Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 IIIKU m ll I I Al) BOROA Ml 0 SIGMUNDI RAFNI EINARSSYNI Morgunblaðið/Hildur SIGMUNDUR RAFN Einarsson matreiðslumeistari fyllist orku og eld- móði við að gera upp gömul hús. möppunni með matseðlinum án at- hugasemda og þjónninn hafði mælt með „Gewurztraminersem væri nógu kraftmikið hvítvín til að ráða við svartfuglinn, gat ég ekki stillt mig um að minna Sigmund á af- skiptasemina um árið. „Eg er kom- inn með mottó: Vertu lítillátur og temdu þér víðsýni", svarar hann og minnist á, að í afmælisdagbók standi þessi setning við afmælisdag sinn: Temdu þér víðsýni. „Það var þó ekki fyrr en um daginn að ég bætti fyrri hlutanum við. Eg er ánægður með þetta mottó.“ Hvað er það við gömul hús sem heillar þig? „Formið og þessi gullinsnið. Það er líka mikils um vert að gluggarnir í þessum gömlu húsum séu færðir í upprunlega ásýnd. Það skiptir öllu máli. Vissir þú að Þorsteinn M. Jónsson skólamaður, bókaútgefandi og frændi bjó lengi í París? Þarna er góður andi. Við erum að hugsa um að gera upp efstu hæðina og búa þar. I næsta mánuði flytjum við Blómabúð Akureyrar, sem við rek- um í Hafnarstræti 88 í plássið þar sem einu sinni var Blómabúð KEA og Laufás síðar. Þú sérð að það er hefð fyrir blómabúð í París frá 1955.“ Aðspurður segist hann ekki munu selja plássið sem Blómabúð Akureyrar sé í núna. „Maður selur ekki svona gersemi. Maður selur ekki 100 ára gömul hús,“ segir hann með áherslu. Hvernig bragðast snigUlinn ? „Hann er svolítið saltur, en ætli hann eigi ekki bara að vera svona. Ég borða ekki oft snigla og get því ekki verið að kvarta, ekki síst þar sem ég var meistari yfirkokksins hér,“ segir Sigmundur og rifjar upp að hann ásamt fjórum öðrum keypti Fiðlarann fyrir allmörgum árum. Hann starfaði þó aldrei á staðnum og gaf sinn hlut nokkrum árum síð- ar! Vinnustaður hans gegnum tíðina hafa verið Hótel KEA, þar sem hann lærði og starfaði í 11 ár og Mennta- skólinn á Akureyri, þar sem hann hefur eldað ofan í nemendur og starfsfólk. Draumurinn t/ar knffíhús „Hvernig stóð á því að þið fóruð út í að opna blómabúðina? „Okkur fannst á þessum tíma vanta eitthvað nýtt. Annars hafði þessi hugsun blundað lengi í undir- meðvitundinni, allt frá 1984-85 þeg- ar við bjuggum í Noregi, þá vorum við iðin við að skoða blómabúðir. Það er svolítið sérkennilegt að það hefur blundað enn lengur í mér að opna kaffihús við hliðina á blóma- búðinni. Allt frá 1967 eða löngu áður en kaffihúsamenningin festi rætur á íslandi. Þá ræddum við skólafélagi minn og vinur oft þessi mál. Nú hef ég mikinn hug á að láta drauminn rætast. Möguleikarnir í þessu húsi æpa alveg á mann,“ segir hann og heldur síðan langa ræðu um hvað lít- ið sé um að vera í miðbæ Akureyrar og hvað göngugatan sé orðin döpur ásýndum. Það er greinilegt að þarna er kominn maður sem er tilbúinn að berjast fyrir því að nýtt líf færist í miðbæ Akureyrar. Uppskrift 7 n Kjúklinga- lifrarterrine 800 gr. kjúklingalifur 200 ml portvín 200 ml madeira 100 ml brandý 300 gr fínt saxaður skallotlaukur 3 stk. hvítlauksgeirar fínt saxaðlr 2 stk. timiangreinar 2 tsk. nitratsalt (vegna litarins) 1 tsk. salt 8 egg við stofuhita 1.000 gr ósaltað bráðið smjör við 35-40C hita. Aðferð Forhitið ofnin í 160°C. Setjið portvín, madeira og brandý í pott með lauknum, hvítlauk og timian. Sjóðið niður um 3/4. Fjarlægið timianið, skerið kjúklingalifrina og setjið í pott- inn, hitið að 35-40°C. Bætið út í nítratsalti og venjulegu salti. Setjið allt í matvinnusluvél, bætið eggjum út í og þeytið vel. Smjör að síðustu sett út í. Sigtið í form sem er 30 x 11 sm og 