Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 52
- /' >2 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ > A Komast sex Is- lendingar í úrslit? SKAK Norræna VISA bikark.cppnin: ÞÓRSHÖFN, FÆREYJ- UM, 8.-16. febrúar 1997 Mikil skákhátíð hefst um helgina í Þórshöfn í Færeyjum. Síðasta undanrásamótið í norrænu VISA- bikarkeppninni og einstaklings- keppni í norrænni skólaskák fara þar fram næstu daga. TÓLF stórmeistarar keppa í undanrásamótinu, þar af þrír ís- lenskir, þeir Hannes Hlífar Stef- ánsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson. Auk þeirra tefla þeir Sævar Bjama- son og Áskell Örn Kárason á mótinu. Stigahæstu keppendurn- ir sem skráðir eru til leiks eru rúss- neski stórmeistar- inn Peter Svidler (2.640), Curt Hans- en (2.605), Dan- mörku, og Ivan So- kolov (2.615) frá Bosníu, en hann hafði einmitt vetur- setu í Færeyjum 1992-93, eftir að hann átti ekki aftur- kvæmt heim til sin vegna borgarastyij- aldarinnar. Það er rétt að rifja upp stöðu efstu manna í keppninni, miðað við þijú bestu mót þeirra. Keppt er um þrettán sæti í úrslitunum, en það fjórt- ánda er boðssæti. Það em sex íslendingar í hópi þrettán efstu: 1. C. Hansen, Danm., 53,79 2. Jóhann Hjartarson, 50,17 3. Hillarp-Persson, Sví., 43,00 4. Margeir Pétursson, 42,50 5. Djurhuus, Nor., 33,29 6. Gausel, Nor., 35,46 7. Agdestein, Nor., 35,50 8. Tisdall, Nor., 29,46 9. Hector, Svíþj., 24,63 10. Helgi Áss Grétarsson, 23,46 11. Helgi Ólafsson, 22,00 12. Hannes H. Stefánsson, 21,96 13. Þröstur Þórhallsson, 19,00 Næstir koma: 14. Borge, Danm., 17,00 15. Degerman, Svíþj., 16,29 16. Heine-Nielsen, Dan., 15,67 17. Hellers, Svíþj., 14,29 18. Wedberg, Svíþj., 13,29 19. Elsness, Noregi, 13,29 20. Mortensen, Dan., 13,17 21. Ákesson, Svíþj., 12,50 22. L.B. Hansen, Dan., 12,17, o.s.frv. Það verður áreiðanlega hart barist um stigin í Þórshöfn, en þó góðar líkur á því að íslending- ar haldi sex sætum. Einstaklingskeppni í skólaskák Mótið, sem er það sautjánda í röðinni, fer fram dagana 8.-10. febrúar í Þórshöfn. Keppnin er haldin árlega og skiptast Norður- löndin á um mótshaldið. Hvert þeirra sendir tvo í hvern aldurs- flokk. Þeir eru fimm, svo kepp- endur verða alls 60 talsins. íslensku keppendurnir eru tíu talsins, valdir eftir íslenskum Elo-skákstigum sem tóku gildi 1. janúar 1997. Þó var haldið sérstakt úrtökumót um annað sætið í yngsta flokki, en í þeim flokki var aðeins einn með stig. Pálmar Jónsson frá Eyrarbakka vann úrtökumótið fremur óvænt. Það er sjaldgæft að börn eða unglingar bregði sér í bæinn og vinni sitt fyrsta mót! Fyrir ísland keppa eftirtaldir, íslensk skákstig þeirra eru í sviga fyrir aftan nöfnin, nema hvað Pálmar er ennþá stigalaus. Arnar E. Gunnarsson (2.195) Torfi Leósson (2.085) Jón Viktor Gunnarsson (2.290) Bragi Þorfinnsson (2.205 Davíð Kjartansson (2.005) Stefán Kristjánsson (1.915) Guðjón Heiðar Valgarðsson (1.560) Hlynur Hafliðason (1.365) Hilmar Þorsteinsson (1.260) Pálmar Jónsson Sérstaklega í næ- stelsta flokknum, þar sem Jón Viktor og Bragi keppa, ættum við að eiga mjög góða mögu- leika. Jóhann í fjórða sæti Alþjóðlega skák- mótinu á Bermúda er lokið með yfir- burðasigri