Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 32. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter HELMUT Kohl Þýzkalandskanzlari heilsar Romano Prodi, for- sætisráðherra Ítalíu, við komu hans til Bonn í gær. Clinton og Jeltsín Hittast í Helsinki Washington, Helsinki. Reuter. NÆSTI fundur Bills Clintons Banda- ríkjaforseta og Borisar Jeltsíns Rúss- landsforseta mun fara fram í Hels- inki dagana 20.-21. marz næstkom- andi. Var fundarstaðurinn valinn með tilliti til heilsufars Jeltsíns. Þetta tilkynntu A1 Gore, varafor- seti Bandaríkjanna, og Viktor Tsjemomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, á sameiginlegum blaða- mannafundi í Washington í gær, en Tsjemomyrdín er þangað kominn til viðræðna við bandaríska ráðamenn. Gore og Tsjemomyrdín staðfestu, að leiðtogafundinum hefði upprunalega verið ætlaður staður í Bandaríkjun- um, en verið fluttur vegna þess að Jeltsín væri enn að ná sér eftir veik- indi sín. Umræðuefnin ófá Ekki mun forsetana skorta um- ræðuefnin. Efst á dagskránni verður tvíhliða vígbúnaðareftirlit, öryggi í Evrópu og fjöldi efnahagslegra mál- efna, að sögn Gores. Með „öryggi í Evrópu" átti Gore aðallega við tilvon- andi stækkun Atlantshafsbandalags- ins, sem tæki til landa Austur-Evr- ópu. Eftir að tilkynnt hafði verið um fundarstað leiðtoganna efndi Taija Halonen, utanríkisráðherra Finna, til blaðamannafundar, þar sem hún sagðist vera bjartsýn á að árangur næðist á fundinum, „þar sem Finn- land hefur langa hefð fyrir að skipu- leggja fundi sem þennan." Gera lítið úr sundur- þykkju Bonn. Reuter. LEIÐTOGAR ríkisstjórna Þýzka- lands og Ítalíu, Helmut Kohl og Romano Prodi, vildu á sameigin- legum blaðamannafundi í Bonn í gær gera lítið úr getgátum um sundurþykkju þeirra vegna spurn- ingarinnar um hvort Ítalía geti orðið stofnaðili að efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, eða ekki. Kohl fullvissaði Prodi, sem kom í dagslanga heimsókn til Bonn í gær, um að þýzk stjórnvöld hefðu ekkert á móti EMU-aðild Ítalíu, og bar þannig til baka fréttir af meintum áætlunum um að Ítalíu verði haldið utan hóps þeirra ríkja, sem taka munu upp hina sameiginlegu mynt, evróið, 1. jan- úar 1999. Það fá aðeins þau ríki, sem um næstu áramót teljast hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir aðild- inni, eins og kveðið er á um í Maastricht-samningnum. Enginn útlilokaður „Það er ekki um það að ræða, að þetta eða hitt landið skeri úr um það hvaða lönd fái að vera með og hver ekki,“ sagði Kohi. Prodi spáði því að Ítalía væri komin vel á veg með að verða meðal stofnaðildarríkja EMU. „Italia verður komin nógu langt til að þetta verði mögulegt strax á næsta ári,“ sagði Prodi, en bætti við að „tíminn yrði hinn endanlegi dórnari." Þingið í Ekvador víkur forseta landsins frá Þrír menn segjast sitja að völdum Quito. Reuter. VICTOR Bayas, vamarmálaráðherra Ekvador, lýsti í gær yfir neyðar- ástandi í landinu til að auðvelda her og lögreglu að ná stjóm á fjöldamót- mælum og glundroða sem skapaðist þegar þjóðþingið samþykkti að víkja Abdalá Bucaram forseta frá á þeirri forsendu að hann væri „andlega van- hæfur“ til að gegna embættinu. Buc- aram sagði samþykkt þingsins brot á stjómarskránni og tveir aðrir stjóm- málamenn gerðu tilkall til forseta- embættisins. Carlos Menem, forseti Argentínu, lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi sínum við Bucaram, sem hann sagði hinn réttkjöma forseta landsins. Bras- ilíska ríkisstjómin gaf einnig út yfir- lýsingu, þar sem hún lýsti áhyggjum sínum yfir ástandinu í Ekvador. „Þetta ástand, sem er mjög alvar- legt fyrir þjóð okkar, hefur skapað óvissu og hræðilega óróakennd innan hersins, sem aðhyllist lýðræði," sagði í yfírlýsingu frá yfírstjóm hersins. Nokkrir sérfræðingar í stjómmálum Ekvadors sögðu yfírlýsinguna vís- Varnarmálaráð- herrann lýsir yfir neyðarástandi bendingu um að herinn kynni að taka völdin í sínar hendur. Herinn stjóm- aði landinu í sjö ár til ársins 1970 og æðsti hershöfðinginn, Paco Moncayo, nýtur mikilla vinsælda i Ekvador vegna framgöngu hersveita hans í landamærastríðinu við Perú fyrir tveimur árum. „Nótt forsetanna þriggja“ Þingið