Morgunblaðið - 14.12.1994, Side 56

Morgunblaðið - 14.12.1994, Side 56
V f K G LOTT# alltaf á Miðvikudögmn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: UAFNAKSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fyrirtæki kosti mengunar- og heilbrig’ðiseftirlit BORGARRÁÐ vísaði í gær til borgarstjórnar drögum að gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit. í þeim er gert ráð fyrir að greiða skuli ársgjöld af ýmissi starfsemi sem ekki hefur verið innheimt gjald af áður, s.s. gistihúsum, matsölustöðum, hárgreiðslustofum, barnaheimilum, heil- brigðisstofnunum, íþróttahúsum og sundlaugum, fangelsum og samkomu- húsum, þar með töldum kirkjum. Alls eru gjaldflokkar árgjalds fimm, frá 80.000 niður í 10.000. Morgunblaðið/Kristinn Eldur í fólksbíl við Kringluna Áttu fót- um fjör að launa ísafirði, Morgunblaðið MIKIL mildi var að ekki varð stórslys, þegar verið var að hífa 40 feta gám með 20 tonnum af fiskimjöli um borð i Mælifell á ísafirði í gærkvöldi og bóman féll niður. Starfsmenn hafnar- innar voru örskammt frá þar sem gámurinn féll inn á bryggj- una, eftir að hafa hafnað á stoð- um við lestarlúgu og á öðrum gámi, sem stóð á bryggjunni. Bóman slóst til Mælifeli átti aðjesta 15 gáma af fískafurðum á ísafirði og var verið að hífa þriðja gáminn um borð. Bóman slóst til og féll nið- ur í sæti sitt framanvert við lest- ina og bognaði. Neðri blökkin lenti á dekkhúsi, en gámurinn féll fyrst á gámafestingar, skall síðan á gám sem stóð á bryggj- unni og rann út af honum niður á bryggjuna og lenti á hliðinni. Hafnarstarfsmenn voru að und- irbúa næsta gám og áttu fótum fjör að launa. í greinargerð með gjaldskrárdrög- unum, sem bæði taka til árs- og starfsleyfisgjalds, kemur fram, að í ársbyijun 1993 hafi tekið gildi gjald- skrá fyrir mengunareftirlit og segir Oddur R. Hjartarson framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að breytingin milli ára sé sú að verið sé að taka upp gjaldskrá fyrir heil- brigðiseftirlit að auki og fella saman í eina gjaldskrá. Ekki sé um að ræða hækkun þeirra gjaldskrárliða, sem fyrir voru, en tilgangurinn sá að standa straum af rekstri embættisins. Borgaryfirvöld hafa staðið straum af kostnaði vegna Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til þessa og segir Oddur að með nýju gjaldskránni verði hugs- anlega hægt að innheimta um þriðj- ung af rekstrakostnaði. Hann segir ennfremur að kostnaður vegna Heil- brigðiseftirlitsins á þessu ári sé um 40 milljónir en fram kemur í greinar- gerð með fyrrgreindri gjaldskrá að innheimt gjöld verði um 45 milljónir með tekjum af starfsleyfis- og eftir- litsgjöldum miðað við 100% inn- heimtu, verði gjaldskráin samþykkt. Röðun í gjaldflokka fer að sögn Odds eftir uinfangi fyrirtækis og hversu oft eftirlit er gert og sem dæmi má nefna að stórmarkaðir eru í fyrsta flokki og ættu því að greiða 80.000 á ári en fyrirtæki sem end- urvinna úrgang og geyma spilliefni eru sett og fjórða flokk og ættu að greiða 20.000 samkvæmt gjald- skránni. ELDUR kom upp í fólksbíl við Kringluna í Reylgavík í gær- kvöldi. Ökumaðurinn var að aka að Kringlunni þegar hann varð var við reyk úr vélarrúmi bQsins. Slökkvilið kom fljótlega á vettvang og slökkti eldinn, en bíllinn er töluvert mikið skemmdur. Eldurinn náði þó ekki að læsa sig í allan bílinn. Mikill eldur var í vélarrúmi bíls- ins þegar slökkvilið kom á stað- inn. Ókunnugt er um eldsupptök. LÚSÍU- hátíðin í Grímsey BÖRN úr grunnskólanum í Grímsey efndu til Lúsíuhátiðar í Miðgarðakirkju í Grímsey í gær- morgun og er þetta í fyrsta sinn sem slík hátíð er haldin í eynni. Frumkvæði að hátíðinni átti kennari krakkanna, Helga Matt- ína Björnsdóttir. Tvær stúlkur eru í grunnskólanum, Helga Krisín Guðmundsdóttir og Vil- borg