Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Munaðarlausi myndlistarskólinn HUGMYNDIN um listaháskóla hefur verið uppi á borðinu hjá ráðamönnum þjóðarinnar í hart- nær tíu ár. Listaskól- ar íslands eru alger- lega fjársveltir og eiga sér enga sýni- lega talsmenn innan menntakerfisins. í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, einu stofnun landsins sem kennir myndlist á háskólastigi, ríkir neyðarástand. Árið María Helga 1992 fékk MHÍ slát- Pétursdóttir Þórsdóttir urhúsið sem SS lét reisa á sínum tíma í Laugamesi. Húsakostur skólans í Skipholti var allt of knappur, því hófst kapp- hlaup milli „Listaháskóla framtíð- arinnar" og Þjóðminjasafnsins um það hver myndi hreppa hnossið (það er að segja húsnæði SS). Listaháskóli framtíðarinnar hafði yfir og flutti staðgengil sinn þ.e. MHÍ inn í sláturhúsið. Á árum þessum ríkti bjartsýni mikil og héldu allir að innan tveggja vetra yrði risinn glæst stofnun, hápunkt- ur menningar og lista, sigur fyrir Island. Síðan eru liðnir rúmir fjór- ir vetur og hvergi hina glæstu stofnun að sjá. Staðgengill tærist upp og heilsufar innviðarins afar tvísýnt. Þannig er málum háttað að húsnæðið í Laugarnesi er hann- að sem sláturhús á þremur hæð- um. Eigandi hússins, Fasteignir ríkisins, hafa ekki heimilað neinar breytingar sem aðlagað gætu slát- urhús að listaskóla. Fulltrúar Fast- eigna ríkisins hafa sér það að sjálf- sögðu til málsbóta að þeir bíða eftir hinni glæstu stofnun lista, (en hvar sú ósýnilega tofnun er niður- komin í dag veit enginn), er því staðgengillinn munaðarlausari en nokkru sinni. Staða Myndlista- og handíðaskóla Islands í dag er þessi: Nemendur myndlistardeilda skólans búa við afar heilsuspillandi húsnæði, þar sem ekkert hefur verið gert svo húsnæðið verði manneldisvænna. Skólinn er enn í jarðhæð, gólfin eru órykbundin, loftræstikerfi óvirkt, vinnurými gluggalaust, niðurföll lokuð og ekki rennandi vatn í öllu vinnu- rými. Af þessu leiðir að ræstinga- fyrirtækið Sequritas hefur ekki séð sér fært að þrífa húsnæðið í allan vetur. Því liggur Ijóst fyrir að MHÍ fór úr öskunni í eldinn. Nemend- ur, kennarar og starfsfólk skólans hafa verið hafðir að fíflum, sitja fastir í heilsuspillandi húsakynn- um á röngum forsendum. Raunum skólans er ekki lokið þar, því skól- inn er á svo ljósgráu svæði innan kerfisbáknsins að hann sést varla. Við nemendur MHÍ, segja þær María Pét- ursdóttir og Helga Þórsdóttir, höfum ver- ið leiddir til slátrunar í sláturhús Innan veggja menntamálaráðu- neytisins er skólinn skakkt metinn því hentistefna ræður því hvort fjallað er um hann á háskóla- eða framhaldsskólastigi. Handbók menntamálaráðuneytisins segir að tvö síðustu ár MHÍ séu á háskóla- stigi og lítur út fyrir að þessar upplýsingar hafi aldrei náð til fjár- málaráðuneytisins því skólinn er rekinn á framhaldsskólafjárveit- ingu. í Myndlista- og handíðaskóla íslands gilda þær reglur að sé nemanda veitt innganga í skólann skuli hann vera orðinn fullra átján vetra og hafa lokið a.m.k. þremur árum í framhaldsskóla eða sam- bærilegu námi, jafnframt einu ári sem grunni á myndlist. Um það bil 50% umsækjenda sem spreyta sig á inntökuprófi fomámsdeildar MHÍ komast þar inn og um 50% af þeim sem fornámið sækja kom- ast inn í sérdeildir skólans. Af þessu leiðir að ekki er mikið um fall í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þrátt fyrir það er skólan- um ætlað að ná inn sértekjum vegna upptökuprófa eins og tíðk- ast við framhaldsskóla landsins. Sér hver heilvita maður að engar tekjur af þessu tagi nást inn í skólann með þessum hætti, (þar sem engin þörf er á slíkum próf- um). íslendingar eru stolt þjóð og hafa löngum stært sig af afrekum íslenskra myndlistarmanna á er- lendri grundu, því heyrum við nemendur MHI gjaman „ertu ekki þakklát(ur) fyrir að hafa komist inn? MHÍ er góður skóli.