samþykkti með 44 atkvæð- um gegn 34 að víkja Bucaram frá og fól síðan forseta þingsins, Fabián Alarcón, að taka við embætti hans til bráðabirgða. Bucaram lýsti ákvörð- un þingsins sem „lagalegri villi- mennsku“ og kvaðst ætla að gegna embættinu út kjörtímabilið. Bucaram, sem var kjörinn forseti fyrir hálfu ári, hefur lýst sér sem „forseta fá- tæka fólksins" og ýjaði að því að áhrifamiklir fjármálamenn og banka- stjórar hefðu staðið fyrir atlögunni gegn sér. Rosalia Arteaga varaforseti undir- ritaði einnig tilskipun þess efnis að hún tæki við forsetaembættinu. „Þetta er nótt forsetanna þriggja," sagði fréttaskýrandi í sjónvarpi. „Ef til vill verður þetta einnig nótt hers- höfðingjanna." Talið er að deilan verði ekki útkljáð á næstu dögum og hún gæti leitt til óeirða á götunum neiti Bucaram að láta af embætti. Til átaka kom í fyrri- nótt milli hermanna og andstæðinga Bucarams, sem kröfðust þess að hann færi frá þegar í stað. Hermennimir beittu táragasi og skutu viðvörunar- skotum upp í loftið til að dreifa mann- fjöldanum. Bucaram þótti mjög kenjóttur for- seti og naut mikillar lýðhylli þar til hann greip til strangra spamaðarað- gerða, sem skertu lífskjör almennings og leiddu til allsheijarverkfalla. ■ Efnahagsstefnan varð/18 Reuter SÉRSVEITARMENN lögreglunnar slá skjaldborg um forsetahöllina í Quito, höfuðborg Ekvador, í gær. Einn maður lét lífið í átökum, sem brutust út er múgur reyndi að bijótast til inngöngu í höllina. Gífurlegt atvinnuleysi aðalmálið í þýskum fjölmiðlum Gamlar lausmr gagnryndar Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, var harðlega gagnrýndur í gær í mörguni helstu fjölmiðlum landsins en í fyrradag voru birtar nýjar tölur um atvinnuleysið í landinu. Samkvæmt þeim hefur það ekki verið meira frá því í kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Stjómarandstaða jafnaðarmanna gerði harða hríð að Kohl í gær og Gerhard Schröder, forsætis- ráðherra í Neðra-Saxlandi og einn leiðtoga þeirra, sagði, að atvinnuleysistölumar væru skelfílegar og augljóst, að ríkisstjómin væri ófær um að ráða bót á ástandinu. Sagði hann, að Kohl væri sjálfur orðinn hluti af vandamálinu. í Þýskalandi eru nú 4,66 milljónir manna at- vinnulausar eða 12,2%. I desember var það 10,8% og hefur aukningin aldrei verið jafn mikil á jafn skömmum tíma. Hæðst að stjórnmálamönnum Atvinnuleysið var aðalmálið í öllum helstu fjöl- miðlum Þýskalands í gær og í leiðurum var skor- að á stjómvöld að grípa til róttækra aðgerða. Þá hæddust þeir að því, að stjórn og stjórnarandstaða hefðU aðeins komið sér saman um eitt mál, að skera niður yfirvinnu til að draga úr atvinnu- leysi. Það sýndi aðeins, að hinir pólitísku leiðtogar skildu ekki, að gömlu ráðin dygðu ekki lengur. „Vandinn er sá í hnotskurn, að þýskt vinnuafl er allt of dýrt og allt of ósveigjanlegt," sagði Die Welt og Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði, að nauðsynlegt væri að lækka skatta, kvista niður reglugerðaskóginn og draga úr ríkisafskiptum. „Menn verða að átta sig á, að það er ekki hægt að draga velferðarkerfi gærdagsins inn í hinn nýja tíma morgundagsins. Það mun aðeins leiða til stórslysa og gífurlegs atvinnuleysis," sagði blaðið. Kohl brást við gagnrýninni með því að viður- kenna, að atvinnuleysishlutfallið væri „algerlega óviðunandi", en sagði ijölmiðla mistúlka orð sín með því að halda því fram að hann byggist við að atvinnuleysi myndi minnka um helming fram að aldamótum. Hann sagði helmingun atvinnu- leysisins ekki vera spá, heldur „markmið", sem hann héldi fast við. Ekkert vopnahlé Dyflinni. Reuter. ÍRSKI lýðveldisherinn gerði í gær að engu vonir um að takast mætti að koma á vopnahléi á ný milli stríðandi fylkinga á N- írlandi. Nú líður að því að eitt ár sé liðið frá því 17 mánaða langt hlé á hryðjuverkum IRA brast. Eftir heimildum úr innsta hring IRA-forystunnar er haft, að hún útiloki vopnahlé af nokkru tagi fyrr en að brezku þingkosningunum í vor afstöðn- um, í þeirri von að ný ríkisstjórn í London muni veita stjómmála- armi samtakanna, Sinn Fein, aðgang að opinberu samninga- viðræðunum um frið á N-írlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.