10 sm að dýpt. Hyljið með elhús- filmu og setjið í ofnskúffu með vatni. Eldið í 70 mínútur. Kælið í 24 klst. fyrir framreiðslu. Furuhnetu- og rús- ínuvinaigrette 50grfumhnetur 70 gr rúsínur 2 dl balsamico edik 1 dl rauðvínsedik 3 mtsk. hunang salt og pipar eftír smekk. Aðferð Allt sett í pott og soðið saman í 8 mínútur. Síðan bætt 1 dl af olíu út í. Kælt fyrir notkun. IXla&ur SBÍur bMú lOO ára gömui hús Hvernig er að fara með kokki út að borða? Hildur Friðriksdóttir komst að því í kvöld- verðarspjalli á Fiðlaranum að matreiðslu- meistarinn Sigmundur Rafn Einarsson hafði mun meira gaman af því að tala um gömul hús en matreiðslu. SIGMUNDUR Rafn Einars- son matreiðslumeistari, sem búsettur er á Akureyri, hefur svo mikla unun af því að gera upp gömul hús að gárungarnir segja að um áráttu sé að ræða. Þessu neitar Sigmundur en segir að það sé eitt- hvað við gömul hús .. . þau séu eins og koníakið, því eldri þeim mun betri. Hann segist fyllast orku og eldmóði á meðan hann er að gera þau upp. Hann heldur að Hafnarstræti 95, húsið sem hann og eiginkona hans Guðbjörg Inga Jósefsdóttir, hafa keypt, verði það síðasta á Akureyri. „Þetta er alveg frábært hús með mikla sögu og mikla möguleika. Hef- urðu séð turnana?" spyr hann strax og við hittumst. „Það gleður mann hvað fólk er jákvætt og ánægt með að við skyldum kaupa húsið. Fólk treystir okkur til að gera það fallega upp.“ Akureyringar þekkja húsið betur sem París eftir fyrstu versluninni sem var sett þar á stofn. Húsið byg- gði Sigvaldi Éinar Sveinn Þorsteins- son kaupmaður árið 1913. Verslunin París var jafnframt sú fyrsta, sem skipt var í tvær deildir, „svo að þar ægði ekki saman matvöru, vefnaðar- vöru, búsáhöldum og öðru“, eins og segir í bókánni Akureyri, Höfuðborg norðursins. 11 nr nð gnrn upp Bnitnrhúsin Fyrsta gamla húsið sem Sigmund- ur gerði upp var Hrafnagilsstræti 4, Beitarhúsin, sem hafði verið í eigu Menntaskólans á Akureyri og Jón Sveinsson bæjarstjóri byggði 1930. Það tók 11 ár að gera það upp, enda var nostrað við hvert lítið handtak og hvert smáatriði úthugsað. „Við seldum það fyrir fjórum árum og keyptum Laugagötu 2. Það freistaði að gera það upp með öllum frönsku gluggunum, enda einstakt hús í eigu góðs fólks. Vernharður Sveinsson mjólkursamlagsstjóri og María Sveinlaugsdóttir byggðu húsið 1947. Við höfðum endaskipti á því á einu ári, enda bjuggum við ekki í húsinu á meðan. „Ertu tilbúinn að panta?“ spyr ég, þegar þjónninn kemur aðvífandi. „Ég held að við höfum gert rétt að kaupa þetta hús. Ég vissi strax að árið 1997 yrði gott. Stundum finn ég sitthvað á mér.“ Ertu forlagatrúar? „Já-á,“ svarar hann og dregur seiminn. „Mér finnst sumir dagar öðrum betri. Ég hef líka hitt fólk sem sér og finnur ýmislegt. Mér finnst góð tilfinning þegar það segir mér að góðir straumar séu í kringum mig. Mér hefur verið sagt að góðir straumar séu í Hafnarstrætinu." Eftir að hafa skoðað matseðilinn drjúga stund var hann fljótari að ákveða aðalréttinn en forréttinn. „Ég vel svartfuglsbringur með sól- berjasósu." En í forrétt? „Ætli ég fái mér ekki smjörsteikta snigla með Vermiceli og pesto,“ svarar hann eftir dágóða stund. Ég vel sama aðalrétt en kjúklingalifrar- terrine með rúsínum og furuhnetu vinaigrette í forrétt. Afskiptnsnmi knkksins____________________________ Eitt sinn varð ég vitni að því að matreiðslumeistarinn pantaði mat á veitingahúsi og hafði sjálfur ákveðn- ar skoðanir á því hvemig elda ætti fiskinn. Svo fór að kokkurinn í eld- húsinu eldaði hann að hætti gestsins. Það var því ekki laust við að ég biði eftir einhverri slíkri uppákomu á Fiðlaranum. Þegar