Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Evrópudómstóllinn Þýskir vínfram- leiðendur tapa Lúxemborg. Reuter. ÞÝSKUM vínframleiðendum tókst ekki að koma í veg fyrir að Evr- ópusambandið setti reglur sem bönnuðu þeim að merkja freyði- vínsflöskur sínar með miða þar sem sagt er að vínið sé „framleitt með kampavínsaðferðinni“. Samtök freyðivínsframleiðenda. í héraðinu Mosel-Saar-Ruwer, sem kalla sig Winzersekt, segja hættu á að reglurnar, sem tóku gildi í september, geti gert þá gjaldþrota. Framleiðendur innan samtak- anna hafa ávallt merkt flöskur sínar „Méthode Champenoise" en í því felst að síðari gerjun vínsin (sem breytir víninu úr hvítvíni í freyðivín) á sér stað í flöskunni en ekki í tönkum. Eru þessi freyði- vín dýrari en önnur þýsk freyðivín fyrir vikið. Winzersekt fór fram á það við landbúnaðarráðuneyti sambands- landsins Rheinland-Pfalz að styðja sig í baráttunni en ráðuneytið hafnaði því. Kærðu samtökin því ráðuneytið. Evrópudómstóllinn úr- skurðaði hins vegar í gær vínfram- leiðendum í óhag. Settar til að vernda framleiðendur í Champagne Reglurnar voru upphaflega sett- ar á sínum tíma af tveimur ástæð- um. í fyrsta lagi til að koma í veg fyrir að vínframleiðendur utan héraðsins Champagne í Frakk- landi högnuðust á þeim góða orðstír sem freyðivín þaðan (hin einu sönnu kampavín) hafa unnið sér. í öðru lagi til að auðvelda neytendum á að átta sig á mismun á freyðivínum. Reuter Tvíhliða viðræður við Sviss JAKOB Kellenberger, ráðherra í svissnesku ríkisstjórninni, ræðir við blaðamenn að loknum fyrsta fundi í tvíhliða viðræð- um Sviss og Evrópusambandsins um ýmis vandræði, sem upp komu í samskiptum eftir að Svisslendingar felldu samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rætt verður um frjálsa fólksflutninga, rannsóknir, verzlun með land- búnaðarvörur, opinber útboð og tæknilegar hindranir í vegi fyrir viðskiptum og rannsóknasamvinnu. Spánverjar vongóðir um lausn • JAVIER Solana, sjávarút- vegsráðherra Spánar, sagðist á mánudag ekki búast við að aðild Finna, Austurrikismanna og Svía að ESB myndi frestast fram yfir áramót þrátt fyrir hótanir Spánveija um annað vegna deilna um fiskveiðimál. Spánverjar segjast ætla að stöðva aðild þessara ríkja þang- að til að lausn hefur fundist á því hvernig veita eigi þeim fulla aðild að sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu ESB. Solana sagði á fundi í Helsinki í gær að hann væri 99,9% viss um að lausn fyndist í tæka tíð. A leiðtoga- fundi ESB í Essen um helgina var sjávarútvegsráðherrum að- ildarríkjanna skipað að finna lausn fyrir áramót. Deilan snýst ekki sízt um aðgang Spánveija að „írska hólfinu" í írlandshafi. Sumir af þingmönnum brezka íhaldsflokksins hafa hótað að greiða atkvæði gegn ríkis- sljórninni í árlegri fiskveiðium- ræðu síðar í vikunni vegna þessa. • ESB og ríkisstjórn Ítalíu deila nú hart vegna áforma It- ala um að skattleggja bifreiðir með vélarstærð yfir tvo lítra að rúmmáli sérstaklega. Hafa framleiðendur slíkra bifreiða, s.s. Jaguar, gagnrýnt áformin og segja í þeim felast óþolandi mismunun, sem samrýmist ekki reglum innri markaðarins. Ef skatturinn verður lagður á munu bifreiðir á borð við Jagu- ar, Mercedes og BMW hækka í verði um allt að hálfa milljón króna á Italíu. • RÚMENSKA fjármálaráðu- neytið greindi frá því í gær að Rúmenar hefðu tekið lán að upphæð 125 milljóna ECU hjá ESB. Verður lánið notað til greiðslna á skuldum. • FRAMK VÆMD AST J ÓRN ESB hefur ákveðið að styðja verkefni sem hefur þaðað markmiði að finna þau evr- ópsku fyrirtæki sem stækka örast. Er endurskoðunarfyrir- tækið Ernst & Young í forystu hóps sérfróðra aðila sem á að finna þau 500 fyrirtæki á Evr- ópska efnahagssvæðinu sem stækka hraðast og skilgreina ástæður þess. • ^ Reuter EÞIOPIUMENN mótmæla við sendiráð Zimbabwe í Addis Ababa og krefjast þess að þarlendir ráða- menn framselji Mengistu Haile Mariam, leiðtoga marxistastjórnarinnar fyrrverandi í Eþíópíu. Marxistaleiðtogar dregnir fyrir rétt Akærðir um fjöldamorð o g glæpi gegn mannkyninu Addis Ababa. Reuter. RÉTTARHÖLD hófust í gær yfir leiðtogum marxistastjórnarinnar fyrrverandi í Eþíópíu sem hafa verið ákærðir um fjöldamorð, pyntingar og glæpi gegn mannkyninu