Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIMAR MINIMINGAR Iðjuþjálfun og starfs- vettvangur iðjuþjálfa Lítil dæmisaga um sjúkling sem iðjuþjálfar endurhæfa á geðdeild SVEINN náði að ljúka námi í Háskóla íslands áður en hann veiktist. Það var raunar á síðasta prófsprettinum að geðklofinn braust út. Hann var þess fullviss að kennararnir gætu lesið hugsan- ir hans og að fylgst væri með hon- um frá öðrum hnöttum. Hann heyrði raddir, sem skipuðu honum fyrir og niðurlægðu hann. Úr sjón- varpinu bárust geislar sem tru- fluðu hugsanir hans. Sveinn var lagður inn á geðdeild í fyrsta sinn. Margar innlagnir hafa fylgt í kjölfarið. Þegar Sveinn hefur verið heima í dálítinn tíma fínnst honum hann vera orðinn hraustur og hætt- ir að taka inn lyfin og skömmu síðar fer allt úr skorðum á ný. Tímabundin eða varanleg rösk- un á háttum einstaklingsins getur orsakað að viðkomandi þarf aðstoð við að byggja upp tilveru sína og gera lífið innihaldsríkt á ný. Með markvissri þjálfun í formi samtala og athafna aðstoða iðjuþjálfar þessa einstaklinga við að byggja upp tilveru sína, styrkja og bæta félagslegt net, ásamt fjölmörgu öðru sem komið verður nánar inn á hér á eftir. Upphaf iðjuþjálfunar Gildi starfs eða iðju til hjálpar geðsjúkum hefur þekkst frá dögum forngrikkja. Iðjuþjálfun varð þó ekki til sem starfsgrein fýrr en á árum fyrri heimsstyijaldar. Ox hún hratt þar sem mönnum var ljóst að þörf var á að endurhæfa almenna borgara ekki síður en hermenn. Iðjuþjálfun hefur verið viðurkennd síðan 1918, sem meðferðartilboð fyrir alla sjúklingahópa. Saga iðjuþjálfunar á íslandi hófst með því að fyrsti íslenski iðjuþjálfinn var ráðinn að Klepps- spítala árið 1945. Á næstu' þremur áratugum voru hér starfandi ein- staka iðjuþjálfar, en það var svo árið 1976 að Iðjuþjálfafélag ís- lands var stofnað. Stofnfélagar voru 10 talsins en nú, 18 árum síðar, eru hér um 60 iðjuþjálfar starfandi, og er félagið í örum vexti. Starfsvettvangur iðjuþjálfa Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu 3H*r0tm(rlfifrife -kjarni málsins! hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! hefur dreifst með fjölgun í stétt- inni, en því fer þó fjarri að hægt sé að sinna þeim fjölda fólks sem þyrfti á þjónustu iðjuþjálfa að halda. Menntun Menntun í iðjuþjálfun verður að sækja erlendis. Námstími er 3 ár í háskólum í Evrópu, en 4 ár í Eitt helsta baráttumál Iðjuþjálfafélagsins, segja ritnefndarfulltrú- ar þess, er að fá iðju- þjálfaradeild innan Há- skóla íslands. Bandaríkjunum og Kanada. Náms- efnið er mjög fjölbreytt. Auk kennslu í hagnýtri iðjuþjálfun er aðaláhersla lögð á líffæra- og líf- eðlisfræði, sálarfræði, geðfræði, vinnustellingar, notkun hjálpar- tækja og spelkugerð. Iðjuþjálfar læra að líta á einstaklinginn og umhverfi hans í heild sinni. Vinnustaðir og verkefni Helstu vinnustaðir íslenskra iðjuþjálfa eru á endurhæfingardeil- um, geðdeildum, öldrunardeildum, sérdeildum fyrir börn, sérskólum, gigtlækningadeildum, hjálpar- tækjabanka, hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins, hjá svæðisstjómum, ásamt fleiri stöð- um. Iðjuþjálfar hafa einnig starfað á vernduðum vinnustöðum og á sambýli fyrir blinda, svo eitthvað sé nefnt. Einnig geta fyrirtæki ýmiss konar nýtt sér