Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 27 LISTIR FRIÐRIK Örn: „Páll“. 1993. Silfur-gelatin ljósmynd. Mótun birtunnar MYNPLIST Listmunahús Ófcigs LJÓSMYNDIR Friðrik Öm Rjaltested. Opið vikra daga kl. 10-18 til áramóta. Aðgangur ókeypis ÞÆR fréttir komu nýlega fram, að um þessar mundir væru á sjötta hundrað íslenskir námsmenn á er- lendri grund að leita sér fræðslu á ýmsum sviðum listanna. Mörgum blöskraði sú háa tala og fljótt var tæpt á hugmyndum um tak- markanir o.s.frv. í slíkum vangaveltum er farið rangt að hlutunum. í frjálsu samfé- lagi er mönnum í sjálfsvald sett hvaða nám þeir stunda, en síðan verða þeir einir að bera endanlega ábyrgð á því, fjárhagslega sem faglega. Starfsgrundvöllur skiptir hér engu; góðir listamenn skapa sér þannig sinn eigin grundvöll, en þeir sem fá ekki hljómgrunn eiga heldur enga heimtingu á að aðrir (þ.e. opinberir aðilar) geri þeim engu að síður kleift að sinna hugð- arefnum sínum. Grundvöllurinn er einfaldlega sá að menn hafi eitt- hvað það fram að færa sem aðrir hafa áhuga á að eignast eða styrkja með öðrum hætti. Ljósmyndun hefur hægt og síg- andi notið aukinnar athygli innan myndlistarinnar og á sér sýnilega góðan hljómgrunn meðal lands- manna. Nú þegar getum við státað af ýmsum vei frambærilegum ljós- myndurum og með þessari sýningu má ætla, að sá hópur sé að stækka. Friðrik Orn Hjaltested hefur undan- farin ár stundað nám í ljósmyndun í Bandaríkjunum og starfar þar tímabundið í framhaldi af náminu; hér er hann á ferðinni með fyrstu einkasýninguna, en hefur áður átt verk á nokkrum samsýningum ytra, þar sem hann hefur þegar hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Hér eru fyrst og fremst uppi svart/hvítar ljósmyndir af fólki, flestar unnar með silfur-gelatíni í prentuninni. Friðrik Örn einangrar myndefni sín vel; hann nær mjög góðum árangri við að láta takmark- aða birtuna móta persónurnar og draga fram einkenni þeirra. Þetta á ljóslega við þær myndir þar sem bygging og kraftur líkamans er viðfangsefnið, eins og í „Ramon“ (nr. 1) og „Páll“ (nr. 12 og 13), en þær síðarnefndu eru eftirtektar- verðar fyrir þá spennu, sem geislar af þeim. Persónumótun er einnig sterk í andlitsmyndum eins og „Hálfdán“ (nr. 21) og „Jón Óttar“ (nr. 9) (hinn eini sanni?), þar sem einföld lýsingin kemur rnjög vel fram á andlitinu. Friðrik Örn sýnir einnig nokkrar polariod-myndir, sem hann hefur unnið frekar. Andlitsmyndirnar falla vel inn í heildina, en myndirn- ar af grænmetinu síður, bæði vegna litarins og eins vegna myndefnis- ins; persónumyndun er öflugasti þáttur sýningarinnar og því eru þessar þrjár myndir sem án sam- hengis við önnur verk. Rammarnir gefa sýningunni sterkan heildarsvip, en henta þó myndunum misjafnlega. Friðrik Örn hefur sett allar myndirnar inn í stórar málmplötur; þijár þeirra (nr. 18-20) eru umluktar kopar, sem passar þeim ágætlega, það efni fellur vel að innihaldi þeirraj en hinar eru settar í álplötur. I sumum tilvikum gengur það ágæt- lega saman, einkum, þar.sem innri rammi er um myndina, eins og í „Mikael“ (nr. 6), en virkar verr með öðrum, einkum þar sem litir ráða miklu eins og í öilum polaroid- myndunum; þar hefðu aðrar lausn- ir verið virkari. Þetta atriði truflar ekki þá full- vissu sem hér skal undirstrikuð, að ljósmyndin er sterkur miðill fyr- ir myndlistina. Þetta á ekki síst við tærasta form hennar, eins og það birtist hér í svart/hvítum leik um andlit og líkama mannsins, sem verður aðeins til fyrir þá mótun birtunnar, sem ljósmyndarinn hefur ákveðið hveiju sinni. Mikilvægi formsins verður enn meira í huga sýningargestsins þegar hann hefur gluggað í möppu sem liggur frammi með dæmum af þeim brell- um og „sjónarsvikum" sem Friðrik starfar við og sýnir vel brot þeirra tæknilegu möguleika, sem ljós- myndun nútímans býr að. Ljós- mynd er ekki lengur miðill sann- leikans heldur miðill sköpunar, 'sem lýtur í öllu lögmálum myndlistar- innar — og hér er farið með miðil- inn af verkkunnáttu og góðu auga fyrir viðfangsefninu, sem reyndari listamenn væru fullsæmdir af. Því má ætla, að Friðrik Örn eigi einnig eftir að fínna hljómgrunn fyrir list sína hér á landi. Er rétt að hvetja listunnendur til að láta sýningu Friðriks Arnar í þessu litla en viðkunnalega list- munahúsi ekki fram hjá sér fara, þrátt fyrir spennu árstímans. Eiríkur Þorláksson List Banönu Yoshimoto BÓKMENNTIR Skáldsaga N.P. eftir Banana Yoshimoto. