Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN ÖRN MAGNÚSSON + Kristján Örn Magnússon fæddist á Seljalandi undir Eyjafjöllum 30. september 1942. Hann lést í Land- spitalanum 27. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Laufey Guð- jónsdóttir, f. 18.6. 1919 í Fremstuhús- um í Dýrafirði, d. 9.10. 1986, og Magnús Kristjáns- son, f. 30.1. 1918 á Seljalandi, d. 9.2. 1987. Þau bjuggn á Hvolsvelli en siðar í Reykjavík. Systkini Kristjáns eru Svanfríður, f. 18.1. 1946, og Borgþór, f. 21.2. 1952. Eiginkona Kristjáns er Erla Guðbjörg Jónsdóttir frá Nesja- völlum í Grafningi, f. 2.4. 1940. Hún er dóttir hjón- anna Guðbjargar Guðsteinsdóttur, f. 20.5. 1909, og Jóns M. Sigurðssonar, f. 26.7. 1909, d. 5.3. 1976. Barn Kristj- áns og Eriu var Magnús, f. 13.11. 1964, d. 1.2. 1991, námsmaður. Kristján ólst upp á Hvolsvelli og bjó þar alla sina tíð. Að loknu skyldunámi var hann tvo vetur í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði. Kristján var bifreiðastjóri að atvinnu, fyrst hjá Kaupfélagi Rangæinga en síðustu tíu ár hjá verktakafyrir- tækinu Suðurverki. Útför Kristjáns fer fram frá Stórólfshvolskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kristján Magnússon mágur minn er iátinn, eftir erfíða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Þó að ljóst væri fyrir rúmu hálfu ári að Krist- ján ætti við alvarlegan heilsubrest að stríða, er erfítt að sætta sig við þá tilhugsun að hann sé ekki lengur á meðal okkar og komið sé að kveðjustund. Ég man fyrst eftir Kristjáni á þeim árum þegar ég var að alast upp austur í Rangárvallasýslu. Þá sá ég hann broshýran strák í gömlu versluninni á Hvolsvelli þar sem Kaupfélag Rangæinga var á þeim tíma. Það hús, sem enn stendur austast við Hvolsveg, og önnur í næsta nágrenni voru fyrstu hús sem byggð voru á Hvolsvelli. Þama átti Kristján heima alla tíð. Hann ólst upp í Amarhvoli hjá foreldrum sín- um Magnúsi Kristjánssyni kaupfé- lagsstóra og Laufeyju Guðjónsdótt- ur konu hans. Skammt frá Arnar- hvoli reisti Magnús nýtt íbúðarhús fyrir fjölskylduna og Kristján byggði sitt hús að Hvolsvegi 28 eftir að hann kvæntist Erlu Jóns- dóttur eiginkonu sinni. Þar hefur síðan verið heimili Kristjáns og fjöl- t Móðir okkar og tengdamóðir, ÁRNÝ SVEINBJÖRG ÞORGILSDÓTTIR, Leifsgötu 24, Reykjavik, lést á Droplaugarstöðum 6. febrúar. Sigurveig Valdimarsdóttir, Friðrik Andrésson, Ósk Valdimarsdóttir. t Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓSEF FRANSSON, Hjarðarholti 14, Akranesi, lést á heimili sínu þann 5. febrúar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Aldís Sigurjónsdóttir. t Inniiegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUIDO BERNHÖFT, Garðastræti 44. Örn Bernhöft, Svava P. Bernhöft, Ragnar Vilhelm Bernhöft, Kristin Bernhöft, Pétur Orri Þórðarson, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á vestur- gangi Grundar. