Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁHÆTTA í TSJETSJNÍU RÚSSNESKAR hersveitir héldu á sunnudag inn í Kákasuslýð- veldið Tsjetsjníu. Krafa Rússa er sú að Tsjetsjenar aftur- kalli sjálfstæðisyfirlýsingu sína frá árinu 1991. Vonast þeir til að geta neytt þá til viðræðna með hernaðarafskiptunum og jafn- vel bolað Dzokhar Dúdajev forseta frá völdum. Þetta er áhættusöm aðferð líkt og sjá má af hinum hörðu bardögum sem nú geisa í Tsjetsjníu. Þrátt fyrir gífurlegan við- búnað hefur Rússum ekki enn tekist að ná höfuðborginni Grosní á sitt vald. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrar múslimskar þjóðir í Kákasus svari kalli Tsjetsjena um aðstoð. Verði sú raunin kunna Rússar að eiga langvinna styrjöld fyrir höndum þar sem jafn- vel er hætta á að skæruliðar frá múslimaríkjum utan Rúss- lands, s.s. Afganistan, taki þátt í átökunum. Dúdajev forseti hefur hótað „blóðugu stríði" um allt Kákasus og hafa slíkar yfirlýsingar valdið ótta í Rússlandi um að ný Afganistan-styij- öld sé í uppsiglingu. Dragist átökin á langinn mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á rússnesk stjórnmál og að öllum líkindum veikja mjög stöðu Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta, þótt þjóðerniskenndin geti verið honum notadrjúg fyrst í stað. 'En þegar litið er til lengri tíma gæti þessi sjálfhelda orðið Rússlandi svo dýrkeypt, að það yrði ekki jafnvíðlent til suðurs og verið hefur. Vesturlönd hafa til þessa verið mjög varfærin í yfirlýsingum sínum. Óneitanlega er Tsjetsjnía hluti af Rússlandi. Þó að lýð- veldið hafi lýst yfir sjálfstæði hefur það ekki verið viðurkennt af neinu vestrænu ríki. Samskiptin við Rússland hafa að auki einkennst af spennu undanfarna mánuði ekki síst vegna áforma um fjölgun aðildarríkja NATO og ágreinings um stefnumörkun gagnvart Bosníu. Ekki er vilji til að auka þann ágreining frekar. Rússar telja sig ekki hafa efni á að gefa eftir í deilum sínum við Tsjetsjena. Lýðveldið er ríkt að olíu og að auki myndi það hafa mikið fordæmisgildi fyrir önnur þjóðarbrot í Rússlandi ef Tsjetsjenum yrði veitt sjálfstæði. Hins vegar er erfitt að sjá að deilan verði Ieyst með vopnaskaki. Jafnvel þótt Rússar nái form- legum yfirráðum í Tsjetsjníu eiga þeir, rétt eins og í Afganist- an, yfir höfði sér stöðug átök við skæruliðasveitir í fjallahér- uðum Kákasus. Sterkasti leiðtogi þeirra afla er berjast gegn Dúdajev forseta er Rúslan Khasbúlatov, fyrrverandi forseti rússneska þingsins. Það er vandséð að sjá hvaða tilgangi það þjónar fyrir Jeltsín að styrkja stöðu hans, eins helsta andstæð- ings hans á gamla þinginu og hefur jafnvel verið talinn samsær- ismaður gegn lýðræðisþróun í Rússlandi, af helstu stuðnings- mönnum Jeltsíns. Viðræður standa nú yfir milli ráðamanna í Moskvu og Grosní. Það er hinn rétti farvegur málsins. Einungis með viðræðum verður hægt að finna frambúðarlausn á þessari deilu. ÁKVÖRÐUN DELORS JACQUES Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, ætlar ekki að gefa kost á sér í frönsku forseta- kosningunum á næsta ári, þrátt fyrir að skoðanakannanir sýndu að hann var sá frambjóðandi, sem líklegastur var til að sigra i þeim. Þessi ákvörðun Delors á hugsanlega eftir að hafa mikil áhrif, ekki aðeins í Frakklandi, heldur Evrópu allri. Delors hefur sem forseti framkvæmdastjórnarinnar verið ötul- asti talsmaður þess, að Evrópusambandið þróist í átt að evr- ópsku sambandsríki. Hann mun nú ekki lengur leiða þá um- ræðu, hvorki sem forseti framkvæmdastjórnarinnar né forseti Frakklands. í staðinn bendir flest til þess að kjörinn verði hægri- maður sem eigi meira sameiginlegt með efahyggju Breta í garð ESB en eldmóði þeirra Delors, Kohls Þýskalandskanslara og Mitterrands núverandi Frakklandsforseta. Kohl var endurkjörinn kanslari fyrr í vetur en staða hans er mun veikari en hún hefur verið. Það liggur líka fyrir að hann mun ekki sitja lengur í embætti en út þetta kjörtímabil og ekki er útilokað að hann láti af embætti fyrr. Arftaki hans mun væntanlega koma úr röðum þeirra yngri forystumanna kristi- Iegra demókrata, sem hafa tilhneigingu til að taka hreina hags- muni Þýskalands fram yfir „þýsk-franska“ eða „evrópska" hags- muni. Alls staðar í Evrópu má sjá efasemdir um of mikinn sam- runa. Þjóðaratkvæðagreiðslurnar í Svíþjóð, Finnlandi og ekki síst Noregi lýsa greinilegum ótta við samrunaþróunina. Að auki bendir allt til þess að í Bretlandi verði síðar á þessum áratug haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hinn evrópska samruna. Ríkjaráðstefna Evrópusambandsins, sem hefst árið 1996, verður því haldin í öðru andrúmslofti en ef Delors og Kohl hefðu verið þar í forystuhlutverki líkt og í Maastricht árið 1991. Sú ákvörðun Jacques Delors að bjóða sig ekki fram kann því að hafa þau langtímaáhrif að ESB þróist í aðra átt en til þessa hefur verið stefnt að af forystumönnum sambandsins. ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN Safnið sjálft ber h en umræðu um frc Iumræðu um fjármál Þjóðar- bókhlöðu hefur komið fram, m.a. í máli landsbókavarðar, að til að rekstur hússins á næsta ári verði eins og best verður á kosið þurfi 80-140 milljón króna hærra framlag en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Fyrri talan, 80 milljónir, er mismunur á áætlun fjármálaráðuneytis (242 milljónir) og fjárlagafrumvarpi (160,8 millj- ónir). Síðari talan er mismunur á áætlun samstarfsnefndarinnar á kostnaði þegar allt safnið yrði kom- ið í fulla notkun (299 mnljónir) og fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. koma eigi af stað óánægju með fjárframlög Ólafur Einar Sveinbjörn Jóhannes Menntamálaráðherra segir ósanngjamt ef Hærri framlög en nokkru sinni fyrr Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, segir að það sé ekki síst ósanngjarnt að koma af stað óánægju með fjárframlög til Þjóðar- bókhlöðu í ljósi þess, að veitt hafi verið meira fjármagni til þessa nauðsynlega verkefnis heldur en gert hafi verið á nokkru kjörtíma- bili áður. Þá þyki honum óviðeig- andi af landsbókaverði, Einari Sig- urðssyni, að láta liggja að því að ef ekki fáist 140 milljónir króna til viðbótar verði hin nýja stofnun rek- in með kotungsbrag. „Mér hefur verið það ljóst og ég hef látið þess getið að æskilegt væri að fá meira framlag á fjárlögum næsta árs til Þjóðarbókhlöðu," segir Ólafur. „Að því var verið að vinna og það vissi landsbókavörður mæta vel. Svona málflutningur er ekki til þess fallinn að greiða fyrir framgangi þess hjá fjárlaganefnd Alþingis. Þetta segi ég vegna þess að þarna er verið að flytja inn í óvenju glæsi- -------- lega byggingu, öll aðstaða gerbreytist þrátt fyrir að eitthvað kunni að skorta í upphafi sem eðlilegt er. Auðvitað er stefnt að því að þessi stórbætta aðstaða verði nýtt til fullnustu. Ekki var hægt til Þjóðarbókhlöðu og háskólarektor segir að tímabundin vandræði eigi ekki að glepja mönn- um sýn. Landsbókavörður segir að tölur um æskilegt ijárframlag ættu ekki að koma á óvart og formaður safnstjórnar telur fjárþörf- ina skýrast á næsta ári. Ragnhildur Sverrís- dóttir ræddi við þá um safnið. Stefnt að því að nýta safnið til fulls þær tölur sem hafi verið öllum kunnar, sem fylgst hafi með undir- búningi málsins. „Þrátt fyrir að hærri talan, um 140 milljónir, sé nefnd ætti hún ekki að koma nein- um á óvart, því samstarfsnefnd um nýtt þjóðbókasafn gerði rækilega skýrslu um áætlaðan rekstur, sem hún taldi kosta nærri 300 milljónir á ári, eftir að allir þættir starfsem- inna. eru komnir í rekstur, sem -------- verður árið 1996. Fjár- lagaskrifstofa fjármála- ráðuneytisins lagði til að' veittar yrðu 242 milljónir ________ til Þjóðarbókhlöðu á næsta ári, en fjárlaga- frumvarpið gerir ráð fyrir 160,8 að ganga lengra núna og minni ég á hve miklu fjármagni hefur verið varið tii Þjóðarbókhlöðu á þessu kjörtímabili, eða rúmum milljarði króna.“ Tölurnar öllum kunnar Einar Sigurðsson landsbókavörð- ur segir að hann hafi aðeins nefnt kvæð; þeir telja bókhlöðuna hlýlega og notalega og finnst mjög vandað til hennar, en án íburðar.“ Einar segir að starfsfólk Þjóðar- bókhlöðu hafi ekki verið alveg við- búið gífurlegri aðsókn að safninu. Enn eigi eftir að bæta við húsgögn- um og tækjabúnaði, en mennta- málaráðherra hafi þegar tryggt fjárframlögtil þess. „Umfjöllun fjöl- miðla hefur að miklu leyti verið um þann ótta stúdenta að ------------ opnunartími safnsins verði of stuttur. Nú opið frá 9-19 virka daga, frá 9-17 á laugardögum og lokað á sunnudögum. Safnið er gjöfse enga milljónum." Einar segir að umræða um fjár- veitingar sé honum þó ekki efst í huga, því hún falli í skuggann af sjálfri opnun Þjóðarbókhlöðu. „Hingað hefur komið ótrúlegur fjöldi fólks frá opnun og sem dæmi má nefna að helgina 3. og 4. desem- ber komu um 20 þúsund manns. Viðbrögð gesta hafa verið mjög já- Stúdentar hafa farið fram á að opið væri fram til 22. Við gerðum ráð fyrir rýmri opnunartíma á næsta ári, en það kostar sitt. Við getum ekki aðeins horft til opnunartímans, því safnið hefur víðtækum skyldum að sinna.“ Vanþakklæti að kvarta Sveinbjörn Björnsson háskóla- rektor segir að tímabundin vand-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.