Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 FRETTIR AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Harald Pétursson Deilt í borgarstjórn um Geldinganes Meirihlutinn telur brýnt að fjölga atvinnulóðum Háttí 100 umferðar- óhöpp HÁTT í 100 umferðaróhöpp hafa orðið í Reykjavík í ófærðinni nú í vikunni, og þar af urðu 22 árekstrar í gær, en enginn þeirra var mjög alvarlegur, að sögn Þorkels Samúelssonar varðstjóra þjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Hjá tryggingarfé- lögunum skýrist það í næstu viku hvert er umfang þeirra tjóna sem orðið hafa í umferðinni síðustu daga, en miklar annir hafa verið hjá tjónaskoðunum tryggingar- félaganna undanfarið. Meðal þeirra óhappa sem orðið hafa í umf erðinni var bílvelta á aðrein við Ártúnsbrekku í fyrrakvöld. -------♦ ♦ ♦ Lækir varasamir LÖGREGLAN í Hafnarfirði varar við lækjum sem nú eru víða farnir að bólgna upp og flæða undir snjó og lækjarbakkamir því oft orðnir krapapyttir sem geta verið vara- samir. Þannig hefur Vífilsstaðalækur- inn bólgnað mjög upp milli Lækjar- fitjar og Stekkjarflatar í Garðabæ og þar hefur flætt um. Tvær ungar stúlkur sukku þar í krapa á fimmtu- dag en að sögn lögreglunnar varð þeim ekki meint af. BORGARFULLTRÚAR meirihluta R-lista í borgarstjórn segja eina meginástæðu þess að gert sé ráð fyrir athafnasvæði í Geldinganesi vera þá að mjög brýnt sé að fjölga lóðum fyrir atvinnustarfsemi í Reykjavík. Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt þá stefnu að byggja upp stórt samfellt athafnasvæði í Geld- inganesi. Tillaga þeirra um að Geld- inganes verði íbúðarsvæði i aðal- skipulagi Reykjavíkur 1996-2016 var felld i borgarráði á þriðjudag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að Reykvíkingar muni ekki sætta sig við að á Geldinganesi verði skipu- lagt atvinnusvæði í næstu nálæg við Grafarvogssvæðin. Minnti hann á að árið 1990 hefði náðst fullkomin samstaða um það í borgarstjóm að í Geldinganesi yrði íbúðarsvæði og hafi þá verið ráðist í verðlaunasam- keppni um skipulag svæðisins. Pétur Jónsson, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar, sagði ráðstöf- un landsins í aðalskipuiagstillögunni góða enda væri mikill skortur á góð- um atvinnuióðum í Reykjavík. Minnti hann á að sjálfstæðismenn hafi gagnrýnt R-listann fyrir að gera iítið til að tryggja atvinnu í Reykjavík. Sagði hann fyrsta skil- yrðið í því skyni vera að tryggja atvinnufyrirtækjum viðunandi að- stöðu í höfuðborginni. Pétur sagði að enda þótt höfuð- borgarsvæðið væri eitt atvinnusvæði teldi hann ekki ástæðu til þess að stefna að því flæma atvinnufyrirtæki úr borginni. Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar, benti á að nýlega hefði stórt matvælafyrir- tæki afráðið að flytja starfsemi til nágrannasveitarfélags, m.a. vegna þess að ekki var hægt að útvega því nægilega stóra lóð á hentugum stað. Takmarkaður metnaður Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi að ekki væri stefnt að byggingu mislægra gatnamóta við Kringlu- mýrarbraut og Miklubraut og sagði áætlanir um annað bera vitni um takmarkaðan metnað meirihlutans. Guðrún Ágústsdóttir sagði að ákvörðun hafi verið tekin að reisa ekki mislæg gatnamót fyrst um sinn á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Sagði hún að í ijós hafi komið að mislæg gatnamót sköpuðu nú ekki þá arðsemi sem talið hafí verið. Land hafí á hinn bóginn verið helgað vegna þeirra ef ákvörðun um byggingu yrði tekin síðar. Yfirlýsing frá menntamálaráðherra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra: „Vegna umræðna um húsnæðis- mál