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Óli S. Runólfsson, Ingibergur Vilhjálmsson, Ása Ásmundsdóttir, Guðlaugur Jón Vilhjálmsson, Aðalbjörg Baldvinsdóttir, Haukur Vilhjálmsson, Ólöf Steinarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. skyldu hans. Að loknu skólanámi starfaði Kristján lengst af sem bifreiða- stjóri, fyrst um margra ára skeið hjá Kaupfélagi Rangæinga en síð- ustu árin hjá Suðurverki hf. í störf- um sínum var hann farsæll með afbrigðum. Sem bifreiðastjóri um áratuga skeið sýndi hann ávailt mikið öryggi og var svo lánsamur að lenda aldrei í slysi eða óhappi að heitið gæti. Kristján hafði alla tíð yndi af að vera á faralds færi. Vegna vinnu sinnar ferðaðist hann víða um land og þurfti oft að dvelja langdvölum fjarri heimili sínu. Það síðasta sem hann vann við bifreiðaakstur var að annast olíuflutninga til vega- gerðarmanna á Skeiðarársandi eftir hamfarahlaupið þar í haust. Það gerði hann meira af vilja en mætti, heilsu hans hafði hrakað mjög og kraftar hans voru á þrotum þótt aldrei segði hann orð um það. Leiðir okkar Kristjáns lágu sam- an að nýju fyrir tæpum tuttugu árum þegar ég kynntist systur hans Svanfríði og við stofnuðum okkar heimili. Samverustundimar em orðnar margar bæði hér fyrir sunn- an og austur á Hvolsvelli og oft var glatt á hjalla. Ógleymanleg er glæsileg og fjölmenn veisla í félags- heimilinu Hvoli á fímmtugsafmæli Kristjáns. Þá kom vel fram í töluðu orði og gamanmálum hvemig lífs- ferill Kristjáns og hans fólks er í nánum tengslum við sögu byggðar- lagsins og samfélag fólksins sem fyrst settist að á Hvolsvelli. Minningamar em margvíslegar í blíðu og stríðu. Laufey móðir Kristjáns veiktist alvarlega þegar hún var enn á besta aldri og lá eftir það ámm saman á sjúkrahúsi. Þetta hafði mikil og varanleg áhrif á allt líf innan fjölskyldunnar. For- eldrar Kristjáns féllu frá með stuttu millibili, Laufey andaðist í nóvem- ber 1986 og Magnús skömmu síðar í ársbyijun 1987. Kristján og Erla urðu fyrir þeirri hörmulegu lífs- reynslu að missa eina bamið sem þau eignuðust. Magnús sonur þeirra var við framhaldsnám í Noregi þeg- ar hann varð bráðkvaddur í blóma lífsins. Á síðastliðnu vori kom í ljós að Kristján var alvarlega veikur. Ég man þegar hann tilkynnti mér þetta í símtali og sagði eitthvað á þá leið að það væri ekki um annað að ræða en að horfast í augu við þetta, vinna úr þessu á jákvæðan hátt og gera gott úr því eins og hægt væri. Hann stóð sannarlega við það og með svo aðdáunarverðum hætti að ógleymanlegt verður þeim sem með því fylgdust. Allt til síðustu stundar tók hann því sem að höndum bar með kjarki og hughreysti. Aldrei bugaðist hann, aldrei heyrðist hann kvarta og aldrei talaði hann um þau endalok sem fyrirsjáanleg vom. í þessu erfiða veikindastríði stóð Erla við hlið eiginmanns síns og veitti honum allan þann stuðning sem unnt var. Þrek hennar og æðmleysi sýndu vel mannkosti hennar og sálarstyrk. Kristján mágur minn var harður af sér og ósérhlífínn maður. Hann vann mikið og unni sér sjaldan hvíldar. Að innra manni var hann ljúflingur og drengur góður þó að í samskiptum við annað fólk gæti hann stundum verið hijúfur á yfír- borði. Skapmaður var hann mikill ef því var að skipta en trygglyndur og traustur vinum sínum og þeim sem honum stóðu nærri. Gestrisinn var hann mér og mínum og einstak- lega bamgóður, það kom fram í viðmóti hans við dóttur mína Emu sem þótti vænt um frænda sinn á Hvolsvelli. Að ieiðarlokum þakka ég Krist- jáni mági mínum góð og elskuleg kynni á liðnum áram og margar ógleymanlegar stundir bæði í glað- værð og trega. Við Svanfríður og Ema kveðjum Kristján með þakk- læti og harm í hjarta. Við biðjum allar góðar vættir að styðja Erlu í mikilli sorg og öllu því sem á hana er lagt. Blessuð sé minning Kristjáns Magnússonar. Njáll Sigurðsson. Enn horfir fjölskyldan á eftir