Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Þú getur bakað, steikt og grillað að vild í nýja BLÁSTURS - BORÐOFNINUM Rúmgóður 12,5 lítra ofn, en ytri mál aðeins 33x44x23 cm. 4 valmöguleikar: Affrysting, yfir- og undirhiti, blástur og grili. Hitaval 60-2302C, 120 mín. tímarofi með hljóðmerki, sjálf- hreinsihúðun og Ijós. JÓLATÍ LBOÐSVERÐ kr. 12.990,- stgr. Þú getur valið um 6 aðrar gerðir fí'IjlHiUllj) borðofna. /Fonix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 STANDEX Alinnréttingar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda sýningarklefa o.mfl. Faxafeni 12. Sími 38 000 Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokkl 1992 Innlausnardagur 15. desember 1994. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.869.500 kr. 1.173.900 kr. 117.390 kr. 11.739 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. ATH. Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá Lnnlausnardegi. cSg húsnæðisstofnun ríkisins Lj HÚSBRÉFAOEILÐ • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00 IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Misskilningur Bjarneyjar VEGNA skrifa Bjameyjar Harðardóttur í Velvak- anda sl. sunnudag langar mig til að leiðrétta mis- skilning sem kemur fram í bréfi hennar. Það er al- rangt að sjúkraliðar séu að fara fram á sama kaup og hjúkrunarfræðingar, eins og Bjamey virðist halda. Henni og öðrum til fróðleiks vil ég segja að krafa okkar sjúkraliða er sú að dragast ekki aftur úr í launum miðað við hjúkmnarfræðinga. Svo einfalt er það nú. Aslaug Þórhallsdóttlr Um siðlausan skatt TILSKRIF Sveins Ólafs- sonar voru sannarlega orð í tíma töluð í Morgunblað- inu 26. október sl. um skattlagningu eftirlauna. Síðan árið 1988, er stað- greiðslan tók gildi, hafa stjórnvöld án þess að blygðast sín hirt tæplega helming þeirra launa við- komandi aðila. Allir eftir- launamenn og -konur ættu að mótmæla þessu siðleysi kröftuglega. Þá er það með skattpín- ingu hinna skuldlausu hvað varðar álagningu eignaskatts. Skattur sá er innheimtur af eign yfir 3,6 millj. Eignarskattur er skattur af eign sem við- komandi aðili er oftast búinn að eyða ævinni í að eignast skuldlausa. Oftast er það fólk sem komið er yfir miðjan aldur og farið að minnka við sig vinnu og jafnvel hætt að vinna er verður fyrir gjömingum þessum. Dæmi er um að eignarskattur hækki yfir 400-500% við þá breytingu á einkahögum, enda hefur skattur sá líka verið kall- aður ekknaskattur. Hvaða tilgangi þjónar það að neyða fólk til að selja íbúðir sínar eins og margir hafa þurft að gera til að losna undan þessari ósanngjörnu eignarskatts- álagningu? Það er krafa okkar og sjálfsögð mannréttindi að stjórnvöld taki mál þessi til skjótrar afgreiðslu og láti af lögverndaðri „ræn- ingjastarfsemi" og láti fólk í friði með sínar skuldlausu íbúðir. KÞ Tapað/fundið Gerlaugu töpuðst KVENGLERAUGU í hvítri umgjörð í fallegu svörtu tauhulstri með bróderaðri rós á töpuðust sl. laugar- dag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 680998 eða 19585 á milli kl. 13 og 16. Leðurjakki tapaðist SVARTUR frekar lítill leð- uijakki með skilríkjum í vasanum tapaðist á veit- ingahúsinu 22 við Lauga- veg aðfaranótt sl. sunnu- dags. Viti einhver um jakk- ann er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 610511. Kopar - Krilla LITIL koparhringur með áletruninni Krilla tapaðist sl. föstudagskvöld. Finnandi vinsamlega hringi í síma 615516. Læða í heimilisleit EINLIT hvít u.þ.b. átta mánaða læða fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 876409. Ingibjörg. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarsun TÍU slagir eru léttir ef trompið liggur 3-2. Svo er ekki. Suður gefur; allir á hættu: Norður ♦ 1083 f 8752 ♦ DG54 ♦ Á2 Suður ♦ ÁK752 ♦ 9 ♦ ÁK1072 ♦ 95 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: laufkóngur. Hvemig á suður að spila? Hann á að einbeita sér að 4-1-legunni í trompi. Hann ræður við háspil blankt í aust- ur og háspil eða níuna staka í vestur. Er þá rétta byijunin ekki sú að leggja niður spaða- ás og kanna málið? Reyndar, en sagnhafí á fyrsta slaginn í borðinu og það skiptir máli hvaða spaða hann spilar það- an. Hann má ekki spila þri- stinum ef legan er þessi: Norður ♦ 1083 f 8754 ♦ DG54 Vestur ♦ Á2 Austur ♦ G ♦D964 fD1064 II VÁKG3 ♦ 983 ♦ 6 ♦ KD1063 ♦G874 Lítum á hvað gerist þá. Þegar gosinn fellur úr vestr- inu, verður suður að spila smáum spaða að 108. Austur drepur tíuna með drottningu. Síðan tekur vömin slag á lauf og spilar hjarta tvisvar, sem suður trompar. Nú þarf sagn- hafi að fara inn í borð á tígul til að svína fyrir trompníuna. En því miður, þá neyðist hann til að eiga slaginn á áttu blinds og verður því að reyna að komast heim á tígul til að taka síðasta trompið. Sem gengur ekki. Attan er því bersýnilega rétta spilið til að spila úr blind- um í öðrum slag. Sástu það? Farsi y, Ekkert en/errvuen leteg eftirtjking ccf krz\bb(x-" Yíkveiji skrifar... VÍKVERJI fylgist af áhuga með jólabókaútgáfunni hver jól, enda mikill bókaunnandi. Það er því orðinn fastur liður í jólaundirbún- ingnum að blaða í gegnum íslensk bókatíðindi og í ár eru þar margar kynningar sem lofa góðu um við- komandi bækur. Víkverji lætur sér ekki nægja að skoða fullorðinsbæk- umar heldur rennir Iíka yfir kynn- ingar á unglinga- og barnabókum, m.a. með jólagjafir í huga. Þar rak hann að þessu sinni augun í bók sem skv. kynningu hefur þann boðskap einan fram að færa að stúlkur sem ekki eiga þess kost að taka þátt í fegurðarsamkeppni séu vinafáar, afskiptar af fjölskyldu og enginn vilji elska þær. Umrædd unglingasaga fjallar um stúlku sem lifir leiðinlegu lífi þar til henni býðst að taka þátt í fegurðars- amkeppni. Þá verða nú aldeilis _um- skipti á lífi stúlkukindarinnar. Aður fannst henni hún vera Ijót, hún þekkti fáa og átti bara einn vin sem þar að auki var kallaður Villi vit- lausi. Víkveija dettur í hug að þá nafngift hafí þurft til að skýra hvernig hann gat iátið sér detta í hug að vingast við Ijóta stelpu. Auk þess var stjúpa stelpunnar vond vð hana og hálfsysturnar þoldu hana ekki. Pabbinn skipti sér lítið af þess- ari ljótu dóttur sinni. XXX ETTA eymdarlíf á nú aldeilis eftir að breytast. Og ástæðan? 'Jú, stelpan tekur þátt í fegurðars- amkeppni! Skyndilega verður hún vinsæl og eftirsótt, eignast nýja vini og fínnur ástina í fyrsta sinn. Ekki kemur fram í kynningunni hvort gamli vinurinn, Villi vitlausi, er lát- inn róa, en miðað við þau áhrif sem lestur kynningarinnar hafði á Vík- veija þykir honum ekki ólíklegt að svo sé. Af lestri kynningarinnar þykir Víkveija að mórallinn í bókinni sé slíkur að með óiíkindum sé á því herrans ári 1994. í kynningunni seg- ir ennfremur að í bókinni sé fjallað um alvarlega hluti á nærfærinn hátt. Það getur verið að lestur bókarinnar myndi breyta skoðunum Víkveija, en í raun er vandséð hvort er verra, að unglingum sé boðið upp á nútíma útgáfu af sögunni um ljóta andar- ungann, þar sem kvenfyrirlitningin skín í gegn, eða það að söguþráður- inn sé afbakaður á þennan hátt í kynningunni þar sem talið er að þannig höfði bókin betur til hinna ungu Iesenda. xxx FYRST að Víkveiji er á annað borð að tala um bækur, getur hann ekki látið ógert að minnast á annað sem truflaði hann verulega við lestur nefndra bókatíðinda. „Heiða fremur sjálfsmorð" er nafn unglingabókar sem samkvæmt kynningu fjallar um 14 ára stúlku sem vinnur í unglingavinnunni og allt gengur í haginn hjá. Hún er ástfangin af Hjalta, eldri systir hennar á von á barni og mamma hennar fær parket á stofugólfíð. En lokahátíðargleði unglingavinnunnar á eftir að reynast örlagarík. Víkverji þekkir ekki boðskap bók- arinnar „Heiða fremur sjálfsmorð", en nafnið þykir honum ekki smekk- legt. Það er erfítt að ímynda sér að nokkur geti hugsað sér að setja þessa bók í gjafapappír undir jóla- tréð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.