Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Forseta Ekvadors vikið frá vegna „andlegrar vanhæfni“ Efnahagsstefnan varð „Brjálæðingnum“ að falli ABDALÁ Bucaram umkringdur nánustu samstarfsmönnum sínum á blaðamanna- fundi eftir að þingið vék honum úr embætti forseta Ekvadors. Landsmenn sættu sig við kenjarnar en ekki aðhaldsstefnuna Quito. Reuter. ALMENNINGUR í Ekvador sætti sig við kenjar og furðuleg uppátæki Abd- alá Bucarams, sem þing landsins hef- ur vikið úr embætti forseta, en hóf hins veg- ar uppreisn gegn honum þegar hann reyndi að knýja fram strangar efnahagsaðgerðir í þessu fátæka landi Suður-Ameríku. Þingið samþykkti að víkja forsetanum frá á síðari degi tveggja daga allsherjarverkfalls á þeirri forsendu að hann væri „andlega van- hæfur“ til að gegna embættinu. Þingið komst þannig hjá því að reyna að sækja forsetann til saka fyrir embættisafglöp eða spillingu, sem hefði tekið miklu lengri tíma. Bucaram hafnaði samþykkt þingsins, sagði hana ganga í berhögg við stjórnarskrána og tilkynnti hem- um að hann væri enn æðsti yfírmaður herafl- ans. Bucaram er 44 ára og var kjörinn forseti 7. júlí í fyrra þótt andstæðingar hans hefðu geit harða hríð að honum í kosningabarátt- unni, sakað hann meðal annars um drykkju- sýki og eiturlyljasmygl. Bucaram fór með sigur af hólmi vegna mikils stuðnings meðal fátækra landsmanna og indíána og lýsti sjálfum sér sem „forseta fátæka fólksins". Hann kappkostaði að vera sem alþýðlegastur í kosningabaráttunni, sem þótti mjög skrautleg. Kosningafundir hans minntu á farandsýningar skemmtikrafta, enda kom hann yfirleitt fram sem söngvari, dansari og spaugari. Kenjóttur forseti Forsetinn notað sjálfur gælunafnið „E1 loco“, eða „Bijálæðingurinn“, og gaf út rokk- plötuna „Bijálæðingur sem elskar", skömmu eftir að hann náði kjöri. Á útgáfutónleikunum kom hann fram í þröngum og íburðarmiklum rokkstjörnuklæðnaði og söng m.a. lagið „Jail- house Rock“ á spænsku meðan fáklæddar stúlkur dönsuðu og sungu bakraddir. Hann tamdi sér aldrei framkomu venjulegra stjórn- málamanna og hreykti sér af því að hafa allt- af notað rokktónlistina til að tæla konur, m.a. eiginkonu sína, sem hefur fætt honum fjögur börn. Bucaram bauð einnig Lorena Bobbit, kon- unni sem skar getnaðarliminn af bandarískum eiginmanni sínum, til veislu í forsetahöllinni og lofsamaði hana fyrir vasklega framgöngu í kvenréttindabaráttunni. „Þú ert kona sem kann að beijast fyrir lífsviðhorfum sínum og siðferðisgildum," sagði hann við konuna, sem á ættir að rekja til Ekvadors. Bucaram er lögfræðingur að mennt og einnig með próf í íþróttafræðum. Hann hóf stjórnmálaferilinn í ráðhúsi hafnarborgarinn- ar Guayaquil og gegndi m.a. því hlutverki að sjá til þess að íbúarnir uppfylltu ströng- ustu kröfur um siðgæði. Hann fór sínar eigin leiðir í því starfi, ók t.a.m. um götumar á bifhjóli, stöðvaði stúlkur, sem gengu í stuttum pilsum, og lengdi sjálfur pilsin með því að taka saumana úr földunum. „Ég geri það sem mér sýnist," var við- kvæði hans í kosningabaráttunni. „Ég á það skilið að vera kallaður Bijálæðingurinn, enda er ég ástríðufullur maður, sem hefur blinda ást á þjóð sinni, en ég er gæddur miklu bijóst- viti,“ sagði hann eitt sinn. Verkalýðurinn rís upp Óvenjuleg framkoma forsetans virtist ekki draga úr lýðhylli hans fyrr en hann hóf um- deildar efnahagsaðgerðir í lok síðasta árs. Samkvæmt skoðanakönnun töldu 53% lands- manna að hann hefði staðið sig vel í embætt- inu fyrstu tvo mánuðina. Skömmu eftir að Bucaram varð forseti fékk hann fyrrverandi efnahagsmálaráðherra Arg- entínu, Domingo Cavallo, til að leggja drög að efnahagsáætlun sem byggði á ströngu aðhaldi í peningamálum og sparnaðaraðgerð- um. Cavallo