“ Ekki kvörtum við nemendur yfir kennsluháttum né yfirstjóm skól- ans í dag, heldur skilningsleysi ráðamanna sem halda að list spretti úr engu og að myndlistar- mönnum þyki gráðuveiting ónauð- synleg. Ef útskrifaður nemandi úr MHÍ með titilinn „myndlistar- rnaður" hyggst sækja um fram- haldsnám í myndlist, veltur það á löndum, borgum og/eða skólum sem sótt er um í, hvort námið hér heima sé metið á BA eða fram- haldsskólastigi, því getur masters- nám erlendis tekið allt frá einu, upp í þrjú ár. Sumir virtir skólar meta námið einskis. Af þessu get- ur leitt til vandræða er lúta að Lánasjóði íslenskra námsmanna, því LIN lítur svo á að nemendur hafi ákveðinn grunn héðan að heiman sem ekki er viðurkenndur alls staðar. Einnig er vert að benda á þá staðreynd að náms- menn, þeir er ekki fara í fram- haldsnám, fá enga viðurkenningu á námi sínu úr MHÍ og er þeim því ómögulegt að sækja um hvers- konar styrkveitingar á erlendri grundu, þar sem gráða myndlist- armanna er höfð til hliðsjónar í slíku mati. Við nemendur og þeir aðilar sem að Myndlista- og hand- íðaskóla íslands standa erum orð- in langþreytt á viðkvæðinu „já en MHI er góður skóli“ og krefj- umst þess að stjórnvöld marki sér stefnu í þessum málum. Þar sem borgarstjórn Reykjavíkur virðist vera á góðri leið með að úthýsa myndlist úr borginni fyrir árið 2000 krefjumst við þess að ríkið grípi þar inn í. Það sem við förum fram á er hreinskilni í þessum málum, annað hvort verður hér starfræktur öflugur lista- eða listaháskóli sem búinn verður eðli- legum rekstrarskilyrðum, hinn kosturinn er að starfræktur verði einhvers konar framhaldsskóli sem undirbýr nemendur undir inntökupróf í fimm ára listanám erlendis. í dag höfum við nemend- ur MHÍ verið leiddir til slátrunar í sláturhús þar sem við bíðum aftökunnar ár eftir ár eins og hræddar rollur. Stressað kjöt er vont kjöt! Höfundar eru í nemendafélagi MHÍ. 97 Ferðaáætlun KÍNAKLÚBBS UNNAR KÍNA Vorferð dagana 6.-23. maí. Farið verður til: • Beijing • Hangzhou (Peking) • Chenge og • Kunming Kínamúrsins • Guilin VIET^AM Haustferð dagana 7.-28. sept. Farið verður um landið þvert og endilangt: • Hanoi • Halong flóa • Haiphong • Hue • Danang • Nhatrang • Ho Chin Min (Saigon) • Vungtou • Mekong Báðar ferðirnar eru fróðleiks- og skemmtiferðir á bestu tímum ársins til ferðalaga um austur Asíu. Hitastig við hæfi okkar íslendinga 25- 30 stig og ekki regntími. Ferðin til Kína verður afmælisferð Kínaklúbbsins, því núna í maí eru 5 ár síðan ég fór með fyrsta hópinn til Kína. Afmaelisferðin er jafnframt tíunda hópferðin til Kína. Ferðin til Víetnam verður fyrsta ferð Kínaklúbbsins þangað. Verð kr. 265 þús í báðar ferðirnar, en innifalið er: Pláss t 2ia manna herb. á 1. fl. hótelum, nánast fullt fæði, alfir skattar og gjöld, full dagskrá, innlendir leiðsögumenn og mína fararstjórn (sem þýði yfir á íslensku). Upplýsingafundur um ferðirnar verður í Reykjahlíð 12, þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20.00. Takmarkaður fjöldi farþega! Fyrstur kemur - fyrstur fær Sími 551 2596 Múrbrj ótarnir í GREIN sem Birgir Rafn Jónsson, vara- formaður Félags ís- lenskra stórkaup- manna, skrifar í Morgunblaðið 25. jan- úar sl. sakar hann Samtök iðnaðarins um að fórna hagsmunum neytenda og launþega með því að bæta stein- um í ímyndaðan múr sem hann telur útiloka eðlilega samkeppni og hagræði