látnum ástvini. Kær vinur og mág- ur Kristján Magnússon er fallinn frá langt um aldur fram eftir erfíða baráttu við skæðan sjúkdóm. Þrátt fyrir mikil veikindi frá sl. sumri bugaðist Kristján aldrei, stóð eins og klettur í hafi til hinstu stundar. Kraftur Kristjáns var slík- ur að aðstandendur og hjúkranar- fólk undraðist, en svona var eðli Kristjáns að standa á eigin fótum sama á hveiju gekk. Eiginkona og systkini Kristjáns hafa staðið traust og óbuguð við hlið hans og reyndu eftir bestu getu að liðsinna honum sem og hjúkranarfólk á Landspítalanum. Kristján var einn af þeim sem era fjölskyldu sinni og vinum mjög trú- ir og tryggir og hann leið það ekki að brotið væri á neinum, gekk þá fram og varði viðkomandi. Hann vildi ekki láta verkin bíða næsta dags, heldur skyldu þau framkvæmd sem fyrst. Datt mér þá oft í hug kraftmikli sonur hans, er hann var við heyskap og fleiri störf á Nesjavöllum. Kristján var spaugsamur, sá gjarnan skondnu hliðamar á lífínu og því oft glettinn í tilsvöram og lýsingum í samstarfs- og vinahóp. Það sást best þegar hann hélt upp á 50 ára afmæli sitt í samkomu- húsinu Hvoli, umkringdur vinum og vandamönnum, sem verður í minnum haft. Kristján fór ekki varhluta af því hversu lífíð er hverfult. Móður sína missti hann um aldur fram eftir margra ára sjúkrahúslegu og föður sinn nokkram árum síðar. 1. febr- úar 1991 misstu þau hjónin kæran einkason, Magnús, sem varð bráð- kvaddur í Noregi. Magnús var þá að ljúka námi í sjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö, einn af efnilegustu nem- endum skólans, enda miklum mann- kostum búinn og fjölskyldunni afar kær. Áfallið var mikið hjá þeim hjónum og allri fjölskyldunni sem risti djúpt í ógrædd sár. Kristján stundaði bifreiðaakstur gegnum árin. Fyrst hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli og nú síð- ustu tíu árin hjá Suðurverki. Hann var hreykinn af þeim framkvæmd- um sem fyrirtækið tók að sér og ekki síður af góðum frágangi á verkum sem þeir starfsfélagarnir höfðu unnið að. Vegna þessara verka var Kristján oft fjarri heimili sínu og því mikilsvert að samstarfs- andi þeirra starfsfélaga væri góður. Kristján minntist þess í sjúkra- húslegu sinni hversu mikilsvert það hefði verið og gaf jáfnframt vinnu- veitanda sínum ’og fyölskyldu hans afar gott orð. Það sást glöggt þeg- ar starfsfélagar og vinir heimsóttu Kristján á spítalann, hversu hann gladdist við þær heimsóknir. Það var stutt í glettnina hjá Kristjáni og spaugsyrðin fuku þrátt fyrir mikil veikindi. Kristján var það afar hugleikið að halda í íjölskyldutengslin og var reyndar búinn að leggja til að §öl- skyldan kæmi nú saman á þorran- um. Röddin skæra og drifkrafturinn mikli era nú komin til nýrra heim- kynna í faðmi Guðs og elskaðs son- ar. Minningin um góðan og traustan dreng mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt, okkar kæri Kristján. Elsku Erla, Borgþór, Svanfríður og fjölskyldur. Megi Guð gefa ykk- ur styrk og lýsa veginn til bjartrar framtíðar. Hvíl í friði kæri vinur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Ómar Gaukur, Ágústa og Tómas. Það er komið að kveðjustund. Elskulegur mágur minn hefur verið kallaður á brott svo allt of fljótt. Eftir situr minning um góðan dreng sem átti svo einstaklega bjart bros þótt lífíð færi ekki alltaf um hann mildum höndum. Kristjáni kynntist ég fyrst fyrir sjö áram þegar ég hóf sambúð með bróður hans. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina, hafði heyrt af þessum nýja fjöl- skyldumeðlim og einn góðan veður- dag þegar ég var ein heima, stóð hann í gættinni með sitt góðlega bros, kynnti sig og spurði hvort ekki væri kaffi á könnunni. Svo settist hann í eldhúshomið og spjall- aði eins og við hefðum alltaf þekkst. Með fasi sínu og viðmóti lét hann mig finna að ég væri velkomin í fjölskylduna, það var ekkert sem þurfti síðan að ræða frekar. Þær era ótal heimsóknimar í gegnum árin á notalegt heimili Erlu og Kristjáns á Hvolsvelli, ekki síst eftir að við hjónin eignuðumst lítið sumarkot í nágrenninu. Alltaf voram við velkomin, en aldrei þó eins og þegar systkinabömin vora með. Hann var einstaklega barn- góður og fylgdist náið með hvað þau vora að gera og hvernig þeim vegnaði og vildi veg þeirra og vel- ferð sem mesta. Yngsti fjölskyldu- meðlimurinn, Laufey Þóra, fór ekki varhluta af þessari umhyggju og hændist fljótt að frænda sínum. I þessu sem öðra stóð Erla þétt við bakið á Kristjáni. Það var sárara en orð fá lýst þegar þau misstu einkabam sitt, Magnús, í blóma lífs- ins. Hann var einstakur efnisdreng- ur sem skildi eftir sig stórt skarð í lítilli ijölskyldu. Það var ekki hátt- ur Kristjáns að bera tilfinningar sínar á torg, en hann varð aldrei samur eftir þetta áfall. Hann gerði sér far um að hlúa sem best að Erlu og leiddi gjarnan talið að henni aðspurður um eigin líðan. í sumar sem leið greindist Kristján með þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli. Hann barðist með ótrúlegu jafnaðargeði allt til síðasta dags. Aldrei æðraorð um örlög sín. En Kristján stóð ekki einn í þessari baráttu. Elsku Erla, við fjölskyldan höfum fylgst með af aðdáun hvem- ig þú með ótrúlegum styrk og æðru- leysi hefur staðið við hlið Kristjáns og hlúð að honum sem best þú máttir. Þú varst baklandið sem hann hallaði sér að. Þau era þung höggin sem þú hefur mátt þola þessi síðustu ár og erfítt að skilja að aftur sé höggvið í sama kné- rann. Megi góður guð gefa þér styrk og dýrmætar minningar létta þér söknuðinn. „Nú er Kristján hjá englunum," segir Laufey Þóra þegar hún fer með kvöldbænirnar. Við munum sjá til þess að hún gleymi ekki frænda sínum. Elsku mágur, ég þakka þér vináttu og ræktarsemi liðinna ára og bið þér guðs blessunar. Geirþrúður Pálsdóttir. Með þungum trega kveð ég í dag kæran tengdason, Kristján Magn- ússpn. Áföllin hafa verið mörg og þung í fjölskyldunni, en þrátt fyrir það má ekki bugast. Með samheldni og Guðs hjálp höldum við áfram veginn. Kristján minn, ég veit að Guð og elskaður sonur hafa tekið vel á móti þér í húsi nýrra heimkynna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Erla mín, megi Guð gefa þér og allri fjölskyldunni styrk og ljós til bjartrar framtíðar. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að styðja hvem sem þarf, unz allt það pund, sem Guð mér gaf, ég gef sem bróðurarf. Ó, faðir gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. (M. Joch.) Guðbjörg, Nesjavöllum. Þegar ég hóf störf hjá Kaupfé- lagi Hallgeirseyjar vorið 1946 var Kristján Órn Magnússon á fjórða ári. Eg kom mjög oft á æskuheim- ili hans, m.a. vegna þess að við Magnús, faðir hans, voram bræðra- synir og störfuðum saman við kaup- félagið. Síðar áttum við Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.