enska stórmeistarans Jul- ians Hodgson. Hann hlaut átta og hálfan vinning af tíu mögulegum. Jó- hann Hjartarson tefldi við tvo Þjóðveija í síðustu tveimur umferðunum. Hann vann Maiwald en gerði jafntefli við Bezold. Jóhann varð í fjórða sæti á mótinu. Ungi kanadíski alþjóðameistarinn Lesiege náði öðrum áfanga sínum að stór- meistaratitli. Urslit mótsins: 1. Hodgson, Engl., 8'A v. 2. -3. deFirmian, Bandaríkjunum, og Lesiege, Kanada, 6 ‘A v. 4. Jóhann Hjartarson 6 v. 5. Vescovi, Brasilíu, 5'A v. 6. Tal Shaked, Bandar., 4 ‘A v. 7. Waitzkin, Bandaríkj., 4 v. 8. -10. Hellsten, Svíþjóð, Bezold, Þýskalandi, og Ashley, Bandaríkjun- um, 3‘A v. 11. Maiwald, Þýskalandi, 3 v. Um helgina tekur Jóhann þátt í helgarskákmóti á Bermúda. Fjögur efst í Linares Ungverska stúlkan Júdit Polg- ar er efst á stórmótinu í Linares ásamt Rússunum Kasparov og Kramnik og Michael Adams, Englandi. Úrslit í þriðju umferðinni urðu þessi: Júdit Polgar-Adams '/2-V2 Kramnik-Nikolic 'A- 'A Kasparov-Gelfand '/2- 'A Anand-Piket 'A-'A Shirov-Topalov 1-0 Ívantsjúk-Drejev 0-1 Staðan á mótinu: 1.-4. Júdit Polgar, Kramnik, Ka- sparov og Adams 2 v. 6.-9. Gelfand, Nikolic, Drejev, Piket og Topalov 1 '/2 v. 10.-11. Anand og Shirov 1 v. 12. ívantsjúk 'A v. Margeir Pétursson Júdit Polgar ÍDAG SKAK IJmsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á opnu móti í Ubeda á Spáni sem er nýlokið. 18 ára gamli alþjóðameistarinn Maris Krakops (2.440), Lettlandi, hafði hvítt og átti leik, en stórmeistarinn Jesus Nogueiras (2.545), Kúbu, var með svart. Svartur lék síð- ast 33. - Hd8- e8 til að valda peðið á e6, en það dugði ekki til: 34. Bxe6! - h6 (Bæði 34. - Hxe6 og 34. - Rxe6 yrði svarað með 35. Hd8 og hvítur vinnur. 34. - Hf8 væri auðvitað einnig svarað með 35. Bxf5!) 35. Bxf5! - Hf8 36. Bg4 og Kúbveijinn gafst upp, því 36. - Hxf4 37. Hd6 er gersamlega vonlaust. Úrslitin í Ubeda urðu fremur óvænt: 1. V. Filippov, Póllandi 8 v. 2.-5. Miles, Englandi og Rúss- arnir Kharlov, Khalifman og Ibragimov 7 ‘A v. Skákþing Akureyrar 1997 hefst á morgun, sunnudag, kl. 14 í félags- heimiii Skákfélags Akur- eyrar, Þingvallastræti 18. HVÍTUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu ... aðhafn áhyggjuref hún ersein fyrir. TM R»g. U.S. P«l. Off — alt rights r*s»rved (c) 1997 L09 Angeles Times Syrxbcate ÉG þarf að ræða við þig um hádegishlé. Ó.TARSAN, að þú skyldir muna eftir brúðkaups- deginum. VIIVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 o g 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Frábær þjónusta ELSA hringdi og vildi þakka fyrir frábæra þjónustu hjá Raftækja- verslun Heklu. Hún var þar stödd með tengdafor- eldrum sínum sem voru að leita sér að eldavél. Verslunarstjórinn, Guð- mundur Sævar Hreiðars- son, bauð þeim eldavél til prufu með sér heim, og var hún keyrð heim til þeirra. Þau gátu ekki notað eldavélina og var hún þá sótt aftur heim til þeirra og var þetta þeim allt að kostnaðar- lausu. Þakkir ESTHER hringdi og vildi koma á framfæri þakk- læti til Hermanns Jóns- sonar úrsmiðs. Hún var búin að vera í vandræð- um með úr sem vantaði keðjuna á og búin að ganga á milli úrsmiða í langan tíma án árangurs en í