Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 49 FRÉTTIR Tónlistarnámskeið í hátíðasal Háskólans MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi: „A tónlistarnámskeiði sem hald- ið verður í Hátíðasal Háskóla ís- lands á vegum Endurmenntunar- stofnunar og hefst nk. miðvikudag, 12. febrúar, verða tekin í notkun ný hljómflutningstæki af vönduð- ustu gerð. Fyrir rúmum 40 árum var fiðluleikarinn heimsfrægi, Isa- ac Stern hér á hljómleikaferð og rann svo til rifja að engin tónlistar- fræðsla færi fram á vegum háskól- ans að hann gaf myndarlega fjár- hæð til tækjakaupa „svo að opna megi tónlistarstofu með bestu fá- anlegum tækjum til hljómplötu- leiks og vísi að tónplötusafni". Svo miklar breytingar og fram- farir hafa orðið á sviði hljóðritunar og hljómtækja til tónlistarflutnings á seinni árum að tækin, sem Stern gaf af örlæti sínu, eru nú úrelt orðin. Nokkur þekkt fyrirtæki í Reykjavík bundust samtökum um að stuðla að auknum tónlistar- flutningi í háskólanum með því að leggja fram fé til kaupa á nýjum tækjum sem uppfylla ströngustu kröfur um hljómgæði. Tækjaserían samanstendur af plötuspilara af gerðinni Technics SL 1200 með Stanton pick-up, Sony geislaspilara ES hágæðaser- íu, Sony magnara 130x2 wött og tveimur KEF hágæðahátölurum 400 watta, 50 kg. Japis hefur umboð fyrir þessar vörur og hefur útvegað tækin sem verða formlega afhent Háskóla íslands nk. mánu- dag. Hin eiginlega vígsla þeirra verður á miðvikudagskvöldið þegar námskeiðið „Meistarar barokksins í ítalskri og þýskri tónlist“ hefst en það fer fram á sjö miðvikudags- kvöldum í febrúar, mars og apríl. Yfirskrift námskeiðsins er „Lærið að njóta góðrar tónlistar“ og er Ingólfur Guðbrandsson, tónlistar- maður og forstjóri, leiðbeinandinn fimmta árið í röð, en þetta nám- skeið er sjálfstætt framhald hinna fýrri og opið öllum sem vilja auka þekkingu sína á tónlist og bæta smekk sinn. Enn mun hægt að bæta nokkrum á námskeiðið.“ Á MYNDINNI er Birgir Skaftason, framkvæmdastjóri Japis hf., með hina nýju hljómtækjasamstæðu Háskóla íslands sem nokkur fyrirtæki hafa gefið. Landlækni barst ábending um lækni Kannað hvort rann- sóknum hafi verið beitt ótæpilega „EMBÆTTI landlæknis hafa borist ábendingar um að ákveðinn læknir beiti umfangsmiklum blóðrannsókn- um ótæpilega, en enn sem komið er höfum við engin skjöl í höndum sem sýna að þetta sé rétt. Við munum að sjálfsögðu kanna málið á næstu dög- um,“ sagði Sigurður Guðmundsson, settur aðstoðarlandlæknir, í samtali við Morgunblaðið í gær. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið að læknirinn hafi sent fjölda fólks í blóðrannsókn, jafn- vel án skoðunar. Þannig hafí starfs- fólki nokkurra fyrirtækja, sem lækn- irinn hefur bólusett gegn inflúensu, verið boðið að láta rannsaka blóð sitt og voru rannsóknimar svo umfangs- miklar að Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt 20-25 þúsund krónur vegna hvers einstaklings. Heimildir Morgunblaðsins segja erfítt að sjá hag læknisins af blóð- rannsóknunum, enda fái hann ekkert greitt nema fólk komi í viðtal til hans og hann sendi það síðan í rannsókn, en svo mun ekki vera í