Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 23
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 23 i»*" y \ vvSS', iifrniatVá •'* /MQL. * O *7/Vv. 1 j \ w, \ í 1 \ VtA—. *•»>' * || -| „Sjáið, keisarinn er nakinn", hrópaði hjörðin og keisarinn hugsaði: „Hví eru þegnar mínir naktir, allir sem einn, sagði listamaðurinn, skapaður í mynd Guðs og verndaður af englum." ÓMAR STEFÁNSSON „Keisarinn var engin mannvitsbrekka en ráðgjafar hans höfðu sagt honum að allt vit mannanna væri við fingurgóma hans.“ ' ■ 5§|&pr‘ ' ? Ó ' - . ^JlSj □Uu borgarfólkinu var tíðrætt mjög um þennan forláta vefnað, og vildi nú keisarinn sjálfur sjá hann, meðan hann væri enn í vefstólnum. Tók hann með sér heilan skara valdra manna, og þar á meðal báða hina gömlu, skikkanlegu embættis- menn, er áður höfðu verið sendir á fund bragðarefanna, sem nú voru að vefa í gríð og ergju, þó ekki væri nokkur tæta á vefstólnum. „Já, er það ekki yfirtak?“ sögðu báðir skikkanlegu embættismenn- imir, „þóknast yðar hátign að líta á? Hvílíkt mynztur, hvílíkir litir!“ Og um leið bentu þeir á tóman vefstól- inn, því þeir héldu fyrir víst, að hinir mundu sjá vefnaðinn. „Hvað er þetta?“ hugsaði keisar- inn með sér, „ég sé ekki neitt; mikil skelfíng! er ég heimskur? Er ég óhæfur til að vera keisari? Það var það hræðilegasta, sem fyrir mig gat komið.“ „Ó, það er ofur fallegt," sagði hann, „ég hef á þvi mína allra hæstu ÞORBJÖRG HÖSKULDSDÓTTIR „Ég vinn myndina beint upp úr sögunni og laga að minni myndgerð en ég hef notað flísagólfið og landslagið mikið í minni myndlist." korkar eru styttri og gjarnan framleiddir úr korkmylsnu. Notkun korks í víntappa hefur verið mikið til umræðu á undan- fömum árum vegna skemmdra vína. Engar nákvæmar tölur eru til um það hversu algengar kork- skemmdir eru en sumir vilja jafn- vel halda því fram að allt að tólfta hver flaska sem framleidd er í heiminum sé „korkuð“. Aðrir segja tuttugasta hver og enn aðr- ir fertugasta hver. Auðvitað er þetta líka misjafnt eftir framleið- endum og margir reyna að trygg- ja sig gegn korkskemmdum með víðtæku innkaupaeftirliti jafnt sem innra eftirliti. Óþægiteg fúkkaigkz Korkskemmdir er hafa áhrif á vín geta verið margvíslegar en flestar má rekja til örvera í trjá- berkinum, sem ekki hafa verið hreinsaðar út við framleiðslu á töppunum, til bleikiefna, sem not- uð eru við framleiðsluna, eða beg- gja þessara þátta. Yfírleitt leynir það sér ekki ef vínið er korkað. Ávöxturinn og ferskleikinn hverf- ur og vínið einkennist af óþægi- legri fúkkalykt, sveppalykt eða lykt af fúnum, blautum pappa. Sá siður að bragða á víni á veitinga- húsum áður en því er skenkt í glös er til að gefa gestinum kost á að meta hvort vínið sé heilbrigt en ekki til að ákveða hvort honum líki vínið. Korktappar geta líka molnað með aldrinum og allir þeir sem lent hafa í því að opna flösku af þvi tagi vita hversu pirrandi það getur verið. Allt er þó ekki skemmdir sem virðast vera það að óathuguðu máli. Ef litla kristalla er að finna neðan á korkinum er það alls ekki til marks um að vínið sé skemmt heldur mun frekar gæðamerki. Einstök náttúruafurð Auðvitað geta vín einnig skemmst við framleiðslu, fyrst og fremst ef nægilegs hreinlætis er ekki gætt, og einnig geta vín oxast, orðið edikskennd, ef loft hefur komist að þeim. Stundum lagast vínið þegar það er búið að vera í sambandi við loft í smátíma. I langflestum tilvjkum má hins veg- ar rekja skemmd vín til korks og þau versna eftir því sem þau anda meira. Þetta er vínframleiðendum að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni því yfírleitt er þeim kennt um ef vínið bragðast illa en ekki portú- gölskum korkbændum. Margir þeirra segja Portúgala ekki sinna gæðaeftirliti nægilega vel, búnað- ur þeirra sé úreltur og hreinlæti ábótavant og ekki síst í Bandaríkj- unum er mikil umræða um það hvort í framtíðinni verði flöskum lokað með einhverju öðru en korktöppum. Vonandi verður sú hins vegar aldrei raunin. Korkur er einstök náttúruafurð gædd ótrúlegum hæfileikum. Korkurinn er aftur á móti einnig snar þáttur í vínupp- lifuninni. Það er ákveðin athöfn að draga tappa úr góðri flösku. Flestir myndu