Sigurðardóttir, og léku þær lúsiurnar en strákarnir voru i hlutverkum stjörnudrengja. Dónald Jóhannesson skólastjóri og eiginmaður Helgu lék á orgel kirkjunnar við athöfnina. Eftir lúsíuhátíðina í kirkjunni héldu börnin fylktu liði í útibú KEA og á pósthúsið og sungu þar jóla- lög fyrir gesti og gangandi við mikinn fögnuð. BERGUR-HUGINN hf. í Vest- mannaeyjum og Skagstrendingur hf. á Skagaströnd hafa stofnað fyr- irtækið Strandberg um loðnufryst- ingu á Seyðisfirði í byijun næsta árs. Frystingin fer fram í frystitog- urunum Vestmannaey VE og Arnari og Örvari HU. Ráðgert er að frysta um 100 tonn á sólarhring. Hátt verð er á erlendum mörkuð- um á frystri loðnu og ríkir mikill áhugi fyrir frystingunni um þessar mundir. Tvær aðrar útgerðir hafa t.a.m. sóst eftir hafnaraðstöðu á Seyðisfirði til loðnufrystingar. Góðar horfur eru taldar á sölu á frystri loðnu til Japans í vetur, en síðri á sölu frystra hrogna. Pjölmörg fyrirtæki hyggja nú á mikla framleiðslu þess- ara afurða og hefur komið fram ugg- ur meðal stærstu útflytjendanna um að of mikið framboð eða minni gæði geti valdið verðlækkun í Japan. Frysta 1500-2000 tonn Magnús Kristinsson fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins segir að ráðgert sé að frysta 1.500 til 2.000 tonn af loðnu meðan hrogna- fyllingin sé með þeim hætti að afurð- in sé verðmætust, þ.e.a.s í 15-20 daga. Byggð verður loðnuflokkun- arstöð við verksmiðjuna Vestdals- mjöl en hráefnið verður keypt jöfn- um höndum af loðnuflotanum. Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri á Seyðisfirði segir þetta hið besta mál og vel verði á móti þessum aðil- um tekið. Hann segir að þetta verði atvinnuskapandi fyrir bæjarfélagið. „Þeir hafa óskað eftir aðstöðu hér í höfninni og við munum veita hana svo fremi sem við ráðum við það. Það hefur komið til tals að fleiri útgerðir verði hér í firðinum við loðnufrystingu," segir Þorvaldur. ■ Þrír togarar/cl DAGAR TIL JÓLA Morgunblaðið/Hólmfríður Sjávarútvegsráðherra vill fara að ráðum nefndar um úrræði gegn útkasti fisks Hert eftirlit o g leyfissviptingar SJAVARUTVEGSRAÐHERRA tel- ur þörf á viðbrögðum í samræmi við tillögur nefndar um úrræði gegn útkasti físks og löndun framhjá vigt. Að loknum undirbúningi innan ráðu- neytisins geti menn átt von á hertu veiðieftiriiti, veiðileyfissviptingum, kvótaskerðingum og öðru slíku. „Ég held að það sé ljóst, að harð- ari og hraðari viðurlög verði afleið- ing af þeim tillögum sem komnar eru fram,“ segir Þorsteinn Pálsson, sj ávarútvegsráðherra. „Við setjum fyrst í mjög hraða skoðun hvort setja þurfi ný lög til þess að tryggja bætta umgengni og hvaða atriði eru hugsanlega þess Nýtt fyrirtæki Bergs-Hugins og Skagstrendings Hyggja á míkla loðnu- frystingu á Seyðisfírði eðlis að þurfí að kveða skýrar á um þau í lögum,“ segir Þorsteinn. „Önn- ur atriði sem lúta að ákvörðunum og reglugerðarbreytingum munum við reyna að fullvinna tiltölulega fljótt. Þriðji meginþátturinn er síðan spurning um hvort efla þurfi veiði- eftirlit. Það kostar um leið meiri fjár- muni en við munum skoða þær hug- myndir sem lesa má út úr tillögunum í því efni, þannig að við erum þegar farnir að huga að því að koma þess- um tillögum í framkvæmd." Umtalsvert vandamál Þorsteinn kveðst telja ljóst að út- kast físks og löndun framhjá vigt sé umtalsvert vandamál, sérstaklega þegar misvægi verður i stofnstærð tegunda sem menn veiða saman, eins og t.d. þorski, ýsu eða ufsa. „Menn þurfa að finna leiðir til að taka á þessu og ég er mjög ánægð- ur með að nefndin skuli sannarlega hafa horfst i augu við vandann, en ekki fallið í þá freistni að koma með óraunhæfar hugmyndir að lausn,“ segir Þorsteinn. ■ Herða ber viðurlög/4 STUFUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.