þessu tilfelli, því fjölmargir hafí fengið blóð sitt rannsakað án undangengins viðtals. Skimpróf borgar sig ekki Sigurður Guðmundsson sagði, að skimpróf, þar sem blóð er rannsakað án þess að nokkur grunur leiki á um sjúkdóm, sé ekki talið borga sig. „Það er aðeins í afmörkuðum tilvikum sem skimpróf eru hagkvæm. Þar má nefna ef kannað er hvort fólk er með of háan blóðþrýsting, hvort gláka er að myndast í augum eða hvort blóðfíta er of há, en aðeins í síðasta tilvikinu er blóðið rannsakað. Það er hins veg- ar erfitt að sjá að 25 þúsund króna blóðrannsókn á fólki, sem ekki kenn- ir sér meins, komi að gagni. Auðvitað er eðlilegt að læknar láti rannsaka blóð ef þeir vilja leita svara við spum- ingum sem upp koma við skoðun á sjúklingi, en almennt skimpróf er allt annað mál.“ SÖNGSVEITIN Drangey. Þorrakaffi ----------------------- Gengið á reka frá Stafnesi að Osum í RAÐGÖNGU Útivistar sunnudag- inn 9. febrúar verður haldið áfram að ganga á reka með vesturströnd Reykjanesskaga en þá um morgun- inn er mesta reiknanlega flóðhæð um kl. 7.30 og stórstraumsfjara kl. 13.45. Vegna erfiðrar færðar verður gengin styttri vegalengd en ráðgerð var. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni kl. 10.30, Fitjanesti kl. 11.45 Jg Fræðasetrinu í Sandgerði kl. 11.40. Gangan hefst við Stafnes kl. 12.10. Gengið verður um gamla kaupstaðarstæðið á Básendum og síðan með ströndinni suður fyrir Þórshöfn og til baka að Stafnesi. Einstakt tækifæri til að fylgjast með útfírinu og sjá ummerkin eftir stór- flóðið um morguninn. Hugað verður að fjörulífí og staðfróðir heimamenn verða fylgdarmenn. Judy Lynn í Krossinum SVEITASÖNGKONAN Judy Lynn verður í viku heimsókn hjá Krossin- um í Kópavogi frá og með nk. sunnu- degi. Judy hefur oft komið til íslands og hefur hún land og þjóð í miklum hávegum. Hún hefur sungið inn á fjöldann allan af hljómplötum og var um skeið með skemmtidagskrá í spilavítinu „The Golden Nugget“ í Las Vegas. Þangað hafa því miður ýmsir íslend- ingar lagt leið og komist í kynni við söng hennar, segir í fréttatilkynn- ingu frá Krossinum. Judy Lynn snerist til lifandi trúar fyrir nokkrum árum og þjónar nú Guði sínum með tónlistargáfu sinni. Fyrsta samkoman með Judy Lynn verður í Krossinum, Hlíðarsmára 5 i Kópavogi sunnudaginn 6. febrúar °g eru allir velkomnir. Bikarkeppni Dansráðs Islands DANSRÁÐ íslands stendur fyrir sinni árlegu bikarkeppni í dansi í Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi sunnudaginn 9. febrúar og hefst hún kl. 14. Þetta er í þriðja sinn sem keppni þessi er haldin undir merki D.í. Keppt er í fjölmörgum aldursflokk- um, A-, B-, D- og F-riðlum. Húsið verður opnað kl. 13 og hefst þá forsala aðgöngumiða. Drangeyjar SÖNGSVEITIN Drangey heldur ár- legt þorrakaffí í Drangey, Stakka- hlíð 17, sunnudaginn 9. febrúar nk. Húsið verður opnað kl. 14.30. Eins og áður verður veisluhlað- borð að skagfirskum sið og söng- sveitin tekur lagið fyrir gesti undir stjóm Snæbjargar Snæbjarnardótt- ur. Einng koma fram nokkrir nem- endur Snæbjargar, ungir upprenn- andi söngvarar, sem eflaust eiga eftir að ná langt í söngheiminum eins og svo margir