Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 15 VIÐSKIPTI Veltan nálægt 2 milljörðum króna í metviðskiptum á Verðbréfaþingi í gær Vextir langtímabréfa lækkuðu um 20 punkta VEXTIR á langtímaverðbréfum lækkuðu verulega á Verðbréfaþingi í gær á mesta viðskiptadegi á þing- inu frá upphafí. Samtals seldust verðbréf fyrir 1.931 milljón króna, en mestu viðskiptin áður urðu 31. maí í fyrra þegar veltan varð 1.788 milljónir króna. Vextir á 20 ára spari- skírteinum lækkuðu um 0,20 pró- sentustig eða 20 punkta og vextir á húsbréfum um 22 punkta þegar mið er tekið af lokum viðskipta í gær. Vextir lækkuðu hins vegar tvöfalt meira innan dagsins, en hækkuðu aftur er nær dró lokun viðskipta. Það var tilkynning fjármálaráð- herra um endurskipulagningu á verðbréfaútgáfu ríkissjóðs og fækk- un skuldabréfaflokka úr 45 í 9 í fyrrakvöld sem varð til þess að ýta vaxtalækkununum af stað. Þar kom einnig fram að í skiptikjaraútboði sem fyrirhugað er síðar í þessum mánuði verða einungis í boði spari- skírteini til 5 og 8 ára, auk ríkis- bréfa til þriggja ára. Til útboðsins er efnt vegna uppsagnar skulda- bréfaflokka að verðmæti tæplega sex milljarðar króna sem eru með lokagjalddaga í ár. Þessi styttri spariskírteini voru einnig ein í boði í síðasta skiptikjaraútboði í janúar. Það varð til þess að eftirspum eftir 20 ára spariskírteinum jókst þá og ávöxtunarkrafan lækkaði um rúma 20 punkta. Ávöxtunarkrafa þessara spariskírteina hefur því lækkað um samanlagt 45 punkta það sem af er þessu ári. 300 miiyónir áþremur korterum Strax við opnun viðskipta í gær- morgun urðu viðskiptin mjög lífleg og voru það fyrstu klukkutímana. Það voru einkum spariskírteini til 20 ára sem gengu kaupum og sölu á markaðnum og á fyrstu þremur korterunum skiptu spariskírteini úr þessum flokki að verðmæti um 300 milljónir króna að markaðsverði um eigendur. Fyrstu viðskiptin urðu strax og markaðurinn opnaði klukk- an 10 við ávöxtunarkröfunni 5,10% sem var lækkun um 16 punkta frá síðustu viðskiptum daginn áður. Ellefu mínútum síðar hafði ávöxt- unarkrafan lækkað í 4,84%, en mjakaðist eftir það upp á við. I lok dagsins var ávöxtunarkrafan komin í 5,06% sem er 20 punkta lækkun frá deginum áður. Velta spariskírteina hefur einnig ekki áður verið jafnmikil á einum degi á Verðbréfaþingi. Spariskír- teini seldust fyrir 686 milljónir króna að markaðsverði, en mesti viðskiptadagurinn áður var í október árið 1995 þegar spariskírteini fyrir 589 milljónir króna seldust. Lifleg hlutabréfaviðskipti Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækk- aði einnig í viðskiptum á þinginu í gær. Húsbréfín voru seld við ávöxt- unarkröfunni 5,67% en lækkuðu í 5,45% í viðskiptum dagsins eða um 22 punkta. Ávöxtunarkrafa spari- skírteina lækkaði um 13 punkta frá deginum áður, en styttri bréf en þetta stóðu í stað eða hækkuðu örlít- ið í verði. Viðskipti með hlutabréf urðu einnig mjög lífleg og seldust hluta- bréf fyrir 58 milljónir króna. Hluta- bréfavísitalan hækkaði um eitt pró- sent. Gengi hlutabréfa í Tæknivali hækkuðu um 4%, í Hampiðjunni um 3,5%, í Marel um 3%, í Eimskip um 2% og í Flugleiðum um 1%. Hins vegar lækkuðu hlutabréf í Vinnslu- stöðinni um 7%. Á verðbréfamarkaði er talið lík- legt að um varanlega vaxtalækkun sé að ræða á þessum bréfum og meiri líkur séu til þess að vextir eigi eftir að lækka frekar, en að þeir eigi eftir að hækka aftur. Ávöxtun húsbréfa, 2. flokkur 1996 Spariskírteini ríkissjóðs, 1. fl. D 1995, 20 ára Sviptingar þann 7. febrúar 1997 Heildarsala spariskírteina nam 686 milljónum króna sem er metsala á einum degi 5,26 Y \ / |S I I M t i-l j I 1 1 ! i I I t I I 1 I HtfH t- - 10.00 10.30 11.30 13.00 Nesjavallavirkjun Opnun tilboða frestað BORGARYFIRV ÖLD hafa ákveðið að fresta opnun til- boða í vélbúnað vegna Nesja- vallavirkjunar til 19. febrúar næstkomandi vegna athuga- semdar ESA, Eftirlits- stofnunar EFTA, um að ákvæði í útboðsskilmálum um ígildisviðskipti brjóti í bága við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Að óbreyttu hefði átt að opna tilboðin á mánudaginn kemur, en fimm fyrirtæki frá Evrópu og Jap- an taka þátt í útboðinu. Borgarlögmanni og for- stjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur jafnframt verið falið að semja greinargerð, þar sem rök- stuðningur borgarinnar fyrir útboðsskilmálunum kemur fram og koma þeim á fram- færi við fjármálaráðuneytið, sem er það stjómvald hér á landi sem hefur með þessi mál að gera. í fyrirspurn ESA er gefinn frestur til 12. febr- úar til að koma athugasemd- um á framfæri. Viðskipta- þing Verslun- arráðs Á VIÐSKTPTAÞINGI Verslun- arráðs íslands verður jafnræði í atvinnulífinu sérstaklega til umfjöllunar og ber þingið yfirskriftina „Er ríkisvaldið andsnúið jafnræði í atvinnu- lífínu?