iðjuþjálfa sem ráðgjafa þegar lagfæra þarf vinnu- aðstöðu, eða við kaup á nýjum húsbúnaði eins og t.d_ skrifstofu- húsgögnum. Erlendis starfa iðjuþjálfar einnig á heilsugæslustöðvum, í skólum, hjá vinnueftirliti, í fangelsum og hjá einkafyrirtækjum. Töluvert vantár upp á að iðjuþjálfar hér séu það margir að annað verði eftir- spurn, og eru fáir iðjuþjálfar starf- andi utan höfuðborgarsvæðisins. Iðjuþjálfar á íslandi vinna flestir að endurhæfingu, líkamlegri, vit- rænni og félagslegri. Aðallega er þá unnið út frá athöfnum daglegs lífs (ADL), en einnig eru notuð önnur möt og prófanir. Markmiðið er alltaf að einstaki- ingurinn verði fær um að takast að nýju á við lífið, hvort sem það er innan heimilisins e.ða utan, í vinnu eða tómstundum. Iðjuþjálfar fara gjaman í heimilisathuganir og/eða vinnustaðaathuganir þar sem farið er yfir þá aðstöðu sem er fyrir hendi, eða útvega hentug hjálpartæki sem auðvelda einstakl- ingnum að athafna sig. Hjálpar- tækin geta verið allt frá hnífapör- um upp í rafmagnshjólastóla. Iðju- þjálfar veita kennslu og ráðgjöf um notkun hjálpartækjanna og sjá um pöntun þeirra. Iðjuþjálfar vinna með mismun- andi sjúklingahópa og er hægt að nefna í því sambandi þá helstu: Heilaskaddaðir (bæði af völdum slysa eða heilablóðsfalls), mænu- skaddaðir, beinbrotasjúklingar, gigtarsjúklingar, fötluð börn (t.d. misþroska, spastísk og vangefin), aídraðir, lungnasjúklingar, bak- sjúklingar, hjartasjúklingar, krabbameinssjúklingar o.fl. Baráttumál iðjuþjálfa Vinnuaðstaða iðjuþjálfa er mjög misjöfn og oft er iðjuþjálfunar- deildin í þröngu húsnæði. Biðlistar eru mjög langir bæði vegna að- stöðuleysis, en einnig vegna skorts á nýjum stöðugildum, og eiga iðju- þjálfar því erfitt með að sinna öll- um sem virkilega þurfa á iðjuþjálf- un að halda. Eins og alþjóð veit hefur verið mikill niðurskurður innan heil- • brigðiskerfisins á undanförnum árum, og hafa iðjuþjálfar ekki far- ið varhluta af þeim sparnaði frekar en aðrar stéttir. Helstu baráttumál Iðjuþjálfafé- lagsins undanfarin ár hafa verið tvö. Annars vegar að fá iðjuþjálf- unardeild innan Háskóla Islands, en Mikill skortur er á iðjuþjálfum um allt land, og teljum við að með því að menntunin fari fram hér á landi, myndu fleiri sjá sér fært að stunda námið. Hins vegar hefur verið sótt fast að fá samning við Tryggingastofn- un ríkisins. Nefnd hefur starfað á vegum iðjuþjálfafélagsins til þess að vinna að þessum málum, en hafa viðræður við samninganefnd TR lítinn árangur borið ennþá..Við teljum að það sé mjög mikill sparn- aður fólginn í því að iðjuþjálfar geti sinnt göngudeildasjúklingum, en eins og staðan er í dag er það ekki hgæt. Það hlýtur að vera ódýr- ara fyrir heilbrigðiskerfið að 'ein- staklingar, sem þurfa á iðjuþjálfun að halda, komi t.d. klukkutíma á dag í einhvern tíma. í dag þarf að leggja einstaklingana inn á sjúkrastofnun eða tefja útskrift, svo viðkomandi geti fengið viðun- andi þjálfun. Við getum tekið lítið dæmi: Skúli fær heilablóðfall og hlýtur við það bæði vitræna og líkamlega skerð- ingu. Hann er lagður inn á sjúkra- stofnun, og fær nú daglega endur- hæfíngu í iðjuþjálfun og jafnframt sjúkraþjálfun. Eftir einhvern tíma er Skúli orðinn það sjálfbjarga að hægt er að útskrifa hann. Hann hefur