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Bjartur, 1994 — 152 síður. 2.480 kr. BANANA Yoshimoto skaust upp á bókmenntahimininn með skáldsögunni Eldhúsi, lenti á metsölulistum heima fyrir og víð- ar. Nú er komin út eftir hana skáldsagan N.P., lengri og sam- felldari saga, hófstilltari í tján- ingu sinni, en á allan hátt athygl- isvert verk. N.P. fjailar um ungt fólk og samskipti þess, en það tengist allt látnum japönskum höfundi sem fluttist til Bandaríkjanna og skrif- aði eitt verka sinna á ensku. Þeg- ar þýða á þessa bók á japönsku taka undarlegir hlutir að gerast. Skáldsagan byggist mjög á Söngleikur í Ráðhúsinu Ungling- urinn í skóginum NEMENDUR úr Miðskól- anum flytja söngleikinn „Unglinginn í skóginum“ við ljóð Halldórs Laxness-í Ráðhúsi Reykjavíkur, Ijarnarsal, í dag, miðviku- dag, kl. 12-12.30. Um leikgerð og tónlist sér Bragi Jósepsson, Jó- hann Bjarnason sér um útsetningu, Móeiður Gunn- laugsdóttir um búninga, aðstoðarfólk er Gréta Kaldalóns, Kristín Krist- insdóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir og Þor- steinn Kristinsson. Stjórn- andi er Jóhann Bjarnason. I kynningu segir: „Ungl- ingurinn í skóginum birtist fyrst í bókinni Kvæðakver sem koin út árið 1930. Efni ljóðsins er í meginatriðum þetta: Stúlku dreymir að hún sé stödd í skógi eins og hún var ári fyrr, með stöllu sinni. Nú er hún ein. Þar hittir hún ungling klæddan laufskikkju. Ungl- ingurinn reynir að tæla hana með orðskrúði. Tal ungingsins er tælandi, en jafnframt sundurlaust og jafnvel óskiljanlegt á köfl- um. Unglingurinn er per- sónugervingur skógarins, náttúrunnar, æskunnar og lífsorkunnar. Hann hrífst af fegurð stúlkunnar en hún hafnar honum. Þá - verður liann sorgmæddur og lýsir því hvernig hann muni deyja með haustinu. samtölum. Það erfiða form ræður Banana Yoshimoto vel við. Samtölin segja það sem segja þarf, frá- sögnin er afar hófleg, en þó full spennu. Það er vissulega mikil list að geta spe- glað tilfinningar með þeim hætti sem Ban- ana Yoshimoto gerir. Þær tlfinningar eða kenndir eru ekki alltaf venjulegar eða lög- boðnar. Það kemur á daginn að hinn jap- anski rithöfundur hef- ur ekki verið allur þar sem hann er séður. Kynlíf hans hefur til dæmis verið utan við alfaraleiðir. Dulúð Dulúð að ekki sé sagt undarlegt hátterni einkennir oftast það fólk sem Yoshimoto segir frá. Þetta eru dæmigerðar sögu- persónur (eiga líka heima í ljóði), í senn jarðbundið og fara með himinskautum. „Stundum finnst mér að allir sem ég hef kynnst eftir að ég kom 'hingað, að Oto- híko meðtöldum, séu einhvern veginn óraunverulegir,“ segir persóna í N.P. Ég er ekki nógu vel að mér í japönskum samtíma- bókmenntum, en sama andrúmsloft hef ég fundið hjá Mishima og fleiri japönskum rithöfundum. Elísa Björg Þorsteinsdóttir, sem þýðir bókina, nær einfaldleika frá- sagnarinnar og líka því skáldlega lífi sem er einn af grundvöllum hennar. Jóhann Hjálmarsson Banana Yoshimoto Islenskur Derrick BOKMENNTIR Endurminningar ÞÖGNIN ROFIN — ÖR- LAGAÞRUNGNARSAKA- MÁLASÖGUR eftir Ki-istján Pétui'sson. Skjaldborg, 1994 — 203 síður. KRISTJÁN Pétursson hefur var- ið ævi sinni til þess að gæta laga og reglu í þjóðfélaginu. Hann starf- aði lengi sem -lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli og síðar sem deildarstjóri tollgæslunnar. Lög- reglumenn kynnast öðrum fremur dekkri hliðum mannlífsins þrátt fyr- ir að starfið eigi auðvit- að sínar björtu hliðar. Það getur þvi ekki far- ið hjá því að á