Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYIMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYNDBÖND Heillandi ævintýri Undur í djúpum (Magic in The Water)______ Barna- og íjöl- skyldumynd ★ ★ Framleiðandi: Triumph. Leikstjóri: Rick Stevenson. Handritshöfundar: Rick Stevenson og Icel Dobell Mass- ey. Kvikmyndataka: Thomas Burst- yn. Tónlist: David Schwartz. Aðal- hlutverk: Sarah Wayne, Mark Harmon, Joshua Jackson og Harley Jane Kozak. 100 mín. Bandaríkin. Colombia Tristar Home Vid- eo/Skífan 1996. Útgáfudagur: 5. febrúar. ASHLEY er átta ára. Hún fer í sumarfrí með pabba sínum og stóra bróður. Þau hafa valið fallegan stað á ströndinni við stórt vatn. Allt á að verða ótrúlega gaman. En raunin er önnur. Pabbi er alltaf upptekinn við lestur eða í símanum, og stóri bróðir er upptekinn af því að kvarta. Þegar Ashley kemst að því að Orky, * skrímslið sem sagt er að búi í vatn- inu, er raunverulega til, trúa þeir henni ekki einu sinni. Þá er henni nóg boðið, og hún strýkur. Á hættu- stundu bjargar pabbi henni, en verð- ur svo skyndilega veikur og eitthvað skrýtinn. Þá fara hlutimir fyrst að gerast .. . Hér kemur sagan af hinu kanadíska Loch Ness skrímsli. Það er ekki farið leynt með hvaðan hug- myndin kemur, og prýðir myndina skoskættuð tónlist út í gegn. Það kemur hálf furðu- lega út, og væri nær að leika indíána- tónlist undir. Myndin hefur flest að bera sem til þarf í góða Ijölskyldu- mynd. Seiðmagnaður ævintýratýra- blær svífur yfir vötnunum, og festir áhorfendur í sætunum. Gamansöm atriði og spennuatriði skiptast á, og kemur þar mörg furðuveran til sög- unnar; mannleg og úr dýraríkinu! Mitt í ótrúiegri atburðarás eru svo raunsæjar persónur að glíma við fjöl- skyldu- og samskiptavandamál sem allir þekkja. Myndin er ágætlega leikin, og best er Sarah Wayne sem leikur Ashley. Gaman væri að sjá hana í fleiri myndum. Tæknilega séð er myndin prýðilega gerð. Brellumar eru ekki þær nýjustu í dag, en það skiptir ekki máli. Hér er auðveldlega hægt að lifa sig inn í myndina og trúa því sem fyrir augu ber. Hildur Loftsdóttir Boom Boom o g 22 rothögg um það þá átti Lennox Lewis, á sín- um tíma, réttinn á að keppa við Mike Tyson í haust en markaðslega séð þá var Evander Holyfield talinn betri kostur og því voru Lewis borgaðar einhveijar milljónir fyrir að víkja,“ sagði Gunnar en eins og frægt er orðið sigraði Holyfield Tyson í um- ræddum bardaga. Lewis og McCalI keppa nú um heimsmeistaratitil WBC samtak- anna. „Þeir hafa mæst einu sinni áður, í september 1994 og þá vann McCall. Hann sló Lewis niður í ann- arri lotu.“ Hvor útsending er um tveir tímar að lengd en á undan aðalbardögunum eru nokkrir aðrir bardagar þar sem minna þekktir boxarar eigast við, að sögn Gunnars. Sem fýrr verður Bubbi Morthens við hljóðnemann og lýsir viðureign- PRINSINN Naseem Hamed er mikil stjarna í Bretlandi og einn vinsælasti og þekktasti íþróttamaður- inn þar í landi um þessar mundir. „PRINSINN er villtur og sókndjarf- ur. Hann er svona „showkarl" og hefur efni á því enda hefur hann unnið alla sína leiki, alls 24, þar af 22 með rothöggi," sagði Gunnar Sveinbjömsson hjá kynningardeild sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar um við- ureign þeirra Prins Naseem Hamed frá Bretlandi og Toms „Boom Boom“ Johnson í fjaðurvigt hnefaleika sem sýnd verður á Sýn í kvöld kl. 20 en á eftir henni verður sýndur bardagi Bretans Lennox Lewis og Banda- ríkjamannsins Olivers McCalls um til fulls kerfið sem er við lýði í box- heiminum enda em, að því er virð- ist, sífellt nýir menn að keppa um nýja heimsmeistaratitla. „Málið er það að það eru nokkur boxsambönd sem útnefna hvert sinn heimsmeist- ara og sagan á bakvið það fýrirkomu- lag er löng og of langt mál til að fjalla um að