Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ f u)mere\ /uumere\ tmat's m NEUI 1 U)ILL IT /wiLLUIHAT) PHIL0S0PHlf'..“U)MERE IALL END?/\ALL EN VjJ WILL IT ALL END?" IM PROUD OF YOU.. IT S0UND5 LIKE YOU'VE BEEN D0IN6 50ME REALTHINKIN6 Hvar endar þetta allt? Hvar Þetta er nýja heim- Ég er stoltur af þér... mun allt hvað enda? spekin mín: „Hvar það hljómar eins og þú mun þetta allt enda?“ hafir verið að hugsa eitthvað af viti . . . Hvar mun enda? þetta allt BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Odýrar tölvur Frá Einari Skúlasyni: Tölvudagur íslenskra námsmanna Fyrir ári var haldinn tölvudagur háskólanema í Odda og tókst hann með ágætum þrátt fyrir að vera smár í sniðum. Reynslunni ríkari var ákveðið að leita samstarfs við aðrar náms- mannahreyfing- ar á framhalds- og háskólastigi til þess að gera hópinn enn öflugri sem stendur að baki viðburðinum. Afraksturinn varð sá að auk Einar Skúlason Stúdentaráðs Háskóla Islands taka Bandalag íslenskra sérskóla- nema, Iðnnemasamband íslands og Félag framhaldsskólanema þátt. Laugardaginn 8. febrúar verður Tölvudagur íslenskra námsmanna haldinn í Háskólabíói. Átján fyrir- tæki og stofnanir hafa boðað komu sína til að kynna tölvubúnað og annað sem tengist tölvunotkun. Samhliða verður fróðleg fyrirlestra- röð í sal 2 um framtíðarmöguleika á hinum ýmsu sviðum tölvugeirans. Flestir aðilanna verða með sýnis- hom af ýmsum möguleikum sem eru fyrir hendi í tölvuheiminum í dag, þannig að óhætt er að lofa hinni mestu skemmtun fyrir þá sem líta inn. Hvers vegna tölvudagur? Tilgangur tölvudags námsmanna er sá að fá tölvur á ódýrara verði fyrir námsmenn, sem í mörgum til- vikum verða að hafa aðgang að tölvu til að leysa ýmis verkefni í náminu. Það er í samræmi við hlut- verk hagsmunasamtaka nemenda að reyna að knýja fram lækkað verð á þessum búnaði í krafti fjöld- ans, þeim mun stærri sem þessi hópur er þeim mun lægra ætti verð- ið að vera. Þetta er því fyrst og síðast kjarabót fýrir námsmenn sem þurfa nauðsynlega á tölvum að halda í sinni vinnu. Ástand tölvumála Ástæða er til þess að lýsa yfír áhyggjum vegna ástands tölvumála í flestum skólum á framhalds- og háskólastigi á íslandi, skólamir verða og eiga að vera í fararbroddi með nýtingu hinnar nýju upplýs- inga- og samskiptatækni. Nærtækt er að taka fýrir aðstöðu nemenda í Háskóla íslands, þar eru um 5.500 nemendur við nám en einungis um 130 tölvur standa þeim til afnota og af þeim er um helmingur talinn úreltur, þ.e. eldri en þriggja ára. Til þess að viðunandi aðstaða skapist til tölvunotkunar fyrir nem- endur í skólanum þarf að fjölga tölvum um a.m.k. helming og tölvu- verum til samræmis, margfalda fjölda innhringilína fyrir þá náms- menn sem kjósa að vinna á tölvu heimavið og bjóða lausnir í teng- ingarmálum fyrir þá er búa á stúd- entagörðum þannig að þeir geti með einföldum hætti og án mikils tilkostnaðar tengst háskólanetinu. Hvernig sem ástandi tölvumála innan skólanna líður þá vil ég hvetja alla til að koma í Háskólabíó þann 8. febrúar næstkomandi. Bæði til að kynna sér það helsta sem er að gerast í tölvutækninni og hvað fyr- irtæki hafa í boði fyrir námsmenn og aðra. EINAR SKÚLASON er stjómmálafræðinemi og fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla íslands. Nei, við álverinu Frá Magnúsi Davíð Norðdahl: ÉG ER mjög á móti álverinu. Ég tel að mestu mistök sem ísland getur gert sé að leyfa Venture Star að byggja álver hér. Ég veit að það skapar allmörg störf, en er búið að líta á hve mörg störf álverið tekur eða kemur í veg fyrir? Hingað til landsins koma margir ferðamenn og þeim fer fjölgandi. Þeir koma ekki hingað til að sjá það sem þeir eru að flýja. í kring- um þjónustu við ferðamenn skap- ast mörg störf. Ef álverið verður reist mun þeim fækka sem þýðir að störf á því sviði hverfa og störf, sem hefðu komið með auknum straum ferðamanna, köma ekki. Fyrirtækin standa í biðröðum eftir að fá að reisa verksmiðjur hér á landi. Það eru þrjár ástæður fyrir því. 1. Ódýr orka. 2. Ódýr „góður“ vinnukraftur. 3. íslensk stjórnvöld gera ekki miklar kröfur í mengunarvörnum og eru alltaf til í að vera sveigjan- leg í þeim efnum. Föllum ekki í sömu gryfjuna Mörg lönd eru mjög menguð. Fólkið sem þar á heima mundi óska sér að það gæti farið til baka og gert betur. Þessi lönd stóðu á krossgötum fyrir allmörgum árum. Þau höfðu tvær leiðir; þau gátu mengað landið með miklum iðnaði eða passað að með að menga það ekki; það er að segja að velja aðrar umhverfisvænni leiðjr til að afla fjár og skapa störf. Öll löndin völdu fyrri leiðina og sjá_ nú eftir því. Island stendur nú á þessum sömu krossgötum. Ég vel seinni leiðina því ég veit að það eru aðrar um- hverfísvænni leiðir til að skapa störf og afla fjár. Ég skora á þá sem stjóma ís- landi að velja seinni leiðina og segja nei við álverinu. MAGNÚS DAVÍÐ NORÐDAHL, Álfaheiði 7, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.