiju sinni. Mynd 2 sýnir skiptingu botn- fiskkvótans. Þar kemur fram að hlutdeild „risanna" hefur aukist úr 25,6% í 46,1%. Til að gefa nokkra hugmynd um þær stærðir sem um er að ræða má geta þess að hlut- deild „risanna" árið 1991 nam u.þ.b. 84 þúsund þorskígildistonn- um, en aflaverðamæti þess kvóta jafngilti rúmlega 7,8 milljörðum króna á verðlagi þess árs. Til sam- anburðar má nefna að botnfisks- hlutdeild „risanna" er u.þ.b. 129 þúsund þorskígildistonn á yfír- standandi fiskveiðiári og aflaverð- mæti þess kvóta nemur rúmlega 11 milljörðum króna (miðað við 88 kr/kg meðalverð á þorski). Sjálfur kvóti „risanna" er að sjálfsögðu miklu meira virði, enda veitir hann árlegan rétt til slíkra aflaverðmæta. Nú er verðmæti hans um 75 millj- arðar króna (sbr. Vísbendingu 31. jan. 1997). Á því tímabili sem um er að ræða hefur hlutdeild „dverga" minnkað úr 16,8% í 10,9%. Sameig- inlega fara „risar“ og „stórir" út- gerðaraðilar nú með 74% alls botn- fískkvótans, en við upphaf fram- salskerfisins var hlutur þeirra 63%. Samþjöppun á sér einnig stað ef stærstu „risarnir" - það mætti kalla þá „ofurrisa" - eru skoðaðir sérstaklega (hún stafar að nokkru leyti af því að fyrirtæki hafa verið sameinuð, en bein kvótakaup koma þar auðvitað líka til). Mynd 3 sýnir breytingar á hlutdeild fimm stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Greinilega er um árlega aukningu að ræða á heildarkvóta þessara fyrirtækja, en frá 1991 hafa þau aukið hlutdeild sína um 70% (úr 12,4% í 21%) Fregnir af vexti Samheija undan- farnar vikur benda til að samþjöpp- un „ofurrisanna" haldi áfram að aukast og hugsanlega enn hraðar en áður. Athugun okkar á dreifingu afla- kvóta í botnfiskveiðum hefur sýnt að aflaheimildir hafa safnast á færri fyrirtæki á þeim tíma sem liðið hefur frá upphafi kvótakerfísins. í stórum dráttum hefur sú þróun, sem við höfum áður greint frá, haldið áfram síðustu tvö ár. Sam- þjöppunin er raunar hægari en áður og kann það að skýrast af því að „risamir" sjái sér hag í því til að hvetja til viðskipta sem kennd hafa verið við „tonn á móti tonni“. Það má hins vegar vera ljóst að smáum kvótahöfum heldur áfram að fækka, og botnfiskkvótinn heldur áfram að safnast á hendur þeirra sem eftir eru. Nú fara 22 útgerðar- fyrirtæki („risarnir") með 46% alls botnfískkvótans. Rétt er að slá þann varnagla, eins og áður, að eignar- hald á útgerðarfyrirtækjum, ekki síst „risunum", hefur verið að breyt- ast og það er ekki sjálfgefið að handhöfum aflakvóta (hluthöfum í sjávarútvegsfyrirtækjum með var- anlega aflahlutdeild) hafi fækkað þótt fyrirtækin séu færri. Það er á hinn bóginn ekki heldur sjálfgefið að raunveruleg dreifing á eignar- haldi sé jafnari en áður þótt hluthaf- ar stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna séu fleiri en áður. Og hvernig sem þessu er varið er eðlilegt að spyija hvort 70% aukning á kvóta fímm stærstu fyrirtækjanna endurspegli stærðarhagkvæmni eða eitthvað allt annað. Hver á hvað? Það er ekkert launungarmál að mikið ósætti ríkir um kvótakerfið. Margur virðist ekki sætta sig við þá grundvallarforsendu kerfisins að hægt sé að hagnast á því að kaupa, selja eða leigja aflaheimildir á sama tíma og lög kveða á um þjóðareign Mynd 3. Kvótl llmm simigm útijoid.i 35 30 E 18 1ð bSSTs 11 || 11 1161 1931/62 msm á fiskistofnunum. Andstaða sjó- manna og almennings beinist nú gegn afleiðingum slíkrar verslunar, m.a. gegn samþjöppun aflaheimilda í höndum fárra aðila, upplausn byggða og „kvótabraski" (leiguvið- skiptum sem leiða til þess að út- gerðir draga leiguverð kvóta frá hlut áhafnar). Andstæðingar