Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 37 MINNINGAR KRISTINN EGILSSON 4- Kristinn Egils- ■ son fæddist á Akureyri 12. októ- ber 1974. Hann lést á Akureyri 26. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 5. des- ember. „DROTTINN gaf og Drottinn tók“ flaug eins og ör gegnum hug minn þegar okkur barst sú harmafregn að hann Tinni væri ekki lengur hjá okkur. Á slíkum stundum verður okkur foreldrum ljóst að í raun höfum við bömin okkar aðeins að láni og ef til vill aðeins stutta stund. Ótal minningar sækja á og allar góðar. Vel man ég litlu glókollana Tinna og Tolla í Ingimundarhúsinu á horninu á Lögbergsgötu og Odd- eyrargötu, ærsl þeirra og leiki við dóttur mína og börnin í nágrenn- inu. Ég sé fyrir mér eilítið feimnis- legan, glettinn og umfram allt broshýran dreng, því hann var svo sannarlega ekki spar á brosin sín hann Tinni. Árin líða, ég sit við kennaraborð- ið í VMA og les kladdann. Kristinn Egilsson, fyrst kannast ég ekkert við nafnið, lít upp og sé þá ljósan koll og bjart bros sem ekkert hafði breyst, aðeins þroskast. Tinni á að ljúka þýskunáminu hjá mér því hann fær hvíta kollinn að vori. Tinni var ljúfur og skemmtilegur nemandi og alltaf stutt í brosið, raunar var hann ekki einn af þeim sem lét mikið á sér bera, en átti þó til að koma með hnyttnar at- hugasemdir sem féllu í góðan jarð- veg hjá kennara og ekki síst hjá félögunum sém ekki heldur lágu á liði sínu til að stytta mönnum þýskukennslustundimar. Glaðir voru þeir líka og reifir félagamir er þeir litu við í Lög- bergsgötunni að kvöldi afmælis- dagsins hans Tinna. Þá sagði hann mér hlæjandi að hann hefði oft skemmt sé vel í sumar þegar hann var að rabba við hótelgesti á þýsku „með sínu lagi“. Er ég sannfærð um að hann hefur komist vel frá því eins og öðm sem hann tók sér fýrir hendur. Ég hef notið þeirra forréttinda að fá að vinna með útskriftarnem- um VMA lokaárið þeirra í skóla, sem hirðstjóri og hef ég hirðstjórn mér til fulltjngis. Nú sátum við á rökstólum um jólaleytið í fyrra og veltum því fyrir okkur hverjum ætti að fela það vandaverk að setja bók útskriftarnema Minervu. Nöfn Tinna og Orra komu strax upp í umræðunni og ákveðið var að biðja þá að tölvusetja bókina, þar sem þeir væru manna færastir til þess, auk þess að vera bæði bóngóðir og samvinnuliprir. Ekki skal orð- lengja það að þeir félagar unnu verkið með sóma, en ekki er mér grunlaust um að þeir hafi oft þurft að slappa nætursvefni, því það er ekkert áhlaupaverk að setja 400 blaðsíðna bók. Ástríkum foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum sendum við í Lögbergsgötunni alúðar- kveðjur í þeirri fullvissu að elsku- legi pilturinn þeirra sé kominn í fegurri og betri heim og ylji öllu þar með brosunum sínum. Tinni minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeira sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti Guðlaug Hermannsdóttir. í hálfrar aldar gam- alli afmælisdagabók er eftirfarandi kvæði tileinkað þeim, sem fæddir eru 12. októ- ber: En nótt, þú, sem svæfir sorgir og fógnuð dagsins og sumarsins dýrð í fölnuðu laufi geymir. Ég veit að augu þín lykja um _ ljósið og myrkrið. í % Því leita ég horfínna geisla í Æk skuggum þínum. JjwjI Tak þú mitt angur og vinn úr því sorg er sefi söknuð þess alls, er var og kemur ei framar. (Tómas Guðmundsson). Ekki veit ég alveg hvað ég ætla að segja, Tinni, en þú ferð ekki án þess að við feðgar kveðjum þig. Þegar við fluttum inn á efri hæðina í Oddeyrargötu 36, varst þú