á 17 ára valdatíma hennar. Réttað er yfir um 66 félögum í herforingjastjórninni sem braust til valda í byltingu árið 1974, en leið- togi hennar, Mengistu Haiie Mariam, hefur þó ekki fengist framseldur frá Zimbabwe. Þetta eru ein viðamestu réttarhöld af þessum toga frá því leiðtogar þýskra nasista voru dregnir fyrir rétt eftir heimsstyijöld'na síðari. Mennirnir eiga yfir höfði sér dauðadóma verði þeir fundnir sekir um glæpina. Þrír dómarar lásu 269 síðna skjal, þar sem tíundaðar voru ákærur um morð, pyntingar og stofnun-;,dauðasveita“. Búist var við að það tæki að minnsta kosti dag að lesa skjalið. Fyrsta ákæran fjallaði um aftöku á 60 ráðherrum og embættismönn- um Haile Selassies Eþíópíukeisara í nóvember 1974. Síðan voru menn- irnir ákærðir um morð á keisaranum „á þeirri forsendu að hann væri kúgari, gagnbyltingarsinni og æðsti maður lénsveldis“. Drápu þúsundir manna Þar á eftir var lesinn langur listi yfir morð, einkum á námsmönnum, í hreinsunum Mengistus og fylgis- manna hans sem beindust að öðrum marxistahreyfingum seint á áttunda áratugnum. Lesin voru nöfn 2.000 manna sem talið er að hafi verið myrtir í þessum hreinsunum, en þess var getið að líklega hefðu miklu fleiri verið drepnir. Auk morðanna lét Mengistu flytja 700.000 íbúa norðurhluta landsins til vesturhlutans í því skyni að svelta uppreisnarmenn í héruðunum Tigray og Eritreu til uppgjafar. Mengistu neitaði því mánuðum saman árið 1984 að hungursneyð geisaði í norð- urhlutanum, þannig að hjálparstofn- anir brugðust of seint við. Áætlað er að ailt að milljón manna hafi orð- ið hungurmorða. Enn eitt hneykslið skekur bresku sljórnina Aukagreiðsliu' til yf- irmanna gagnrýndar London, Brierley Hill. Reuter. ENN EITT hneykslið skók ríkisstjórn Johns Majors, forsætisráðherra Bret- Iands, á mánudag, er fréttir bárust af því að yfirmaður fangelsismála hefði fengið greidd um 35.000 pund í aukagreiðslu, sem svarar rúmum 3,7 milljónum kr. Komu þessar upp- lýsingar í kjölfar óvenju tíðra flótta úr breskum fangelsum og öðrum áföllum í öryggisgæslu. Michaei Howard innanríkisráð- herra, sem fer með fangelsismál, varði aukagreiðsluna á þingi en hún hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórnarandstæðingum og talsmönn- um fangavarða. Þá kemur málið sér ilia fyrir forsætisráðherrann, þar sem, fréttir hafa borist af því að stjórnin sé í raun klofin í afstöðunni til launa forstjóra. Munu Major og Michael Heseltine viðskiptaráðherra vera á öndverðum meiði í málinu. Major er sagður ævareiður vegna aukagreiðslanna, sem hann telur ekki réttlætanlegar. „Þetta er fráleitt, að menn fái aukagreiðslur á sama tíma og fé er skorið niður til iöggæslunnar," sagði John Prescott, varaformaður Verka- mannaflokksins. í sama streng tók talsmaður fangavarða, sem sagði ástandið í breskum fangelsum orðið afar slæmt og meira um eiturlyf þar en almenning óraði fyrir. Það var dagblaðið Daily Mail sem vakti athygli á aukagreiðslunum, sem eru liður í því að ná forstjórum frá einkageiranum til ríkisfyrirtækja á borð við fangelsi, sem eru einka- rekin að hluta. Nemur bónusinn 28% af launum. Skipun Derek Lewis, yfirmanns fangelsismála, sem fékk auka- greiðsluna, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fleiri sakir. Hafa menn einkum fundið að því að mað- ur, sem var forstjóri einkarekinnar sjónvarpsstöðvar, hafi verið ráðinn í þetta starf. 23% fylgi Búist er við að íhaldsflokkurinn fái háðulega útreið í aukakosning- um, sem haldnar verða á morgun, fimmtudag. Er Verkamannaflokkn- um spáð 63-65% fylgi í Dudley en íhaldsmönnum 23%. Þeir sigruðu í síðustu kosningum. Fyrirfór sér eftir uppsögn Ósló. Morgunblaðið. % FORSTJÓRI kauphallarinnar í Ósló, sem sagt var upp í fyrra- dag vegna fjármálaóreiðu, fannst drukknaður í gær skammt frá sumarhúsi sínu. Talið er víst, að hann hafi stytt sér aldui'. Erik Jarve hafði veitt kaup- höllinni forstöðu í 20 ár en svo virðist sem hann hafi blandað saman fjárreiðum sínum og stofnunarinnar og einkanlega á þessu ári. I gærmorgun var fjölskylda hans farin að óttast um hann og lét lögregluna vita. Fann hún hann síðan látinn í sjónum við sumarhús fjölskyld- unnar á Þelamörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.