af alþjóðlegri verslun. Þessar full- yrðingar eru undarleg- ar í ljósi þess að Sam- tök iðnaðarins, og fyr- irrennarar þeirra, hafa alla tíð barist fyrir frelsi í viðskiptum sem byggist á gagnkvæmum leikregl- um. Hér má nefna aðildina að EFTA, fríverslunarsamninga ís- lands við fjölda ríkja, EES-samn- inginn og nú síðast samninginn um Alþjóðaviðskiptastofnunina. Frelsi til að flyfja inn FÍS virðist hins vegar vera þeirr- ar skoðunar að frelsi þeirra til inn- flutnings eigi að vera óskorað og þurfi ekki að byggjast á gagn- kvæmni. Birgir veit auðvitað að í hvetju landi eða markaðssvæði eru gerðar kröfur um margvísleg atriði sem vara á markaði verður að uppfylla. Gott dæmi um þetta eru strangar bandarískrar merkingar- reglur, sem sjálfsagt eru mjög góðar, enda leggja Bandaríkja- menn blátt bann við því að nokkur matvæli séu flutt þangað nema þær reglur séu uppfylltar út í hörg- ul. Ég er hræddur um að Birgi gangi illa að fá að flytja íslenska matvöru til Bandaríkjanna með íslenskum merkingum þótt hann geri innflutningsyfirvöldum þar grein fyrir því hve kostnaðarsamt það er fyrir íslenska fram- leiðendur að sér- merkja sína vöru fyrir bandarískan markað. Kemur ekki til greina að múrbijótarnir í FÍS krefjist þess að undan- þágur frá merkingar- reglum verði gagn- kvæmar? Mismunun Tilefni greinar Birgis er það að Sam- tök iðnaðarins sendu Eftirlitsstofnun EFTA bréf í desember sl. þar sem kvartað er yfir því að íslensk- um reglum, sem byggjast á ákvæð- um EES-samningsins um merking- ar matvæla, og settar voru árið Senda sjálfír klögumál til Eftirlitsstofnunar EFTA, segir Sveinn Hannesson, en reka upp ramakvein ef ýjað er að þeirra brotum. 1993 og áttu að taka gildi að fullu um áramótin 1994/1995, hafí ekki verið framfylgt af íslenskum stjómvöldum. Samtökin höfðu áður kvartað yfír þessu við íslensk stjómvöld en án árangurs. Kvörtun samtakanna byggist bæði á neyt- enda- og samkeppnissjónarmiðum þar sem reglur um hvað megi og hvað skuli standa á umbúðum matvæla em mjög mismunandi milli þess sem gildir á íslandi og EES-svæðinu annars vegar og t.d. reglna í Bandaríkjunum hins veg- ar. Þetta gildir t.d. um upplýsingar um kólesteról, vítamín, mismunandi mælieiningar, leyfilegar fullyrðing- ar og merkingar á geymsluþoli, en vara sem endist lengur en 18 mán- uði virðist t.d. verða eilíf skv. bandarískum merkingareglum. Einföld krafa Ástæða kvörtunar samtakanna er einföld. Á íslandi gilda tilteknar reglur um merkingar matvæla og eftir því eiga allir að fara, bæði innlendir framleiðendur og inn- flytjendur. íslenskir framleiðendur og margir innflytjendur, m.a. á vörum frá Bandaríkjunum, hafa lagað sínar umbúðir að gildandi laga- og reglugerðarfyrirmælum um merkingar matvæla. Tal Birgis um stórhækkað vöruverð fellur um sjálft sig í ljósi þess að vörur ís- lenskra framleiðenda og fjölda inn- flytjenda sem lagað hafa sínar merkingar að settum reglum hafa ekki ekki hækkað svo marktækt sé af þeim sökum. Þess vegna er þeim innflytjendum sem ekki hafa lagað sig að þessum reglum engin vorkunn. Haltu mér slepptu mér Það er merkilegt að Félag ís- lenskra stórkaupmanna hefur hvað eftir annað sent Eftirlitsstofnun EFTA kvartanir og klögumál af ýmsum toga á grundvelli ESB- reglna EES-samningsins. Þegar á svo að framkvæma reglur sem þeir sjálfír hafa brotið átölulaust í rúm tvö ár, þá reka þeir upp mik- ið ramakvein og saka ESB um haftastefnu og okkur sem viljum að farið sé að reglum um að ráð- ast á neytendur. Höfundur er framkvæmdasijóri Samtaka iðnaðarins. Sveinn Hannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.