Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Milljónatjón er íbúðarhús úr timbri eyðilagðist í bruna í Vestmannaeyjum Kviknaði í út frá pönnu Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. MIKILL eldsvoði varð í Vestmanna- eyjum á fimmtudagskvöld er eldur kom upp í íbúðarhúsinu á Brimhóla- braut 36. Húsið var innflutt timbur- hús af Sunhouse gerð, byggt árið 1975 og er það mjög mikið skemmt ef ekki ónýtt. Slökkviliðið í Eyjum var kallað út laust eftir kl. 23.30 og var komið á staðinn örfáum mínútum síðar. Mik- ill eldur var þá í húsinu, logaði út um tvo glugga og upp úr þaki húss- ins. Að sögn Elíasar Baldvinssonar slökkviliðsstjóra gekk þó greiðlega að ráða niðurlögum eldsins og var slökkvistarfi að mestu lokið eftir hálfa klukkustund. Veður var gott í Eyjum þegar eldurinn kom upp og sagði Elías að það hefði skipt miklu máli. Hann sagði að eldurinn hefði greinilega verið búinn að krauma nokkuð lengi í húsinu áður en hans varð vart en enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp. Tryggvi Ólafsson, rannsóknarlög- reglumaður í Eyjum, sagði að allt benti til að eldur hefði kviknað út frá pönnu sem var á eldavélinni. Húsráðandi hafði farið á sjó fyrr um kvöldið og svo virtist sem gleymst hefði að slökkva undir pönnunni. Tryggvi sagði að sér sýndist að hús- ið og allt sem í því var væri ónýtt. Húsið væri timburhús einangrað með polyuretan og væri allt mikið skemmt af hita, reyk og vatni. Tryggvi sagði ljóst að tjónið í brunanum næmi því miiljónum. Tölvudagur í Háskólabíói í dag SAMTÖK stúdenta og framhalds- skólanema standa fyrir svokölluð- um tölvudegi í Háskólabíói í dag. Tilgangurinn með deginum og sýningunni er að gefa stúdentum og öðrum nemendum tækifæri til að kynnast því sem er í boði á tölvumarkaðinum og eignast tölvu og búnað á hagstæðu verði. Fjölmörg fyrirtæki sýna tölvur og hugbúnað á sýningunni, sem stendur frá 10-17. Milli kl. 13 og 16 verða fluttir nokkrir fyrir- lestrar um tölvur og framtíðina. Hátíðarávarp flytur Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti íslands. Háskóli íslands verður með stærsta bás sýningarinnar. Þar verða kynnt nokkur verkefni þar sem tölvur eru notaðar við vinnslu og úrvinnslu verkefna. Magnús S. Magnússon atferlis- sálfræðingur kynnir búnað til að korleggja atferli og hreyfíngar manna. Kerfisverkfræðistofan sýnir flughermi sem m.a. var seldur til Tékklands sl. sumar. Tölvunarfræðinemar kynna tölv- unarfræðinám innan HÍ og verða með ráðgjöf við val á tölvum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SLÖKKVILIÐSMENN í Vestmannaeyjum slökkva eldinn í íbúð- arhúsinu að Brimhólabraut 36. Vestfirskur skel- fiskur á Flateyri Beðið eftir svari frá lána- stofnunum STJÓRNENDUR Vestfirsks skel- fisks hf. á Flateyri bíða nú svars frá Byggðastofnun og Fiskveiða- sjóði um fjármögnun á nýju skel- fiskskipi sem fyrirtækið hefur augastað á í Bandaríkjunum. Guðlaugur Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vestfirsks skelfisks, segir að Byggðastofnun hafi fengið sitt fé til baka sem stofnunin lán- aði til kaupanna á Æsu ÍS, sem