af hennar nem- endum hafa gert, segir í fréttatil- kynningu. Gengið út í Hólmakaup- staðarstæði MESTA útfiri á stórstraumsfjöru á fyrri hluta ársins verður um helg- ina. í tilefni af því stendur Hafnar- gönguhópurinn fyrir gönguferð út í Grandahólma og Reykjanes í Ör- firisey. Lagt verður af stað frá Hafnar- húsinu á laugardaginn kl. 12.30. Á leiðinni verður fylgst með útfirinu og ummerki eftir háflæðið um morguninn skoðuð. Háflóð er kl. 6.54 og háfjara kl. 13.10. Tanja tatara- stelpa í Ævintýra- Kringlunni TANJA tatarastelpa kemur í heim- sókn í Ævintýra-Kringluna í dag. Ólöf Sverrisdóttir, Ieikkona, samdi þátttinn um Tönju og hefur sýnt hann á leikskólum og víðar. Leik- ritið hefst kl. 14.30 í dag. Að- gangseyrir er 300 kr. og er þá barnagæsla innifalin. Ævintýra-Kringlan er barna- gæsla og listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Hún er staðsett á 3. hæð í Kringlunni og þar geta viðskiptavinir Kringlunnar skilið börnin eftir á meðan þeir versla. Ævintýra-Kringlan er opin 14-18.30 virka daga og kl. 10-16 laugardaga. ■ SÓLSTÖÐUHÓPURINN efnir til umræðu um efnið: Þurfa börnin okkar aukið frjálsræði? í Nor- ræna húsinu i dag, 8. febrúar, kl. 14. Fyrirlesarar verða Edda Björg- vinsdóttir leikkona, Illugi Jökuls- son rithöfundur og Þórkatla Aðal- steinsdóttir sálfræðingur. Pall- borðsumræður, hljómlist o.fl. Að- gangseyrir 500 kr. Hjónastarf í Neskirkju Fjármál og fjöl- skylduvandi til umræðu í Neskirkju FJÁRMÁL og fjárhagsvandi hvíla þungt á mörgum fjölskyldum hér á landi. Oft eiga íjármál einnig þátt í sambúðarerfíðleikum ekki síst þeg- ar fólk reisir sér hurðarás um öxl í fjárfestingum og lífsstíl. Þær Margrét Westlund og Sólrún Halldórsdóttir ráðgjafar hjá Ráð- gjafarstofu um fjánnál heimilanna sem starfrækt er af félagsmálaráðu- neytinu koma á fund í hjónastarfi Neskirkju sunnudagskvöldið 9. febr- úar kl. 20.30 og fjalla um þetta mál og reifa hagnýtar leiðir til úrbóta. Afhenti trún- aðarbréf í Indlandi BENEDIKT Ásgeirsson sendiherra afhenti 5. febrúar sl. dr. Shankar Dayal Sharma, forseta Indlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands á Indlandi með aðsetur í London. Sjúkrahúsið á Hvammstanga Varað við niðurskurði á fjármagni HÉRAÐSNEFND V-Húnavatns- sýslu, stjórn Heilsugæslusamlags Hvammstangaumdæmis og hrepps- nefnd Hvammstangahrepps hafa sent frá sér ályktanir þar sem mót- mælt er harðlega áformum um nið- urskurð á fjárveitingum til sjúkra- hússins á Hvammstanga, sem fram koma í tillögum nefndar um hag- ræðingu í rekstri landsbyggðar- sjúkrahúsa. í ályktun héraðsnefndar og stjórnar heilsugæslusamlagsins segir: „Ekki verður annað séð en að slíkur niðurskurður á fjármagni til reksturs sjúkrahússins leiði til verulega skertrar þjónustu þess og ^ þar með skertrar heilbrigðisþjón- ustu í heilsugæsluumdæmi Hvammstangalæknishéraðs. Heilbrigðisþjónusta er svo mikil- vægur þáttur varðandi búsetu fólks að minnkun á henni leiðir óhjá- kvæmilega til aukins fólksflótta frá þeim svæðum sem fyrir því verða.“ öll kvöld vikunnar íCb LYFJA kl ■ Lágmúla 5 Simi 533 2300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.