verslun Hermanns úrsmiðs var pöntuð ný keðja fyrir hana. En þar sem það tók lengri tíma en ætlað var að fá keðj- una vildu þau í verslun- inni ekki taka neitt fýrir viðgerðina og vill hún þakka fyrir það. Gæludýrabúðin Trítlan SÓLVEIG hringdi og vildi þakka fyrir góða þjónustu i gæludýrabúð- inni Trítlunni. Hún vill einnig minna fólk á að gefa smáfuglunum. Tapað/fundið Gullnæla fannst GULLNÆLA fannst í haust á Grensásvegi, nið- ur undir Miklubraut. Upplýsingar í síma 553 5475 eftir klukkan 19. Poki fannst RAUÐUR plastpoki með fatnaði, merktur Mon- soon, fannst á Lækjar- torgi 5. febrúar. Upplýs- ingar í síma 552 4867. Dýrahald Hamstur óskast ER einhver sem þarf að losna við hamstur og hamstrabúr? Vinsamlega hringið í síma 587 6413. COSPER ÉG veit að það má ekki koma inn með hunda, en þetta er ekki hundur. Yíkveiji skrifar... NÚ STENDUR yfir átak í því skyni að fólk spenni börn tryggilega í bíla áður en ekið er af stað; í öryggisbelti eða bílstól. Það er áreiðanlega rétt, sem fram hefur komið í sumum greinunum, sem birzt hafa í Morgunblaðinu að undanförnu, að smáfólkið veitir sjálft bezta aðhaldið, þegar það hefur á annað borð vanizt því að vera spennt niður. Víkveiji á gaml- an bíl, þar sem engin öryggisbelti eru aftur í, og hefur lent í þeirri vandræðalegu aðstöðu að ungir vinir hans (sá yngsti þriggja ára) hafa hafnað boði um bílfar, á þeirri forsendu að öryggi bifreiðarinnar væri ábótavant. Víkveiji skamm- ast sín og mun kaupa sér öryggis- belti í aftursætið. xxx VÍKVERJI er út af fyrir sig ekkert hissa á því rama- kveini, sem templarar og aftur- haldssamir stjórnmálamenn hafa rekið upp yfir tillögum stjórnar Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins um aukið fijálsræði í smásölu áfengis. Það kemur hon- um ekki á óvart að þessi litli en háværi hópur vilji enn og aftur koma í veg fyrir að hægt sé að kaupa sér bjór eða léttvín með matnum á skikkanlegu verði, um leið og farið er í matarinnkaupa- ferð - og að hægt sé að kaupa þessa neyzluvöru af upplýstum vínunnendum, en ekki ríkisstarfs- mönnum í bláum einkennisbún- ingum. xxx HINS vegar finnst Víkveija að kannski sé kominn tími til að þessi litli hópur átti sig á að það þarf ekki að vera neik- vætt að áfengisnotkun aukist. Það kann vel að vera rétt, að notkunin aukist þegar verðið lækkar og aðgangurinn batnar. Það skiptir bara ekki öllu máli. Flestir nota áfengi í hófi og sér og sínum að meinalausu. Það er misnotkunin, sem er slæm en hún hefur ekkert með það að gera hvort áfengi er dýrt eða ódýrt eða hvort ríkisstarfsmenn eða starfs- menn einkafyrirtækja selja það. Þar spila allt aðrir þættir inn í. Þeir, sem á annað borð er hætt við að misnota áfengi, hafa alltaf einhver ráð með að ná sér í það, hvort sem það er í formi hár- vatns, bökunardropa, sótthreins- unarspritts og landa eða í formi vodkaflösku úr ríkinu. Ef bindind- ishreyfingin vill ná árangri í bar- áttunni gegn m/snotkun áfengis ætti hún að ganga í lið með þeim, sem vilja kenna mönnum að um- gangast þessa vöru á siðmenntað- an og eðlilegan hátt, í stað þess að beijast af ofstæki gegn allri áfengisneyzlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.