þó ennþá einkenni af bæði líkamlegri og vitrænni skerðingu, svo hann verður háður hjálp heimavið. Skúli getur haldið áfram að koma í sjúkraþjálfun, en verður alfarið að hætta að koma í iðju- þjálfun, þar sem iðjuþjálfar hafa ekki samninga við Tryggingastofn- un og geta þar af leiðandi ekki tekið göngudeildasjúklinga. Þörfin á iðjuþjálfun er mjög mikil eftir útskrift, því þá þarf Skúli að tak- ast á við vandamál heimafyrir sem óneitanlega skapast þegar hann þarf að Iifa með fötlun sinni. Oft leiðir vitræn skerðing af sér mikla ósýnilega fötlun. Skúli getur virst fullfrískur þar sem hann hefur náð sér líkamlega, en sjálfsagðir hlutir eins og að smyija brauð eða hella ,.uppá könnuna geta vafist fyrir honum. Oft á tíðum gefst fólk upp, og verður þ.a.l. mikið til ósjálfbjarga við athafnir daglegs lífs. Með markvissri þjálfun mætti hjálpa Skúla meira en hægt er í dag, því þjálfun af þessu tagi get- ur tekið allt að einu ári, og væri því nauðsynlegt að hann gæti feng- ið iðjuþjálfun einhveija tíma í viku. Einstaklingur sem fengi þjálfun af þessu tagi myndi verða meira sjálfbjarga á allan hátt, og myndi þegar til lengri tíma litið spara þjóðfélaginu miklar fjárhæðir, með því að geta búið á eigin heimili, í staðinn fyrir að þurfa að vistast á stofnun. Höfundarnir, Erna Magnúsdóttir, Kristjana Ólafsdóttir, Gunnhildur Gísladóttir og Sigríður Kr. Gísladóttir, eru iðjuþjálfar í ritncfnd Iðjuþjálfafélags fslands. ÓLAFUR JÓNSSON + Ólafur Jónsson fæddist á Flat- eyri við Önundar- fjörð 17. júní 1930. Hann lést í Reykja- vík 5. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Guðmundur Guðmundsson, bóndi og verka- maður frá Görðum í Önundarfirði, f. 29. sept. 1892, d. 4. okt. 1971, og Jóna Guðrún Jóns- dóttir, ljósmóðir frá Ytri-Veðrará, f. 7. ágúst 1892, d. 24. okt. 1930. Jóna var tvígift. Fyrri maður henn- ar var Guðmundur Franklín Guðmundsson búfræðingur frá Mýrum í Dýrafirði, f. 17. febr. 1887, d. á Veðrará 3. nóv. 1918. Börn þeirra eru: Jón Halldór Franklín, f. 16. apríl 1914; Guðmundur Hagal- ín, f. 28. apríl 1915, d. 15. ágúst sama ár, og Guðrún Ingibjörg, f. 28. sept. 1916, d. 7. des. sama ár. Alsystkini Ólafs eru: Guðmundur Frankl- ín, f. 25. júní 1921, d. 2. júní 1990; Guðrún Ingibjörg, f. 11. ágúst 1922; Gróa Margrét Hildur, f. 23. júlí 1923; Harald- ur, f. 30. sept. 1924, d. 20. okt. 1988, Oddur Guðmundur, f. 2. jan. 1926, og Stefán, f. 4. júlí 1927. Hinn 14. desember 1958 kvæntist Ólafur Þórhönnu NÚ ER hann Óli merkjasafnari, eins og hann var oftast kallaður í góðra vina hópi, horfinn yfir móðuna miklu, en minningin lifir í hjarta mínu um þann góða dreng. Mín kynni af Óla hófust er ég hélt að ég ætti mjög stórt merkja- safn. Mér var boðið á fund mynt- safnara, þar var maður sem tók á móti mér með opnum örmum og kynnti sig sem Ólaf Jónsson, merkjasafnara. Eftir að hann bauð mér heim og sýndi mér safnið sitt var mitt safn mjög lítið miðað við hans. Óli var alltaf mjög glaðlegur og hress er við hittumst og má segja að að koma til Óla og Þórhönnu væri eins og að koma á sitt annað heimili. Hlýjan og glaðværðin var í fyrirrúmi og innilega hláturinn hennar Þórhönnu vona ég að ég eigi eftir að heyra sem oftast. Ætíð hafði Óli eitthvað að sýna mér er ég kom á heimili hans