þá leiti oft áleitnar spurningar um eðli mannsins. Sið- ferðiskennd mannsins er Kristjáni mjög áleit- ið efni í þessari bók sem greinir frá fjölda sakamála sem h'ann tók þátt í að rannsaka á sinni löngu starfs- ævi. Þau mál sem hér segir frá eru af ýmsum toga og misalvarleg. Mörg tengjast fíkniefn- um ög þar koma jafn- vel morð við sögu. Önnur snúast urn kyn- ferðisafbrot og barnsrán. Einnig ver Kristján talsverðu rými undir almennar endurminningar sem tengjast starfi hans og þeim of- sóknum sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna þess eins að hann sinnti samviskusamlega sínu starfi. Einkum deilir hann hart á ýmsa embættismenn, ónafngreinda í flestum tilfellum, fyrir að grípa fram í fyrir laganna vörðum séu þeir að fást við mál er komi óþægi- lega við flokksgæðinga eða nána fjölskyldumeðlimi háttsettra aðila. Hann er og harðorður í garð dóms- málakerfisins en hann telur seina- gang þess oft standa réttlætinu fyrir þrifum. Það kemur skýrt fram að Krist- ján er ekkert fyrir að fara hefð- bundnar leiðir í rannsóknum sínum og hann hikar ekki við að fara út í aðgerðir sem samræmast ekki endilega lögbundnum starfsaðferð- um lögreglunnar. Að þessu leyti minnir Kristján um margt á hinn harða og sjálfstæða leynilögreglu- mann sem er svo vinsæll í banda- rískum leynilögreglusögum og sjón- varpsþáttum. Hins vegar er Krist- ján mun meira andlega þenkjandi en amerískir starfsbræður hans og siðferði glæpamanna eða öllu held- ur siðferðiskortur þeirra verður honum mikið íhugunarefni og í þeim efnum minnir hann helst á Derrick hinn þýska. Starfsbróðir Kristjáns í tollinum, Sigfús Kristjánsson, orti raunar vísu um þá kumpána Kristján og Derriek. Tilefnið mun hafa verið útgáfa fyrri bókar Kristjáns, Margir vildu hann feigan, sem kom út árið 1990 en vísan hljóðar svo: Oft eru meðulin ill og Ijót,/ eiga sér dyggðirnar fáa vini./ En drullu- sokkarnir duga ei hót,/ gegn Derrick og Krist- jáni Péturssyni. Kristján skrifar frekar hátíðlegan stíl og samtöl verða oft nokkuð bókmálsleg. Hann er hins vegar ágætlega máli farinn svo frásagnir hans eru vel læsilegar og fyrir þá sem hafa gaman af því að spá í lögreglumál er þessi bók vafalítið ágætis lesning. Fámenni samfélags okkar veldur því eflaust að margir munu kannast við þau mál er hér um ræðir þrátt fyrir að Kristján gæti þess að nefna hvorki nöfn né ártöl og kannski þykir einhveijum sem óþarfi sé að rifja upp viðkvæm mál úr fortíðinni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Kristján Pétursson Listaklúbbur Leikhúskjallarans Lesið úr jólabókunum með Pálma FJÓRÐI og síðasti jólabókalestur Listaklúbbsins verður í kvöld kl. 20.30. Þá verður lesið úr þrem ljóða- bókum, Rödd í speglunum eftir Jó- hann Hjálmarsson, Á bersvæði eftir Jónas Þorbjarnarson og Ljóðabók eftir Jóhann Sigurjónsson, úr skáld- sögunum Dreng á dreifbýlisbomsum barnabók eftir Hildi Einarsdóttur, Letrað í vindinn eftir Helga Ingólfs- son, Kvikasilfri eftir Einar Kárason, Sniglaveislunni eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Eilífðarvélinni eftir Baldur Gunnarsson og Yfirheyrslunni yfír Otto B eftir Wolfgang Schiffer i þýðingu Frans Gíslasonar og bók Ómars Ragnarssonar Fólk og fim- indi - Stiklað á Skaftinu. Einnig mun Pálmi Gunnarsson syngja nokkur jólalög af nýútkomnum geisladiski sínum Jólamyndir. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá Listaklúbbsins hefst aftur mánudaginn 9. janúar. Aðventukvöld Rangæingakórsins ÁRLEGT aðventukvöld Rangæinga- kórsins í Reykjavík verður haldið í félagsheimilinu Drangey, Stakkahiíð 17, Reykjavík, á morgun, fímmtu- daginn 15. desember, kl. 20. Rangæingakórinn mun taka lag- ið ásamt ýmsum öðrum uppákom- um og verður veislukaffi í hlé. Stjórnandi kórsins er Elín Ósk Óskarsdóttir, píanóundirleik annast Kjartan Ólafsson og gestir verða m.a. Marianna Másdóttir og Helgi Seljan. Állir eru velkonmir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.