ekki heima. Þú varst í sveit hjá Nonna bróður þínum og komst ekki heim fyrr en að hausti. Þá höfðum við breytt íbúðinni tölu- vert og komið okkur þokkalega fyrir. Þegar við fréttum að þú værir að koma heim, óx upp í okkur spenningur, því við vissum að þú myndir koma upp bæði til að sjá breytingarnar og heilsa upp á nýju leigjendurna. Auðvitað sendi mamma þig fljótlega upp, og þar með varð ekki aftur snúið. Með okkur tókst hinn besti vinskapur. Allar stund- irnar, sem þú eyddir með okkur eftir það, bera með sér ljúfar minn- ingar um virkilega góðan dreng og traustan vin. Hjálp þín var okkur ætíð til reiðu hvenær sem hennar var þörf. Við sáum hvernig lífið smám saman opnaðist fyrir þér; þú þroskaðist úr unglingi í fullburða mann. Stundum tókum við þátt í þeim manndómsvígslum sem á vegi þínum urðu, öðrum sagðir þú okkur frá og ræddir síðar meir. Þú fetaðir þinn veg hægt en ör- ugglega. Fyrr á þessu ári fluttum við feðgar á annan stað, en vin- skapurinn hélst óbreyttur, þó heimsóknir yrðu eðlilega færri. Nú hefur þú einnig flutt til ann- ars staðar og fetar þinn veg þar. Við höfum eftir minningar um góðan vin, sem tók þátt í lífi okk- ar og leikjum um nokkurra ára skeið, þú skildir eftir þig skemmti- leg spor. Þakklæti okkar fylgir þér til nýrra heima. Snorri og Sverrir. En handan við Qöllin og handan við áttimar og nóttina ris turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er fórinni heitið. (Snorri Hjartarson) Hugurinn leitar til eins sólskins- dags í maí síðastliðnum. Þá kvaddi glaðbeittur hópur útskriftarnema skólann sinn, Verkmenntaskólann. Á meðal þeirra sem þá gengu út í vorblæinn, til móts við nýja áfanga á lífsins braut, var Kristinn Egilsson. Nú hefur sá góði dreng- ur verið hrifinn frá okkur. Svo miskunnarlaus geta örlögin verið. Við deilum ekki við þau en söknuð- urinn er sár. Nám er íþrótt sem Kristinn hafði mjög gott vald á. Vinnubrögð hans og árangur báru því glöggt vitni. Hann var einkar þægilegur nemandi, hógvær og prúðmann- legur en glettni og gáski voru þó aldrei langt undan. Kristinn og félagar hans gátu brugðið á ýmis- legt sem lyfti geði þeirra sem nærri voru. Margar kennslustund- ir nutu góðs af hugkvæmni þeirra. Þær stundir sem við áttum með Kristni eru okkur sjóður góðra minninga. Við þökkum honum samfylgdina og vottum fjölskyldu hans og vinum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Kristins Egilssonar. Kennarar. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahil Gibran.) Við söfnuðumst saman til að minnast skólabróður okkar, hans Tinna. í hugann leita margar skemmtilegar minningar því Tinni var alltaf mjög hress og virtist kæti hans smita út frá sér. í skólanum var Tinni rólegur, samviskusamur og sóttist námið honum auðveldlega. í vinahópi var Tinni hreinskilinn og alltaf léttur í lund. Tinni var mjög hjálpsamur og þegar hlaupa þurfti undir bagga var Tinni alltaf reiðubúinn. Við söfnun útskriftarferðar vann hann áasmt félögum sínum í skól- asjoppunni og hann og Orri vinur hans eiga nær allan heiður af gerð Mínervu. Tinni kom með okkur í út- skriftarferð til Þýskalands og allar minningar okkar um hann þaðan eru gleðilegar og munum við öll eftir glefsum sem Tinni hefur sagt eða gert eitthvað skemmtilegt. Þegar hvítu kollarnir voru settir upp í vor gerðum við okkur grein fyrir að leiðir okkar myndu skilja, en við áttum ekki von á að hittast svo fljótt aftur, og allra síst við svo sorglegan atburð. Flest eigum við góð minningar- brot sem við