og skipst var á merkjum og oftast fékk ég eitthvað auka með mér er ég fór af hans fundi. Óli var aldrei svo veikur að ekki væri hægt að tala við hann um merki og hafsjór af fróðleik. Ef einhver vafí var á hvaðan merkið kom eða frá hveijum var leitað til Óla og ef hann gat ekki sagt til um það strax var ekki langt að bíða eftir svari hans. Óli var handlaginn, eins og sjá mátti á heimili hans. Fátt var þar sem Óli hafði ekki smíðað. Nú er ég minnist þessa merka manns votta ég Þórhönnu, Ásdísi og Jó- hanni og fjölskyldum þeirra samúð og Guð geymi ykkur um ókomin ár. Bjarni H. Alfreðsson. Ólafi Jónssyni kynntist ég í Myntsafnarafélaginu fyrir mörg- um árum. Ljúfur maður, áhuga- samur safnari og öðrum mönnum fróðari um þau svið söfnunar, sem hann helgaði sér. Ólafur smiður safnaði aðallega barmmerkjum og einkennismerkjum og kom sér upp einstöku safni. Það var ekki að- eins, að hann átti stærra safn en aðrir, heldur og hitt, að hann kunni skil á hveiju merki, og gat sagt sögu þess. Þar að auki kom hann Guðmundsdóttur, f. 10. ágúst 1938. Foreldrar hennar voru Guðmundur Brynjólfsson, f. 4. nóv. 1897, d. 28. okt. 1984, og Guð- munda Herborg Guðmundsdóttir, f. 31. des. 1900, d. 12. júlí 1977. Börn Ólafs og Þórhönnu eru: 1) Ásdís Her- borg, f. 25. júlí 1959, gift Kim Leunbach, f. 7. apríl 1956. Börn þeirra eru: Daníel, f. 1985, og Davíð f. 1988. 2) Jóhann Bessi, f. 5. ágúst 1963, kvæntur Aðal- heiði Björgu Kristinsdóttur, f. 9. des. 1964. Börn þeirra eru: Dagur Valberg, f. 1985, og Þórdís Ólöf, f. 1990. Ólafur ólst upp á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði frá sex vikna aldri hjá Bessabe Halldórsdóttur, f. 4. des. 1877, d. 26. júní 1962, og börnum hennar. Hann tók landspróf frá Núpi í Dýrafirði, lærði húsasmíði á Reykjalundi og lauk prófi við Iðnskólann í Reykjavík. Ólafur vann við trésmíðar og lengst af við inn- réttingasmíði hjá Trésmíða- verkstæði Hákonar og Krist- jáns í Kópavogi og síðan hjá Selko. Útför Ólafs fer fram frá Kópavogskirkju í dag. öllu safni sínu á spjöld, svo lag- lega, að þess þekkist ekki líki hér á landi. Kom þar tvennt til, smekk- vísi Ólafs og hagleiki hans sem smiður. Ekki er ofsagt, að Ólafur Jónsson smiður hafi bjargað tug- um merkja frá gleymsku, og hafi haldið saman einkennismerkjum félaga og stofnana. í safni Ólafs er að finna ógrynni hluta, sem segja sögu og tísku síns tíma. Ég minni þannig á einkennismerki hnappa og borða áhafna Loftleiða, Flugfélags íslands, Air Viking og Arnarflugs, svo ég taki aðeins ein- kennismerki úr fluginu, en ekkert félagsmerki var Olafi óviðkom- andi. Við skoðun á safni Ólafs rifj- ast upp margir atburðir íslands- sögunnar á þessari og síðustu öld, og margir þeirra gleymdir. Ólafur Jónsson var félagi í Myntsafnarafélagi íslands, og mætti vel á fundum. Hann hafði alltaf eitthvað nýtt að sýna okkur, miðlaði af fróðleiksbrunni sínum, og var oftast til í að skipta á merkjum, svo aðrir næðu heillegra safni. Ólafur tók þátt í mörgum sýningum á vegum mynt- og frí- merkjasafnara og sýndi hið merka og fallega safn sitt. Hann var öðr- um fyrirmynd, sem seint gleymist. Ragnar Borg. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR IIÓTEL LOHTLEIIIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.