hafði getið sér gott orð fyrir að vinna bug á óðaverðbólgunni í Argentínu en efnahagsaðgerðirnar í Ekvador mæltust mjög illa fyrir meðal almennings. Efnahagsaðgerðirnar urðu m.a. til þess að ýmis opinber gjöld, svo sem fyrir rafmagn, gas og síma, hækkuðu um rúm 200% og ollu BUCARAM gaf út rokkplötu skömmu eftir að hann var kjörinn forseti í júlí og á myndinni er hann við upptökur í hljóðveri í heimaborg sinni, Guayaquil. mikilli ólgu meðal verkalýðsins. Maðurinn sem leit á sig sem forseta fátæka fólksins mætti æ meiri mótspyrnu verkalýðsfélaganna, sem hófu tveggja daga allsheijarverkfall á mið- vikudag og hótuðu að framlengja það þar til forsetinn færi frá. Gamall vinur tekur við Fabián Alarcón, forseti þingsins, sem þyk- ir snjall samningamaður, var gerður að for- seta landsins á þinginu. Alarcón var einn af dyggustu stuðningsmönnum Bucarams í kosningabaráttunni og var jafnvel talinn lík- legur til að verða varaforsetaefni hans. Af því varð þó ekki en Alarcón kom oft fram á kosningafundum Bucarams til að lýsa yfir stuðningi við hann. Stuðningsmenn Bucarams sökuðu Alarcón um að hafa svikið hann með því að taka við forsetaembættinu. „Sá sem ekki er trúr vini sínum verður ekki trúr þjóð sinni,“ sagði þing- maðurinn Marco Proano. í stjórnarskrá landsins er mjög óljóst hver eigi að taka við forsetaembættinu við slíkar aðstæður og ekki var vitað í gær hvort Bucar- am gæti gert sér vonir um að dómstólamir hnekktu þeirri ákvörðun þingsins að gera Alarcón að forseta. Yfirstjóm hersins gaf út yfírlýsingu um að Rosalia Arteaga varafor- seti hefði undirritað tilskipun þess efnis að hún hefði tekið við forsetaembættinu. „Skap- ast hefur alvarleg stjórnlagaflækja," sagði í yfírlýsingu hersins. ATHUGIÐ! Af gefku tilefni og í samrœmi við auglýsingu um fólkvang í Bláfjöllum frá / 985, vill Bláfjallanefná vekja athygli á að akstur vélsleða og annarra ökutœkja er bannaður utan vega f Bláfjallafólkvangi. Bláf)allanefnd Korzhakov gegn Karpov Kostuleg kosninga- barátta Túla. Reuter. ALEXANDER Korzhakov, fyrr- verandi lífvörður Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, og Anatolí Karpov, heimsmeistari Alþjóða- skáksambandsins, eru á meðal frambjóðenda í aukakosningum sem fram fara á sunnudag um sæti Túla-borgar á rússneska þinginu. Korzhakov, sem var náinn vinur Jeltsíns en féll í ónáð og var rekinn í júní, þykir sigur- stranglegur í kosningunum. Hann hefur verið sakaður um vafasamar aðferðir í kosninga- baráttunni, t.a.m. þegar hópur gamalla hermanna á hans veg- um útdeildi vodka, tei og súkku- laði til kjósenda. Meðal annarra frambjóðenda er Jelena Mavrodí, 27 ára eigin- kona Sergejs Mavrodís, sem stóð fyrir vafasömum ávöxtun- arsjóði, er milljónir Rússa töp- uðu á. Hún hefur gripið til þess ráðs að bjóða fólki 3.000 rúbl- ur, sem svarar tæpum 70 krón- um, fyrir að mæla með henni. Má eiga bam með látnum maka London. Reuter. DIANE Blood, bresk ekkja, vann sigur í gær fyrir breskum áfrýj- unarrétti, sem úrskurðaði, að hún mætti nota sæði úr látnum eiginmanni sín- um til að verða þunguð. Sérstök nefnd, sem sker úr um gervifijóvganir, hafði áður kom- ist að þeirri nið- urstöðu, að bresk lög bönnuðu slíka frjóvgun án formlegs samþykkis sæðisgjaf- ans og undir það tók áfrýjunar- rétturinn. Hann benti hins vegar á, að nefndinni hefði láðst að taka tillit til Evrópusambands- löggjafarinnar að þessu leyti og upplýsti, að frú Blood gæti látið framkvæma aðgerðina í Belgíu. Blood hafði ekki skriflegt sam- þykki mannsins síns heitins fyrir fijóvguninni en hún segir, að þau hafi á sínum tíma ákveðið að láta frysta sæði úr honum til vonar og vara ef eitthvað henti hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.