hann lokaði Hvernig virkar hormónalykkjan ? MAGNÍS JÓHANNESSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Mig vantar upplýs- ingar um svokallaða .hormóna- lykkjuO. Hvemig virkar hún og em einhverjar aukaverkanir sam- fara notkun hennar? Svar: Lykkjan er talin veita getnaðarvörn með margvíslegum áhrifum og til eru nokkrar teg- undir af lykkjum sem verka á svolítið mismunandi hátt. Allar lykkjur auka hreyfingar í eggja- leiðurum, eggið ferðast því hrað- ar niður eftir þeim og nær ekki að þroskast nægjanlega til að það geti frjóvgast. Allar lykkjur valda eins konar bólgubreyting- um í legslímhúð og hindra þannig að frjóvgað egg geti fest og búið um sig á slímhúðinni. Sumar lykkjur innihalda kopar sem er talinn minnka hreyfigetu sæðis- fmmna og þannig hindra frjóvg- un eggsins. Nýleg tegund af lykkju, stundum kölluð hormóna- Getnaðarvörn lykkja, inniheldur gestagen (hormón með sams konar verkun og kynhormónið prógesterón) sem minnkar líkur á egglosi og myndar eins konar slímtappa í leghálsi sem hindrar að sæðis- frumur komist upp í legið og get- ur þannig hindrað getnað. Þær lykkjur sem hér em í notkun innihalda langflestar kopar eða gestagenhormón og líklegt er að þessar lykkjur, sérstaklega hormónalykkjurnar, hindri í flestum tilvikum frjóvgun eggs- ins. I samantekt má segja að lykkjan hindri í mörgum, kannski flestum, tilfellum frjóvgun eggs- ins en þar að auki hindrar hún að frjóvgað egg geti fest við legslím- húðina og orðið að fóstri. Allar tegundir af lykkjum geta valdið aukaverkunum sem em verkir eða óþægindi frá legi. Hormóna- lykkjur gefa frá sér hormón í svo litlu magni að þau hafa einungis staðbundin áhrif, þessar lykkjur hafa því ekki meiri aukaverkanir en aðrar gerðir af lykkjum. Spurning: Ég fékk lítið glerbrot í fingur fyrir skömmu. Ég finn ekkert fyrir þessu nema þegar ég þrýsti á blettinn, þar sem gler- brotið fór inn. Mun það grafa út af sjálfu sér? Hversu langan tíma tekur það? Svar: Flestir aðskotahlutir sem stingast inn í eða rétt inn fyrir húðina skila sér út aftur að lok- um. Þetta er þó undir ýmsu kom- ið eins og stærð og gerð aðskota- hlutarins, staðsetningu á líkam- anum og hversu djúpt hluturinn fór. Hlutir sem eru tiltölulega Glerflís hreinir og vel afmarkaðir, eins og t.d. hlutir úr gleri, plasti eða málmi þurfa ekki að valda ertingu þar sem þeir em staðsettir og fólk getur þess vegna gengið með þá mjög lengi eða jafnvel það sem eftir er ævinnar. Ef slíkir hlutir era ekki í snertingu við liði, taug- ar eða æðar geta þeir verið án vandræða og viðkomandi einstak- lingur veit jafnvel ekki af að- skotahlutnum. Þekkt dæmi um slíka hluti era byssukúlur eða sprengjubrot sem fólk fær í sig í hernaði. Allt öðra máli gegnir um hluti sem eru ekki eins vel af- markaðir eins og t.d. tréflísar. Inni í slíkum flísum era svæði sem blóðrás líkamans nær ekki til og era þar með varin fyrir ónæm- iskerfinu. Þar myndast gjarnan ákjósanlegai- aðstæðiu- fyrir bakt- eríur sem geta vaxið og dafnað í friði fyrir ónæmiskerfi líkamans. Lítið gagnar að gefa sýklalyf vegna þess að lyfin komast illa inn í svona svæði. Flísar af þessu tagi valda þess vegna stöðugri ertingu og sýkingu sem endar gjarnan í graftarkýli sem opnast út á það yfirborð sem næst ligg- ur, hvort sem það er húðin eða eitthvert innra líffæri. Ekki er ör- uggt að lítil glerflís í fingri grafi út af sjálfu sér og valdi hún óþægindum er réttast að láta fjarlægja hana. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á bjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 i síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.