“ Þingið verður haldið á Hót- el Loftleiðum fimmtudaginn 13. febrúar og verður það sett klukkan 12:15. Besta starfsár Kreditkorts hf. að baki Hagnaður varð um 100 milljónir á síðasta ári Morgunblaðið/Golli TRYGGVI Pálsson, fráfarandi stjórnarfor- maður Kreditkorts hf., á aðalfundinum í gær. ÁRIÐ 1996 var besta starfsár í sögu Kreditkorts hf., sem gefur út Eurocard greiðslukort. Markaðs- staða fyrirtækisins styrktist og hagnaður hefur aldrei orðið meiri eða um 100 milljónir króna borið saman við 64 milljónir árið 1995. Varð arðsemin sú hæsta í sögu fé- lagsins eða 17,9%. Nú er í undirbúningi útgáfa á nýju alþjóðlegu Mastercard-korti hérlendis sem verður hluti af heims- keðju Mastercard og Europay. Við þessar breytingar verða alþjóðlegu greiðslukortin sem gefin eru út á Islandi orðin þrjú: EUROCARD, MASTERCARD og VISA. Þetta kom fram á aðalfundi Kreditkorts hf. sem haldinn var í gær. Tryggvi Pálsson, fráfarandi stjómarformaður, sagði þar í ræðu sinni að árangur þessi hefði ekki orðið vegna hækkunar á gjaldtöku af korthöfum og seljendum þjón- ustu. „Nei, þvert á móti varð raun- lækkun á gjaldskránni. Skýringin á hagnaðinum er aukin velta og að- hald í kostnaði, sem hækkaði nán- ast ekkert á liðnu ári. Hin aukna velta á sér þijár orsakir. í fyrsta lagi jukust umsvif í þjóðarbúinu greinilega á liðnu ári. I öðru lagi tókst að fjölga korthöfum, sérstak- lega með sókn Atlaskortsins. Síðast en ekki síst náði Kreditkort að vinna um 1 prósentustigs markaðshlut- deild af keppinautnum VISA. Velta Kreditkorts var 18,2 millj- arðar kr. og jókst um 16,2% á ár- inu. Korthöfum fjölgaði um tæp 11% og munaði þar mest um gott gengi Atlaskortsins. Gild kort í dag eru samtals tæplega 39.500. Mark- aðshlutdeildin hefur hækkað á síð- ustu tveimur árum. I kortum talið úr 25,6% í árslok 1994 í 25,8% 1995 og 26,8% á síðasta ári. Svip- aða sögu má segja ef velta er skoð- uð en hlutdeild í heildarveltu var á árinu í fyrra tæp 26%.“ Rekstrartekjur Kreditkorts námu alls 488,5 milljónum á liðnu ári og jukust um tæp 20% frá árinu á undan. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 154 milljónum. Þriðja alþjóðlega greiðslukortið Tryggvi skýrði frá því að á und- anfórnum misserum hefði verið unnið að þróun á nýju korti fyrir banka og sparisjóði. „Kortið sem við erum með í undirbúningi er al- þjóðlegt MasterCard-kort og er hægt að notað það hjá yfir 13 millj- ónum afgreiðslustaða um allan heim. Kortið verður hluti af heims- keðju MasterCard og Europay. Það verður sérmerkt þeim banka eða sparisjóði sem er útgefandi og mun sá aðili bera ábyrgð á notkun korts- ins. Þessi tilhögun er önnur en verið hefur hjá Kreditkorti til þessa þar sem fyrirtækið ber að öllu leyti ábyrgð á Eurocard-kortunum. Með tilkomu MasterCard-kortsins mun starfsemi Kreditkorts verða breytt þannig að skilið verður á milli eigin útgáfu fyrirtækis og þeirrar starf- semi sem þjónustar MasterCard hjá bönkum og sparisjóðum. I vaxandi mæli verður heitið Europay fram- vegis notað í kynn- ingu á fyrirtækinu í stað afurðaheitis- ins Eurocard." Það kom enn- fremur fram hjá Tryggva að með nýju MasterCard- kortunum myndu starfsmenn banka og sparisjóða fá nýtt og betra upp- lýsingakerfi um kortaútgáfuna og stjórnun viðskipta. Notaður verður hugbúnaður sem Kreditkort hefur þróað á undan- fömum árum. Upplýsingakerfíð hefði reynst mjög vel og er notenda- vænna en það sem Visa getur boðið. í stjórn Kreditkorts voru kjörnir þeir Ásmundur Stefánsson, Halldór Guðbjarnason, Hallgrímur Jónsson, Jón Ádolf Guðjónsson og Ragnar Önundarson. Vertu ekki of seinn að panta fermingar- myndatökuna Við vorum ódýrari í fyrra og erum það enn, hjá okkur færðu fermingarmyndatöku frá kr. 15.000,00 Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndstofa Kópavogs sími: 554 30 20 Athugaðu vel hvar þú færð mest og bezt fyrir peningana þína. 3 Ódýrari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.