kvóta- kerfins halda því fram að útgerðar- menn séu í auknum mæli að hrifsa til sín fiskinn í sjónum og „braska“ með þessa sameign þjóðarinnar. Þeir sem styðja núverandi kvóta- kerfi benda hins vegar á þessi sömu atriði sem meginkosti kerfisins. í augum þeirra er fijáls verslun með kvóta forsenda fyrir aukinni arð- semi í fiskveiðum, og þ.a.l. auknum hagnaði; útgerðarmenn séu einung- is að stuðla að hagkvæmni og ná sem mestum verðmætum út úr eig- in „eignum“ - kvótunum. Kjarni málsins virðist einmitt snúast um eignarréttinn. Vandinn er sá að þótt lög kveði skýrt á um að fískistofnarnir um- hverfis landið séu sameign þjóðar- innar, eru kvótarnir sjálfir - þ.e.a.s. rétturinn til að veiða - „eign“ út- gerðarmanna (þeir geta a.m.k. selt og leigt kvótann eins og um eign þeirra væri að ræða). Og sá eignar- réttur virðist vera tryggður eins lengi og núverandi kvótakerfi er við lýði. Þá kynnu menn að spyija: Hvað er það nákvæmlega sem þjóð- in á? Hvað merkir það að eiga fiski- stofna en ekki réttinn til að veiða úr þeim? Á meðan útgerðarmenn eru handhafar eða „eigendur" aflakvóta er lítið hægt að gera til að sporna gegn samþjöppun afla- heimilda, „kvótabraski" eða upp- lausn byggða vegna kvótasölu. Ef útgerðarmönnum er frjálst að kaupa, selja eða leigja kvóta munu þessi „vandamál" halda áfram að skjóta upp kollinum. Því miður er auðlindagjald engin úrlausn í þessu sambandi. Þótt auðlindagjald stað- festi vissulega þjóðareign á fiski- stofnunum og réttinum til að veiða úr þeim, breytir það engu um áframhaldandi samþjöppun afla- heimilda, „kvótabrask" og upplausn byggða. Eina raunhæfa leiðin til 1S63/94 1S64SS 1935« 1996787 tlgt.vílSíár að koma í veg fyrir þessar „mein- semdir" kerfisins væri að takmarka eða afturkalla rétt útgerðarmanna til að stunda fijálsa verslun með aflaheimildir. Þá væri ekki lengur hægt að tala um kvóta sem „eign“ útgerðarmanna. Slíkar aðgerðir myndu fela í sér róttækar breyting- ar á kvótakerfínu, sem hugsanlega kæmu niður á hagkvæmni í atvinnu- greininni - þ.e. hagnaði einhverra útvegsfyrirtækja. Áframhaldandi deilur um kvótakerfíð eru hins vegar efnahagslega og félagslega kostnað- arsamar og þær kunna að valda meiri óhagkvæmni í atvinnugrein- inni en takmarkanir á fijálsa verslun með kvóta myndu gera. Hvað sem líður afstöðu manna til sjálfs kvótakerfisins (hvort sem menn telja sig stuðningsmenn þess eða andstæðinga), ætti þeim að vera ljóst að frekari tafir á því að tekið sé á kjarna þess ósættis sem ríkir um kerfíð munu leiða til fleiri verkfalla, byggðaröskunar og fé- lagslegrar upplausnar. Hér er því ekki aðeins um siðferðileg gildi að ræða heldur einnig beinharða fjár- muni. Nauðsynlegt er að svipta burt þeirri þoku sem hulið hefur eignarréttarstöðu kvóta og fiski- stofna. Það er kominn tími til þess að menn setjist niður (ekki síst stjórnmálamenn, lögfræðingar og endurskoðendur) og skilgreini nán- ar hvað það merkir að „eiga“ físki- stofna en ekki réttinn til að veiða úr þeim og hvaða svigrúm þjóðin hefur hvað þetta snertir. Að því loknu getur þjóðin tekið upplýsta ákvörðun um framtíð kvótakerfisins á grundvelli bæði siðrænna og efna- hagslegra sjónarmiða. Hvernig færu stjórnvöld t.d. að því að leggja kvóta- kerfíð niður ef þau ákvæðu að gera það? Hver yrði réttur útgerðar- manna sem greitt hafa fyrir kvóta? Eðlilegt hlýtur að teljast, að í næstu þingkosningum verði tekist á um skýra valkosti í þessum efnum. Agnar Helgason stundar doktorsnám ímannfræði við Cambridge háskóla. Gísli Pálsson er prófessor í sömu grein við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.