Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 17 Vissi fyr- irfram um ódæðið í Oklahoma VINUR Timothy McVeigh, sem sakaður er um að hafa sprengt upp alríkisbyggingu í Oklahoma- borg í apríl 1995 og vald- ið dauða 168 manna, vissi um tilræðið fyrirfram. Kemur þetta fram í játn- ingu, sem Michael Fortier og Lori, kona hans, hafa gefið. Segja þau, að McVeigh hafi sagt þeim frá fyrirætlan sinni og samstarfs- manns síns, Terry Nichols, og hefði hann vonað, að hermdar- verkið ýtti undir einhvers kon- ar uppreisn í Bandaríkjunum gegn alríkisstjórninni. Kemur þetta fram í fréttum CBS-sjón- varpsstöðvarinnar en saksókn- arar vilja ekkert um málið segja. Réttarhöldin yfir McVeigh hefjast 31. mars nk. Fólki rænt í Japan TALIÐ er, að norður-kóreskir útsendarar hafi rænt níu jap- önskum borgurum á síðustu áratugum og flutt þá til Norð- ur-Kóreu. Kemur þetta fram í yfirlýsingu japanskra stjórn- valda vegna fyrirspurnar á þingi um hvarf japanskrar stúlku fyrir 20 árum, þá 13 ára gamallar. N-Kóreumaður, sem flýði til S-Kóreu, fullyrðir, að henni hafi verið rænt. Vill lækka ferðakostnað ELIZABETH Bretlands- drottning hefur auglýst eftir fróðum manni um ferðalög í því skyni að lækka ferða- kostnað fjölskyldunnar en hann er nú rúmlega einn millj- arður íslenskra króna á ári. í auglýsingunni, sem birtist í ýmsum blöðum, eru árslaunin sögð hálf fjórða milljón kr. auk hlunninda en starfið mun aðallega felast í því að kom- ast að sem bestum samning- um fyrir hönd fjölskyldunnar. Meðal annars er fyrirhugað, að hátignirnar ferðist með venjulegum lestum þegar svo ber undir og drottningin reið raunar á vaðið að þessu leyti þegar hún fór með venjulegu áætlunarflugi til Nýja Sjá- lands 1995. Samdrátt- ur í Japan MIKILL samdráttur er í smá- söluverslun í Japan og gerir það ekki efnahagshorfurnar á þessu ári betri. Er ástæðan sögð meðal annars hækkun á söluskatti 1. apríl en þá fer hann úr 3% í 5%. Að auki verð- ur ýmsum frádráttarliðum til skatts fækkað. Er búist við raunverulegum samdrætti á tímabilinu apríl-júní en ein- hvetjum hagvexti eftir það. Er því spáð, að hagvöxtur á árinu verði 1,9% eða sá minnsti í fjóra áratugi. McVeigh Reuter X, SgjMh Z- jj É ” 1 > ■. Mjá 1 Fergie stal senunni HIÐ árlega óperuball var haldið í Vín í Austurríki í fyrrakvöld að viðstöddum 5.000 gestum en óhætt er að segja, að hertogaynj- an af Jórvik, Sarah Ferguson eða Fergie, hafi stolið senunni. Það var auðjöfurinn og bygginga- verktakinn Richard Lugner, sem bauð henni eða öllu heldur keypti hana til að koma en sagt er, að hann hafi greitt henni 3,5 millj- ónir ísl. kr. fyrir innlitið. Hér eru þau Lugner-hjónin, Richard og Christine, með Fergie fyrir fram- an Lugner-verslunarmiðstöðina. Vandaðu valið Civic 1 .4 Si 90 hestöfl Kr. 1.479.000, Civic 1 .4 Si, 3 dyra 90 hestöfl, sóllúga auRab. Kr. 1.349.000,- Civic 1 .6 VTi 160 hestöfl, 15" óifelgur, 2 loftpúðar.og sóllúga Kr. 1.850.000,- Civic 1 .4 Si, 5 dyra 90 hestöfl, 2 loftpúðar Kr. 1.448.000,- Accord 2.0 LSi Sjólfskiptur, ABS og 2 loftpúöar Kr. 2.185.000,- Shutlle 2.2 LSi, 7 manna Sjólfskiptur, ABS og 2 loftpúðar Kr. 2.750.000,- Honda Civic 1.5 LSi VTEC með 115 hestafla sparakstursvél (4,8 1/100 km) Bjóðum öll hefðbundin bílalán til allt að 84 mánaða og tökurn notaða bíla uppí Umboösaöilar: AkureyrL Höldur hf. • Egilsstaöir: Bíla- og Búvélasalan • Akranes: Bílver sf. VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.