Myndlista- og handíðaskólans óska ég eftir, að Morgunblaðið birti eftirfarandi: Skömmu fyrir alþingiskosningarn- ar 1991 var með hátíðlegum hætti skýrt frá þvi, að hús hefði verið keypt af Siáturfélagi Suðurlands í Laugar- nesi og þar yrði aðsetur listaháskóla. Sá háskóli er enn ekki kominn á legg en á undanförnum misserum hefur þokast í þá átt á grundvelli hugmynda, sem liggja fyrir í tillögum og miða að því að skólinn verði sjálfs- eignarstofnum með aðild félags um skólann, ríkisins og Reykjavíkur- borgar. Tillögumar miða að því, að skólinn verði til húsa í Laugarnesi. Myndlista- og handíðaskólinn flutti inn í SS-húsið fyrir nokkrum árum og hefur allt fram á þennan vetur viljað vera þar með hluta starf- semi sinnar. Nú hafa nemendur í skólanum gengið fram fyrir skjöldu og lýst húsnæðið óhæft ekki aðeins vegna vankanta, sem úr má bæta, heldur einnig af öðrum ástæðum eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Er þess krafíst af þeim að menntamála- ráðuneytið sjái skólanum fyrir nýju húsnæði. Undanfarið hef ég beitt mér fyrir því að kannaðir séu þeir kostir í húsnæðismálum, sem fyrir hendi kunna að vera, yrði tekin ákvörðun um að nýta SS-húsið með öðrum hætti en fyrir listaháskóla. Þar hafa menn sérstaklega haft augastað á gamla Landssmiðjuhúsinu við Sölv- hólsgötu. Listaháskóli íslands er sjálfstæð stofnun, sem tekur til sín nemendur í listnámi á háskólastigi en ekki nýr rammi utan um óbreytta starfsemi starfandi skóla. Með þetta í huga er ljóst, að aðrir en stjórnendur Myndlista- og hand- íðaskólans eða nemendur hans þurfa að koma að ákvörðunum um framtíð- araðsetur Listaháskóla íslands. Hitt liggur hins vegar skýrt fyrir, að þeir, sem starfað hafa í SS-húsinu telja það ekki henta undir þá starfsemi, sem þar var boðuð fyrir um það bil sex árum. Nú er unnið að því að setja á lagg- irnar bráðabirgðastjórn fyrir Lista- háskóla íslands með fulltrúum þeirra þriggja aðila, sem að starfsemi hans koma samkvæmt fyrirliggjandi til- lögum. Þegar sú stjórn er komin til sögunnar fæst viðmælandi fyrir hönd skólans meðal annars um framtíðar- húsnæði hans.“ Björn Bjarnason. Vinabæjasam- band í hálfa öld í ÁR eru 50 ár liðin frá því að vinabæir Akureyrar héldu fyrstu vina- bæjavikuna sem upp frá því hefur verið árlegur viðburður. Vinabæjavik- urnar hafa verið haldnar til skiptis í vinabæjunum sem eru Álasund i Noregi, Lahti í Finnlandi, Randers í Danmörku og Vásterás í Svíþjóð. Akureyri tengdist síðar inn í þessa keðju vegna samskipta við Álesund. í sumar er komið að Akureyri að halda vinabæjamótið og verður það dagana 23. til 27. júní. 50 ára sam- starfs bæjanna verður sérstaklega minnst, m.a. með sögusýningu. Þátttakendur í vikunni eru fyrst og fremst ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára. Helstu viðfangsefnin eru myndlist en fjórir þátttakendur frá hverju bæjarfélagi munu útbúa lista- verk sem komið verður fýrir utan- dyra og er ætlað að minna á vina- bæjasambandið. í umhverfis- og náttúruverndarhóp verða sjö þátt- takendur frá hveijum bæ sem taka mun fyrir ýmsa þætti á þessum vett- vangi sem brenna á íbúum bæjanna. Loks verður íþróttahópur með sex þátttakendum frá hveijum bæ en þeirra verkefni eru á sviði hesta- mennsku, róðurs og fímleika. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í vinaæbæjavikunni fyrir hönd bæjarins geta nú sótt um á um- sóknareyðublöðum sem liggja frammi í framhalds- og sérskólum bæjarins og á Norrænu upplýsinga- skrifstofunni í Glerárgötu 26. Um- sóknarfrestur er til 10. febrúar næstkomandi. Ásta sýnir í Gallerí ÁSTA Ólafsdóttir opnar mynd- listarsýninguna „án leiðarvís- is ...