sinni,“ sagði Gunnar en Sýn, sem hefur ein sjónvarpsstöðva lagt áherslu á sýningar á hnefaleik- um, hefur fýlgst með gangi mála í boxheiminum og kappkostað að sýna það sem hæst ber hveiju sinni. „Hjá hveiju þessara sambanda er einn heims- meistari, eins og fram Rotið kerfi Lokadansinn (Last Dance)______________ Spennumynd ★ 'h * Framleiðandi: Touchstone Pictur- es. Leikstjóri: Bruce Beresford. Handritshöfundur: Ron Koslow. Kvikmyndataka: Peter James. Tón- list: Mark Isham. Aðalhlutverk: Sharon Stone, Rob Morrow, Randy Quaid, Peter Gallagher og Jack Thompson. 100 mín. Bandaríkin. Touchstone Home Video/Sam- mýndbönd 1997. Útgáfudagur: 6. febrúar. UNGUR og óreyndur lögfræðing- ur (Rob Morrow) fær til úrlausnar náðunarmál Cindyar Liggert (Sharon Stone) sem allir hafa gefist upp á. í 12 ár hefur hún setið dauðadæmd bak við lás og slá fyrir hrottafengið ^*morð á tveimur ungmennum. Lög- fræðingurinn kemst að því að mál hennar fékk aldrei réttláta meðferð. Hann ætlar ekki að gefast upp til að hlýðnast fylkisstjóranum, sem náðar ekki dauða- dómsfanga þar sem meiri hluti kjósenda er á móti því. Þeir sem hafa séð mynd Tim Robbins „Dead Man Walking" munu sjá margt líkt með þessum tveimur myndum. Sú mynd ögraði áhorfendum með því að sýna fram á tilgangsleysi dauða- dóms. Með því að nota marga sömu þætti hafa aðstandendur þessarar myndar reynt að gera hið sama en tekst ekki eins vel upp. Þeir koma líka með nýja vídd inn í málið sem er hið rotna kerfí lögfræðinga sem gleymt hafa upphaflegri hugsjón sinni og liggja flatir fyrir æðstu stjómendum, einungis til að veija lífsstíl sinn og stöðu. Myndin hefði verið mun áhugaverðari hefði verið lögð meiri áhersla á þá hlið málsins, í stað þess að líkja eftir annarri mynd. Rob Morrow leikur ansi góða og sannfærandi persónu og ferst það bara vel úr hendi. Randy Quaid er líka góður, en Peter Gallagher, sem er ansi skemmtilegur leikari oft og tíðum, fær ekki njóta sín. Hlutverk hans er ansi klisjukennt og grunnt og hefur hann því ekki úr miklu að moða. Sharon Stone hefur víst sann- að það að hún geti ýmislegt, en þetta hlutverk er henni ofviða. Það virðist þó sem leikstjóri myndarinnar hafi ekki haft gott vald á verkefni sínu. Það sést einnig á því að hann klúðr- ar flestum tækifærum til að gera atriðin spennandi eða áhrifarík. Þar af leiðandi verður myndin því miður átakalaus að mestu. Hildur Loftsdóttir hefur komið, og svo vinna menn sig upp styrkleikalista sem gefínn er út til viðmiðunar og þeim sem best gengur fá réttinn til keppa við meist- arann. Svo gerist það stundum að heimsmeistarar úr tveimur samtök- um keppa sin á milli og þá verður sá sem vinnur heimsmeistari hjá báðum samböndum." „Stundum viðgangast skrýtin vinnubrögð í boxinu og sem dæmi unum og honum til halds og trausts verður væntanlega Ómar Ragnars- son. Gunnar sagði að hnefaleikar væru án efa eitt af því dagskrárefni sem væri í hvað mestri sókn á stöðinni og þegar góðir bardagar eru í boði hafa myndast biðraðir við áskriftar- deild stöðvarinnar. „Við finnum fyrir miklum áhuga, og fáum mjög sterk vibögð." MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Sérsveitin (Mission Impossibie) ★ ★ ★ Bréfsprengjuvargurinn (Unabomber) k'h í leit að sannleikanum (Where Truth Lies) k Fjölskyldumál (A Family Thing) kkk Sólarkeppnin (Race the Sun) ~k'h Engin undankomuleið (No Exit) Leiðin að gullna drekanum (The Quest) ★ ★ Lífhvolfið (Bio-Dome) 'h Háskaleikur (The Final Cut) k Loforðið (Keeping the Promise) k -k'h Ráðgátur: Tunguska (TheX-files: Tunguska) •kir'h Vopnahléið (NothingPersonal) ★ ★ k'h 20% - Síðnsti tilhnðsrlnni irinn ídag j Qf öllu í versluninni Opið kl. 10—18 oðwiwvikiíw* Fákafeni 9, sími 568 2866
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.