líklega ekki sætta sig við það á góðum veitingastað að þjóninn skrúfaði málmtappa af dýru rauðvínsflöskunni eða opnaði hana líkt og gosflösku. Þá sættir maður sig nú frekar við eina og eina korkaða flösku. velþóknun.11 Hann kinkaði kolli ánægjulega og virti fyrir sér tóman vefstólinn; hann vildi ekki láta uppi hið sanna, að hann sá ekki neitt. Áll- ir, sem í föruneytinu voru, horfðu og horfðu, en urðu engu nær en allir hinir, en þeir sögðu eins og keisarinn: „Ó“, það er ofur fallegt," og réðu honum til að fá sér fyrstur allra í föt úr þessum nýja dýrindis vefnaði til að vera á skrúðgönguhátíð þeini hinni miklu, er þá fór i hönd. „Það er prýðilegt, það er ljómandi, það er fyrirtak," sagði hver sem einn, og all- ir voru hjartanlega ánægðir með það. Keisarinn sæmdi svikahrappana hvom um sig riddarakrossi til að festa í hnappagatið, og fylgdi þar með sú nafnbót, að þeir skyldu kall- ast hirðvefarar. Alla aðfaranótt skrúðgönguhátíð- arinnar vöktu svikahrappamir; unnu þeir við ljós og höfðu kveikt á sextíu kertum. Þar gaf á að líta, hvað þeir kepptust við að geta orðið búnir með nýju fötin keisarans. Þeir létu sem þeir tækju fataefnið ofan af vefstólnum, þeir klipptu út í loftið með stórum skærum, þeir saumuðu með tinnalausum nálum og sögðu að lokum: „Hana þá! nú eru fötin búin.“ Keisarinn kom nú sjálfur með helztu hirðgæðingum sínum, og báð- ir svikahrappamir lyftu upp öðram handleggnum, eins og þeir héldu á einhverju, og sögðu: „Sko! hérna era buxumar, héma er kjóllinn," og svo framvegis. „Það er létt eins og kóng- urlóarvefur, maður skyldi halda, að maður væri ekki í neinu, en það er nú einmitt aðalkosturinn við það.“ „Já!“ sögðu allir hirðgæðingamir, en þeir gátu ekki séð neitt, því þar var ekki neitt. „Vildi nú yðar keisaralega hátign allranáðugast láta sér þóknast að fara úr fötunum,“ sögðu svikahrapp- amir, „þá skulum við færa yður í nýju fotin héma beint fyrir stóra speglinum!" Keisarinn fór úr öllum fötunum og svikahrappamir bára sig til eins og þeir færðu hann í hvert ein- stakt fat af alklæðnaði þeim hinum nýja, sem hafði átt að sauma handa honum, og þeir tóku yfírum hann og var sem þeir reyrðu eitthvað fast- lega, það var kjóldragið, og keisarinn vék sér til og sneri á ýmsa vegu fyrir speglinum. „Nei hvað fótin falla prýðilega að, og hvað þau fara dásamlega!" sögðu allir. „Hvílíkt mynztur! Hvílíkir litir! Þetta er forkostulegur klæðnaður." „Nú era þeir héma fyrir utan með hásætishimininn, sem á að bera yðar hátign í skrúðgöngunni," sagði drótt- setinn. „Ekki stendur á mér, ég er til,“ sagði keisarinn. „Fara fötin ekki vel?“ Og þar með sneri hann sér við ennþá einu sinni fyrir framan spegil- inn, svona hinsegin, eins og hann væri að virða fyrir sér skrautklæðin. Kammerherrarnir, sem áttu að bera kjóldragið, þreifuðu höndunum eftir gólfinu, eins og þeir væra að taka dragið upp; þeir gengu og þeir héldu á lofti; þeir þorðu ekki að láta á því bera, að þeir sáu ekki minnstu vitund. □g nú gekk keisarinn í skrúð- göngunni undir fagurglæstum hásætishimninum, og allt fólkið bæði á strætunum og í gluggunum sagði einum rómi: „0, hvað þau era dæma- laust falleg, nýju fötin keisarans! Mikið ljómandi gull er hældragið eft- ir kjólnum hans, og hvað það fer prýðilega á því!“ Enginn vildi láta á því bera, að hann sæi ekkert, því þá hefði hann verið óhæfur til að vera í embætti sínu eða fram úr lagi heimskur. Aldrei hafði keisarinn eignazt fót, sem jafnmikið þótti til koma. „Nú, hann er þá ekki í neinu!“ sagði lítið barn. „0, sér er nú hvað! heyrið hvað sakleysinginn segir!“ mælti faðir barnsins, og hvíslaði svo einn í ann- ars eyra því sama, sem bamið sagði. „Hann er ekki í neinu,“ segir barnunginn, „hann er ekki í neinu.“ „Hann er ekki í neinu,“ kallaði að lokum allt fólkið. Og keisaranum rann kalt vatn milli skinns og hör- unds, því honum fannst, að menn hefðu rétt að mæla, en hann hugsaði með sér: Nú verð ég að þrauka það af, þangað til hátíðargangan er á enda.“ Og keisarinn færðist í aukana og gekk sperrtari en áður, og kamm- erherrarnir löbbuðu á eftir og bára kjóldragið, sem ekkertvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.