“ í Gallerí+ í Brekkugötu 35 á Akureyri í dag, laugardag- inn_8. febrúar. Ásta stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands og framhaldsnám við Jan van Eyck Akademíuna í Hol- landi. Myndlist og ritstörf hafa verið hennar aðalstarf. Hún hefur sýnt víða og eftir hana liggja nokkrar bækur og vídeó- verk. Myndverk hennar eru byggð upp úr ólíkum efnum sem hafa gegnt nytsemishlut- verki í gegnum tíðina. Galleríið er opið frá kl. 14 til 18 á laugardögum og sunnu- dögum eða eftir samkomulagi við Pálínu. Sýningin stendur til 23. febrúar næstkomandi. Borgarafundur um skólamál SKÓLANEFND Akureyrar efnir til borgarafundar um skólamál í safn- aðarheimili Akureyrarkirkju næst- komandi miðvikudag, 12. febrúar, en hann hefst kl. 20.30. Skólanefnd hefur lagt fram til- lögur um breytingar á skólaskipan grunnskólanna sunnan Glerár, en í þeim felst að skólunum verður breytt í hverfísskóla, en safnskóla- kerfíð sem nú er við lýði aflagt. Jafnframt verða Barnaskóli Akur- eyrar og Gagnfræðaskóli Akureyrar sameinaðir í einn skóla, Brekku- skóla. Skólanefnd hefur samþykkt þessar breytingar en þær eru til Lífskjör og launabarátta LÍFSKJÖRIN og launabaráttan er yfirskrift opins fundar sem Al- þýðubandalagið á Akureyri og kjördæmisráð Aiþýðubandalags- ins á Norðurlandi eystra gangast fyrir í Alþýðuhúsinu á Akureyri þriðjudagskvöldið 11. febrúar næstkomandi kl. 20.30. Farið verður yfír stöðu kjara- mála, en framsögumenn eru þeir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsa- víkur og fískvinnsludeildar Verka- mannasambands íslands. Gospelsöngkona og predikari AGLOW-FUNDUR verður í fé- lagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á Akureyri næstkomandi mánu- dagskvöld, 10. febrúar, kl. 20. Gestur fundarins verður Amber Harris, gospelsöngkona og predik- ari frá Ohio. Hún hefur þjónað með söng sínum og tali á stjóm- málafundum, í skólum, fangelsum og sjónvarpsþáttum víðs vegar um heiminn. Allar konur em velkomn- ar á fundinn að hlusta á söng hennar og vitnisburð. Bollukaffí, þátttökugjald er 300 krónur. umfjöllunar hjá bæjarstjórn sem væntanlega afgreiðir þær á fundi síðar í þessum mánuði. Á fundinum verður gerð grein fyrir helstu upplýsingum og gögn- um sem skólanefnd hafði til hlið- sjónar við tillögugerð sína. Framsögumenn á fundinum verða þeir Jón Ingi Cæsarsson starfandi formaður skólanefndar, Ingólfur Ármannsson skólafulltrúi og þá flytur fulltrúi foreldraráða grunnskólanna sunnan Glerár ávarp sem og Jakob Bjömsson bæjarstjóri. Fundarstjóri verður Kristján Siguijónsson. Fundurinn er öllum opinn. -----♦ ♦ ♦---- Rússneski togarinn Rottun- umeytt SVANBERG Þórðarson hjá um- hverfisdeild Akureyrar segir að nú sjái fyrir endann á eyðingu rottna um borð í rússneska skipinu Opron sem legið hefur úti á Polli frá því á sunnudag. Umfangsmiklar endur- bætur verða gerðar á skipinu hjá Slippstöðinni. Eftir að staðfest var að rottur voru í skipinu fékk það ekki leyfí til að leggjast að bryggju. „Við höfum farið annan hvern dag út í skipið og verið þar með aðgerðir til að eyða rottunni og ég tel líklegt að því verki ljúki nú um helgina," segir Svanberg. Fegnir að komast í landi Skipveijar, sem em 23, fagna því eflaust að fá að koma að landi, en skipið kemur að bryggju um helgina og fær m.a. vatn, en það er af skornum skammti um þessar mundir. Taldi Svanberg líklegt að rússneski togarinn myndi aftur sigla út á Poll og vera þar uns við- gerð hefst, en hörgull er á bryggju- plássi sem stendur á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.