sökk í Amarfirði síðastliðið sumar, í formi tryggingarbóta. Tryggingabæturnar námu 37 milljónum króna. Vestfirskur skel- fiskur hefur síðan sótt um 50 millj- óna kr. lán fyrir nýja skipinu hjá Byggðastofnun. Einnig hefur verið sótt um lán hjá Fiskveiðasjóði. Hingað komið kostar nýja skipið á bilinu 90-100 milljónir kr. Hlutafé í fyrirtækinu er 24 milljónir kr. Góður grundvöllur fyrir rekstri „Okkur flnnst eðlilegt að við fáum þessa afgreiðslu til þess að við komumst í gegnum þessa erfið- leika. Það er góður grundvöllur fyr- ir rekstri fyrirtækisins í framtíð- inni. Áætlanir okkar gera ráð fyrir því að skipið verði komið um miðjan apríl og veiðar geti hafíst í endaðan apríl. Þetta á að geta staðist en reyndar gæti eitthvað teygst á þessu því fundi Byggðastofnunar héfur verið frestað til 11. febrúar þar sem ákvörðun verður tekin um okkar mál,“ sagði Guðlaugur. Km *• ‘ »5.1 fgf . jBfl Rp:- -'I/j ■p, -?r 11 ' J ^ PTP'll w" ■ iS V- y J. $ ; V . k ;■ «1 *. • Wm J | ad| ÆÍ'.-m iH ■'U' ajt1-: * wflfpll m l ■ ■; BFTÍ L‘J Svriw WM ~ VMfhí ■ p 5Æ JTvi &[■ B- -sj í • -fl JB ■ s> mSnSffilk.. PHjt 'Æ ' - p; -tfy gflpll ENGINN nemandi áttunda beklqar Foldaskóla í Grafarvogi reykir og hafa þeir fengið sérstaka viðurkenningu fyrir það frá skólanum og foreldrafélaginu. f tilefni bolludagsins bjóðum við rjúkandi kaffi og rjómabollur með ekta rjóma á aðeins 90 kr. föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag. Verði ykkur að góðu. Ve itinsastaður Reyklaus árgangur í Foldaskóla ALLIR nemendur í 8. bekk Foldaskóla i Grafarvogi, tæp- lega eitt hundrað unglingar á fjórtánda aldursári, reyndust reyklausir þegar Krabbameins- félag Reykjavíkur og Tóbaks- varnamefnd fengu undirskriftir frá reyklausum grunnskólanem- um landsins. Ragnar Gíslason skólastjóri Foldaskóla var að vonum ánægður með þennan góða árangur þegar Morgunblaðið hafði samband við hann og sagði að Foldaskóli og foreldrafélagið hefðu verðlaunað nemenduma með því að gefa þeim mynd- skreytta áróðursboli gegn tóbaki. „Hópurinn kom síðan saman í hátíðarsal skólans þar sem meðfylgjandi mynd var tekin, en ætlunin er að hver nemandi fái afhent stækkað eintak af henni,“ sagði Ragnar. Flottað vera í reyklausum árgangi Margrét Ú. Ólafsdóttir nem- andi í 8. bekk HS í Foldaskóla sagðist í samtali við Morgun- blaðið vera mjög stolt af frammistöðu árgangsins. „Og við ætlum að reyna að halda árganginum reyklausum áfram,“ sagði hún. Björgvin Ólafsson einnig nemandi í 8. bekk HS fannst það líka flott að vera í reyklausum árgangi en taldi það reyndar ekki hafa verið erfitt. Hann sagði að þó nokkrir krakkar á hans aldri reyktu í nágranna- skólunum en það sé hins vegar ekki á dagskrá hjá jafnöldrum hans í Foldaskóla. Hrand Sigurbjömsdóttir full- trúi framkvæmdastjóra Krabba- meinsfélags Reykjavíkur segir þetta frábæran árangur nem- endanna og óskandi að fleiri tækju þátt í að skapa reyklausa árganga og jafnvel reyklausar kynslóðir. „En í Foldaskóla er áhuginn greinilega fyrir hendi bæði meðal nemenda og kenn- ara,“ sagði Hmnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.