Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 64
Windows MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1. 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Metviðskipti á V er ðbr éfaþingi Veltan tæpir 2 milljarðar METVIÐSKIPTI voru á Verðbréfa- þingi í gær, en þá seldust verðbréf fyrir samtals 1.931 milljón króna. Mestu viðskiptin áður urðu 31. maí í fyrra þegar veltan varð 1.788 millj- ónir króna. Vextir á langtímaverðbréfum lækkuðu verulega á verðbréfaþingi í gær, og þannig lækkuðu vextir á 20 ára spariskírteinum um 0,20 pró- sentustig, eða 20 punkta, og vextir á húsbréfum lækkuðu um 22 punkta þegar mið er tekið af lokum við- skipta í gær. Tilkynning fjármálaráðherra í fyrrakvöld um endurskipulagningu á verðbréfaútgáfu ríkissjóðs og fækk- un skuldabréfaflokka úr 45 í 9 varð til þess að ýta vaxtalækkununum af stað. Strax við opnun viðskipta í gærmorgun urðu viðskiptin mjög líf- leg og voru það fyrstu klukkutímana. 300 miHjónir Það voru einkum spariskírteini til 20 ára sem gengu kaupum og sölum á markaðnum, og á fyrstu þremur korterunum skiptu spariskírteini úr þessum flokki að veðmæti um 300 milljónir króna um eigendur. Viðskipti með hlutabréf urðu einn- ig mjög lífleg í gær og seldust þá hlutabréf fyrir 58 milljónir króna. ■ Vextir langtímabréfa/15 Morgunblaðið/RAX Norrænu ESB-ríkin setja skilyrði fyrir að Schengen-samstarfið verði hluti ESB Hagsmunir Islands og Noregs verði tryggðir HALLDÓR Ásgrimsson utanríkisráðherra gerði ríkisstjórninni í gær grein fyrir tillögum á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins um að Scheng- en-vegabréfasamstarfið verði hluti af ESB. Norrænu aðildarríkin í ESB gera það að skilyrði fyrir að Schengen-samningurinn verði felldur inn í stofnsáttmála ESB, að samstarfssamningar íslands og Noregs við Schengen-ríkin, sem undirritaðir voru í desember, standi óhaggaðir. Morgunblaðið/Ásdís Bolluveisla framundan BOLLUDAGURINN er á mánu- daginn og eru bakarí landsins þegar orðin sneisafull af gómsæt- um bollum af öllum gerðum, en eins og venjulega taka margir forskot á sæluna og háma í sig kræsingarnar nú um helgina. í Björnsbakaríi við Austurströnd á Selljarnarnesi voru bollurnar þeg- ar til reiðu í gær og vakti það greinilega kátínu hjá henni Bryn- dísi Ploder sem þar afgreiðir. Þær tillögur, sem uppi eru á ríkjaráðstefnunni, gera ráð fyrir að Evrópusambandið sjálft taki upp reglur, sambærilegar við ákvæði Schengen-samningsins, um afnám vegabréfsskyldu á innri landamærum og aukið eftirlit á ytri landamærum, aukið lögreglu- samstarf og samræmingu reglna um veitingu hælis, vegabréfsárit- anir og meðferð flóttamanna. Ef af yrði, myndu samstarfssamning- ar Islands og Noregs við Schengen- ríkin að öllum líkindum breytast í tvíhliða samninga við ESB. Þýzkaland og Frakkland sammála norrænu ríkjunum Á ráðstefnu Norðurlandaráðs um stöðu mála á ríkjaráðstefnu ESB, sem haldin var í Kaupmannahöfn á fimmtudag, kom fram í máli aðal- samningamanna Svíþjóðar og Dan- merkur, þeirra Gunnars Lund og Niels Ersball, að norrænu ESB-rík- in hefðu gert það að skilyrði fyrir innlimun Schengen í ESB að hún hefði engar neikvæðar afleiðingar fyrir ísland og Noreg. „Norrænu aðildarríkin segja að eigi slíkt að eiga sér stað, verði það að gerast án þess að það skaði Noreg og ísland. Þar eru fleiri ríki sammála okkur, til dæmis Þýzka- land og Frakkland,“ sagði Ersboll. „Það er nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að fylgjast mjög vel með þessum umræðum," segir Halldór Ásgrímsson. Hann segir að sumir telji að innlimun Schengen í ESB muni hafa í för með sér vandamál fyrir íslendinga. Hann sé persónu- lega þeirrar skoðunar að hún geti styrkt stöðu íslands í frekara sam- starfí við ESB, en of snemmt sé að draga nokkrar ályktanir um það hver niðurstaðan verði. Getur styrkt samstarf við ESB Halldór segir að næsta víst sé að ESB-ríkin muni auka samvinnu sína í lögreglumálum og gegn fíkniefnasmygli og annarri glæpa- starfsemi. „Með hvaða hætti það verður er of snemmt að segja en ég tel að Schengen-samkomulagið geti orðið til að tryggja ákveðna möguleika á þátttöku íslands og Noregs með einum eða öðrum hætti í því samstarfi. Niðurstaðan gæti þess vegna styrkt samstarfið við ESB,“ segir hann. ■ Sókn og vörn/32 Vel gengur að ryðja VEL hefur gengið að ryðja snjó af götum Reykjavíkurborgar, að sögn Vilbergs Ágústssonar yfir- verkstjóra hjá gatnamálastjóra. Síðdegis i gær var búið að fara yfir meginhluta gatnanna, bæði aðalgötur og húsagötur. Yfir tuttugu vörubílar og tæki voru í notkun. Snjónum er rutt til hliðar og sem minnst gert af því að aka honum í burtu vegna þess hvað það er dýrt, að sögn Vilbergs. Þó varð ekki þjá því komist á Laugaveginum og lokaði snjó- haugur götunni á meðan á því stóð. Snjónum er ekið út í sjó. ----» ------ Nýttal- þjóðlegt greiðslukort KREDITKORT hf. sem gefur út Eurocard greiðslukort hefur að und- anförnu unnið að þróun nýs korts fyrir banka og sparisjóði. Er það alþióðlegt Mastercard greiðslukort. Kom þetta fram á aðalfundi Kred- itkorts hf. í gær. „Það verður sér- merkt þeim banka eða sparisjóði sem er útgefandi og mun sá aðili bera ábyrgð á notkun kortsins. Þessi til- högun er önnur en verið hefur hjá Kreditkorti til þessa þar sem fyrir- tækið ber að öllu leyti ábyrgð á Eurocard-kortunum,“ sagði Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður. ■ Hagnaður/15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.