munum geyma í huga okkar. Hann var góður félagi og því munum við aldrei gleyma. Nú fer í hönd erfiður tími hjá fjölskyldu og vinum en við verðum öll að halda áfram með góðar minningar í hjarta. Við sendum fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Beklqarsystkinin 4. bekk á viðskiptabraut í Verkmennta skólan- um á Akureyri 1994. Hann er farinn. Eitt andartak og Tinni er ekki lengur á meðal okkar. Ósjálfrátt hvarflar hugur- inn aftur til þess tíma þegar við vorum öll saman í Barnaskóla Akureyrar. Lífið var sannarlega gott í þá daga og okkur fannst að svona hlyti það að verða um alla framtíð. Mitt á meðal okkar var svo Tinni. Þessi hógværi en samt ofurlítið glettni drengur sem vildi öllum vel. Alltaf hreinn og beinn. Ekkert fals, engin læti, bara hann sjálfur. Einn sólbjartan maímorgun fyr- ir sjö árum héldum við svo hvert sína leið á vit unglingsáranna og skildum að allt er breytingum undirorpið. Það kemur sú stund í lífi okkar allra að við verðum sem lítið sandkorn á svartri strönd í hafróti lífsins. Ef til vill berumst við burt út á óravíddir hafsins, ef til vill ekki. Nú er Tinni farinn en minning hans lifir á meðal okkar. „Hún varðar okkar leið á lífsins göngu- för til lokadags er þrýtur fjör.“ Vinum og ættingjum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Bekkjarsystkini úr Barnaskóla Akur- eyrar. t Elskuleg systir mín, JÓNA F. JÓNASDÓTTIR, Sjafnargötu 7, er látin. Unnur Jónasdóttir. t Eiginmaður minn, KRISTBJÖRN DANÍELSSON, Efstasundi 71, andaöist á gjörgæsludeild Landspítalans 13. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Jakobsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTLAUG (DÓTLA) GUNNLAUGSDÓTTIR, Bláhömrum 2, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 12. desember sl. Gunnlaugur Valtýsson, Elín Þóra Eiríksdóttir, Jón S. Valtýsson, Ásta Björnsdóttir, Guömundur Valtýsson, Valtýr E. Valtýsson, Björk Einisdóttir, Róbert Valtýsson, Linda Karlsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður mirín, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR JÓNSSON bakarameistari, Furulundi 3b, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. desember. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 20. desember kl. 13.30. Hólmfriöur Sigurðardóttir, Þórdís Einarsdóttir, Astvaldur Guömundsson, Margrét Einarsdóttir, Davfö Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, GUNNAR EIRÍKSSON frá Dvergasteini, Vestmannaeyjum, sem lést 7. desember í Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, verður jarösunginn frá Landakirkju fimmtudaginn 15. desemberkl. 14.00. Fyrir hönd systkina, Þórarinn Eiríksson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, áöur Hátúni 4, sem lést á Droplaugarstööum 7. þessa mánaðar, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 14. desember, kl. 13.30. Blóm afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlega láti Slysavarnafélag fslands njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Jóhannesdóttir, Bergsveinn Jóhannesson, Þóra Jóhannesdóttir. tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KETILL BERG BJÖRNSSON, Hæðargarði 33, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30. Ólöf R. Guðjónsdóttir, Kolfinna Ketilsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Birna Ketilsdóttir, Benedikt Svavarsson, Hjördis Ketilsdóttir, Kristín Ketilsdóttir, Ólafur Laufdal, Guðjón Ketilsson, Ragnheiður Arnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.